Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR11. JANÚAR1986 Minmng: Soffía Helga- dóttir, ísafirði Fædd 28. nóvember 1910 Dáin 2. janúar 1986 í dag, 11. janúar, fer fram í ísa- fjarðarkirkju útför systur minnar, Soffíu Helgadóttur, sem síðast átti sitt heimili á Dvalarheimilinu Hlíf. Þar bjó hún frá stofnun þess og þar til hún var flutt nokkrum dögum fyrir jól á sjúkrahúsið þar sem hún lést þann 2. janúar þegar nýja árið var rétt gengið í garð. Á þessari kveðjustund er efst í huga mínum þakklæti til Guðs fyrir að hún þurfti ekki að lifa hér við það að vera ósjálfbjarga sjúklingur. Það hefði ekki verið henni að skapi. Því þessi elskulega systir mín hafði Varahlutaúrvalið eykst stööugt! Opiö frá kl. 8.30-f8.00 mánud.-föstud. og kl. 10.00-12.00 laugard. iBBB«a habf.rghf. Skeifunni Sa — Sími 8*47*88 stóra, sterka og kærleiksríka lund og vildi alltaf vera frekar veitandi en þiggjandi þó kunni hún að gleðj- ast yfir því sem hún fékk að njóta °g þiggja. Henni var alltaf svo eðlilegt að hugsa meir um aðra. Og þannig minnist ég hennar allt frá barnsaldri því ég var yngsta systir hennar. Hún var stóra systir mín og á þeim tíma er ég fyrst man eftir henni var hún gift kona og átti mann og þijú böm sem vom á svipuðu reki og ég. Og fram á þennan dag kallaði hún mig alltaf litlu systur því það vom rúm tutt- ugu ár á milli okkar systranna. Hún var ung er hún giftist Daníel Rögnvaldssyni frá Uppsölum í Seyðisfirði. Þau eignuðust þijú böm. Elst er Kristín Ragnhildur, gift Engilbert Ingvarssyni, þau búa á Tyrðilmýri; næst er Halldóra, hún er gift Stíg Stígssyni frá Homi, þau búa á ísafirði; Haukur er yngstur og er hann giftur Valgerði Jakobs- dóttur frá Reykjafirði og búa þau líka á ísafirði. Mann sinn, Daníel Rögnvaldsson, missti systir mín 1974. Og söknuður sá er hún bar í hjarta kom vel í ljós er hún var sér þess meðvitandi að hún væri að kveðja þetta líf þá sagði hún að nú biði Dani eftir sér. Hún var róleg og æðmlaus á bana- beði því hún vissi að Guð var hið eilífa lífið að lífi þessu loknu. Og það var hið besta að fela sig á hans vald og í hans náðararma. Það er óhætt að segja að í hugum okkar systkinanna, sem eftir lifum, sé þakklæti fyrir allt sem hún var okkur og ég á þessari kveðjustund vil sérstaklega þakka allt sem hún var mér alla tíð. Ég bið góðan Guð að blessa bömin hennar og barna- böm sem nú kveðja kærleiksríka og góða móður og ömmu og alla ættingjana sem saman koma til að kveðja kæra systur mína við útför hennar í dag. „Sofðu vært hinn síðsta blund, unz hinn dýri dagur ljómar, Drottins lúður jægar hljómar hina miklu morgunstund. Heim frá gröf vér gðngum enn. Guð veit, hvort vér framar fáum farið héðan, að oss gáum, máske kallið komi senn. Verði, Drottinn, vilji þinn, vér oss fyrir honum hneigjum. hvort vér lifum eða deyjum, veri hann oss velkominn." (Sb. 1886 — V. Briem. Heiðrún Helgadóttir Kveðjuorð: Hrafn Marinósson varðstjóri Fæddur 2. október 1938 Dáinn 3. janúar 1986 Að vakna að morgni nýs dags og sinna sínum störfum er okkur eðlilegt og sjálfsagt. Ovænt erindi niður á lögreglustöð við Hlerrun og dagurinn er ekki lengur hversdagslegur. Það er flaggað í hálfa stöng. Hver er fall- inn frá? Fáir dagar síðan ungir og gamlir lögreglumenn og konur, ásamt gestum, voru samankomnir til að fagna 50 ára afmæli lögreglufélags Reykjavíkur. Góðir vinir hittust og glöddust saman eina kvöldstund. En þennan föstudag 3. janúar var ekki syrgður einn af elstu félög- unum, heldur maður á besta aldri, hann hrafn Hafði látist þá um morguninn, Hrafn sem ætíð var af ÞAÐ ER KOMIÐ NÝTT ÁR EN VIÐ HÖLDUM ÁFRAM MEÐ GAMLA GÓÐA LÁGA VERÐIÐ Coke 1,5 I 69,90 kr. C-11 3 kg 189 kr. Molasykur 39 kr. Rækjur 250 gr 89 kr./pk Opið kl. Klementínur Síríus suöusúkkulaöi 200 gr Lambalifur Lambakótilettur 59 kr./kg 80 kr. 75 kr./kg 237 kr./kg TT VÖRUMARKAÐURINN vinum sínum kallaður Krummi. Ættir Krumma verða aðrir að rekja, méreru þærekki kunnar. Én í þessum fátæklegu minning- arorðum rifjast upp svo margar góðar stundir og atvik. Okkar kynni urðu til vegna samstarfs mannsins míns og Krumma, sem lögreglu- menn. Þeir voru góðir félagar í starfi, sem utan þess. Frídagar lögreglumanna eru ekki alltaf þeir sömu og annarra. En þegar A-vakt- in hélt sína frídaga þá vorum við oft saman. Ein hátíð verður okkur öllum minnisstæð er við héldum áramótin saman í gleði. Á erfíðum tímum, í veikindum mannsins míns hafði ég svo mikinn styrk af vinnufélögum hans, að ég efast um að slík tryggð sé algeng. Oft hringdi Krummi, eða kom og vildi allt fyrir mig og syni mína gera, bauð þeim í bíltúr og létti þeim stundir, ef á þurfti að halda. Þegar maðurinn minn hætti í lögregluliði Reykjavíkur fannst mér eins og ég væri að missa kæra vini en það loforð var tekið af okkur hjónunum að við héldum sambandi viðþá vaktarfélaga. Á síðustu skemmtan A-vaktar- innar þótti Krumma afleitt að hvor- ugt okkar hjóna væri á vaktinni og „munstraði" hann því mig á vakt- ina. Núna er það útrunnið, enda hefí ég ekki stundað mína „vaktar- vinnu“ vel. En skemmtanir og heim- boð höfum við þegið, vegna þess frábæra félagsanda, sem þar hefur ætíð ríkt og átti Krummi ætíð stór- an þátt í því. Nú er Krummi farinn til annarra starfa, sem ég veit að hann rækir, og það efast enginn um sem til þekkir, að þau störf rækir hann með sömu prúðmennsku og elju og hann gerði hér á jörð. Guð fylgi vini mínum og hafi hann þökk fyrir vináttu sína og tryggð. Fjölskyldu Krumma færum við okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum fyrir styrk þeim til handa. Málfríður Haraldsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.