Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR11. JANÚAR1986 Guðrún Axels- dóttir — Minning Ég þekkt hefi vetrarins hörku og hjam og haft af eldsglóðum kynni, en þó verð ég alltaf sem óharðnað bam andspænis minningu þinni. (Indr.Þ.) Mánudaginn 30. desember síð- astliðinn var gerð útför móður minnar, Guðrúnar Axelsdóttur, frá Fríkirkjunni í Reykjavík. Mamma lést í Landspítalanum að kvöldi Þorláksmessu. Andlát mömmu kom mjög á óvart, en banamein hennar var blóðtappi. Þó mamma hafi verið í sjúkrahúsi um tveggja mánaða skeið, þá var legan í þetta sinn ekki af líkamlegum toga spunnin, heldur andlegum. Mamma átti oft á seinni hluta ævi sinnar við þunglyndi og kvíða að stríða, en það stóð stutt yfir þar til nú, enda var mamma glaðlynd kona að eðlisfari, og trúði ætíð á Guðs hjálp og ekki má gleyma þætti lækna og læknavísindanna í þeim efnum. Við höfum vonað að mamma fengi að koma eitthvað heim um jólin, og hafði faðir minn undirbúið það vel á þeirra litla og fallega heimili, en eigi má sköpum renna. Móðir mín fæddist á Norðfirði þ. 21. júlí 1922. Foreldrar hennar voru Rakel Guðmundsdóttir, ættuð úr Höfnum, sem lifir nú dóttur sína í hárri elli og missir hennar er mikill, því mamma var hennar sterkasta stoð í gegnum erfiða ævi, og Axel Armann Þorsteinsson frá Norðfirði, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Mamma átti eina alsystur, Helgu, en fjögur háfsystk- ini og eru systkini mömmu öll á lífi. Mamma fluttist með móður sinni frá Norðfirði til Reykjavíkur eins árs gömul. Ólust þær systur, mamma og Helga, upp hjá móður sinni, sem alla tíð sá ein fyrir sér og dætrum sínum. Móðir mín hefur sagt mér, að vinnutími ömmu hafi alltaf verið langur og strangur, en þó minntist hún þess sérstaklega, hvað sér hafi þótt sárt að sjá á eftir móður sinni út til vinnu snemma á sunnudagsmorgnum, þegar aðrir áttu frí, það hefur verið erfitt bamssálinni, því í þá daga voru sunnudagar litnir öðrum aug- um en nú er. Heyrt hef ég það, að þær systur hafi oft borið af öðrum í klæðnaði, og rerinir mig grun í það, að þau föt hafi orðið til á nótt- unni á þeim stutta tíma sem amma hafði til að hvílast. Þannig liðu bernsku- og æskuár mömmu. Þær mæðgur bjuggu lengst af í einu herbergi í kjallara hússins á Lauga- vegi 149, en það hús átti Ingólfur, bróðir ömmu, en hann er nú látinn, minntist mamma þess oft hve góður MiTSUBiSHi LANCER 5 manna fjölskyldubíll með framdrif ímynd Japnaskrar tækni O Hæfilega stór O Þægilegur í akstri O Sparneytinn O Auöveldur í endursölu hann hefði verið þeim. En á æsku- slóðum mömmu bjuggu hjón með 9 böm og eitt af þeim var faðir minn, Ólafur. Mamma og pabbi felldu ung hugi saman, hann 17 ára og hún 16. Þau gengu síðan í hjónaband á aðfangadag árið 1941, var það séra Sigurbjöm Einarsson sem gaf þau saman. Það vom um margt erfiðir tímar, þegar þau hófu búskap, hús- næðis- og atvinnuleysi var mikið. Það má nærri geta hvort það hefur ekki sett sín spor í sáiir þessara ungmenna að þurfa að flytja stað úr stað og vita aldrei hvað biði næst. En pabbi var duglegur til vinnu og tók hvað