Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR11. JANÚAR1986 Danmörk: Verður kosið um afstöðuna til EB? Jaf naðarmenn eiga tvo kosti og hvorugan góðan Kaupmannahöfn, 10. janúar. Frá Ib Björnbak, fréttaritara Morg^inblaðsins. DANSKA ríkisstjórnin og Jafnaðarmannaflokkurinn, helsti stjórnar- andstöðuflokkurinn, þurfa að taka mjög erfiðar ákvarðanir á næst- unni um stöðu Dana innan Evrópubandalagsins. 21. janúar nk. verður þingið að gera það upp við sig hvort Danir ætla að styðja fyrir- hugaðar breytingar innan bandalagsins, breytingar, sem eiga að treysta samstarfið milli aðildarríkjanna. Ríkisstjómin hefur lítinn áhuga Það eru fyrst og fremst jafnaðar- menn, sem eiga erfítt þessa dagana. Anker Jörgensen, formaður flokks- ins, verður að horfast í augu við, að innan flokksins er allmikil and- staða breytingar á stöðu einstakra landa innan Evrópubandalagsins og varðar hún einkum þijú atriði. 1. Margir óttast, að nánara samstarf EB-þjóðanna í utanríkis- málum geti valdið því, að leiðir skiljist með Dönum og öðrum Norð- urlandaþjóðum, t.d Norðmöiinum. 2. Stefnuna í umhverfis- og at- vinnumálum. 3. Að ábyrgst verði, að sjálfstæði þjóðarinnar verði ekki afhent Evr- ópuþinginu. Staðan innan þingflokks jafnað- armanna er nú sú, að svo margir eru fylgjandi breytingunum innan EB, að ríkisstjómin gæti þess vegna sagt já strax en atkvæðagreiðslan verður hins vegar ekki fyrr en 21. þ.m. Radikale Venstre, sem er ekki ríkisstjómarflokkur, en hefur stutt stjómina í efnahagsmálum, er aftur á móti algerlega andvígur breyting- unum. í gær, fimmtudag, sagði nefnd á vegum SID, Samtaka starfsfólks í ýmsum sérgreinum, þvert nei við breytingunum en daginn áður hafði Anker Jörgensen árangurslaust reynt að fá þingflokkinn til að samræma stefnu sína. Danska Alþýðusambandið, LO, hefur enn ekki tekið ákvörðun í þessu máli en hún getur haft mikil áhrif á afstöðu manna innan jafnaðar- mannflokksins og þingflokksins. á að efna til kosninga um þetta mál, enda kemur það nú fram í öllum skoðanakönnunum, að meiri- hluti Dana er andvígur aðildinni að EB. Kosningar yrðu líka jafnaðar- mönnum mjög þungar í skauti. Flokkurinn er klofinn í málinu og á undir högg að sækja fyrir Sós- íalska þjóðarflokknum, sem er allur mjög andvígur EB. Ekki er við því að búast, að Danir geti breytt neinu varðandi tillögurn- ar um nýja skipan innan EB. Nú þegar hefur ýmsu verið breytt og eiga Danir nú aðeins tvo kosti, að segja já eða nei Næstu daga verður mikið um að vera í dönskum stjómmálum og ekki síst í Jafnaðarmannaflokknum þar sem allt logaði í illdeilum árið 1972, þegar Danir gengu í EB. Hrýs flestum flokksmönnum hugur við að endurtaka þá uppákomu nú. Ekki er þó hægt að gera of lítið úr vandanum, sem blasir við jafnað- armönnum. Ef þeir samþykkja breytingamar á EB verður það vatn á myllu andstæðinga þeirra til vinstri, ef þeir samþykkja þær ekki, hljótast af kosningar og til þess mega þeir ekki hugsa. Dieter Roth Dieter Roth hneykslar sj ónvarpsáhorfendur Zurich, 9. janúar. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunbladsins. SVISSNESKI listamaðurinn Di- eter Roth, sem dvelst oft á Ís- landi, hneykslaði marga sviss- lendinga heldur betur með fram- komu sinni í sjónvarpssal á þriðjudagskvöldið. Honum var Abu Nidal: Munum hefna saklauss blóðs píslarvottsins Suleiman Khater Beirút, Líbanon, og Kaíró, Egyptalandi, 10. janúar. AP. HRYÐJUVERKASAMTOK Palestínumannsins Abu Nidals hétu því i dag að hefna dauða egypska lögreglumannsins Suleiman Khater, sem stjómvöld í Egyptalandi segja, að hafi hengt