Morgunblaðið - 18.11.1984, Side 7

Morgunblaðið - 18.11.1984, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 7 Sýnir á Mokka 16. nóvember opnaði Hrefna Lárusdóttir sýningu á 29 vatns- litamyndum i Mokkakaffi að Skólavörðustíg. Hún er Reykvík- ingur, búsett í Luxemborg og hef- ur ekki sýnt hér á landi fyrr. Þessa dagana sýnir hún einnig acryl-málverk í Tríer í Þýzka- landi. Sýningin f Mokka stendur yfir í 3 vikur. NemendaráÖ Stýrimanna- skólans í Reykjavík: Fagnar skýrslu um öryggis- mál sjómanna NEMENDARÁÐ Stýrimannaskól- ans í Reykjavík fagnar ný framkom- inni ifangaskýrslu þingmanna- nefndar um öryggismál sjómanna og tillögum hennar, segir í frétt fri nemendaráðinu. Nemendaráð vill sérstaklega þakka þann skilning á námsmál- um sjómanna og aðstöðumun er sjómenn búa við í þeim efnum og kemur fram í skýrslunni og það er svo sannarlega kominn timi til að „mönnum með salt í hárum“ verði gefinn kostur á að njóta skólakerf- isins sem þeir hafa átt hvað drýgstan þátt í að byggja upp. Eins og nú er ástatt i þjóðfélag- inu er sjómönnum gert erfiðara fyrir um nám en flestum öðrum stéttum í landinu. Þvi skorar nem- endaráð SSR á Alþingi að standa vel og dyggilega að þessu þjóð- þurftarmáli. Því auðveldara sem sjómönnum er gert að afla sér menntunar, því meiri og haldbetri menntun; því öruggara líf fyrir ís- lenska sjómenn. Þeir eiga það inni. Sólbaðsstofu- eigendur ræða stöðuna EIGENDUR sólbaðsstofa stla að hittast á fundi á þriðjudagskvöldið til að ræða þá stöðu sem upp er kom- in í greininni í framhaldi frétta um að óhófleg notkun sóllampa kunni að valda húðkrabbameini. „Það hefur orðið samdráttur hjá öllum stofum en það er ofsagt í Morgunblaðinu að hann sé 50—60% hjá öllum, það er hæsta talan sem ég hef heyrt," sagði Halldóra Helgadóttir, eigandi tveggja sólbaðsstofa, í samtali við blaðið. „Við erum óánægð með þær full- yrðingar sem fram hafa komið í þessu máli að undanförnu og telj- um þær órökstuddar. Ég held að fólk sé farið að sjá þetta, enda hef- ur aðsóknin aukist aftur á allra síðustu dögum,“ sagði Halldóra. SA BESTI VARÐ FYRIR VALINU Adferðin var í sjálfu sér einföld: Við kynntum okkur alla þekktustu skíðastaði Austurríkis og völdum síðan þann besta EINSTÖK AÐSTAÐA í Sölden færð þú á einum stað allt sem til þarf í frábæra skíðaferð. Hvort sem þú ert einn á ferð, með fjölskylduna eða í stærri hóp, uppfyllir Sölden allar þínar kröfur - og heldur meira. Umhverfið er heillandi og veðursæld mikil. Ótrúlega þétt lyftukerfi teygir sig upp eftir hlíðunum og skilar þér í allt að 3.100 m hæð. Brautimar eru vel merktar og allt lagt upp úr því að hver maður finni brekkur við sitt hæfi. Mörg hundruð skíðakennarar eru til taks, útsýnisstaðir, veitingastaðir og hvíldarstaðir eru á hverju „strái“ og dagurinn líður hratt, fullur af skemmtilegum atvikum, - ævintýri líkastur. FRÁBÆRT NÆTURLÍF Þegar líður að kvöldi læturðu notalega þreytuna líða úr skrokknum í sundlaugum, nuddpottum og gufuböðum, og færð þér síðan hressingu á huggulegum bar þar sem útsýnin til snæviþakinna fjalla verður ógleymanleg í Ijósaskiptunum. Kvöldið tekur síðan við í eldfjörugum Tírólabænum: Veitingastaðir, diskótek, skemmtistaðir, nætur- klúbbar og hressilegt götulíf gefur hverju kvöldi nýjan lit og setur punktinn yfir i-ið í glæsilegri skíðaferð. SÖLDEN Á EKKI SINN LÍKAN - ÞVÍ GETURÐU TREYST VERÐ FRÁ KR. 17.900 og mjög góðir greiðsluskilmálar að auki! Gisting er fjölbreytt og við allra hæfi. Ferðatilhögun gæti ekki veirð öllu þægilegri: Beint leiguflug til Innsbruck og örstuttur akstur til Sölden. Brottfarardagar: 26. janúar, 9. febrúar, 23. febrúar. . -Xa VY\& _ _ V>'\ð um' Sö\deu Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 Sbr. niðurstöður fjölmargra skíðasérfræðinga evrópskra tímarita. söluskrifstofa akureyrl skipagötu is - símar 21400 a 23727 r%2_ Askriftarsíminn er 83033

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.