sem var, og ekki hefur skemmt fyrir þeim bjartsýni og glaðlyndi mömmu á hveiju sem gekk. En það fóru betri tímar í hönd. Þegar stríðið braust út hóf pabbi bifreiðaakstur og hefur haft það að ævistarfi sínu í 44 ár, síð- ustu 27 árin hjá SVR. Mamma og pabbi eignuðust svo sína eigin íbúð árið 1962, á Grens- ásvegi 60 og var það mikill gleði- gjafi, þó fermetrafjöldinn væri ekki mikill, því þar var nóg hjartarúm. Vil ég nú á þessum tímamótum þakka öllu sambýlisfólki foreldra minna fyrr og nú á Grensásveginum fyrir einstaka hlýju í garð móður minnar, sem hún minntist svo oft á, því hvað er betra í þessu lífi en að vera með góðu fólki? Mamma var aldrei heilsuhraust. Átti hún við líkamlega sjúkdóma að stríða frá unglingsárum, og ég efa það að allir sem mömmu um- gengust, þessa glöðu og hjálpsömu konu, hafi rennt grun í það hve oft hún var þjáð. Mamma var góð móðir og eiginkona, og lét sér ekkert óviðkomandi sem alla fj’öl- skylduna og vini snerti, hvort sem það var í gleði eða sorg. Helga systir mömmu átti 6 böm og varð ung ekkja, amma og Helga hjálpuð- ust að við að ala upp börnin, en engum sem til þekktu gleymist hlutur mömmu, sem af allri sinni skertu orku eyddi öllum þeim tíma sem hún naumast gat séð af frá sínu heimili til að aðstoða systur sína og móður á alla lund til síns síðasta dags. Má segja, að ekki hafi sá dagur liðið sem mamma fór ekki til móður sinnar, og mættu margir taka það sér til fyrirmyndar. Ég veit að ég mæli fyrir munn ömmu, Helgu, systur mömmu, og bamanna hennar að þau sakna mömmu sárt og þakka henni af heilum hug allt sem hún var þeim. Foreldrar mínir eignuðst 3 böm og em þau talin í aldursröð, Rakel Sjöfn, f. 20. júní 1941, Siguijón, f. 26. júlí 1944 og Guðmunda, f. 8. marz 1949. Mamma átti 8 barna- böm og 3 langömmubörn. Enn- fremur ólst dóttir undirritaðrar að miklu leyti upp hjá ömmu og afa, en ég var þá einstæð móðir í for- eldrahúsum, og minnist hún þeirra ára með miklu þakklæti og saknar ömmu sinnar sárt. Ég trúi því og treysti, að mamma dveljist nú hjá þeim eina sanna Guði sem hún treysti á, og ég veit og þakka það í bæn, að mamma hefur verið leyst frá andlegum og líkamlegum þjáningum. Ég vil að að lokum láta Ijóðið Móðurást, eftir Kolbein Högnason, bera kveðju mína til móður minnar þar sem við hittumst aftur. Það fer svo margt, sem manni er skyldast að meta og þakka, að bið þess verður löng. Að minnast þín mér ætti að vera vildast, þótt verði orð mín til þess hálf og rong. Mér gafst ei neitt, er gæti við þig jafnazt — þú gafst mér ein og varst mér líka allt. Og elskuverk þín um mig hafa safnazt með yl og frið, er dimmt mér þótti og kalt. Þótt lífið hafi gefið fleiri gæði en gæzku þá, er blessuð náð þín ól, hver stjama var sem gijót og gaddur bæði við geislamagn frá þeirri miklu sól. Það reyndust brátt á öðrum ástum þurrðir - við endprgjaldið þar var miðað flest. Þú ein varst, sem að aldrei launa spurðir og áttir þó að launum skilið mest. Þótt brygðist flest - þig aldrei þurfti að efa og aldrei minna en þegar brást ég þér. Ég skil ei, hvemig ferðu að fyrirgefa