Morgunblaðið - 04.02.1986, Síða 12

Morgunblaðið - 04.02.1986, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBROAR1986 Unnið að lagfæringu á veginum um Hlaðhamar I Hvalfjarðarbotni, þar sem voru hættulegar blindhæðir og beygjur. Hættulegar blindbeygjur lagfærðar íHvalfirði Borgarneai, 3. febrúar. ÞESSA Hagana er Vegagerð ríkisins að láta lagfæra um 600 metra langan vegarkafla þjóð- vegarins undir Múlafjalli í Hvalfjarðarbotni. þessi vegarkafli er suður af Botnsá og liggur um svonefndan Hlaðhamar. Þarna voru mjög hættulegar blindbeygjur, samfara blindhæðum og hafa orðið mjög harðir árekstrar á þessum stað á undanförnum árum. Vegna legu vegarins voru ökumenn á suðurleið ítrekað í vinstri villu á þessum stað og komu því upp árekstrar þar sem að bíiamir skullu beint framan á hvor öðrum. Er það mál manna að vegurinn um Hlaðhamar hafi verið einn hættuleg- asti vegarkaflinn í Hvalfirði. Að sögn Eyvindar Jónassonar rekstrarstjóra Vegagerðar rfkisins, er búist við að framkvæmdum ljúki á þessum stað i vikulokin, en stefnt sé að því að leggja bundið slitlagáþennan vegarkafla í sumar. — TKÞ Norðurlandamótið í einstaklingsskólaskák: Island hlaut 2 sigurvegara af 5 NORÐURLANDAMÓTIÐ í ein- stakl ingskeppni í skólaskák var haldið í Strömstad í Sviþjóð. Teflt var i 5 flokkum og hlutu íslendingar tvo sigurvegara þá Hannes H. Stefánsson og Héðinn Steingrímsson auk þess sem Þröstur Þórhallsson nældi í silf- urverðlaun í flokki sinum. Úrslit- in urðu annars þessi: A-flokkur 17—20 ára: 1. Lars Bo Hansen Danmörk 4 ‘A vinningur af 6 mögulegum. 2. Esben Hove Noregi 4*/z v. 7. Halldór G. Einarsson 3 v. 9. Davíð ólafsson 2 v. B-flokkur 15—16 ára: 1. Rune Djurhuus Nor. 5'/2 v. 2. Þröstur Þórhallsson 472 v. 3. Andri Áss Grétarsson 4 v. C-flokkur: 1. Hannes H. Stefánsson 4'/2 v. 2. Sverre Skogen Noregp 4 v. 4. Þröstur Árnason 4 v. D-flokkur: 1. Peter Heine Nielsen Danm. 6 v. 2. Matthias Wallerstedt Sviþj. 4'/2 v. 4. Andri Bjömsson 2'/2 v. 6. Magnús Ármann 2'A v. E-flokkur: 1. Héðinn Steingrímsson 6 v. 2. Sören Bache Larsen Danm. 4 v. 10. Guðmundur Sverrir Jónss. 0 v. Frammistaða íslendinganna var í flestum tiivikum til fyrirmyndar, nema hvað frammistaða drengj- anna í A-flokki veldur nokkmm vonbrigðum. Þá hefur vakið athygli að Hannes á ný sigur á félaga sínum Þresti í C-flokki eftir að hafa þurft að lúta f lægra haldi á Skákþingi Reykjavíkur sem nú er nýlokið. Héðinn stóð sig þar einnig frábær- lega og bætti nú enn um betur og sigraði í flokki sfnum, nú með yfír- burðum og lagði alla andstæðinga sína af velli. Þeir Ólafur H. ólafson og ólafur Ásgrímsson fylgdu drengjunum í þessari ferð og fórst það vel úr hendi og eru þeir væntan- legir heim á fímmtudaginn, ásamt drengjunum. Blöndu var frest- að til ársins 1990? Uppsagnir í byggingadeild Landsvirkjunar STJÓRN Landsvirkjunar er með til athugunar að fresta fram- kvæmdum við virkjun Blöndu þannig að gangsetning verði árið 1990 i stað ársins 1989 sem stefnt hefur verið að undanfarna mán- uði. Halldór Jónatansson forsljóri Landsvirkjunar sagði að samkvæmt nýrri orkuspá væri ekki þörf fyrir Blönduvirkjun fyrr en árið 1991 nema til komi ný stóriðja og þó Kísilmálmvinnsla á Reyðarfírði yrði að veruleika væri ekki þörf fyrir virkjunina fyrr en 1990. Því benti, ýmislegt til að rétt væri að stefna að gangsetningu virkjunarinnar árið 1990 en ákvörðun yrði ekki tekin fyrr en að loknum viðræðum við verktaka. Halldór sagði að sá samdráttur sem þegar væri ákveðinn gerði það að verkum að næsta sumar yrði vinna í lágmarki á virlq'unarsvæð- inu. Hann sagði að núna væru 20 menn við vinnu á staðnum á vegum verktakans Krafttaks sf. auk §ög- urra eftirlitsmanna Landsvirkjunar. Næsta sumar yrði verktakinn væntanlega með um 40 menn á virkjunarsvæðinu og 6 eftirlitsmenn Landsvirkjunar að auki. Þetta sagði hann að breyttist lítið þó gangsetn- ingu virkjunnarinnar yrði frestað um eitt ár, til árið 1990. Landsvirkjun hefur sagt upp 5 starfsmönnum byggingadeildar, 2 jarðfræðingum, verkfræðingi, við- skiptafræðingi og eftirlitsmanni, að sögn Halldórs, auk þess sem verk- fræðingur og eftirlitsmaður hafa nýlega látið af störfum án þess að menn hafí verið ráðnir í þeirra stað. Við þetta fækkar starfsmönnum byggingadeildar Landsvirkjunar úr 19Í12. Héðinn Steingrímsson og Hannes HUfar Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.