Morgunblaðið - 05.12.1985, Page 48

Morgunblaðið - 05.12.1985, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985 MANN VINURINN MIKLI Bókin um stofnanda Rauða Kross- ins og fyrsta handhafa friðarverð- launa Nobels. Bók um ótrúleg örlög og baráttu. Nú, í fyrsta skipti á ís- lensku. RAIHH KROSS ISLANDS REYKJAVÍKURDEILD. Sannleikur- inn bítur best Svar vid grein Sigrúnar Þorsteinsdóttur — eftir Harald G. Blöndal Það er tilefni greinar þessarar, að þriðjudaginn 22. október sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Sigrúnu nokkra Þorsteinsdóttur, undir fyrirsögninni „Svínin éta afkvæmi sín“. Þessi ritsmíð Sigrúnar var við fyrsta yfirlestur sveipuð svo dökk- um þokubökkum, að örðugt reynd- ist að ná áttum og samhengi. Um síðir varð þó ljóst að hér var á ferðinni ein afkáraleg samsuða pólitískrar framagirni, sem byggj- ast átti á líkingamáli, er sótt skyldi í dýrafræðina. Ekki tókst þó betur til en svo, að ósannindi, ranghugmyndir og smekkleysa sökktu á svipstundu því pólitíska fleyi, sem hún hugðist hrinda úr vör út á stormasamt útháf stjórnmálanna. Ekki ætla ég að karpa við Sig- rúnu Þorsteinsdóttur um stjórn- mál. En þar eð þessi klaufskagrein hennar grundvallaðist á illa les- inni dýrafræði, er rétt að veita henni nokkra tilsögn um þessa merkilegu skepnu, svínið. Orðatiltæki íslenzkan er litríkt mál og orða- tiltæki ýmis sótt til dýra á láði og legi. Þannig má bæði fara með lof og last. Líkingarnar hafa hins vegar löngum þótt umdeilanlegar. Mætti nefna til ýmis dæmi: 1) Þú ert nú meiri þorskurinn, asninn, sauðurinn; um þá, sem ekki þykja stíga í vitið. 2) Bölvaður hundurinn; þorpar- inn. 3) Bölvuð rottan; um svikulan mann og undirförlan. 4) Hann er hænuhaus; um mann sem stígur ekki í vitið eða þolir ekki að drekka mikið áfengi. 5) Hún étur eins og skepna, étur eins og svín; um konu eða mann, sem éta af mikilli græðgi eða áfergjulega. 6) Bölvað kvikindið þitt; um vond- an mann eða illgjarnan. Orðið kvikindi þýðir annars dýr, skepna. 7) Að vera eins og ljón í búri; vera órólegur, ókyrr. 8) Að vera ljóngáfaður; bráð- greindur. N.B. svín eru miklum mun greindari en ljón. 9) Að vera nautheimskur; um þann sem ekki stígur i vitið. 10) Það er einhver hundur í hon- um; hann er í vondu skapi. Þannig mætti lengi telja. Enn- fremur rúmlega eitthundrað máls- hætti sem sækja líkingu í búpening og aðrar skepnur, en ég læt þetta duga. Hid sanna eðli svína. Þess skal þá fyrst getið, að svín eru að eðlisfari mjög þrifalegar skepnur og líður illa, sé ekki hirt um þau af alúð og natni. Það er misskilningur að skepnur þessar séu óþrifalegar að eðlislagi — og sá misskilningur er vafalaust til kominn af vondri umhirðu manna. Svín eru ekki grimmar skepnur. Þvert á móti eru þau ljúfgeðja, vinaleg og ákaflega forvitin. Græðgi svína er engu meiri en annarra dýra, en þau eru lystug vel og hafa oft hátt í matmálstíma. En slíkan klið má og heyra í mannmörgum stórveizlum. Svín eru vandmeðfarnar skepn- ur í allri umhirðu. Manninum svip- ar til svínanna að því leyti, að honum hættir til offitu, ef aðgát er ekki höfð um mataræði. Rangt er að gyltur ráðist á af- kvæmi sin og éti þau. Móðurást gyltunnar er mikil. Varkárni þess- arar stóru skepnu i umgengni við afkvæmi sín er ákaflega aðdáunar- verð. Blíðlyndi þessara dýra er með eindæmum. Má nefna sem dæmi, að fyrir allmörgum árum var grís einu sinni gæludýr hjá fjölskyldu einni hér í bæ. Þetta var lítil gylta, sem hlaut nafnið Rósalind. Hún var hvers manns hugljúfi. Á kvöld- in var hún þvegin í baðkari fjöl- skyldunnar og að því loknu vissi hún að komið var að náttmálum. Hún svaf í rúmum barnanna á nóttunni. Þegar hún stækkaði varð hún eðlilega heldur fyrirferðar- mikil í umgengni og varð að hverfa á fyrri heimaslóð. En sorg barn- anna og eftirsjá var mikil við þá brottför. Hvað veit Sigrún Þorsteinsdóttir? Víst er að mannvonska er mikil í heiminum. Samviskulausir menn véla og afvegaleiða börn og ungl- inga með tálbrögðum og gylliboð- um út í afbrot og eiturlyfjaneyzlu. Haraldur G. Blöndal „Víst er að tilfinningalíf dýranna er engu ómerkilegra en mann- anna. Gyltan hefur ást á afkvæmum sínum og móðurástin er slík, að sérhver kona má þykj- ast fullsæmd af að gera jafn vel.“ En veit Sigrún Þorsteinsdóttir, að svín hafa verið notuð víða um heim til að leita uppi eiturlyf í skipum, flugvélum og öðrum farartækjum? Einnig við leit að eiturlyfjum í varningi ýmsum með afargóðum árangri. Veit S.Þ. að vefi úr svínum má græða í menn? Slíkt hefur verið gert með góðum árangri víða um heim. Veit S.Þ. að merkir áfangar í sambandi við líffæraflutninga og höfnun vefja og líffæra hafa náðst við tilraunir á svínum. Veit S.Þ. að vefjum og líffærum svína svipar mjög til mannsins? Veit S.Þ. að úr svínaskít vinna Brasilíumenn eldsneyti á bifreiðir sínar? Veit S.Þ. að svínið er með al- greindustu skepnum í dýraríkinu? Það er t.d. mun greindara en hundurinn, sem löngum hefur þótt mikil gáfuskepna. Veit S.Þ. að svínarækt er bú- grein, sem ekki nýtur neinna ríkis- styrkja? Veit S.Þ. að svínakjöt er ekki niðurgreitt? KENWOOD BESTA ELDtlÚStlJÁLFm anna l THORN HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD TRAUST MERRI MEÐ ARATUGA REYNSLU A ISLANDI Fullkomin varahluta- og viðgerðaþjónusta NMMHMM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.