Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1986 19 Alþýðuhúsið Iðnó, þar sem Leikfélag Reykjavíkur hefur leigt í 89 ár. Myndin er tckin um aldamótin. Úr Iðnó í Borgar- leikhús í DAG leggur Davíð Oddsson borgarstjóri hornstein að nýju Borgarleikhúsi Reykvíkinga. Það er mikill áfangi á langri sögu Leikfélags Reykjavíkur, þvi nú hillir í fyrsta sinn undir það að Leikfélagið komist í eigið húsnæði. Leikfélagið var stofnað þann 11. janúar 1897. Þá var nýrisið mikið og veglegt hús iðnaðar- manna í Reykjavík og fékk félagið aðstöðu til leiksýninga þar. Hús þetta var fyrst nefnt Iðnaðarmannahúsið, en í munni fólks styttist það fljótlega í Iðnó. Allar götur síðan hefur LR verið leigjandi i því húsi. Arið 1897 var Reykjavík um 5.000 manna bær og menningar- lífið þótti heldur fábreytt. Til að bæta úr því m.a. ákváðu tæplega tuttugu menn og konur að stofna leikhús og var þar ekki í lítið ráð- ist. Stofnendur voru áhugafólk um leiklist í bænum og nokkrir framsæknir iðnaðarmenn sem höfðu áhuga á að hús félags þeirra yrði nýtt til leiklistarstarfsemi. Fyrsta leiksýning félagsins var haldin 18. desember þetta sama ár og voru teknir til sýningar tveir danskir „söngvasmámunir" sem svo voru kallaðir og nutu vinsælda um og eftir aldamótin. Flestar sýninganna fyrstu árin voru ein- mitt af þessu tagi, en upp úr aldamótunum fór Leikfélagið hins vegar að taka til sýninga metnað- arfyllri verk. Með vaxandi starfsemi LR á fyrstu áratugunum fylgdi meiri áhorfendaQöldi. Árið 1904 eru leikhúsgestir orðnir um 5.000, en bæjarbúar aðeins rúmlega 6.000 svo aðsóknin var þá ótrúlega góð, svo sem verið hefur æ síðan. Á þessum árum var miðaverð frá 50 aurum fyrir barnasæti og stæði upp í 1,75 krónu fyrir „bestu sæti“. Laun leikara voru heldur ekki há, venjuleg þóknun fyrir sýningu var 1—5 krónur á kvöldi, eftir því hve stórt hlutverkið var. Frá upphafi var félaginu stýrt á lýðræðislegan hátt, meðlimir í því voru allir jafn réttháir og mótuðu stefnu félagsins, bæði fjárhagslega og listræna, á fund- um félagsmanna. Svo er enn og er þetta stjórnarform á leikhúsi sjaldgæft í heimi leiklistarinnar. Leikfélagið var starfrækt af fó'.ki með ódrepandi leiklistar- áhuga. Þetta fólk hélt merki fé- lagsins uppi við ótrúlega erfiðar aðstæður, leikhúsið var mjög frumstætt, a.m.k. miðað við nú- tímakröfur. Það var lýst upp með daufum olíulömpum og kynding var svo léleg að á æfingum voru menn iðulega kappklæddir, í yfir- Baksviðs í IAnó. Segja má að það sé nær daglegur viðburður að vatn flæði inn í kjallarann, sjaldan þó eins mikið og hér sést. höfnum og með vettlinga. í kjall- ara hússins voru búningsklefar og þar eru þeir reyndar enn. Inn í þá flæddi oft á tíðum úr Tjörn- inni og rottugangur var plága. Við þennan þrönga kost bjó fólk og gerði á hveijum degi krafta- verk fyrir leiklist á íslandi. Þess- um frumheijum verður seint þakkað þeirra fórnfúsa starf. Frá þessum árdögum leiklistar- innar til nútímans er liðinn langur tími, leiklistin hefur breyst og þróast eins og það samfélag sem hún lifir á. Leikfélagið hefur einn- ig þróast, skipst hafa á skin og skúrir í starfsemi þess eins og gengur. Leikhúsið lifði stríð, kreppu og annað stríð, en stórstíg- astar hafa breytingarnar þó orðið frá seinna stríði. Árið 1963 var LR breytt í atvinnuleikhús. Þar var stórt framfaraspor stigið og gerði góðum leikurum kleift að helga sig sinni list og ná meiri og betri árangri. Lærðir atvinnu- leikarar hafa nú tekið við af áhugamönnum