Morgunblaðið - 27.01.1985, Side 39

Morgunblaðið - 27.01.1985, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1985 39 Mjólkurfélag Reykjavíkur: Framleidsla fiski- foðurs a dofinni MJÓLKURFÉLAG Reykjavíkur mun innan tíðar hefja framleidslu á fiskifóðri í fóðerblöndunarverk- smiðju sinni í Sundahöfn. Að sögn Sigurðar Kyjólfssonar, fram- kvæmdastjóra Mjólkurfélagsins, er verið að setja niður þær viðbótarvél- ar sem nauðsynlcgar eru í verk- smiðjunni til framleiðslunnar. Sagði Sigurður að framleiðslu- geta vélanna væri 4—500 tonn á mánuði, og getur hún því annað allri þörf fiskeldisfyrirtækjanna fyrir fóður því á síðastliðnu ári voru ekki flutt inn mikið yfir 1.000 tonn af þurrfóðri. Verður MR fyrsta fyrirtækið hér á landi til að hefja fiskifóðurframleiðslu, en önnur fyrirtæki hafa einnig verið með áform um að hefja slíka framleiðslu. Hið íslenska náttúrufræðifélag: Fyrirlestur um fléttur á íslandi Hljómbær gefur Iðnskólanum myndbandstæki HÖRÐUR Kristinsson, prófessor í grasafræði, flytur fyrirlestur um fléttur á íslandi í stofu 201 í Árna- garði, mánudaginn 28. janúar og hefst hann klukkan 20.30. Fyrirlest- urinn er á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags, en félagið hefur gengist fyrir fræðslusamkomum um náttúrufræðileg efni handa almenn- ingi í rúma hálfa öld. Fléttur eða öðru nafni skófir eru allsérstæðar lífverur, sem heita má að vaxi hvarvetna á óræktarjörð, steinum, viði, veggj- um og víðar. í reynd er hver flétta tvær lífverur, sveppur og þörung- ur, sem fléttast saman og mynda sjálfstæðan einstakling. Flétturn- ar eru margvíslegar að lögun og hér á landi vaxa um 500 tegundir af fléttum. Enda þótt fléttur séu ekki taldar til nytjaplantna, voru þær þó nokkuð notaðar, einkum fyrr á öldum, til ýmiss gagns. Voru þær m.a. hafðar til manneld- is, aðallega á hallæristímum bæði hér á landi og annars staðar. Stykkishólmur: Rafmagns- verkstæði opnað Stykkisbólmi 22. janúar. í SÍÐUSTU viku var opnað í Stykkishólmi Kafhúsið hf., en það er þjónustufyrirtæki í rafiðnaði sem fimm hluthafar hafa stofnað þar. l>eir hafa keypt húsnæði við aðalgötu bæjarins, nálægt höfninni, þar sem áður var Tehúsið og inn- réttað það bæði sem verkstæði skrifstofu og lager. Er hugmynd þeirra að veita sem fjölþættasta þjónustu í Stykkis- hólmi og víðar og í því sambandi eru þeir að koma sér upp góðum lager. Leggja þeir mikla áherslu á sem besta þjónustu og varanlegast efni. Verður þjónusta þeirra bæði í viðgerðum og nýlögnum í bátum, skipum og húsum alls konar. Þá verður viðgerðarþjónusta bæði á raflögnum og heimilistækjum, en það hefir verið skortur á slíkri þjónustu hér áður. Af fimm hlut- höfum eru þegar komnir 3 til starfa en þeir eru Helgi Eiriksson rafvirkjameistari, sem er for- svarsmaður fyrirtækisins og hefir um mörg ár verið rafvirkjameist- ari hér í Stykkishólmi, Daði Hilm- ar Ragnarsson og Elvar Gunn- laugsson. — Árni Einnig þóttu vissar tegundir góðar til lækninga, litunar, sem dýrafóð- ur og til þess að súta skinn. (Úr fréttatilkynningu.) I TILEFNI 80 ára afmælis Iðnskólans í Reykjavík gaf Hljómbær hf. skólanum myndbandstæki. Þetta tæki gefur þá möguleika að sýna hverja hreyfingu, mynd fyrir mynd. Talið frá vinstri: Kristján Zophaniasson sölustjóri, Bjarni Stefánsson forstjóri Hljómbæjar hf., Ingvar Ásmundsson skólastjóri og Loftur Jónsson fjármálafulltrúi við afhendingu myndbandtækisins. 4/5 1/5 smjör sojaolía „Þessi afuvð sameinar biagögæöi og bætiefhainnihald smjörs og mýkt olíunnar" / segir Dr. Jón Ottar Ragnarsson í grein sinni, ,,Mjúka fitan og neytandinn” sem birtist í Frétta- bréfi um heilbrigðismál, júníhefti 1981, um Bregott sem er sænskt smjör, blandað mjög mjúkri jurtaolíu. SMJÖRVl er eins og áður segir að 4/5 hlutum smjör en að 1/5 hluta sojaolía. Smjörvi- sá eini símjúki með smjörbiagöi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.