Morgunblaðið - 26.06.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.06.1984, Blaðsíða 32
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 1984 Minning: Guörún Pálína Magnúsdóttir Seinnipart dags 17. júní lést í Landakotsspítala Guðrún P. Magnúsdóttir, Skúlagötu 80. Að- standendum hennar og vinum kom þessi frétt ekki á óvart, þar sem Guðrún hafði átt við veikindi að stríða um skeið, en hún lagðist í fyrsta skipti á sjúkrahús fyrir um ári. Guðrún Pálína Magnúsdóttir, eins og hún hét fullu nafni, fædd- ist 16. febrúar 1899, hún var yngst j 7 barna hjónanna Magnúsar Magnússonar og konu hans, Ingi- bjargar Jónsdóttur, en þau bjuggu á Ásláksstöðum á Vatnsleysu- strönd. Guðrún kveður þessa jarð- vist síðust þeirra systkina. Guðrún giftist árið 1919 Árna Gíslasyni frá Miðdal i Mosfells- sveit, Árni fæddist 7.10. 1888, dá- inn 11.2. 1938. Þau hjónin eignuð- ust 5 börn, elstur var Guðbjörn verkstj. hjá Eimskipafélagi ís- lands, giftur Helgu Gísladóttur, Guðbjörn lést 25.3. 1961; Unnur búsett í Bandaríkjunum, gift John McDonald; Gísli leiksviðsm. við Þjóðleikhúsið, giftur Helgu Ein- arsdóttur; Magnús matreiðslum., giftur ólínu Kristinsdóttur; Þór- unn Ingibjörg, gift Sverri Hall- grímssyni húsgagnsmið, auk þess ól Guðrún upp dótturson sinn, Jón Árna Hjartarson húsgagnasmið. Það var mikill harmur þegar Árni féll frá stórum barnahópi, elsta barnið 18 ára og yngsta á öðru ári, en með reglusemi og dugnaði tókst Guðrúnu að koma börnum sínum til þroska. Guðrún sagði eitt sinn við mig þegar við ræddum um hagi hennar eftir að Árni dó: Auðvitað var þetta erfitt. TIL FO RSVARSM AN N A FYRIRTÆKJA. B-BÓNUSÁ FJARFESTINCARSJOÐS- REIKNINCA. Athygli er vakin á breytingu á lögum um tekju- og eigna- skatt, sem gekk í gildi 30. mars 1984. Samkvæmt þeirri breytingu er nú heimilt aö draga 40% frá skattskyldum tekjum til aö leggja í fjárfestingarsjóö. Pessi frádráttur er bundinn því skilyrði, aö skattaðili leggi a.m.k. 50% fjárfestingarsjóöstillagsins inn á verðtryggðan, bundinn reikning, fyrir 1. júlí. og eigi síöar en firrim mánuðum eftir lok reikningsárs. Viö minnum sérstaklega á í þessu sambandi, aö viö BJÓÐUM VIÐSKIPTAVINUM OKKARIB-BÓNUSÁ ALLA BUNDNASEX MÁNAÐA REIKNINGA. IB-bónusinn er reiknaö- ur tvisvar á ári, í júlí og janúar. Bónusinn er nú 1.5% p.a. sem leggst sjálfkrafa auk vaxta viö innstæöu sem hefur veriö án úttektar. Ef fjárfestingarsjóöstillag er lagt inn í lönaöarbankann fyrir l.júlí, n.k. reiknastlB-bónusaukvaxta,af innstæöunni 1. júlí og.aftur 1. janúar, hafi ekki verið tekiö út af reikn- ingnumátímabilinu. Rétt er aö geta þess, aö þegar slíkur reikningur er opnaöur þarf aö taka sérstaklega fram viö starfsfólk bankans, aö um fjárfestingarsjóösreikning sé að ræöa. Bankinn birtir þessa auglýsingu til þess aö forsvarsmenn fyrirtækja geti íhugaö þessi mál í tíma og væntir þess aö geta átt gagnkvæm viöskipti viö sem flesta í þessu sambandi. Allar frekari upplýsingar eru veittar í bankanum. Iðnaðarbankinn Fer eigin leiöir - fyrir sparendur. en ég reyndi alltaf að eiga mat og að hafa hreint í kringum okkur, hreinlætið kostar ekkert. Guðrún stundaði ýmis þjónustustörf á meðan heilsa leyfði. Guðrún var einstaklega vönduð kona, reglusöm og þoldi ekki óskilvísi. Guðrún var mjög félags- lynd, hún var áhugasöm um fram- gang Slysavarnafélags Islands og var félagi í kvennadeild þess, henni þótti afar vænt um átthaga sína og sótti kúttmagakvöld Suð- urnesjamanna í mörg ár ásamt börnum sínum, minnist ég þess hve létt hún var í dansi, hún hafði yndi af því að taka í spil, hef ég ekki spilað vist með meiri tilþrif- um en með henni, á seinni árum sótti hún oft bingókvöld f IOGT og Sigtúni ásamt vinkonum sínum, þeim Mörtu, Hrefnu og Maríu, oft var hún heppin á þessum kvöldum. Ég vil færa þeim vinkonum