og finnst það dýpra en allt á jörðu hér. Þótt aðrir sér af vizkuverkum hrósi, mér virtust ráðin oftast köld og hál. Það var að bera hlut að björtu ljósi að bera undir þig sín dýpstu mál. Og hjarta Guðs ég ræð af minni móður, hvað miskunn þess og náð sé hrein og rik. Því hvemig fer þá Guð að vera góður, ef gæzka hans er ekki þinni lík. Guðmunda Ólafsdóttir Amma Gunna dó á Þorláks- messukvöld, allir voru að undirbúa jólahátíðina. Afi var búinn að setja upp litla jólatréð, sem hann og amma höfðu átt í svo mörg ár, og ég minnst frá því ég var lítil, og hann hafði gert litlu íbúðina þeirra svo jólalega, því amma ætlaði að koma heim um jólin. Þá var hringt frá spítalanum, amma Gunna var dáin, líkaminn hafði gefið sig. Það var erfitt að halda jól, þegar þau loks komu. Eftir að ég fluttist frá afa og ömmu, þar sem ég ólst upp, höfðu þau alltaf komið til mömmu og manns hennar á aðfangadags- kvöld, ég beið alltaf kl. 6 eftir því að sjá ömmu koma, því mér fannt jólin og jólaskapið koma með henni. Amma var viðkvæm kona en þó svo sterk þegar eitthvað bjátaði á. Alltaf var hún tilbúin að hjálpa og fóma sjálfri sér fyrir aðra. Amma kom aldrei tómhent, hvert sem hún kom var hún alltaf gefandi. Það var gott að leita til ömmu, alltaf var hægt að treysta á að hún væri vöknuð, hversu snemma sem maður kom til hennar á morgnana, já, það var gott að koma til ömmu á köldum morgnum og fá heitt kaffi og kringlu, þá var oft skrafað. Ég gat alltaf leitað til ömmu, hvort sem mér leið illa eða vel, hún reyndi alltaf að leysa úr vandamálunum og alltaf fór ég hlæjandi frá henni. Amma var glaðlynd og henni tókst alltaf að gera gott úr öllu. Nú þegar amma er dáin hrannast minningarnar upp. Á hveiju hausti kom hún til mín og sagði: „Rósa mín, ég vildi að þú værir orðin lítil aftur, svo við gætum farið að tína laufin sem hafa dottið af tijánum eins og við gerðum svo oft þegar þú varst Iítil." Amma var trúuð kona, þó hún færi ekki í kirkju á hveijum sunnu- degi, sýndi hún það í verki við þá sem voru minni máttar. Alltaf signdi hún mig áður en hún klæddi mig, og fór með bænimar með mér á kvöldin. I sorg minni hugga ég mig við að amma sé ekki dáin heldur hafi hún aðeins yfirgefið sjúkan og sár- an líkama og horfið til betri heim- kynna. Hún lifir einnig í minningu okkar. Ég bið Guð að styrkja og hugga elsku afa Óla í sorg hans. Hann var henni styrk stoð í veikind- um hennar og var henni svo góður. Langar mig til að ljúka þessari grein á ljóði eftir Arnmund Gísla- son, í minningu alls þess sem amma var mér. Úr „Foreldraminning" Man ég þá tið, er mér sem bami hlúði móðurhönd blið ogþerraði amatár; hvert sinn erég í faðminn hlýja flúði fann ég hvíld, er græddi öll mín sár. Hvað er svo milt sem athvarf bamsins unga, elskandi móðir vemd og forsjá sterk? Gæði þau málað getur engin tunga, guðlegrar ástar, fómargjamar verk. Aldrei éggleymi orðum kærrar móður eða hve blítt og vel hún að mér lét, orðunum þeim, að vera vænn og góður og varast að ganga siðspillingar fet. S. Rósa Erlendsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.