Morgunblaðið - 17.07.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.07.1986, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 157. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1986 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Aðstoðarlögreglu- stjóri Færeyja; „Watson kemst ekki upp með yfirgang“ „VIÐ höfum í hyggju að kæra Watson og áhöfn hans fyrir að stofna lífi manna f hættu og gæti hann átt yfir höfði sér allt að fjög- urra ára fangelsisdóm," segir Niclas Akraberg Poulsen, aðstoð- arlögreglustjóri Færeyja, f viðtali við Morgunblaðið um átök fær- eysku lögreglunnar við skipverja Sea Shepherd á laugardag. Poulsen segir að lögreglan verði föst fyrir ef Paul Watson, skipstjóri Sea Shepherd, snýr aftur til Færeyja og hann komist ekki upp með að trufla grindhvalaveiðar Færeyinga. Að sögn Poulsens beittu lögreglu- menn táragassprengjum tii að reyna að komast um borð í Sea Shepherd á laugardag en skipverjar settu upp gasgrímur og vörpuðu sprengjunum til baka. Hann vísar á bug ásökunum umhverfísvemdarsinnans Watsons, um að Iögreglan hafí skotið úr vél- byssum; hún hafí aðeins skotið einu skoti úr táragasbyssu. Poulsen segir að áhöfn Sea Shep- herd hafí aftur á móti skotið neyðar- blysum S átt að lögreglumönnum á gúmbátum, slegið til þeirra með öx- um og helít bensíni á hafflötinn til að kveikja S þeim. Bætir aðstoðarlög- reglustjórinn við að lögreglan hafi næg sönnunargögn og frásögn vitnis til að styðjast við. Sjá viðtal á bls. 21. SÓL Á FÁSKRÚÐSFIRÐI VEÐRIÐ lék við Austfírðinga um síðustu helgi og kunnu þeir vel að meta. Þessir ungu Fáskrúðsfírðingar léku sér glaðir í sóiinni. Ungi herramaðurinn, Stefán Smári Kristinsson sýnir yngismeyjunni Amfríði Hafþórsdóttur iðjagræna nýslegna töðu. Spáð er fremur „aðgerðarlausu" veðri á landinu öllu næstu tvo til þrjá sólarhringa, hægri vestanátt og 10-14 stiga hita. Hætt er við smáskúrum allra vestast á landinu, einkum á annesjum, en annars staðar er gert ráð fyrir þurru og björtu veðri. MorcnmbUðið/Helena Stefánsdóttir Frakkland: Chirac afstýrir stj ómarkreppu París, AP. JAQUES Chirac, forsætisráð- herra Frakklands, hefur fallist á þá ákvörðun Mitterrands forseta að undirrita ekki lög um sölu á rfkisfyrirtækjum til einkaaðila. Þar með hefur Chirac tekist að Shervardnadze utanrfkisráðherra Sovétríkjanna AP/Símamynd Rætt um eftirlit með kjarnorkutilraunum Washington, London, AP. BANDARÍKIN og Sovétrfkin hafa komist að samkomulagi um áframhald viðræðna um takmörk- un kjarnorkutilrauna neðanjarð- ar. Edvard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, segir að stórveldin hafi náð sam- komulagi um að ræða bann við tilraunasprengingum neðanjarð- ar. Talsmaður Bandaríkjastjórnar segir að ekki komi til greina að ræða algjört bann við slfkum til- raunum. Ekki hefur verið ákveðið hvenær eða hvar viðræðumar munu fara fram. Bandaríkjastjóm mun einkum stefna að samkomulagi sem felur í sér aukið eftirlit með þeim spreng- ingum sem leyfílegar em samkvæmt gildandi samkomulagi ríkjanna. Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, hefur hvatt til algjörs banns við kjamorkusprengingum neðanjarðar, en stjóm Ronalds Reagan Banda- ríkjaforseta telur slíkar tilraunir nauðsynlegar. Bandaríkjastjóm hefur einnig fall- ist á að eiga viðræður við Sovétmenn um þá ákvörðun Reagans að falla frá SALTII samkomulaginu. Fulltrú- ar stórveldanna munu ræða þessa ákvörðun forsetans á fundi sem boð- að hefur verið til i Genf á þriðjudag I næstu viku. afstýra fyrirsjáanlegri stjómar- kreppu. Að sögn talsmanns frönsku stjórnarinnar mun nýtt lagafrumvarp verða lagt fyrir þingið og verður kosið um það með hefðbundnum hætti. Mitterrand segir að hann muni staðfesta lög um sölu á ríkisfyrir- tækjum ef fmmvarp þar að lútandi hljóti samþykkt þingsins. Mitterrand telur að þingmenn verði að „axla þá ábyrgð sem fylgir starfí þeirra“ og taka framvarp hægri manna til um- ræðu og afgreiðslu. í gærkvöldi kom Chirac forsætisráðherra fram í sjón- varpi og skýrði afstöðu ríkisstjómar- innar. Talsmaður Evrópubandalagsins í Briissel segir framkvæmdanefnd bandalagsins hafa sent frönsku ríkis- stjóminni orðsendingu, þar sem dregið er í efa að ákvörðun ríkis- stjómarinnar um sölu á ríkisfyrir- tækjum sé í samræmi við reglur bandalagsins um tilfærslur á fjár- magni. A mánudag lýsti Mitterrand yfir að hann myndi ekki staðfesta lög stjómarinnar um sölu á ríkisfyrir- tækjum. Taldi hann þau bjóða þeirri hættu heim að erlendir aðilar næðu meirihluta í fyrirtækjum þessum. Þetta er í fyrsta skipti sem ágreining- ur kemur upp milli Mitterrands og ríkisstjómar hægri manna frá því hægri menn komust til valda eftir þingkosningamar í marsmánuði. Bangladesh: Hasina í for- setaframboð Dakka, Bangladpsh AP. HASINA Wajed, leiðtogi Awawi- flokksins í Bangladesh og stjómar- andstöðunnar í landinu, greindi frá því á miðvikudag, að hún íhugaði að bjóða sig fram gegn Ershad forseta í forsetakosningunum sem verða í haust. Hasina sagði frá þessu í við- tali við Associated Press og þar gagnrýndi hún Ershad harðlega fýrir hvemig staðið hefði verið að þing- kosningum sem fóm fram í maimán- uði. Sjá „Af erlendum vettvangp: Hversu mikla gagnrýni leyfir Ershad ...“ á bls. 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.