sér- stakar þakkir ættingja Guðrúnar fyrir einstaka tryggð við hana nú hin síðari ár, eftir að hún átti orð- ið erfiðara með að fara ein ferða sinna. Guðrún var eindreginn stuðningsmaður sjálfstæðisstefn- unnar og var hún aldrei í rónni, þegar kosið var, fyrr en hún hafði skilað atkvæði sínu í kjörklefann. Mestu gleðistundir átti Guðrún þegar fjölskyldan kom saman á „Skúló", því að hún var höfðingi heim að sækja og leið aldrei betur en þegar hún gat verið gestgjaf- inn, fyrir þessar stundir og marg- ar aðrar vil ég nú þakka. Börn Guðrúnar, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn þakka nú að leiðarlokum elsku- legri konu fyrir það fordæmi sem hún var þeim með lífi sínu, þau þakka forsjóninni fyrir að hafa fengið að njóta hennar svo lengi. Nú hafa orðið fagnaðarfundir á æðri vegum við endurfund geng- inna ættingja og vina. „Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (V. Br.) Sverrir Hallgrímsson Gunnar Einarsson frá Miðbœ — Minning Fæddur 13. júlí 1905 Dáinn 23. raaí 1984 Afi Gunnar Einarsson frá Mið- bæ, Haukadal í Dýrafirði, er far- inn síðustu ferðina vestur. Við söknum hans því margar ánægju- stundirnar áttum við saman. Við þökkum góðu brosin hans og hjartahlýjuna. Það var teflt, spilað og lagður kapall. Þær stundir man Sigfús Örn. Haukur og Þórir muna morg- unleikfimina, sem þeir æfðu með afa á hverjum morgni. Það voru góðir dagar. Við minnumst hvað hann var ánægður hjá dóttur si- nni, henni Rúnu, og hvað hún var góð við hann og reyndist honum vel til þess síðasta. Við vorum öll hamingjusöm saman. Nú ertu heimsins laus úr leik því lokið stríði er. Ég veit þú hugi allra átt sem eitthvað kynntust þér. En kærleiksgeislar krýna þig við kvöldsins sólarlag og barni sínu er moldin mild, við minnumst þess í dag (Elías Þórarinsson, Vestfirsk ljóð) Far þú friði. Friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Lára og fjölskylda. Helga Guðmunds- dóttir - Minning Fædd 22. júlí 1923 Dáin 18. maí 1984 Föstudaginn 25. maí sl. var Helga systir mín jarðsett 1 Foss- vogskirkjugarði. Hún fæddist í Bolungarvík, dóttir hjónanna Hansínu Jóhannesdóttur frá Botni, Súgandafirði, og Magnúsar Kristjánssonar, formanns í Bol- ungarvík. Móðir okkar lést þegar Helga var tveggja ára og fór hún þá f fóstur til Maríu Júlíu Gísladóttur og Guðmundar B. Guðmundsson- ar, kaupmanns á Isafirði. Henni leið vel hjá þeim hjónum og varð hún kjördóttir þeirra. Ung giftist Helga Hauki Sigurðssyni og eign- uðust þau 5 börn, sem öll eru gift. Þau eru Sigurður, Sigrún, María, Guðrún og Ásrúm. Barnabörnin eru orðin 15. Börnin hennar reyndust henni sérstaklega góð og hugsunarsöm í veikindum hennar, en Haukur lést fyrir nokkrum ár- um. Helga og Haukur bjuggu fyrstu árin hjá Sigurbjörgu móður Hauks og reyndist hún Helgu mjög vel og kvaðst Helga hafa lært margt gott af tengdamóður sinni. Ég vil þakka fyrir hennar hönd þeim Sigrúnu, systur Hauks, og Sigurjóni, manni hennar, alla þá góðvild sem þau sýndu henni og börnum hennar. Við systkinin þökkum Helgu all- ar góðar stundir. Við höfum alltaf haldið hópinn þótt við værum ekki alin upp saman, en við vorum 5 systkinin. Guðrún elst, svo Jósí- ana, Jóhannes, Helga og Kristín, sem lést 6 ára gömul. Pabbi okkar giftist öðru sinni góðri konu, Júlí- ónu Magnúsdóttur, og eignuðust þau fjögur börn og hafa báðir barnahóparnir hans pabba verið mjög samrýndir og jafnan komið fram sem ein heild. Seinni börnin eru Hans, Kristín, Sigríður Maggý og Salóme Halldóra. Systkinahópurinn hefur ákveðið að hittast og halda ættarmót í Skálavík 20. júlí í sumar og vafa- laust verður Helga þá ekki langt undan, en minning um góða systur mun lengi lifa. Við Steinar þökk- um henni allar góðar stundir og biðjum guð að geyma hana. Jó.síana Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.