Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR11. JANÚAR1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Skattapinklar um áramót Iáramótagrein sinni hér í Morg- unblaðinu komst Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra, meðal annars svo að orði: „Þar þurfa að koma til miklu markvissari vinnubrögð, er lúta að sjálfu út- gjaldakerfi ríkisins, rekstri og skipulagi. Við stöndum einnig frammi fyrir því mikla verki að byggja upp nýtt tekjuöflunarkerfi, því að bæði tekjuskattskerfíð og söluskattskerfið hafa brostið. All- ur almenningur hefur misst trú og traust á tekjuöflunarkerfínu og stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, geta ekki sann- fært fólk um gildi þess, því er nauðsynlegt og óhjákvæmilegt að taka til hendi og byggja upp að nýju.“ Um áramótin tók fjármálaráð- herra ákvörðun um að hækka svonefnt flugvallargjald úr 250 krónum i 750 krónur frá 1. mars næstkomandi. Þá var einnig ákveðið að leggja 30% vörugjald á framleiðslukostnaðarverð á kökum og sætabrauði, sem þýðir að mati fjármálaráðuneytisins 25% hækkun á þessum vörum út úr búð. Gjaldið nær ekki til rúg- brauða, normalbrauða, malt- brauða, heilhveitibrauða og franskbrauða. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs verði um 100 milljónir króna af flugvallargjaldi í ár í stað 40 milljóna án hækkun- ar. Vegna vörugjalds á kökur og brauð er talið að ríkissjóður fái 110 milljón króna tekjur í ár, samkvæmt áætlunum fjármála- ráðuneytis. Telja forsvarsmenn ríkissjóðs sig ekki geta verið án þessara tekna. Bakarar og forvígismenn í ferðamálum hafa snúist öndverðir gegn þessum auknu álögum. Sig- fús Erlingsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða, telur í Morgunblaðsgrein í gær, að ríkis- sjóður fái ekki þær tekjur af flug- vallargjaldinu, sem vænst er. Mikil hætta sé á því, að þeim erlendu ferðamönnum fækki, sem hingað leggja leið sína. Við það tapar ríkissjóður ekki aðeins flug- vallargjaldinu heldur þeim tekjum, sem hann hefur af umsvifum þeirra, er ferðaþjónustu stunda. Landssamband bakarameistara telur, að samkeppnishæfni bakar- ia minnki gagnvart innflutningi og framleiðslu annarra. Atvinna verulega margra þeirra 700 manna, sem starfa við brauð- og kökugerð, sé í hættu. Það eru auðvitað neytendur, almenningur, sem bera þessar byrðar að lokum. Þorsteinn Páls- son hefur réttilega bent á, að allur almenningur hafi misst trú og traust á tekjuöflunarkerfí ríkisins. Pinklamir, sem voru lagðir á fyrir- varalaust um áramótin, auka hvorki þessa trú né traust. Þær skattahækkanir, sem ákveðnar voru um áramótin, komu bæði þeim sem eiga að innheimta hinar auknu álögur fyrir ríkissjóð og greiðendum í opna skjöldu. Fram- kvæmdin hefur ekki síður sætt gagnrýni en hin efnislega ákvörð- un. Gagnrýnin nú ætti að vera fjár- málaráðherra enn frekari hvatn- ing til að halda þannig á málum við endurskipulagningu hins opin- bera tekjuöflunarkerfis, að sæmi- legar sættir náist um framkvæmd þess. Tónlistar- verðlaun au gleðitíðindi bárust í fyrra- dag, að Hafliði Hallgrímsson, tónskáld og sellóleikari, hefði fengið tónlistarverðlaun Norður- landaráðs. í annað sinn hlotnast Islendingi þessi heiður. Atli Heim- ir Sveinsson hlaut verðlaunin fyrir réttum