Morgunblaðið - 05.12.1985, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 05.12.1985, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985 63 Sigurðardóttir en Halldór hafði þá um veturinn fest ráð sitt. Ekki urðu samverustundirnar langar í þetta sinn því Halldór hélt áfram för sinni til Vestmannaeyja. Þar var æskuheimili hans. Halldór var yngstur barna Ólafs Ó. Lárussonar fyrrum héraðslæknis þar og konu hans frú Sylvíu Guðmundsdóttur. Halldór og Svanhvít gengu ung í hjónaband. Þau stofnuðu fyrst heimili í Vestmannaeyjum en stuttu seinna fluttust þau til Reykjavíkur. Við fylgdumst því að vinirnir og það var mikill sam- gangur milli fjölskyldna okkar framan af ævi. Þau voru alla tíð góð og glöð heim að sækja, sam- hent og æðrulaus. Það var ánægju- legt að fylgjast með því er þeim með árunum fæddust börnin fimm, sem öll hlutu í vöggugjöf kosti foreldranna í ríkum mæli. Þegar ég hverf til baka á svið minninganna blandast söknuður minn ótal mörgum ljúfum atvik- um, smáum og stórum, frá þessum tíma. En þótt samverustundunum fækkaði með árunum og vík væri milli vina var hin dýrmæta vinátta og ævarandi tryggð Halldórs Ó. Ólafssonar fastur punktur í lífi okkar hjóna, alla tíð. Nú að leiðar- lokum bið ég Halldóri velfarnaðar er hann leggur leið sína um ókunna stigu. Það var gott að eiga hann að vini og samferðamanni. Blessuð veri minning Halldórs Ó. Ólafssonar. Ég sendi Svanhvíti, börnunum og fjölskyldum þeirra hugheilar samúðarkveðjur. Megi minningin um mætan mann vera þeim hugg- un' Guðný Gestsdóttir Er ég minnist tengdaföður míns, Halldórs óskars ólafssonar, kem- ur upp í huga minn orð Abrahams Lincolns: „Flestir eru eins ánægðir og þeir ásetja sér að vera.“ Allan þann tíma sem ég hef þekkt Halldór get ég ekki kallað fram neina mynd af honum óánægðum. Það var alveg sama á hverju gekk, æðruleysið yfirgaf hann aldrei. Ég kynntist Halldóri fyrir um 12 árum en stuttu síðar fluttist hann ásamt eiginkonu sinni, Hel- enu Svanhvíti Sigurðardóttur, til Lúxemborgar þar sem hann starf- aði hjá flugfélaginu Cargolux í um 7 ár. Við hjónin heimsóttum þau Svanhvíti og Halldór þangað tvisv- ar sinnum á þessum árum. Þá leið tíminn stundum alltof fljótt, því alltaf var nóg um að tala þegar Halldór var nálægur. Halldór var maður víðförull og kunni frá mörgu að segja. Hann opnaði fyrir mér heim ævintýr- anna á sinn lifandi og skemmtilega hátt með hóflegum skammti af kímni og oft var stutt í hláturinn. Aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni og ef á einhvern var deilt reyndi hann alltaf að færa það til betri vegar. Haustið 1981 fluttust þau hjónin síðan aftur hingað til íslands þar sem heilsu Halldórs var þá tekið að hraka. Halldór var þó ekki á því að gefast upp þó þrekið væri á undanhaldi heldur réð hann sig til starfa hjá Pósti og síma í Vest- mannaeyjum sem loftskeytamað- ur. Eyjarnar voru hans heimaslóð- ir og þar ólst hann upp í stórum systkinahópi hjá foreldrum sínum, ólafi Ó. Lárussyni lækni og Sylvíu N. Guðmundsdóttur. Það leyndi sér ekki í viðræðum við Halldór hversu Eyjarnar og bernskuheim- ilið Arnardrangur voru ofarlega í huga hans. Dvölin í Eyjum var ekki löng að þessu sinni og varð Halldór enn að biða lægri hlut í baráttunni við sinn erfiða sjúkdóm. Síðasta árið var Halldór svo að mestu bundinn við rúmstokkinn. Þá sýndi hann best hvað í honum bjó, því áfram var hann ánægður sem fyrr. Hann var ávallt jákvæð- ur og bjartsýnn og aldrei heyrðist kvörtunarorð. Áhugi hans á þeim verkefnum sem hann tók sér fyrir hendur var einstakur. Hann hafði sérstakan hæfileika til að einbeita sér að því sem hann var að gera, óháður umhverfinu. Hefur án efa hans mikli andlegi áhugi hjálpað honum mikið til að bægja hugan- um frá þjáningunni sem var nú hans daglegi gestur. Ég sá tengdaföður minn síðast 19. nóvember sl. en þá varð hann 62 ára. Hann var helsjúkur en andlegi eldmóðurinn enn til stað- ar. Hann gat sig vart hreyft en samt bað hann okkur að útvega sér þýskar bækur og lesa því hann hafði áhuga á að halda þýskukunn- áttu sinni við. Þessu atviki mun ég seint gleyma. Það lýsir best áhuga hans fyrir lífinu sem aldrei þvarr. Að lokum bið ég algóðan Guð að styrkja Helenu Svanhvíti tengdamóður mína er hún nú sér á bak lífsförunaut sínum. Hún stóð fast við hlið manns síns allt til hinstu stundar. Ég votta henni og börnunum þeirra fimm mína dýpstu samúð. „Þeir hvítu svanir syngja í sárum ljóð sín hlý. Þó bjartar fjaðrir felli þeir fleygir verða á ný.