Morgunblaðið - 18.11.1984, Side 57

Morgunblaðið - 18.11.1984, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 57 sem hér eru fáanleg eru afar mis- jöfn að gæðum. Sem dæmi um eitt sniðugt kennsluforrit má nefna tölvuævintýri nokkurt sem hefur náð vinsældum erlendis. Þar er sá sem spilar að þvælast milli plán- eta í geimfari en til að geta haldið áfram verður hann að læra heii- margt í eðlis- og efnafræði og fleiri greinum, en öllum þessum fróðleik hefur verið lætt inn í for- ritið. Kennsluforrit verða að vera mjög vönduð ef þau eiga að koma að gagni. Það er hins vegar enginn sem borgar fyrir gerð kennslu- forrita hér á landi og á meðan svo er verða þau varla samin. — En nú þekki ég ýmsa kennara sem eru mjög áhugasamir um gerð kennsluforrita. Já, en það er bara ekki víst að hugsjónamennirnir séu beztu for- ritararnir — en það er alveg rétt að á þessu sviði eru geysilegir möguleikar. — Svo við víkjum að öðru. Nú er sagt að Japanir noti tölvumálið Prolog við hinar svonefndu „fimmtukynslóðar tölvurannsókn- ir“ sínar — hvað er eiginlega átt við með þessu dularfulla nafni? Japanir eru að gera tilraun til að koma af stað byltingu í tölvu- heiminum, en ég ætla að taka það fram strax að það veit enginn hvort þetta tekst hjá þeim og sum- ir draga það mjög í efa. „Fimmtukynslóðar- rannsóknir“ Japana Þeir ætla sér að framleiða tölv- ur sem hafa ekki einungis einn eða tvo „gjörva" (processor), eins og í þeim tölvum sem við þekkjum, heldur fjöldan allan af gjörvum og eiga þeir að skipta með sér verk- um. Með þessum hætti ætla þeir að fjöldaframleiða það sem við getum kallað skynsamar tölvur og gera sér jafnvel vonir um að koma þeim á markað eftir s.s. tvö ár. Ef þetta tekst hjá þeim verður um hreina byltingu að ræða — svona álíka og frá bílnum upp í flugvélina. Það myndi líka leiða til þess að Japanir næðu undirtökum í tölvuiðnaðinum og kæmust langt framúr vesturlandamönnum á því sviði. — En staðreyndin er að t.d. Bretar og Bandarikjamenn eru langt á undan Japönum í tölvuiðn- aði — er ekki óraunhæft að halda því fram að Japanir geti farið framúr þeim á svo stuttum tíma? Það veit að sjálfsögðu enginn hvort Japönum tekst nokkurntím- ann að hanna þessa nýju tölvu — en ef þeim tekst það tryggja þeir sér undirtök í tölvuiðnaðinum um ófyrirsjáanlegan tíma. Það eru fleiri þjóðir sem fást við svipaðar rannsóknir. í Bretlandi hefur komið fram ný uppfinning í tölvu- tækni sem þeir kalla „Transput- er“, og skapar svipaða möguleika og sú tölvugerð sem Japanir eru að gera tilraunir með. Þessi upp- finning er þó varla til nema á teikniborðinu enn sem komið er og það líður áreiðanlega á löngu áður en þessi nýja tölva litur dagsins ljós. — Verður ekki að teljast fremur ólíklegt að nýjungar i tölvutækni komi frá Japan? Að vísu eru Japanir langt á eftir þeim þjóðum sem fremstar eru í tölvutækni, en þeir hafa samt náð undirtökum á einstökum sviðum hennar. T.d. framleiða þeir meiri- partinn af rökrásum sem notaðar er í tölvur framleiddar á vestur- löndum — japanskar rökrásir þykja áreiðanlegri en t.d. banda- rískar og svo eru þær auðvitað ódýrari. Japanir eru ekki þekktir fyrir að koma fram með nýjungar — þeir hafa hingað til sótt ýmsar uppfinningar til Vesturlanda hannað þær betur og selt þær svo ódýrara en aðrar framleiðsluþjóð- ir hafa getað. Ef Japönum tekst að ná árangri með þessar nýju tölvur sínar verður það í fyrsta skipti sem þeir koma fram með verulega tækninýjung — og takist þeim vel upp með þessa nýju tölvu standa þeir með pálmann í höndunum. -bó. STRAX 26,2% STRAX í FTRSTA MÁNUÐI EFTIRINNLEGG FASTAÐ 28% ÁVÖXTUN Á12 MÁNUÐUM AUÐVTTAÐ GETUR ÞÚ TEKIÐ ÚT HVENÆR SEM ER OG HALDIÐ ÓSKERTUM ÖLLUM VÖXTUM SEMÞÚHEFUR SAFNAÐ ABOTA VEXTI Þegar þú leggur inn á innlánsreikning með Ábót, færðu að sjálfsögðu fulla sparisjóðswexti á innstæðuna, en að auHi reiHnar ÚtvegsbanHinn þér Ábót á wextina hwern mánuð sem Ifður án þe55 þú taHir út af reiHningi þínum. EKKISTIGHÆKKANDIÁVÖXTUN og þar með margra mánaða bið eftir hámarkinu. SKÍNANDIÁVÖXTUN STRAX /2 ABOT A VEXTI GULLS ÍGILDI ÚTVEGSBANKINN EINN BANKI • ÖLL ÞJÓNUSTA Gylmir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.