aldamótanna. Þannig hafa árin liðið og það nána samband sem strax komst á milli Leikfélagsins og áhorfenda þess erenn í fullu gildi. Nútíminn í Iðnó Eitt hefur þó ekki breyst til batnaðar, það er aðstaðan sem félagið hefur búið við. Iðnó er leikhús byggt fyrir 5.000 manna bæ, ekki fyrir 120.000 manna borg. Með vaxandi starfsemi og auknum fjölda starfsmanna hefur Iðnó orðið sífellt þrengra og þrengra. Þetta litla hús rúmar engan veginn starfsemi nútíma- leikhúss. LR hefur um 40 fast- ráðna starfsmenn og marga tugi lausráðinna. Þetta fólk vinnur daglega í húsinu við þröngan kost. Einnig setja þrengslin verkefna- vali skorður því húsið rúmar ekki fjölmenn og stór stykki. Sem dæmi um þetta má nefna búningsaðstöðu leikara á sýning- um. Búningsklefarnir í Iðnó eru sem fyrr sagði undir sviðinu og er þar oft þröngt setinn bekkur- inn. Auk þeirra hefur verið komið upp aukaklefum bæði í Ieikmuna- geymslu, þar sem þrengslin eru þó ærin fyrir og uppi í rjáfri í lít- illi skonsu, þar sem áður var þurrkloft. Til viðbótar við þetta þurfa leikarar oft að skipta um búninga á göngum hússins og ekki er óalgengt að sjá þá á sýn- ingum hlaupa út og inn úr húsinu á mismunandi stöðum með fatap- inkla undir höndunum. Leikfélagið er nú með starfsemi sína víða í bænum, verkstæði á einum stað, saumastofur á öðrum, skrifstofan er í þrem litlum her- bergjum á þrem mismunandi stöð- um og oft er æft einhvers staðar í lánshúsnæði. Einnig hefur oft á síðustu áratugum verið sýnt víðar en í Iðnó sökum plássleysis, t.d. í Tjarnarbæ og Austurbæjarbíói. Leikfélag Reykjavíkur hefur um langt skeið liðið fyrir hús- næðisskort og aðstöðuleysi. Það er nær óframkvæmanlegt að reka nútímaleikhús, þar sem uppsetn- ing á hvetju leikriti kostar milljón- ir, í litlum sal sem tekur 230 manns í sæti þegar best lætur. Nú líður hins vegar að því að Leikfélaginu verði loksins skapað- ur sá starfsgrundvöllur sem það þarfnast. Borgarleikhús I nýja miðbænum er nú risið veglegt leikhús sem senn mun hýsa starfsemi Leikfélagsins. I dag verður lagður hornsteinn að því húsi sem borgin og LR hafa sameiginlega byggt og þótt húsið verði líklega ekki tekið í notkun að fullu fyrr en efti*' 2—3 ár. Þá er þessi 89 ára afmælisdagur fé- lagsins merk tímamót. Húsið er nú nær fullfrágengið að utan en eftir er að innrétta það ásamat því að hanna og setja upp flókinn tæknibúnað í kringum sviðin. í húsinu eru tveir salir, sá stærri rúmar um 540 áhorfendur en sá minni á bilinu 170—270, allt eftir því hvernig sætum er upp raðað. Borgarleikhúsið mun hýsa alla starfsemi Leikfélagsins og í því verður allt það sem nú- tímaleikhús þarf til sinnar starf- semi, þ. á m. verkstæði, sauma- stofur, æfingasvið, teiknistofur, búninga- og leikmunageymslur, bókasafn o.m.fl. auk veitingahúss og bílakjallara fyrir leikhúsgesti. Saga Borgarleikhússins er orð- in löng og ekki hafa framkvæmdir alltaf gengið jafn vel. Hugmyndin um leikhúsið kom fyrst fram fyrir 33 árum á aðalfundi LR en þá var stofnaður húsbyggingarsjóður til að fjármagna framkvæmdir. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar en nú er húsið nær fullgert. I Borgarleikhúsinu munu Reyk- víkingar og aðrir landsmenn um ókomin ár vonandi eiga margar ánægjulegar kvöldstundir, líkt og þeir hafa átt í hérumbil heila öld í Gamla Iðnó. (Frá Leikfélagi Reykjavíkur) Fyrir fimm árum linfði aðeins plata leikhússins verið steypt. Líkan af Borgarleikhúsiiiu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.