“ Já, nú eru fjaðrasárin gróin eins og hvítu svananna og nú er síðasta flugtakið hafið inn í eilífðina. Guð blessi minningu Halldórs Óskars ólafssonar. Guðrún Ása Brandsdóttir Valshamri voru þá slík að þar varð að byggja allt upp, var það mikið verk og kostnaðarsamt, en með áræði og dugnaði tókst það. Á þessari jörð bjuggu þau svo í 40 ár eins og fyrr segir, þá var Karl orðinn 83 ára, og þótt hann væri enn ótrúlega heilsuhraustur treysti hann sér ekki til að halda áfram búskap, enda voru tengda- sonur hans og dóttir, sem hin síð- ari ár höfðu einnig búið á Vals- hamri, á förum til Hafnarfjarðar. Þau hjón Karl og Ingibjörg fluttu því þangað líka. Þrátt fyrir háan aldur og þau miklu umskipti sem flutningnum fylgdi gat Karl ekki setið auðum höndum, hann vann ýmis þau störf sem til féllu, fyrst við fyrirtæki tengdasonar síns, en einnig á bryggjunni við löndun og af- greiðslu togara, þar varð hann síðar fyrir slysi sem varð til þess að hann hætti þeirri vinnu. Þótt hann yrði að hætta á bryggjunni gat hann ekki til þess hugsað að hafa ekkert fyrir stafni, hann lét kenna sér að rýja og sauma kross- saum, hann saumaði púða og vegg- teppi, og þótt hendurnár væru farnar að stirðna og augun að daprast var með ólíkindum þolin- mæði hans og nákvæmni við þetta verk, sjálfur sagi hann um þessa iðju sína að á yngri árum hefði enginn getað talið honum trú um að hann ætti eftir að sitja við sauma heilu dagana. Skömmu eftir að Karl og Ingi- björg fluttu til Hafnarfjarðar keyptu þau húsið Strandgötu 35b. Samkvæmt samningi skildu þau greiða það á 8 árum, en að 4 árum liðnum hafði Karl greitt það að fullu. Það lýsir vel viðhorfi hans til peninga, hann vildi ekki skulda neinum neitt heldur eiga sitt með góðri samvisku, og lifa í sátt við allt og alla. Árið 1978 fluttust þau hjónin til dóttur sinnar og tengdasonar, og dvöldu þar í góðu yfirlæti, umvafin ást og umhyggju, þau 5 ár sem Karl átti ólifuð. Ekkja hans dvelur þar enn og vill færa hjartans þakkir fyrir alla þá ástúð sem þau hafa fengið að njóta þar í svo ríkum mæli, einnig til annarra barna þeirra og barnabarna sem lagt hafa sig fram um að sýna þeim sem mestan kærleika, og gera þeim ævikvöldið sem ánægjuleg- ast. Karl andaðist 15. nóvember 1982 I Borgarspítalanum í Reykjavík eftir skammvinna legu. Þeim hjón- um varð 5 barna auðið, eitt dó í bernsku en hin 4 eru öll á lífi. Þegar litið er yfir hans löngu ævi verður þakklætið til Guðs efst í hugum okkar ættingja hans og ástvina. Þakklæti fyrir þær fögru minn- ingar sem við eigum honum tengd- ar, og þakklæti fyrir að hafa fengið að hafa hann svo lengi hjá okkur hraustan og heilbrigðan. Guð blessi minningu hans. Ó.R. JOLATHBOÐ Þessi stórglæsilegu borðstofusett eru nú komin á sérstöku jó lati I boðsverði. áaöeínskr 37.500,-stgr. Við bjóðum einnig hagkvæm greiðslukjör. Bláskógar Ármúla 8. S. 686080 — 686244V-* nOtel ryksugur Jólakjör sem þú tekur eftir Þú borgar aöeins kr. 2000,- ferö heim meö Rotel-ryksuguna og gerir jólahreingerninguna á mettíma. Eftirstöðvarnar greiðir þú síðan með 1500,- kr. afborgun á mánuði. Rotel ryksugurnar eru svissnesk úrvalsvara. Giæsilegir tískulitir — 5 lítra rykpoki, 1000 watt. EINAR FARESTVEIT A CO HF 5°!®', V22,ra'eÍndJ3'ýrÓJ,kJ' ® bergstaðastræti ,oa . simi .6995 Rotel 1060rafeindastyrd kr. 9.900,-. Rotel 1080 fjarstilling kr. 12.400,-.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.