Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 40
EUROCARE3 ETTT KORT ALLS SIAÐAR Wterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! LAUGARDAGUR11. JANÚAR1986 VERÐ LAUSASOLU 40 KR. Fiskeldi á Reykjanesi: Rís 4000 tonna -stöð við Kistu? BÚAST má við að ákvörðun verði tekin á næstunni um hvort reist verður fiskeldisstöð við Kistu á Reykjanesi i kjölfar ítarlegrar skýrslu, sem samstarf saðilum um þessar framkvæmdir hefur bor- ist. Þessir samstarfsaðilar eru Sölumiðstöð hraðf rystihúsanna hf., ísno hf., Fiskirækt hf. og iðnaðarráðuneytið vegna Sjó- ef navinnslunnar. Að sögn Eyjólfs Konráðs Jóns- sonar, stjómarformanns í ísnó og Fiskirækt, gæti stöðin orðið allt að *Sami maður að verki? LÖGREGLU hefur ekki tekist að hafa hendur í hári mannsins, sem sást hlaupa á brott frá Odd- fellow-húsinu eftir að þremur sivalningum með úrverki, þannig að líktist sprengju, var komið fyrir fyrir utan húsið. Rannsókn- arlögregla ríkisins vinnur að '•y* rannsókn málsins. Grunsemdir hafa vaknað um að sami maður hafi tilkynnt um sprengju að Tjarnargötu 14 og kom sívaln- ingnum fyrir við Oddfellow- húsið. „Það er möguleiki á að sami maður hafi verið að verki,“ sagði Helgi Daníelsson, yfirlög- regluþjónn hjá RLR, í samtali við Morgunbiaðið. Sprengjuhótunin í Tjamargötu barst um kl. hálftíu á föstudags- kvöldið og var símtalið rakið til símaklefa Pósts og síma við Austur- völl. Þremur stundarQórðunum síð- ar komu piltamir tveir, Guðlaugur Guðmundsson og Ragnar Þórisson, á miðbæjarstöð lögreglunnar og -^.tilkynntu um sívalningana og úr- verkið við Oddfellow-húsið. Ragnar kvaðst hafa séð til hettuklædds manns hlaupa út í Kirkjustræti. Ekki hefur tekist að hafa upp á þeim manni. 4.000 tonn að stærð og myndi hún nota þá afgangsorku sem er á landsvæði Sjóefnavinnslunnar. Eyj- ólfur Konráð sagði að fyrir um það bil einu ári hefðu samstarfsaðilar ákveðið að láta gera rannsókn á hagkvæmni stórrar laxeldisstöðvar við Kistu á Reykjanesi, þar sem samvinna gæti orðið með Sjóefna- vinnslunni um hagnýtingu jarðhita til fiskiræktar. Þessi skýrsla er unnin af A/S Mowi í Bergen, sem er samstarfsaðili íslendinga í ísno hf. og Norsk Hydro, sem á fyrirtæk- ið Mowi. Upphaflega var gerð skýrsla um hagkvæmni slíkrar stöðvar árið 1979 og 1980 af A/S Mowi og Hydro en um það leyti sem hún var fullgerð höfðu norsku samstarfsað- ilamir kynnt sér aðstæður í lónun- um í Kelduhverfi og niðurstaðan varð sú að æskilegra væri að hefja tilraunastarfsemi þar en leggja Kistuskýrsluna á hilluna í bili. Hún var síðan endurskoðuð aftur 1983 og nú var ráðist í að gera skýrslu sem er nægilega mikið unnin til að hægt sé að taka ákvörðun um að ráðast í framkvæmdir eða þá að falla frá frekari áformum um lax- eldisstöð við Kistu. Morgunblaðið/Júlfus Einar Vilhjálmsson íþróttamaður ársins Einar Vilhjálmsson spjótkastari var í gær útnefndur íþróttamaður ársins 1985 af samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er í annað sinn sem Einari hlotnast þessi heiður en hann var einnig kjörinn árið 1983. Faðir Einars, Vilhjálmur Einarsson, afhenti syni sínum bikarinn, en Vilhjálmur var fyrsti íþróttamaðurinn sem kjörinn var Iþróttamaður ársins og var það árið 1957. Þetta er i þrítugasta sinn sem kjör þetta fer fram og hefur Vilhjálmur fimm sinnum orðið hlutskarpastur, oftast allra. Sjá nánar um kjörið á blaðsiðum 38 og 39. Ungnr ísfirðingnr dæmd- ur saklaus í Hæstarétti? Kveðst hafa tekið á si g sök annars. Ríkissaksóknari vill endurupptöku Ríkissaksóknari hefur mælst til þess við Hæstarétt, að mál ungs ísfirðings verði tekið upp að nýju fyrir réttinum, þar sem pilturinn kveðst hafa verið dæmdur saklaus í Hæstarétti. Hann var dæmdur i þriggja mán- aða fangelsi fyrir þjófnað, stuld á bifreið og ölvun við akstur. Óskað er endurupptöku á tveim- ur siðari brotunum, stuldi á bif- reið og ölvunarakstri. Pilturinn játaði á sinum tima að hafa stolið bifreiðinni og ekið ölvaður, en breytti framburði sínum þegar honum var birtur dómur Hæsta- réttar. Vitni, sem ekki voru yfir- heyrð við rannsókn málsins á sín- um tíma, staðfesta að pilturinn hafi ekki ekið bifreiðinni, heldur félagi hans. Hæstiréttur hefur ekki tekið afstöðu til endurupp- töku málsins, sem á sér ekki fordæmi í íslenskri réttarsögu. Lúxemborgarmaðurinn í Reykjavík: Talinn hafa hlaupið frá 500 milljón kr. skuldum Zurich, 10. janúar. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. LÚXEMBORGARMAÐURINN, sem var handtekinn í Reykavík á fimmtudag, er grunaður um meiriháttar fjármálamisferli og okurlánastarfsemi í Lúxemborg. Hann er sagður hafa fjárfest fé fyrir fólk, jafnvel I sumarhúsum á íslandi, og rekið lánastarf- semi fyrir allt að 108% vexti á ári. Talið er að hann hafi skuldað viðskiptavinum sínum 10 milljónir dollara, eða rúmar 420 milljón- ir ísl. kr. og Lúxemborgskum bönkum 2 milljónir dollara, um 84 milljónir ísl. kr., þegar hann fór úr landi í desember. Fyrirtækjum hans, skartgripa- Gjaldþrotamálið vakti nokkra versluninni JPF Diamonds og athygli í Lúxemborg. Hann var skartgripaframleiðslufyrirtækinu Lúxemborg Jewelrz Manufactur- ing, þar sem sextán manns voru í vinnu, var lýst gjaldþrota 11. og 16. desember sl. Alþjóðlegt handtökuvottorð var gefið út á manninn þegar hann fór úr landi án þess að skilja eftir heimilisfang hjá yfirvöldum í Lúxemborg. Sögusagnir voru í gangi í Lúxem- borg nú í vikunni að hann hefði jafnvel flúið til Brasilíu. framkvæmdastjóri fjárfestinga- fyrirtækisins Intemational Far East Corporation, sem fyrirtækið Hong Kong Foo Hang Ltd. í Hong Kong á. Það átti hlut í skart- gripaframleiðslufyrirtækinu og á hlut í matsölustaðnum Seandia í gamla bænum í Lúxemborg, Queen’s Travel ferðaskrifstofunni og rekur litla verslun í Intercont- inental hótelinu. Fjárfestingafyr- irtæki geta ekki og hafa aldrei orðið gjaldþrota í Lúxemborg og því er gjaldþrotamál þetta í nafni mannsins. Hann er um þrítugt og ku hafa opnað skartgripaverslun sína við eina af aðalgötunum í Lúxemborg fyrir §órum til fimm árum. „Upp úr því virtust allar flóðgáttir opnast fyrir honum," sagði einn heimildarmaður Morgunblaðsins í Lúxemborg. Hann og íslensk konu hans bárust mikið á. Þau keyrðu um á Jagúar, Mercedes Benz og um tima á gömlum Rolls Royce og bjuggu ansi vel. Hann hefur búið með annarri íslenskri stúlku undanfama mán- uði. íslenska nýlendan í Lúxem- borg segist ekki þurfa að horfa á Dallas og Dynasti, hún hafi sitt eigið „gúllas" að fylgjast með. Yfirvöld í Lúxemborg vildu ekkert tjá sig um mál þetta í dag. Einn viðmælandi Morgunblaðsins sagði þó að það yrði að sjálfsögðu beðið um framsal til Lúxemborgar og þar yrði hann sóttur til saka. Að kröfu Lögreglunnar í Reykjavík var Lúxemborgarmað- urinn sem handtekinn var á föstu- daginn í Reykjavík, úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald í Sakadómi Reykjavíkur í gær. Dómsmálaráðuneytið fór fram á það við lögregluna að maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald, eftir að beiðni barst frá Alþjóða- lögreglunni, Interpol, um að al- þjóðleg handtökuskipun hefði verið gefið út á hendur manninum og ósk um að hann yrði hand- tekinn ef til hans næðist hér á landi. Stjómvöld í Lúxemborg hafa ekki sett fram kröfu um framsal. Tildrög þessa óvenjulega máls eru þau, að í mars 1982 mættu ís- firskir lögreglumenn bifreið á Skut- ulsfjarðarbraut. Þeir snem við og stöðvuðu hana við Brúamesti. Þegar þeir komu að bifreiðinni sat pilturinn, sem sakfelldur var fyrir Hæstarétti, undir stýri og gekkst við brotinu. Með honum voru fimm ungir menn og nú ber pilturinn að einn þeirra hafi ekið. Þeir hafi skipt um sæti áður en lögregla kom að. Þrír piltanna hafa verið yfirheyrðir í kjölfar breytts framburðar hins dæmda - þeirra á meðal sá, sem nú er staðhæft að hafi ekið bifreið- inni og liggur játning hans fyrir - og ber þeim saman um, að hinn dæmdi hafí ekki ekið. Við lögreglurannsókn málsins á sínum tíma vom fímmmenningamir ekki yfírheyrðir, aðeins hinn dæmdi. Ákæra á hendur piltinum var gefin út af embætti ríkissaksóknara í október 1982, enda þótti ekki ástæða til frekari rannsóknar þar sem skýlaus játning lá fyrir og málið þótti upplýst. Pilturinn var sakfelldur í Sakadómi Ísaijarðar. Hann áfrýjaði til Hæstaréttar og var dæmdur í þriggja mánaða fang- elsi. Dómur undirréttar var þyngd- ur, því þjófnaðarbrot hafði bæst við. Þegar piltinum var síðan birtur dómur Hæstaréttar þann 15. janúar 1985 breytti hann framburði sínum og kvaðst hafa verið dæmdur sak- laus - hann hefði tekið á sig sök annars manns. í kjölfarið fór fram Iögreglurannsókn og síðar dóms- rannsókn og vom þrír piltanna yfír- heyrðir og staðfestu þeir framburð hins dæmda. Hins vegar á eftir að yfirheyra tvo piltanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.