Morgunblaðið - 27.01.1985, Side 28

Morgunblaðið - 27.01.1985, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1985 f^TfTTTSTTfc vandaöaöar vörur Hleðslutæki 6, 12 og 24volta. Margar gerðir. BENSÍNSTÖÐVAR SKELJUNGS Skeljungsbúðin SiÖumúla33 símar 81722 og 38125 vandaöaöar vörur Einhell vandaóar vörur 'k VÖRUTRILLUR KR. 1.256,00 VIÐGERÐAR- LEGUBRETTI KR. 1.443,00 Skeljungsbúðin SíÖumúla33 símar 81722 og 38125 Milin rædd fyrir töku. Frá vinstri: Arnar Jónsson í leikstellingu sinni, Jón Sigurbjörnsson, Gestur Jónasson, Borgar Garðarsson og Pilmi Gestsson. LEIKIÐ FYRIR OFAN MITTI Rætt við ARNAR JÓNSSON leikara um þá reynslu hans að leika í kvikmyndinni Gullsandur brotinn á báðum hælum Arnar Jónsson leikari gleymir sennilega seint sumardegi einum í lok maí í fyrra. Án þess að eiga sér nokkurs ills von stóð hann í ró- legheitum við smíðar við þriðja mann i vinnupalli í fimm metra hsð við hús sitt i Óðinsgötunni — nema hvað, pallurinn gefur sig og þeir félagar í leiklistinni, Arnar og Kjartan Bergmundsson, falla til jarðar eins og þyngdarlögmilið gerir ráð fyrir, en bera gæfu til að lenda standandi, Arnar i hælun- um, en Kjartan i öklunum. Þriðji maðurinn niði taki i traustri stoð við húsið og slapp því með skrekk- inn. Mánuði síðar er Arnar stadd- ur austur á sandi, klæddur sér- smíðuðum spelkum, stífður af og skrúfaður fastur niður í sandinn og þylur rullu sína í kvik- myndinni Gullsandur, sem sókn- arprestur sveitarinnar. Hælarn- ir höfðu molnað í púsluspil í fall- inu og í fæturna mátti hann ekki stíga. „Það var lán í óláni að upptök- um á Gullna hliðinu var rétt ný- lokið þegar óhappið varð,“ segir Arnar, og má það til sanns vegar færa því hlutverk djöfsa í því verki verður ekki leikið með góðu móti án þess að hafa fullan kraft i báðum fótum. Arnar sagði að hælarnir hefðu farið mjög illa, sérstaklega sá vinstri, „sem hreinlega þurfti að teikna upp á nýtt, taka spjaldbein úr mjöðminni og sparsla í hælinn,“ eins og Arnar orðaði það. — Ertu búinn að ná þér al- veg? „Nei, ég er ennþá svoltið haltur, en myndir sýna að þetta hefur gróið vel og ég geri mér vonir um að ná mér að fullu. Annars segir doktorinn minn, Brynjólfur Mogensen, að hann telji æskilegra að ég nái mér ekki fullkomlega, því þá sé meiri hætta á að fari ekki nógu var- lega og ofreyni mig! Þetta segir hann nú meira í gríni en alvöru.“ — Hvernig var að leika fóta- laus? „Nú, ég reyndi bara að sýnast tiltölulega eðlilegur fyrir ofan mitti, gleyma því að ég væri sitj- andi á hnjánum á kassa eða grafinn í sand. Leiklega var þetta ekki erfitt, en sársaukinn var óskaplegur til að byrja með, sérstaklega fyrsta daginn þegar blóðið fór fyrst fyrir alvöru að streyma niður í fæturna." — Mér er sagt að þú hafir þurft að sitja hest og keyra bíl á meðan á tökunum stóð. Ekki hef- ur það gengið átakalaust fyrir sig, eða hvað? „Aksturinn leysti ég með því að stýra kúplingunni með spýtu og það gekk alveg furðanlega vel. En reiðtúrinn, sem þú vékst að, átti að koma í staðinn fyrir kvöldgöngu prestsins og alla- ballans, sem gert var ráð fyrir í handritinu. Ég held að þetta hafi verið eina atriðið sem þurfti að breyta mín vegna. Þessi sena var reyndar ekki notuð þegar til koma, en við tókum hana upp eigi að síður. Það voru skorin sundur stíg- vél, máluð og límd utan á gifsið og mér var skellt á bak. Þetta tók tímann sinn og það var til vandræða að hrossinu halfpart- inn leiddist að vera kvikmynda- leikari og eitt sinn þegar ég var á baki lá við að það fældist, hrökk ónotalega við. Þau héldu í hrossið, Ágúst Guðmundsson og Gréta Jónsdóttir sminkdama úr Þjóðleikhúsinu, og þeim varð ekki um sel, þótt bæði séu hest- um vön, urðu lafhrædd um þenn- an „invalíd" á baki. En þetta gekk allt slysalaust fyrir sig.“ — Þetta hefur verið dálítið sérkennileg lífsreynsla. Tók þetta mikið á þig? „Nei, ekki þannig. Það er öll reynsla af hinu góða, og svo var þetta alveg einstaklega íjúfur og tilitssamur hópur sem þarna var saman kominn. Folkið bar mig á höndum sér ( tvennum skiln- ingi.“ — GPA Arnar Jónsson á hcimili sínu við Óðinsgötuna. Morgunbladið/Júlíus Einhell vandaóar vörur bofpressur FYRIR LIGGJANDI ALLTAF SAMA LÁGA VERÐIÐ Skeljungsbúðin SiÖumúla33 símar 81722 og 38125 RYKSUGUR LÉTTAR - HANDHÆGAR SJÚGA EINNIG VATN HAGSTÆTT VERÐ Skeljungsbúðin SíÖumúla33 símar 81722 og 38125 Einhell vandaöar vörur Léttar handhægar steypu hrærivélar Á MJÖG GÓÐU VERÐI Skeljungsbúðin SÍÖumúla33 símar 81722 og 38125

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.