áratug. Uthlutunin nú hefur greinilega komið Hafliða Hallgrímssyni þægilega á óvart, því að hann vissi ekki sjálfur, að hann ætti verk fyrir dómnefndinni. Hafliði er vel að þessum verðlaunum kominn, Þótt hann hafi verið bú- settur í Skotlandi síðan 1977, hefur hann ræktað tengslin við ættland sitt og haldið nafni þess hátt á loft jafnt sem skapandi og túlkandi listamaður. Hann segist fyrst og fremst líta á verðlaunin sem hvatningu til að halda áfram á sömu braut, þau geri sér fjár- hagslega kleift að sinna tónsmíð- um meira en hingað til. Þetta er heilbrigt og skynsamlegt viðhorf til viðurkenningar af þessu tagi. Norðurlandaráð veitir verðlaun til skapandi Iistamanna á tveimur sviðum, tónlist og bókmenntum. Tónskáldin tala alþjóðlegt tungu- mál. Verk þeirra skiljast án tillits til þess, hvaða mál hlustendur tala. Islenskir rithöfundar eiga ekki milliliðalausa leið að öðrum þjóðum. Á þetta er minnt hér á þessari fagnaðarstundu vegna þeirra miklu umræðna, sem urðu um íslenska tungu og bókmennta- verðlaunin á síðasta Norðurlanda- ráðsþingi. Morgunblaðið flytur Hafliða Hallgrímssyni heillaóskir í tilefni af verðlaunaveitingunni og vonar, að áform hans um að halda ótrauður áfram á sömu braut megi rætast. ]£temGsS dddID Umsjónarmaður Gísli Jónsson 320. þáttur Skal nú haldið áfram að svara bréfi því frá Charles Agli Hirt sem birtist í síðasta þætti, og verður þá fyrst fyrir forskeytið í manns- nafninu Erlendur. Ég hygg að það hafi einna helst neitunarmerk- ingu. Það minnir mig á erindi (<örendi) í merkingunni „önd- unarhlé". Ljós er neitunar- merking sambærilegs (eða sama) forskeytis í orðum eins og öreigi (=eignleysingi), ör- birgð (=bjargarleysi), öryggi (=uggleysi) og örvita (=vitskert- ur). Erlendur er sá, sem ekki er úr þessu landi, heldur útlendingur. ★ I minni málvitund eru flutning- ar fremur fleirtala af karlkynsorð- inu flutningur heldur en af kven- kynsorðinu flutning. Ekki vil ég þó færdæma kvenkynsgerðina, þótt ég þekki um hana stórum færri dæmi. Líkingamál í yfir- færðri merkingu er ekki sjálfkrafa vont. Við notum oft orðatiltæki eins og að missa af lestinni, þótt hér séu jambrautarlestir ekki farartæki. Á sama hátt komumst við í höfn, ef við náum lokamarki, enda þótt við höfum ekki skilyrðis- laust ferðast á sjó. Alþekkt er orðið flughöfn. I íslendingabók Ara fróða er meira að segja talað um hrossahöfn. Hún er staður, þar sem hross mátti hafa. ★ Rásir ríkisútvarpsins ganga undir nöfnunum Rás eitt og Rás tvö. Þarna eru einkunnarorðin (eitt og tvö) óbeygð vegna þess að nafngiftirnar eru liðfelldar. Rás eitt (<Rás, sem er tölusett eitt, eða Rás nr. eitt) og Rás tvö (<Rás, sem er tölusett tvö, eða Rás nr. tvö). Ég felli mig því ekki við málfar eins og: „í tilkynning- um Rásar einnar", eða „ . .. sem birtist í Rás tveimur." Þarna hefur beygingagleðin orðið of mikil. Ef við viljum endilega beygja ein- kunnarorð rásanna, verðum við að leggja til að þær verði skírðar upp og nefndar Fýrsta rás og Önnur rás. Orðið grýta merkti upphaflega ílát, helst pottur, úr grjóti, en nú merkir það pott eða lítið ílát úr öðmm efnum allt eins. Þvílíkt gerist oft á áranna rás. í orðabók Menningarsjóðs er herðatré skil- greint svo: „(bogmyndað) stykki úr tré, plasti e.