Morgunblaðið - 04.02.1986, Page 7

Morgunblaðið - 04.02.1986, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1986 7 Þorlákur G. Ottesen Þorlákur G. Ottesen látinn ÞORLÁKUR G. Ottesen lést í Reykjavík aðfararnótt mánu- dagsins. Hann var fæddur 20. júlí 1894 og var þvi á nítugasta og öðru aldursári er hann lést. Þorlákur fæddist að Galtarholti í Skilmannahreppi. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson Ottesen bóndi þar og víðar, síðast að Mið- felli í Þingvallasveit, og kona hans Ása Þorkelsdóttir. Þorlákur ólst upp að Galtarholti og síðan að Ingunn- arstöðum í Brynjudal hjá afa sfnum Jóni Bergmann. Hann flutti til Reykjavíkur 17 ára gamall og fór fljótlega að vinna hjá Reykjavíkur- höfn. Þar vann hann til 1. október 1964 er hann fór á eftirlaun. Þá hafði hann verið verkstjóri í 39 ár. Þorlákur átti sæti í stjóm Bygg- ingarfélags alþýðu, Byggingarsjóðs alþýðu, Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, Kaupfélags Reykja- víkur og nágrennis og Verkstjórafé- lags Reykjavíkur. Var formaður Verkstjórasambands íslands 1949 - 1951. Hann var varabæjarfulltrí um skeið. Þorlákur var gerður að heiðursfélaga Verkstjórafélags Reykjavíku 1963 og var auk þess heiðraður fyrir ýmis félagsstörf. Þorlákur Ottesen var kunnur hestamaður. Hann gekk í Hesta- mannafélagið Fák árið 1945 og var meðstjómandi frá 1947-1949. Þor- lákur var formaður Fáks frá 1953 - 1967 og fulltrúi félagsins á árs- þingum Landssambands hesta- manna frá stofnfundi samtakanna árið 1949. Þorlákur kvæntist Þuríði Frið- riksdóttur árið 1918. Þau eignuðust flögur böm, en Þuríður átti fyrir eina dóttur sem Þorlákur gekk í föðurstað. Þuríður lést árið 1954. sem allir hafa beðið eftir stendur sem hæst í 6 verslunum samtímis Kaupin í Karnabæ drýgja krónuna 40=60% afsláttur Allt nýjar og nýlegar ■ ■ vorur <ím> KARNABÆR H ^ Austurstræti 22. __ BonajKirte SIMI FRA SKIPTIBORÐI 45800. Austurstræti 22

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.