Morgunblaðið - 18.11.1984, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 18.11.1984, Qupperneq 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 ÞINGBRÉF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Umsyif sendiráða: Áttatíu í Reykjavík en fjórir í Moskvu — Búseta í gettói — ferðafrelsi skert Eitt er það mál sem verið hefur eins konar fastagestur á dagskrá Alþingis gengin ár: umsvif erlendra sendiráða hér á landi. Þar hefur kastljós athyglinnar einkum beinst að Sovétríkjunum, sem hér hafa mest umsvif, eða 86 manna sendiráð (15 erlendir starfsmenn með diplómatísk réttindi, 23 aðrir erlendir starfsmenn, 33 makar erlendra starfsmanna og 15 böm, samkvæmt upplýsingum frá í maí 1983). Sovétríkin hafa hér húsnæði sem nemur 8.400 rúmmetrum og lóðir sem era um 4000 fermetrar að flatarmáli. Fjórir fslendingar starfa hinsvegar í sendiráði okkar í Moskvu, sem þar er í leiguhúsnæði. Samanburður á sovézku og íslenzku sendiráði Sendiráð Sovétríkjanna er stærsta erlenda sendiráðið hér á landi, hvort heldur sem miðað er við fjölda Sovétþegna, er því heyra til, eða húsnæði, sem það og starfsfólk þess hefur til umráða. Sovétríkin hafa hér 38 skráða er- lenda starfsmenn (1983), auk þess sem 33 makar starfsmanna og 15 börn heyra því til. Sovézka sendi- ráðið sker sig og úr öðrum erlend- um sendiráðum hér að því leyti, að enginn íslendingur er í starfsliði þess, aðeins Sovétþegnar. Þá eru Sovétrikin með fasteignir í höfuð- borginni sem nema rúmlega 8.400 rúmmetrum, auk mikils lóðarým- is. Til samanburðar skal þess getið að fjórir íslendingar starfa í sendiráði okkar í Moskvu. Það er fleira sem ber á milli en fjöldi starfsmanna eða umfang húsnæðis þegar borið er saman ís- lenzkt sendiráð i Moskvu og og sovézkt hér á landi. Því til stað- festingar verða hér tíunduð um- mæli Hjörleifs Guttormssonar (Abl) i þingræðu, en hann er ekki harðasti gagnrýnandi Sovétrikj- anna á Alþingi íslendinga. Hann sagði orðrétt: „Lítum t.d. á nokkrar þær tak- markanir sem settar eru á starf- semi og ferðir íslenzkra sendiráðs- manna í Sovétríkjunum. Þar er sendiráð íslands i leiguhúsnæði, sem ekki fæst keypt, það bezt ég veit, undir starfsemina, og starfs- mönnum sendiráðsins er úthlutað leiguhúsnæði til íbúðar í sérstök- um hverfum eða eins konar gett- óum. Það á einnig við um sendiráð annarra vestrænna ríkja, að ég HVAÐ ERU ÞEIR AÐ QERA HER? hygg, þar sem eingöngu búa starfsmenn erlendra sendiráða ... Miklar hömlur eru lagðar á ferða- frelsi erlendra sendiráðsmanna í Sovétríkjunum sem kunnugt er, þar eð tilkynna þarf um allar ferð- ir út fyrir 40 milna radíus eða þar um bil með tveggja sólarhringa fyrirvara og greina frá ferðaáætl- un og gististöðum ...“ Hérlendis fara Sovétþegnar hvert á land sem þeir kjósa, hvort heldur er um fjöll og öræfi eða byggðarlög. Sendiráð Bandaríkjanna hálfdrættingur í sendiráði Bandarikjanna hér á landi starfa 8 erlendir starfsmenn með diplómatisk réttindi (1983), 13 aðrir erlendir starfsmenn, auk 9 maka starfsmanna og 5 barna, er heyra starfsliði þess til. Þetta eru 35 manns, erlendir, á mót 86 í sendiráði Sovétrikjanna. Banda- ríkin eru ekki hálfdrættingur í samanburði við Sovétríkin i tölu erlendra starfsmanna. í banda- riska sendiráðinu eru hinsvegar nokkrir íslenzkir starfsmenn, auk hinna erlendu. í islenzka sendiráð- inu í Washington starfa aðeins 5 manns, en hliðstæð islenzk þjón- usta (sendiráð hjá Sameinuðu þjóðunum) er einnig í New York. I þingræðu Hjörleifs Gutt- ormssonar, sem fyrr er vitnað til, reynir hann um sumt að setja samasemmerki milli umsvifa sov- ézka og bandaríska sendiráðsins hér á landi. Geir Hallgrímsson utanrikisráðherra sagði m.a., er hann svaraði Hjörleifi: „Ég vil í þvi sambandi aðeins segja það, að því er stærð þessara sendiráða í Reykjavik snertir, að það er auðvitað ólíku saman að jafna, sendiráði Bandarikjanna við sendiráð Sovétríkjanna. Bandarikjamenn eru fjölmennast- ir ferðamanna hér á landi. Við fáum heimsóknir þúsunda þeirra á ári hverju og þúsundir íslendinga heimsækja Bandarikin. Varðandi Sovétríkin eru væntanlega is- lenzkir ferðamenn til Sovétríkj- anna aðeins í tugum taldir og sömuleiðis enn færri ferðamenn frá Sovétríkjunum til íslands. Þegar á það er líka að líta að Bandaríkin eru stærstu kaupend- ur afurða okkar en Sovétríkin i fimmta eða sjötta sæti, sem þó skal ekki gert litið úr, það eru okkur verðmæt viðskipti. í þriðja lagi má svo bæta því við að banda- ríska sendiráðið gegnir ýmsum störfum sem bundin eru samn- ingsskyldum þeirra i varnar- samningi milli íslands og Banda- ríkjanna, samningsskyldum sem eru okkur i hag engu síður en Bandaríkjamönnum að inntar séu af hendi. Þannig ber allt að sama brunni, að það eru eðlilegar skýr- ingar á stærð bandaríska sendi- ráðsins gagnstætt við hið sov- ézka.“ Það er út af fyrir sig eftirtekt- arvert að þingmenn Alþýðubanda- lags skuli, seint og um síðir, taka undir gagnrýni, sem er mjög al- menn, varðandi stærð og umsvif sovézka sendiráðsins. Hinsvegar virðist sú gagnrýni í þeirra munni áróðurstæknilegt vinnulag, til að koma höggi á varnarsamstarf ís- Evrópukeppni í ndknattleik Fyrsti stórleikur vetrarins Ystad FRÁ SVÍÞJÓÐ í Laugardalshöllinni í kvöld sunnudaginn 18. nóv. kl. 20.30. Handknattleikur í heimsklassa. Heiðursgestur: Friörik Jörgensen, forstjóri Innkaups hf. INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7. REYKJAVlK SlMI 22000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.