Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1986 13 Frá fundl vísindamannanna Morgunblaðið/Bjarni Evrópskir genbanka- menn þingnðu í Reykjavík NÝLEGA var haldinn í Reykjavík fundur um samstarf Evrópu- þjóða á sviði genbanka fyrir nytjaplöntur. Um 20 vísinda- menn, bæði vestan járntjalds og austan, sóttu fundinn. Þorsteinn Tómasson forsljóri Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins sat fundinn. Þorsteinn sagði að upphaf þessa samstarfs mætti að nokkru rekja til Helsinkisáttmálans sem undirrit- aður var fyrir rúmum áratug þar sem m.a. voru gerðar samþykktir um aukna samvinnu austurs og vesturs á ýmsum sviðum menningar og vísinda. Vísindamennimir hittast til að samræma starfsemina svo að jurtakynbótamenn hvar sem er í Evrópu geti átt sem greiðastan aðgang að þeim erfðaefnum sem varðveitt em. Þorsteinn sagði að Islendingar ættu aðild að norræna genbankanum. Hann færi með umboð okkar í þessu Evrópusam- starfi og tengdumst við þessu samstarfi á þann hátt. í genbönkum em varðveitt erfða- efni sem síðar kunna að koma að notum við plöntukynbætur. Þor- steinn sagði að stöðugt væm að koma fram ný plöntuafbrigði og stofnar en fyrri tegundur hyrfu. Markmiðið með genbönkum væri að varðveita gömlu stofnana til hugsanlegra síðari nota. Staðarvalsnef nd lögð niður ALBERT Guðmundsson iðnaðar- ráðherra hefur nú látið leggja niður staðarvalsnefnd. Þessa dagana fer fram endurskoðun allra nefnda ráðuneytisins og sagði ráðherra að eftir um tvær vikur kæmi í ljós hvort fleiri nefndir fylgdu í kjölfarið. „Staðarvalsnefnd hefur unnið mjög vel en hún hefur ekkert að gera lengur þar sem engin stóriðja er í boði“ sagði Albert Guðmunds- son, en nefndin er nú að ganga frá lokaverkefnum sínum. Hann sagði að á næstu dögum yrði hald- inn innanhúsfundur í ráðuneytinu og allar nefndir endurskoðaðar með tilliti til hvort hægt væri að fækka þeim enn frekar. Til hamingju með góð skáldalaun Tónlist JónÁsgeirsson Alla tíð hefur það verið okkur íslendingum mikils virði að fá viðurkenningu erlendis og þótti fyrmm einna mestur sómi af því að flytja höfðingjum og mikil- mennum drápur og þiggja að launum ýmislegt, er var til vitnis um að tíðindi hefði þótt og sómi öllum er viðstaddir vom. Þrátt fyrir fátækt héldu menn reisn sinni í stórbrotnum skáldskap en á síðari ámm hefur mönnum svo þénast fé, að nú em efni fyrir margbrotnari listiðju .en aðeins leik með orð. Nú er það myndlist, leiklist og tónlist, sem menn hafa aukið við og enn fara listamenn utan til að keppa um hylli stór- þjóðanna og hefur margur lista- maðurinn fært þar fram list sína og fengið „þegar hljóð“. Vesturfóregofver, enegViðrisber munstrandar mar svo er mitt far, dróegeikáflot við ísa brot, hljóðeg eg mærðar hlut míns knarrar skut.“ Þannig kvað Egill forðum fyrir Eirík konung og nú berast þær Hafliði Hallgrímsson fréttir utan úr löndum, að Hafliði Hallgrímsson hafi þegið af erlend- um mönnum skáldalaun fyrir ljóð- verk sitt „Poerni". í þessu verki leikur Hafliði með hugmyndir, sem bæði eiga sér tengsl við myndlist og ljóðagerð, auk þess að vera leikræn uppfærsla í lifandi flutningi. Það hefur verið sagt að skapandi tónlistarmaður komist ekki fram úr sjálfum sér og því verði hann að vera mikilhæfur flytjandi, þar býr Hafliði stóru búi, á auk þess til hlýju og listfengi þess er hefur ræktað tilfinningar sínar við fótstall listagyðjanna. Listfengi Hafliða fær því stoð í góðri kunnáttu og með þeirri viðurkenningu, sem hann nú hefur hlotið, hefur hann „þegar fengið hljóð“. Vel má óska listamanni til hamingju með góð skáldalaun en mestu