sig i fangelsinu, þar sem hann afplánaði dóm fyrir að skjóta til bana sjö ísraelska ferðamenn í októbermánuði síðastliðnum. Samtökin saka egypsk stjómvöld um að bera ábyrgð á „aftöku“ lögreglumannsins á þriðjudag. Þrátt fyrir mótmæli egypsku stjómarinnar, halda margir vinstri- sinnaðir hópar meðal araba fram, að Khater hafí verið myrtur, og lýsa yfír, að hann sé „píslarvottur". Khater drap ijögur ísraelsk böm, tvær konur og einn karlmann á landamærastöð í Sinai-eyðimörk- inni, þar sem hann gegndi lög- gæslustarfi. „Samtök okkar hafa ákveðið að hafa hendur í hári þeirra, sem ábyrgð bera á þessum ljóta glæp, og heftia saklauss blóðs hetjunnar og píslarvottsins," sagði í tilkynn- ingu Abu Nidals og manna hans. Egypska stjómin hefur áfíýjað úrskurði, sem réttur í Kairó kvað upp í gær, en þar var mælt fyrir um, að lík Khamers skyldi grafíð upp og líkskoðun endurtekin, svo að ganga mætti úr skugga um, hvort lögreglumaðurinn hefði fram- ið sjálfsmorð. Frá þessu sagði í dag í stjómarmálgagninu Al-Ahram í Kaíró. boðið til þátttöku í rabbþætti um megrunarmál eftir hátíðirnar ásamt nokkrum öðrum góð- borgurum en var ekki í skapi til að ræða málin í alvöru. Honum fannst lítið til yfirlýsinga hinna gestanna koma, hreytti í þá ónot- um og sagði þá vera með kjaft- æði, saup af hvítvínsflösku og stóð upp í miðjum þætti og fór fram á salernið. Fjöldi áhorfenda hringdi í sjón- varpið á miðvikudagsmorgun og hundskammaðist yfír framkomu mannsins. Hann fær mikinn upp- slátt í blöðum í dag og þar kemur fram að hann hafí verið ódrukkinn með öllu. Stjómandi umræðnanna segir að Roth hafí verið með hress- ari og skemmtilegri gestum í sjón- varpssal og hinir gestimir í þættin- um bera honum yfírleitt góða sög- una. Ein kona segist þó hafa verið hálfhrædd við hann en önnur segist hafa velt því fyrir sér á meðan á þættinum stóð hvort þau hefðu öll verið með kjaftæði af því að Dieter Roth tmflaði þau eða hvort Dieter Roth hafí truflað þau af því að þau vom með kjaftæði. Stjómandi þáttarins segist hafa látið sér detta í hug að læsa Roth inni á saleminu þegar hann brá sér þangað. Roth sjálfur hefur ekki viljað tjá sig um uppákomuna og svarar ekki símanum heima hjá sér. SPOT — gervihnötturinn sem Svíar og Frakkar hafa smíðað saman. Fyrstu sænsku gervihnettirnir TÓLFTI janúar verður merkis- dagur í sögu Svía en aðfaranótt hans verður fyrstu sænsku gervi- hnöttunum skotið á loft með Ariane-eldflaug frá Kourou í Frönsku Guyana. Eru gervi- hnettimir tveir og aðeins annar alsænskur, Víkingur, lítill hnött- ur, sem á að stunda rannsóknir á norðurijósunum, en hinn, SPOT, er frönsk-sænsk smíði. í Kirana í Norður-Svíþjóð hafa Svíar reist mikla geimrannsókna- stöð, sem er í miklum metum á alþjóðavettvangi, og verður þar efnt til mikils fagnaðar aðfaranótt þess 12. og fylgst með því á stómm sjón- varpsskjám þegar risavaxinni Ar- iane-eldflauginni verður skotið á loft með hnettina. 200 manns hefur verið boðið til Kiruna af þessu til- efni og meðal gesta verða líklega einn eða fleiri ráðherrar frá öllum Norðurlöbndunum. SPOT-gervihnötturinn er mjög merkilegur og með honum hefst nýr kafli í kortagerð og athugunum á skóglendi, jarðrækt, í jarðfræði og umhverfís- og náttúmvemd. Ur honum má taka myndir af hlutum á jörðu niðri, sem em ekki nema 10x10 m á hvom veg, og úr honum má einnig mæla mengun í sjó, ám og vötnum. Er kostnaðurinn við hnöttinn og geimskotið nærri 15 milljarðar ísl. kr. 25 % AFSLÁTTU R25% AFSLÁTTU R25 % AFSLÁTTU R 25 % AFSLÁTTU R25 <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.