Morgunblaðið - 07.11.1984, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.11.1984, Qupperneq 1
64 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 216. tbl. 71. árg.________________________________MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins í nótt stefndi í einstæðan kosningasigur Reagans Wa.shington. 6. nóvember. AP. RONALD Reagan tók strax for- ystu, þegar talning atkvæða í bandarísku forsetakosningun- um hófst í kvöld. Allt benti til þess, að Reagan yrði endurkjör- inn forseti með miklum yfir- burðum. Þegar talin höfðu verið 3% atkvæða hafði hann hlotið 63% þeirra. Reagan hafði þá sigrað í fimm ríkjum, Flórída, Indiana og Ken- tucky, NorðurKarólína og Vir- giníu, og hlotið alla kjörmennina þar, 67 að tölu. Jafnframt hafði hann forystu í 12 ríkjum með 114 kjörmönnum. Til þess að sigra þarf forsetaefni að fá 270 kjðr- menn af 538. Walter Mondale, frambjóðandi demókrata, hafði þá hlotið 37% af þeim atkvæðum, sem talin höfðu verið. Hann hafði sigrað í Wash- ington DC, og hlotið þar þrjá kjör- menn. Athygli vakti, að Reagan virtist einnig mjög sigurstranglegur í þeim sex ríkjum, þar sem Jimmy Carter sigraði í forsetakosningun- um 1980. f Norður-Karólínu töpuðu demókratar sæti sínu í öldungar- deildinni til repúblikana og í Ken- tucky voru allar horfur á, að fram- bjóðandi repúblikana, Mitch McConnell, bæri sigurorð af nú- verandi öldungardeildarþing- manni demókrata, Walter Huddleston. Reagan, sem er 73 ára að aldri, kaus ásamt Nancy forsetafrú í smábænum Solvang í Kaliforníu. George Bush varaforseti kaus í Houston í Texas. Mondale, sem er 56 ára .fyrrver- andi öldungardeildarþingmaður og varaforseti í stjórnartíð Jimmy Carters, var á meðal hinna fyrstu sem kusu í heimabæ hans North Oaks í Minnesota. Geraldine Fer- raro, varaforsetaefni demókrata, fór á kjörstað í New York ásamt dóttur sinni. Frú Ferraro er fyrsta konan, sem verið hefur í framboði til embættis varaforseta í Banda- ríkjunum. Auk forseta og varaforseta var kosið til beggja deilda Bandaríkja- þings. Kosnir voru allir þingmenn fulltrúadeildarinnar, 435 að tölu, og 33 þingmenn öldungadeildar- innar, en þar sitja 100 fulltrúar. Enn fremur voru kosnir ríkis- stjórar í 13 af 50 ríkjum landsins. Þá var kosið í fjölda bæjar- og sveitarstjórna og á mörgum stöð- um voru atkvæði greidd um ýmis staðbundin ágreiningsefni. Um 174 milljónir Bandaríkja- manna hafa kosningarétt. Búist var við að kjörsókn yrði meiri í þessum kosningum, en hún hefur verið undanfarin 20 ár. I kosning- unum fyrir fjórum árum greiddu 52,5% kjósenda atkvæði. í gærkvöldi var því spáð, að bandaríski seðlabankinn mundi slaka á hömlum varðandi útlán og lækka vexti að kosningunum af- stöðnum. Ronald Reagan og Nancy kona hans halda frá kjörstað í Solvang í Kaliforníu í gær, eftir að hafa greitt þar atkvæði. Er fréttamenn spurðu Reagan, hvern hann hefði kosið, svaraði hann með því að benda á sjálfan sig, eins og mvndin sýnir. AP-símamynd Walter Mondale, forsetaframbjóðandi demókrata greiddi atkvæði í heima- bæ sínum í North Oaks, Minnesota. Þessi mynd af honum var tekin á kjörstað í gærmorgun, er hann var búinn að kjósa. AP-símamynd Afganistan: Mikið tjón í Kabúl af völdum flugskeyta i Barizt í nágrenni við flugvöll borgarinnar Flick-málið: Kohl fyrir svörum Bonn, 6. nóvember. AP. HELMUT Kohl, kanslari Vestur- l*ýzkalands, mun svara spurning- um varðandi Flick-málið svo- nefnda á morgun, þriðjudag, á 4 klukkustunda fundi með þing- nefnd þeirri, sem rannsakar meintar mútugreiðslur Flick- samstcypunnar til háttsettra stjórnmálamanna í Bonn. Nefndin mun væntanlega krefja kanslarann svars við því, hvers vegna nafn hans komi fyrir í bókhaldsgögnum Flick- samsteypunnar vegna greiðslu á 665.000 mörkum. Hald var lagt á þessi gögn 1981, er húsleit fór fram í aðalstöðvum Flick- samsteypunnar. Nýju Delhf, 6. nóvember AP. STOR hluti hins forna verzlunartorgs í Kabúl, höfuðborg Afganistan, eyði- lagðist í mikilli flugskeytaarás frels- issveitanna fyrir nokkrum dögum. Augljóst er þó talið, að flugskeytun- um hafi verið ætlað að lenda á virk- inu Bala Hissar í miðborg Kabúl, en það er mannað rússneskum her- mönnum. Samkvæmt frásögn út- varpsins í Kabúl biðu fimm óbreyttir borgarar bana í árásinni, en sextán særðust. Þá var hundruðum manna bjargað úr cldum, sem kviknað höfðu í árásinni. Flugskeytum var skotið á Kabúl að næturlagi alla síðustu viku. Var sumum þeirra skotið frá fjöllunum í nágrenni borgarinnar og lentu nokkur þeirra i grennd við banda- ríska sendiráðið í borginni. Þá mátti einnig heyra harða vélbyssu- skothríð og þungan dyn frá fall- byssum í nágrenni flugvallarins í Kabúl alla síðustu viku. Um þenn- an flugvöll fara nær allir aðflutn- ingar frá Sovétríkjunum til sov- ézka herliðsins í Afganistan, en í því eru nú yfir 100.000 manns. Mikil sprenging varð í afganskri herþyrlu af sovézkri gerð, eftir að hún hafði hafið sig á loft frá flug- vellinum. Er talið, að þessu hafi valdið sprengja, sem áður hafði verið komið fyrir í þyrlunni. SAMÍÍTAÐA verkfallsmanna í bresku kolanámunum virðist vera að bresta. í dag höfðu 380 námamenn verkfallsvörslu stéttarfélags sfns að engu og sneni til vinnu í fyrsta sinn frá því verkfallið hófst, 12. mars sl. Á mánudag komu 802 aðrir verkfalls- menn til vinnu. Stjórn ríkisreknu kolanámanna Þá hafa borizt fréttir af hörðum bardögum undanfarna daga í grennd við borgirnar Kandahar og Herat og í svonefndum Logar-dal fyrir sunnan Kabúl, en þessi dalur er enn að nokkur leyti á valdi frels- issveitanna. telur að þetta sýni að verkfallið sé nú að leysast upp. Er talið að 53 þúsund námamenn af 178 þúsund- um í landinu öllu séu nú að starfi. Margaret Thatcher, forsætisráð- herra, hefur hvatt þá námamenn sem standa verkfallsvörð við nám- urnar að láta af iðju sinni og hefja störf. Bretland: Námuverkfallið að fara út um þúfur? London, 6. nóvember. AP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.