Morgunblaðið - 27.01.1985, Side 55

Morgunblaðið - 27.01.1985, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANUAR 1985 55 KROSSGÁTA Sigríður Guðmunds- dóttir — Minning Karl Johan Falkman með tón- leika í Austurbæjarbíói Fsdd 5. október 1902 Dáin 24. desember 1984 Elskuleg amma okkar Sigríður Guðmundsdóttir andaðist á heim- ili sínu að morgni aðfangadags jóla. Sigríður fæddist á Eyrarbakka 5. október 1902. Foreldrar hennar voru þau Ingibjörg Sveinsdóttir, fædd í Simbakoti á Eyrarbakka 24. ágúst 1861 —dáin 30. apríl 1935, og Guðmundur Snorrason, fæddur 28. janúar 1856 — dáinn í ágúst 1904. Foreldrar Sigríðar áttu saman þrjú börn, elstur af þeim var Ingvar Júlíus fæddur 27. júlí 1898, Valdimar fæddur 19. október 1900 og Sigríður. Ingi- björg átti einn son áður en hún kynntist Guðmundi og hét hann Ingibergur Jóhannsson fæddur 15. október 1887. Valdimar er einn eftirlifandi af systkinunum. Tveggja ára gömul missti Sig- ríður föður sinn og ólst hún því upp hjá móður sinni og bræðrum. Amma sleit barnsskónum á Eyr- arbakka, þar stundaði hún sitt skólanám og bar fljótt á hve greind hún var og bókhneigð. Hún flyst alkomin til Reykja- víkur árið 1927, þar kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Eyjólfi Gíslasyni frá Vötnum í Ölfusi. Þau gengu í hjónaband 10. október 1931 og hófu búskap sinn á Njálsgötu 82 í Reykjavík, sem hefur verið heimili þeirra allar götu síðan. Þau hjónin eignuðust fimm syni, þeir eru: Gísli, húsa- smíðameistari kvæntur Sigríði R. Guðnadóttur, Alfreð, skólastjóri, kvæntur Guðjóniu Bjarnadóttur, Guðmundur Ingi, læknir, kvæntur Kristínu Sigrúnu Bjarnadóttur, Gylfi, húsasmíðameistari, kvænt- ur Guðrúnu Þorgeirsdóttur, og Ásgeir, rafvirkjameistari kvæntur Sjöfn Eyfjörð. Barnabörnin eru 13 og barnabarnabörnin eru 2. Þegar horft er um öxl líða um hugann minningar um Sigríði ömmu eins og við kölluðum hana. Fyrstu minningar okkar eru frá bernskuárunum þar sem við bjuggum á hæðunum fyrir ofan ömmu og afa á Njálsgötunni. Allt- af var okkur börnunum vel tekið þegar við skruppum inn til þeirra hvenær sem okkur datt í hug. Okkur leið vel í návist hennar enda hændumst við börnin að henni. Hún gaf sér ætíð tíma til að ræða við okkur af áhuga og hlýhug og minnumst við hennar sérstak- lega þar sem hún sat með handa- vinnuna kimin á svip og svaraði örum spurningum forvitinna barna um lausn lífsgátunnar. Sjaldan féll henni verk úr hendi og hafa lopapeysurnar, sokkarnir og vettlingarnir yljað mörgu barn- inu gegnum árin. Amma var ein af aldamótabörn- um íslands og spannar lífssvið hennar tímabil mikilla breytinga. Framfarir hafa verið miklar og erfitt er að gera sér í hugarlund að annað eins framfaraskeið sé á næstu grösum. Hún var vel lesin, vakandi fyrir umhverfi sínu og fylgdist mjög vel með gangi þjóð- málanna. Amma hafði góða kímnigáfu og stálminni og rifjaði oft upp ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt sem á daga hennar hafði drifið. Mikinn áhuga hafði hún á öllu sem gerðist hjá okkur krökkunum, bæði í námi og leik, svo að fátt fór fram hjá henni. Aldrei komum við að tómum kof- anum hjá henni ömmu hvað snerti hin ýmsu mál og málefni. Nú er elskuleg amma okkar horfin af sjónarsviðinu og við kveðjum hana með sárum söknuði. Minninguna um hana geymum við í huga okkar á meðan við lifum og þökkum henni allar samveru- stundir. Guð styrki elsku afa í söknuðin- um. Blessuð sé minning Sigríðar ömmu. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði. Guð þér nú fylgi. Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.“ (V. Briem.) qr. Sigríður Gísladótt- ir, Eyjólfur Bjarni Alfreðsson. VEGNA veikinda Nicolai Gedda falla tónleikarnir sem vera áttu manudaginn 28. janúar nk. niður. Vonir standa til að hann geti komið til landsins næsta haust og verða þeir tónleikar þá hluti af tónleika- áætlun næsta vetrar. Þessir tónleikar áttu að vera þeir síðustu á fyrri hluta starfs- vetrar en í stað Nicolai Gedda hef- ur Tónlistarfélagið fengið Karl Jo- han Falkman bariton frá Konung- legu óperunni í Stokkhólmi ásamt Jan Eyron píanóleikara til að halda tónleika í Austurbæjarbíói laugardaginn 2. februar næstkom- Fyrirlestur um not fombréfa ÍSLENSKA málfræðifélagið efnir til fundar miðvikdaginn 30. janúar 1985 í stofu 422 í Árnagarði klukk- an 17.15. Þar mun Stefán Karlsson handritafræðingur spjalla um not fornbréfa við rannsóknir á ís- lenskri málsögu. Erindi um prófastöðlun ÞRIÐJUDAGINN 29. janúar flytur Jónas Halldórsson málfræðingur er- indi um stöðlun og notkun prófa fyrir skólabörn með námsörðug- leika. Fjallað verður um stöðlun Luria-Nebraska-prófsins á ís- landi. Fyrirlesturinn verður hald- inn í Kennaraskólahúsinu við Laufásveg og hefst klukkan 16.30. Öllum er heimill aðgangur. andi klukkan 14.30. Á efnisskrá verða lög eftir Ravel, Rangströn og fleiri. Miðar sem ætlaðir voru á tónleika Nicolai Gedda gilda á þessa tónleika, en ef óskað er fást aukamiðar endurgeiddir. Fundur um biblí- una o.fl. í Bú- staðakirkju Á SÍÐASTLIÐNU ári var efnt til námskeiða á vegum Reykjavfkur- prófastsdæmis þar sem fólk kom saman tíu kvöld og hlýddi á fyrir- lestra um margvísleg efni. Þessir fyrirlestrar hafa nú verið gefnir út, þ.e.a.s. þeir fyririestrar sem dr. Sig- urbjörn Einarsson flutti á námskeið- inu og heitir bókin Lifandi von, kristin trú og dauðinn. Nú í haust var haldið áfram með námskeið af þessu tagi, en þátttakendur skiptu sér þá í hópa eftir áhugasviðum og var fjallað um Biblíuna, lestur hennar, um kristna trúfræði, æskulýðsmál og öldrunarmál. Ákveðið hefur verið að boða til umræðu og kynningar- fundar á mánudag, 28. janúar, í Safnaðarheimili Bústaðakirkju sem hefst klukkan 20.30. Þú svalar lestrarþöf dagsins ásíöum Moggans!__________<

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.