Morgunblaðið - 27.01.1985, Side 60

Morgunblaðið - 27.01.1985, Side 60
Yfirlitsmynd yfir vesturbc um alda- mótin 1900. F^rir miðri mynd má sjá Liverpool, Clasgow og Aberdeen. Myndin ber með sér hve óhemju mikil uppfyllingin kringum hafnar- gerðina varð síðar. Á myndinni er Tryggvagata hreinlega ekki til. Ijösm./Óþekktur (Kópia Ljósmyndaafnió). V esturgata I Ljósm./Tempest Anderson (Kópía Ljóamyndasafnid) Vesturgata séö frá Grófinni 1890. 1. Sjóbúð (Vesturgata 7). Nafnið sitt dregur húsið af torfbæ sem þar stóð áður. Húsið var byggt árið 1860 en lengt af Geir Zoega 1879, en hann bjó í húsinu til dauðadags. Húsið var rifið 1962. 2. Félagsbakaríið (Vesturgata 14). 3. Merkisteinn (Vesturgata 12). 4. Vesturgata 4. 5. Geirsbryggja, en hún lá neðan við verslunar- og útgerðarhús Geirs Zoega sem fyrstur Reykvíkinga hóf þilskipaútgerð. Og Grófin Umsjón og texti: ÍVAR GISSURARSON Frá Hlíðarhúsastíg til Vesturgötu: Á fyrri hluta síðustu aldar er í raun aðeins hægt að nefna fáeinar raunverulegar götur í Reykjavík, en þær voru Hafnarstræti (þá nefnd Strandgata), Aðalstræti (sem köllað var Klúbbgata vegna klúbbsins sem þar var), Austur- stræti (gjarnan kallað Langefor- toug í þá daga), Lækjargata, Suð- urgata og Kirkjustræti. Út frá götum þessum, sem mynduðu kjarna bæjarins, lágu svo fjöldi stíga og troðninga upp að kotun- um í kring og var einn þeirra -nefndar Hlíðarhúsastígur, en hann lá eins og nafnið bendir til upp að Hlíðarhúsum á svipuðum stað og Vesturgata í dag. Um 1840 er farið að huga að varanlegri lagningu vegar upp að húsi landlæknis (Doktorshúsi, sem byggt hafði verið 1833 en þar stendur nú Ránargata 13), en Hlíðarhúsastígur þótti í vætutíð æði þungur yfirferðar. Árið 1843 ákveður svo bæjarstjórnin lagn- ingu vegarins og er þar komin Vesturgata, vestur að Garða- stræti, en þaðan lá vegurinn ská- hallt að Doktorshúsi, þ.e. sunnan við núverandi Vesturgötu. Var nú gatan nefnd Læknisgata um nokk- urt skeið, eða allt fram undir 1880. Upp úr 1860 vaknar áhugi manna á að byggja vestan Hlíð- arhúsa, en bæjarhúsin þar voru vestur undir þar sem nú eru gatnamót Vesturgötu og Ægis- götu. Árið 1866 er svo ákveðin stefna Vesturgötu og lögð drög að þvergötum hennar. Stefnan var tekin frá Hlíðarhúsum og vestur úr, á milli húsa Jakobs Stein- grímssonar í Seli og Péturs Gísla- sonar í Ánanaustum. Á næstu áratugum fram til aldamóta reis síðan hvert húsið á fætur öðru út alla Vesturgötuna og árið 1910 eru íbúarnir orðnir 700 talsins. Grófín Grófin nefndist austasti hluti Vesturgötu og er svo enn í dag. Þar var talið vera besta uppsátur í Reykjavík enda var gott skjól fyrir vestanöldunni er hún reið yf- ir Grandann. Við Grófina stóðu um aldamótin þrjú hús, sem áttu það sameiginlegt að bera ensk nöfn, en þau voru: Glasgow. Það var stærsta hús á íslandi um þessar mundir, 30 m á lengd og 15 m á breidd, tveggja hæða með. miklu risi. Englend- ingar, sem hingað komu eftir að utanríkisverslunin var gefin frjáls um 860, byggðu húsið og spöruðu hvergi til verksins, enda gróða- vonin mikil á Islandsversluninni. En gróðinn lét á sér standa lengur en vonir stóðu til og fór því versl- unin á höfuðið. Glasgow brann ár- ið 1903 og hefur aldrei verið byggt aftur á lóðinni. Liverpool. (Vesturgata 3.) Árið 1842 byggði Jón Stúdent Markús- son hús á þessari lóð, en hús það sem enn stendur er byggt af ensk- um kaupmanni, Robb að nafni, sem jafnframt er upphafsmaður í Liverpoolverslunar. Verslunin fór síðan á hausinn undir stjórn ís- lendinga er við henni tóku og keyptu þá þeir Geir Zoega og tengdasonur hans, Th. Thorsteins- son, húsið og ráku þar verslunina Liverpool um langan aldur. Þriðja húsið með ensku nafni er svo Aberdeen. (Vesturgata 5) sem enn stendur á sínum stað og má það furðu sæta að það skyldi ekki hafa orðið eldinum að bráð í Glasgowbrunanum, en milli hús- anna voru aðeins örfáir metrar. Af öðrum húsum við Grófina má nefna Bryggjuhúsið (Vesturgötu 29 og verslun Björns Kristjáns- sonar, sem enn er til húsa á Vest- urgötu 4.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.