Morgunblaðið - 04.02.1986, Side 27

Morgunblaðið - 04.02.1986, Side 27
F orsetakostningar í Costa Rica: MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR1986 27 Oscar Arias bar sigur úr býtum San Jose, Costa Rica, 3. febrúar. AP. OSCAR Arias, hófsamur stjórnmálamaður, sem hét þvi að halda þjóðinni utan við átökin i Mið-Ameríku, vann sigur í forsetakosning- unum, sem fram fóru i Costa Rica á sunnudag. Flestir höfðu búist við mjög tví- sýnum úrslitum en raunin varð sú, að Oscar Arias, sem var frambjóð- andi þjóðlega frelsisflokksins, sigr- aði mótframbjóðanda sinn, hægri- manninn Rafael A. Calderon, með allmiklum mun. Af 1.147.558 at- kvæðum hlaut Arias 53,3% en Calderon 44,8%. Fjórir aðrir fram- bjóðendur, þar á meðal frambjóð- andi kommúnista, fengu innan við 2% af öllum greiddum atkvæðum. Calderon viðurkenndi seint í gær ósigur sinn á fundi með stuðnings- mönnum og sagði, að þjóðin hefði kveðið upp úrskurð og að hann ætlaði sér að virða hann eins og sá, sem vill samborgurum sínum vel. Stjórnvöld í Costa Rica hafa lengi verið náinn bandamaður Banda- rílq'astjómar og þar hefur lýðræðið staðið fastari fótum en annars stað- ar í Mið-Ameríku. Af 37 leiðtogum landsins allt frá árínu 1824 hafa aðeins sjö ekki verið kosnir í ftjáls- um kosningum. Uganda: Musevni sver forsetaeið Rannsóknaráð ríkisins auglýsir styrki til rannsókna og tilrauna árið 1986 Umsóknarfrestur er til 15. mars nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu ráðsins, Lauga- vegi 13, sími 21320. Um styrkveitingar gilda m.a. eftirfarandi reglur: • Um styrk geta sótt einstaklingar, stofnanir eða fyrirtæki. • Styrkfé á árinu 1986 skal einkum verja til verkefna á nýjum og álitlegum tæknisviðum. Sérstök áhersla skal lögð á: — fiskeldi, — upplýsinga- og tölvutækni, — líf- og lífefnatækni, — nýtingu orku til nýrrar eða bættrar framleiðslu, — undirstöðugreinar matvælatækni, — framleiðni- og gæðaaukandi tækni. • Mat á verkefnum sem sótt er um styrk til skal byggt á — líklegri gagnsemi verkefnis, — gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eða þróunar atvinnugreina, — möguleikum á hagnýtingu á niðurstöðum hér á landi, — hæfni rannsóknarmanna/umsækjenda, — líkindum á árangri. • Forgangs skulu að öðru jöfnu njóta verkefni sem svo háttar um að — samvinna stofnana eða fyrirtækja og stofnana er mikilvægur þáttur í framkvæmd verkefnisins, — fyrirtæki leggja umtalsverða fjármuni af mörkum, — líkindi eru á skjótum og umtalsverðum árangri til hagnýtingar í atvinnulífi. Þó er einnig heimilt að styrkja verkefni sem miða að langfrgma uppbyggingu á færni á tilteknum sviðum. Kampala, Uganda, 3. febrúar. AP. YOWERI Museveni, hinn nýi forseti Uganda, sór embættiseið bæði fyrir rikisstjórn og bylting- arráði um helgina, en bæði ríkis- stjórn hans og byltingarráð eru nær eingöngu skipuð fulltrúum frá Suður-Uganda. Museveni hefur heitið lýðræðislegum og réttlátum stjómarháttum, en bæði ríkisstjóm hans og bylting- arráðið, sem mun fara með lög- gjafavald, em nær eingöngu skipað félögum úr þjóðfrelsis- samtökunum skæruliða frá Suð- ur-Uganda. Aðeins einn ráðherranna 22, Ponsia Mulema fjármálaráðherra, var ekki félagi í skæruliðasamtök- unum. Mulema er jafnframt eini fulltrúinn í ríkisstjóminni frá Norð- ur-Uganda þar sem em heimalönd flestra frammámanna hinnar út- lægu ríkisstjómar. í ræðu er Yoweri Museventihélt er hann sór embætt- iseið sagði hann að hiutverk stjóm- málaflokka yrði ekki skilgreint fyrr en eftir um það bil tvö ár: „Stjóm- málaflokkar em verkfæri til að ná fram ákveðnum markmiðum. Ég lít ekki á þá sem markmið í sjálfu sér,“ sagði Museveni. Bandankin: Hlutu verðlaun fyrir krabba- meinsrannsóknir Los Angcles, 3. febrúar. AP. í SÍÐUSTU viku voru veitt verðlaun úr Hammer-verð- launasjóði Occidental-olíufé- lagsins í Los Angeles. Nema þau 100.000 dollurum og eru veitt fyrir frammúrskarandi árangur í krabbameinsrann- sóknum. Að þessu sinni skiptust verðlaunin á milli tveggja vís- indamanna, Bandarikjamanns og Japana. Sagði dr. Armand Hammer, stjórnarformaður ol- iufélagsins, er hann afhenti verðlaunin, að meiri framfarir hefðu orðið á sviði krabba- meinsrannsókna á undanföm- um fáum mánuðum en siðasta aldarfjórðunginn. Verðlaunin skiptust á milli Bandaríkjamannsins dr. Stevens A. Rosenberg, yfirlæknis við Bandarísku krabbameinsstofnun- ina, og Japanans dr. Tadatsugu Taniguchi, prófessors við sam- eindalíffræðideild Osaka-háskóla í Japan. Hammer skoraði enn fremur á yfirvöld að auka Qárveitingar til Bethesda-sjúkrahússins í Maiy- land, þar sem dr. Rosenberg hefur stundað rannsóknir sínar, en gjúkrahúsið er í eigu Bandarísku krabbameinsstofnunarinnar. Rosenberg var verðlaunaður fyrir nýja krabbameinsmeðferð, svokallaða Interleukin-2-meðferð, sem byggist á því, að breyta venjulegum hvítum blóðkomum í vígfúsar „víkingafrumur", sem ráðast gegn og eyða eða draga úr krabbameinsæxlum. Taniguchi hlaut verðlaunin fyrir rannsóknir, sem gerðu mögulegt að einangra Interleukin-2-arfbera og fram- leiða efnið í stórum stíl. Tilkjmnt var um tilnefningu Rosenbergs og Taniguchis til verðlaunanna fyrir áramót, en þetta er í fjórða sinn, sem þau em veitt. Verðlaunaupphæðin er 100.000 dollarar á ári. Verðlaunasjóðurinn mun veita einnar milljónar dollara verðlaun fyrir meðferð, sem kemur að sambærilegum notum við krabbameinslækningar og bóluefni dr. Jonasar Salk við lækningu mænuveiki. ÚRVALS AMERÍSK HEIMILISTÆKI HEKLAHF LAUGAVEGI 170-172 SIMAR 11687 - 212*10 GENERAL ELECTRIC SSSS55f»** Fullkomin varahluta- og viðgerðaþjónusta HEIMILIS- OG RAFTÆKIADEILD 52 K Q.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.