þ.h. (auðk. hér) til að hengja föt á, þannig að þau aflagist ekki.“ Mér finnst því orðið vírherða- tré ekki voðalega vitlaust, þótt það sé langt og margsamsett og þannig leiðinlegt. ★ Ég get fallist á það með bréfrit- ara, að sögnin að birtast sé eðli- legri um það sem sést eða er leitt í ljós, heldur en það sem heyrist í útvarpinu. Ég er þó ekki harðari af mér en svo, að ég teldi ekki fráleitt að birta eitthvað í útvarp- inu. Mér finnst svo skammt yfir í merkinguna að „gefa til kynna“ frá því að „leiða í ljós.“ Vera má að orðasambandið meira og meira beri vitni um ensk áhrif, betra sé sífellt meira eða æ meira. Ég verð þó að játa, að ég efast um að fornyrðið æ - alltaf verði endurvakið í tilgerðar- lausu nútímamáli. Þegar bréfritara hefur verið kennt að orðið keppni sé aðeins til í eintölu, stafar það af því, að merking þess var lengi vel aðeins huglæg (abstrakt), en ekki hlut- læg (konkret). Orð huglægrar merkingar fara mörg fjarska illa í fleirtölu og hafa hana stundum alls ekki, svo sem kæti og reiði. Orðið keppni merkti kapp, atorku og þrætugirni, og var merkingin þá huglæg. Fleirtala á ekki við. En skylt er frá því að segja að nú á dögum hefur orðið fengið merkingu sem er miklu hlutlægari en hin fyrri, það er kappleikur. Þegar svo er komið, verður erfitt að amast við fleirtölumyndinni keppnir, þó að mér þyki hún, _af gömlum vana, ljót og leiðinleg. Ég verð jafnvel að geta þess, að þegar orðið gleði fékk merkinguna gleðisamkoma, þá varð til fleir- tölumyndin gleðir. „Gleðir voru alltíðar á miðöldum", stendur í Orðabók Menningarsjóðs. ★ Bréfritari vék að mjög þungu atriði, þar sem er vandamálið um eitt eða tvö orð í stafsetningu. Það vandamál leysi ég ekki. Hann tók dæmi af tvennu: að eins eða aðeins og gegn um eða gegn- um. Rétt er að þetta er oft í tvennu lagi að fomu, aðeins meira að segja orðið til úr at eins. Gegnum (<gögnum) er reyndar mjög gamalt. Bréfritari sagði: „Það hlýtur jú að vera uppmnalegra [að rita gegn um] og hvað er málvemdun ef ekki varðveisla þess uppmna- lega?“ Málvemdun er fleira en varð- veisla „þess uppmnalega" (ég segði fremur „hins uppmnalega“). Málverndun er líka fólgin í því að laga mál okkar að nýjum aðstæð- um nýrra tíma, án þess að láta glepjast af erlendum áhrifum. Við megum ekki vera alltof einstreng- ingslegir. Ég get t.d. ekki lagt til að við fömm að segja og skrifa at eins fyrir aðeins eða gögn um fyrir gegnum. Ég leyfði mér meira að segja að skrifa alltof (í einu orði). Þormóður Bessason Kolbrúnarskáld kvað 1030 vísu þá sem hér fer á eftir og hefur varðveist í Ólafs sögu helga eftir Snorra. Undrask öglis landa eik, hví vér rom bleikir. Fárverðrfagrafsárum, fann ek örva drif svanni. Mik fló malmr enn klökkvi, magni keyrðr, í gögnum. Hvasst beit hjarta et næsta hættligt jám, es vættik. ★ Um orðmyndina jú í bréfinu frá Charles Ágli Hirt verður eitt- hvað fjallað í næsta þætti og þá reynt að fullsvara bréfí hans. Gert klárt fyrir vertíð Sjómennirnir á Rúnu RE 150 huguðu að netum sínum í gærdag er Ijósmyndarinn átti leið um Grandagarð. Vetrarvertið er að hefjast og með henni má búast við að úr rætist í mörgum þeirra byggðarlaga þar sem minnst atvinna hefur verið siðustu vikur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.