Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1986 31 Nicolai Gedda Loa Falkman, Siv Wennbergf og Nicolai Gedda í Grímudansleikn- um. í hlutverki Gustavs III. Nýlega söng Nicolai Gedda í Svíaríki hlutverk Gust- avs III í Grímudansleiknum eftir Verdi. Nicolai er orðinn sextugur en syngur ennþá full- um hálsi, þó svo að hann sé farinn að velja hlutverkin eftir aldrinum eins og hann sjálfur orðar það. Þegar hlé gefst frá vinnu eyðir Gedda tíma sínum með syni sínum Dimitri, sem nú er níu ára gamall og er í skóla í New York. Hann á einnig eina dóttur, Tanio, sem er að nálgast þrítugsaldurinn og er talin ágætis sópransöngkona. Móðir Dimitri og kona Gedda býr ásamt syninum í New York. Sýning Akurnesinganna vakti athygli erlendis Aári æskunnar sem er nýliðið var tíðum talað um það sem miður þykir fara hjá ungu fólki en stundum gleymist að mikill meiri- hluti þess eru duglegir, atorkumiklir og skapandi einstaklingar. Dæmi um þetta eru félagar í Listaklúbbi Pjölbrautaskólans á Akranesi, sem sl. vetur sýndu Grænjaxla eftir Pétur Gunnarsson, undir leikstjórn Sigríðar Hagalín og við góðar undirtektir. í kjölfar þess þáði hóp- urinn boð um að sækja í sumar Norræna leiklistarhátíð æskunnar í Finnlandi en hún nefndist Ung í Norden. Einnig þar vakti þessi sýning Akurnesinganna athygli. Nýlega hefur borist umsögn um þessa leik- listarhátíð í sænska fagritinu Teat- Anderiman ekki Andenman Fyrir nokkrum dögum var birt lit- mynd hér á síðunni eftir Disu Anderiman og skólafélaga hennar í Danmörku. Þá misritaðist hins vegar nafn stúlkunnar sem Anden- man. Beðist er velvirðingar á því. er Forum og þar segir Nilla Ekström að sýningarnar átta sem hafi á þessar hátíð verið fylglt eftir með umræðum milli kennara, leik- enda og áhugamanna, hafi verið hver með sínu laginu. íslendingarn- ir hafa boðið upp á hörkugóða sýn- ingu á verkinu Grænjöxlum. „Kymni, óvæntar uppákomur, hug- myndaríkar sviðs- og leikstjórnar- lausnir ásamt nákvæmni og innlifun í leik vakti hrifningu," segir þar um þessa sýningu þessara ungu Akurnesinga, sem hér sjást ásamt leikstjóra sínum, Sigríði Hagalín. COSPER CÖSPER. — Komdu strax heim — og ekkert múður. Bjallan hringir vlð höldum, heim úr skólanum glöð, prúð og frjálsleg í fasi, öll í SIGTÚN í röð. Laugardag Nýtt á Naustinu Bræðurnir Helgi og Hermann Ingi Hermannssynir, flytja nokkur af þekktustu lögum Simon og Garfunkel t.d. The Sound of Silence, The Boxer, Bridge Over Troubled Water og fleiri. Duó Naustsins leikur Dansað fram eftir nóttu. Hljómsveit Jónasar Þóris leikur fyrir dansi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.