varðar, að nú hefst í raun starfssaga listamanns, sem á sér enn ókveðnar margar drápur og miklar. Vel máttu vita, Hafliði, að ég mun kasta til þín smávölu, brimslípaðri og senda þér kveðju yfir hafið í gárunum og þó ekki verði kallað hátt, er þær skola kveðju minni á Skotlands strend- ur, fylgir þeim sú hlýja sem hefur haldið í okkur Islendingum tór- unni. DÓMKIRKJAN: Laugardag 11. jan.: Barnasamkoma kl. 10.30. Sr. Agnes M. Sigurðardóttir. Sunnudag 12. jan. kl. 11.00. Prestvígsla. Biskup íslands hr. Pétur Sigurgeirsson vígir kandidat í guðfræði Harald Magnús Kristjánsson til að- stoðarprests í Garða- og Víði- staðasóknum í Kjalarnespróf- astsdæmi. Vígslu lýsir sr. Bragi Friðriksson prófastur. Vígslu- vottar auk hans eru: sr. Sigurð- ur Helgi Guðmundsson, sr. Gunnþór Ingason, sr, Sigurður Sigurðarson og sr. Lárus Þ. Guðmundsson prófastur. Alt- arisþjónustu annast sr. Agnes M. Sigurðardóttir og hinn ný- vígði prestur. Kl. 14.00: Messa. Sr. Hjalti Guðmunds- son. Dómkórinn syngur við báðar athafnirnar. Orgelleikari Marteinn H. Friðriksson. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barnasamkoma í Foldaskóla í Grafarvogshverfi laugardag 11. jan. kl. 11 árdegis. Barna- samkoma í safnaðarheimili Árbæjarsóknar sunnudag kl. 10.30 árdegis. Guðsþjónusta í safnaðarheimilinu kl. 14.00. Organleikari Jón Mýrdal. Væntanleg fermingarbörn og foreldrar þeirra sérstaklega boðin velkomin til guðsþjón- ustunnar. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 14.00. Kaffisala safnaðar félags Ásprestakalls eftir messu. Mánudag 13. jan.: Safnaðarfélagsfundur í safn- aðarheimili Áskirkju kl. 20.30. Guðrún Ásmundsdóttir leik- kona segir frá Leikhúsi kirkj- unnar. Kaffiveitingar. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Barnasamkoma laugardag 11. jan. kl. 11.00. Messa sunnu- dag kl. 14.00 í Breiðholtsskóla. Sr. Lárus Halldórsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Sr. Sólveig Lára Guðmundsdóttir. Guðsþjón- usta kl. 14.00. Lesari Hafdís Guðmundsdóttir. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Ólafur Skúlason. Kvenfélags- fundur mánudagskvöld m.a. tískusýning o.fl. Æskulýðsfé- lagsfundur þriðjudagskvöld. Félagsstarf aldraðra miðviku- dagseftirmiðdaga. DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma í safnaðar- heimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 14.00. Foreldra ferm- ingarbarnanna sérstaklega vænst. Sr. Þorbergur Kristj- ánsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10.00. Sr. Lárus Halldórsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Laugardag 11. jan.: Kirkjuskóli Guðspjall dagsins: Þegar Jesús var 12 ára. Lúk. 2.: verður í kirkjunni við Hólaberg 88 kl. 10.30. Barnasamkoma í Hólabrekkuskóla kl. 14.00. Sunnudag 12. jan.: Guðsþjón- usta kl. 14.00. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Fund- ur í æskulýðsfélaginu mánu- dag 13. jan. kl. 20.30. Sr. Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Messa kl. 14.00. Fyrirbænir eftir messu. Organ- isti Árni Arinbjarnarson. Fund- ur Kvenfélags Grensáskirkju mánudag 13. jan. kl. 20.30. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Barnasamkoma á sama tíma í safnaðarheimilinu. Kvöldmessa með altarisgöngu kl. 17.00. Sr. Karl Sigurbjörns- son. Þriðjudag 14. janúar — Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Fimmtudag 16. jan. — Opið hús fyrir aldraða kl. 14.30. LANDSPÍTALINN: Guðsþjón- usta \r\. 10.00. Sr. Karl Sigur- björnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 10.00. Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Arngrímur Jónsson. Messa kl. 14.00. Sr. Tómas Sveinsson. KÁRSNESPRESTAKALL: Messa í Kópavogskirkju kl. 11.00. Organisti Kjartan Sigur- jónsson. Sr. Guðmundur Órn Ragnarsson. LANGHOLTSKIRKJA: Óska- stund barnanna kl. 11.00. Söngur — sögur — myndir. Þórhallur Jón Haukur. Guðs- þjónusta kl. 14.00. Ræðumað- ur Baldur Sveinsson kennari. Organisti Jón Stefánsson. Prestur, Sigurður Haukur Guðjónsson. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11.00. Messa kl. 14.00. Altlarisganga. Mánu- dag 13. jan.: Fundur Kven- félags Laugarnessóknar kl. 20.00. Þriðjudag 14. jan.: Bænaguðsþjónusta kl. 18.00. Föstudag 17. jan.: Síðdegis- kaffi í Safnaðarheimilinu kl. 14.30. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Laugardag 11. jan.: Samverustund aldraðra kl. 15.00. Svavar Guðmunds- son kennari og steinasafnari og félagar úr Þjóðdansafélag- inu koma í heimsókn. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Sunnudag 12. jan.: Barnasam- koma kl. 11.00. Sr. Frank M. Halldórsson. Guðsþjónusta kl. 14.00. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guð- mundur Óskar Ólafsson. Mánudag 13. jan.: Æskulýðs- starfið kl. 20.00. Miðvikudag 15. jan.: — Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Fimmtudag kl. 20.00 — Biblíulestur. Sr. Frank M. Halldórsson. SEUASÓKN: Barnaguðsþjón- usta í Seljaskóla kl. 10.30. Barnaguðsþjónusta í Öldu- selsskóla kl. 10.30. Guðsþjón- usta í Ölduselsskólanum kl. 14.00. Þriðjudag 14. jan. — Fyrirbænasamvera í Tindaseli 3, kl. 18.30. Sóknarprestur. SELTJARNARNESSÓKN: Barnaguðsþjónusta kl. 11 í kirkjunni. Sóknarnefndin. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. (Verðlaunaafhending.) Guð- spjallið i myndum. Barnasálm- ar og smábarnasöngvar. Af- mælisbörn boðin sérstaklega velkomin. Framhaldssaga. Við píanóið Pavel Smid. Sr. Gunn- ar Björnsson. DÓMKIRKJA Krists Konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Rúmhelga daga er lág- messa kl. 18 nema á laugar- dögum, þá kl. 14. MARÍUKIRKJA Breiðholti: Há- messa kl. 11. Lágmessa mánudag—föstudags kl. 18. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíla- delfía: Sunnudagaskóli kl. 10.30. Safnaðarguðsþjonusta kl. 14. Ræðumaður Daniel Glad. Almenn guðsþjónusta kl. 20. Ræðumaður Einar J. Gísla- son. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 14. Hjálp- ræðissamkoma kl. 20.30. Majorarnir Ragnhild og Kol- björn Engöy frá Noregi syngja og predika. Major Ernst Olson og frú stjórna. LÁGAFELLSKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. KAPELLA St. Jósefssystra Garðabæ: Hámessa kl. 14. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Hámessa kl. 10. Rúmh. daga lágmessa. KARMELKLAUSTUR: Há- messa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Barnastarf kl. 11. Sóknarprest- ur. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Barnastarf kl. 11. Sóknarprest- ur. HVERAGERÐISKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr. Tómas Guðmundsson. ÞORLÁKSKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. TómasGuðmundsson. AKRANESKIRKJA: Barnasam- koma kl. 10.30. Messa kl. 14. í tilefni bindindisdagsins flytur dóms- og kirkjumálaráðherra Jón Helgason stólræðu. Sr. Björn Jónsson. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barnasamkoma kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 14.00. Fund- ur með fermingarbörnum og foreldrum þeirra að lokinni guðsþjónustu. Sr. Einar Eyj- ólfsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 10.30. Guðsþjónusta klukkan 14. Sr. Gunnþór Ingason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.