Morgunblaðið - 03.06.1986, Síða 35

Morgunblaðið - 03.06.1986, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1986 !ás Noregnr: Statoil gerir 500 milljarða kr. gassölusamning Ósló.AP. NORSKA ríkisolíufélagið Statoil hefur gert samning við vestur- þýskt fyrirtæki, Ruhr Gas, um sölu á jarðgasi fyrir um 500 milljarða norskra króna, að því er talsmaður Statoil greindi frá í gær, og er þetta einn af stærstu samningum í iðnaðarsögu Nor- egs. Talsmaðurinn, Hákon Lavik, sagði, að enn hefði ekki verið gengið formlega frá öllum samningsatrið- um. Hann sagði, að vestur-þýska fyrirtækið hefði samið fyrir hönd sex helstu gassölufyrirtækja í Vest- ur-Evrópu. Hin fyrirtækin eru BEB og Thyssengass í Vestur-Þýska- landi, Gasunie í Hollandi, Distrigas í Belgíu og franska fyrirtækið Gaz de France. Samningurinn hljóðar upp á sölu á 450 milljörðum rúmmetra af jarðgasi að verðmæti um 500 millj- arðar n. kr. (um 2.900 milljarðar ísl. kr.) á árabilinu frá 1993 til 2020. Ame Oeien, olíu- og orkumála- ráðherra Noregs, sagði, að „sölu- samningur þessi er stærri að vöxt- um en nokkur Norðursjávarsamn- ingur, sem Norðmenn hafa gert“. Gasið, sem samið hefur verið um sölu á, kemur að mestu frá Troll- svæðinu fyrir utan Björgvin. Hluti þess verður þó væntanlega frá Sleipnis-svæðinu, sem er sunnar. Vegna samningsins er áætlað að veija um 60 milljörðum n. kr. í fjár- festingar í nýjum leiðslum og bor- pöllum. Aætlað er, að á Troll-svæðinu séu 1.200-1.300 milljarðar rúmmetra af jarðgasi að verðmæti um 1.000 milljarðar n. kr. (um 5.300 milljarð- ar ísl. kr.). Flokkur Ozals fékk 10 borgar- stjóra af sextán Ankara, Tyrklandi. AP. Födurlandsflokkur Turguts Ozals, forsætisráðherra Tyrk- lands vann tlu borgarstjóra af sextán í borgarstjórakosningum á sunnudag. Föðurlandsflokkurinn fékk um 42 prósent greiddra atkvæða. Al- þýðudemókratar komu næstir, unnu þrjá borgarstjóra og 28 prósent atkvæða. í þriðja sæti var miðflokk- ur sem nýtur stuðnings Demirels fyrrverandi forsætisráðherra með 20 prósent atkvæða, en engan borgarstjóra kjörinn. Kork‘0‘Plast Sænsk gæöavara KORK-gólfflísar með vinyl-plast- áferd. Kork*o*Plast: í 10 geröum. Veggkork í 8 geröum. Ávallt til á lager. Aörar korkvörutegundir á lager: Undirlagskork í þremur þykktum Korkvélapakkningar í tveimur þykktum Gufubaðstofukork Veggtöflu-korkplötur í þremur þykktum Kork-parkett venjulegt, í tveimur þykktum Einkaumboö á íslandi fyrir WICANDERS KORK- FABRIKER: Hringiö eftir ókeypis sýnishorni og bæklingi. bb Þ. ÞORGRÍMSSON & CO CO 'Armúla 16 sími 38640 AP/Ljósmynd . Sparkað í andlit stjórnarandstæðings Það er ekkert lát á óeirðunum í Suður-Kóreu og harkan slík að við þekkjum slíkt tæpast hér á Vesturlöndum nema af afspurn. Myndin sýnir sérþjálfaðan lögreglumann í þvi að bæla niður óeirð- ir, sparka í andlit ungs stjórnarandstæðings. Námsmaðurinn var nýlentur á öryggisdýnu eftir að hafa hoppað niður af annarri hæð bankabyggingar i Seoul. Andstæðingar stjórnvalda tóku bygginguna og héldu þar til i tvær klukkustundir áður en þeir voru hraktir brott. Fiskveiðisamningur Grænlendinga og Japana: Selja tungumála- vandkvæði strik í reikninginn? Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. HEIMASTJORNIN í Grænlandi “ verður nú að viðurkenna, að grænlenskir sjómenn geta ekki unnið um borð í japönsku verk- smiðjutogurunum, sem ætlunin er að stundi veiðar við Græn- landsstrendur í sumar. Heima- stjórnin taldi það eina af grund- vallarforsendum fiskveiðisamn- ings síns við Japani, að græn- lenskir sjómenn fengju tækifæri til að læra fiskveiðitækni um borð í japönsku veiðiskipunum. Jens Geisler, þingmaður Inuit Ataqatigiit, sem er vinstriflokkur, upplýsti á þingfundi í Nuuk (Godt- háb), að ókleift hefði reynst að fínna lausn á tungumálavandkvæðunum, sem skapast mundu um borð í skip- unum. Onnur grundvallarforsenda samninganna var, að Græniending- amir mundu læra flökun og aðra vinnslu á karfa fyrir Japansmarkað. En nú er sá möguleiki einnig úr sögunni. Samningurinn kveður á um, að Japanir fái að veiða um 35.000 tonn af fiski, aðallega karfa, á græn- lenskum miðum — gegn allt að 25 milljónum danskra króna (um 125 millj. ísl. króna) greiðslu á ári. Sjávarútvegsráðherra Islands, Halldór Asgrímsson, hefur harðlega gagnrýnt þennan samning Græn- lendinga og Japana. Halldór segir, að veiðar Japananna muni leiða til rányrkju á íslensk/grænlenska karfastofninum og hafí hann hvað eftir annað, án sýnilegs árangurs, vakið athygli grænlenskra yfírvalda á þeirri staðreynd. LENI ELDHÚSRÚLLUR LENI SALERNISPAPPÍR í stórum og smáum pakkningum LENI á minnið fyrir næstu innkaupaferð og það mun ekki bregðast Þú feerð úrvalsvöru á hagstæðu verði ■ MuniðLENI! VERSLUNARDEILD ^&SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM SÍMI681266

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.