Morgunblaðið - 17.07.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.07.1986, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1986 Líflegt við höfnina Urriðafo88 lestar saltfisk í Stykkishólmi sem fara á til Portúgal. ARGUS/SlA OPNIÐ HER Hreinn appéisinusah GEYMIST I KÆLI Alþjóðlegt bókaþing kvenna: Hlutur Islands rýr — segir Vigdís Grímsdóttir, einn þátttakenda UM MIÐJAN júní var haldið í Noregi alþjóðlegt bókaþing kvenrithöfunda, The Second International Feminist Book Fair. Slíkt þing hefur einu sinni áður verið haldið og var það í London fyrir tveimur árum siðan. Milli 5000 og 7000 gestir víða að úr heiminum komu á þingið, þar sem flutt voru er- indi, ljóð og sögur sýndar kvikmyndir og myndbönd, auk þess sem umræður fóru fram um kvennabókmenntir. Um 10.000 bókatitlar voru til sölu og sýnis í básum sem forlög og útgefendur höfðu til umráða, allt bækur skrifaðar af konum. íslenskt ljóðskáld Vigdís Grímsdóttir, var á þinginu, en hún og Kristín Bjamadóttir voru einu íslensku höfundamir sem það sátu. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Vigdísi að máli og bað hana um að segja frá þinginu og þeim erindum sem þar vom flutt. „Eg komst á miklu færra en ég vildi, það var þétt dagskrá í heila viku, en allt mjög vel skipu- lagt — þeir em hörku skipuleggj- endur Norðmenn. Það fór ekki hátt um þessa ráðstefnu hér heima, sem er dálítið sorglegt því þetta var jafnframt söluþing. Höf- undar og útgefendur frá öllum löndum kynntu bækur sínar og samið var um útgáfu- og þýðing- arrétt. En hlutur íslands var heldur rýr, örfáar bækur lágu á borði úti í homi og engin sem veitti upplýsingar eða var þama fyrir íslands hönd.“ Vigdís sagði það eiginlega til- viljun að hún fór á ráðstefnuna og hefði það verið fyrir atbeina Helgu Kress og Rannveigar Ágústsdóttur. Auk hennar hefði Kristín Bjamadóttir, sem einnig er Ijóðskáld og búsett er í Gauta- borg, verið á þinginu. Bæði Vigdís og Kristín lásu upp ljóð eftir sjálf- ar sig, Kristín bæði á íslensku og ensku, en Vigdís sagðist hafa les- ið upp sín ljóð á íslensku við góðar undirtektir: „Ég las upp fyrir mörg hundmð manns á tungu- máli sem enginn skildi. En svo ég tali nú af alvöru, þá sagði ég fyrst frá ljóðunum og las þau síðan upp á íslensku. Eitt af ljóð- unum sem Vigdís las upp orti hún til Gyrðis Elíassonar í þakklætis- skyni fyrir bók hans „bak við maríugler": Til Gyrðis marga nótt skyggnst bak við maríugler horfið í ævintýraheim orðanna fundið hlýjar raddir þagnarinnar og vaki því Fólk skrifar um þann veruleika sem það þekkir Vigdísi varð tíðrætt um konur frá þriðja heiminum og sagðist hafa haft mestan áhuga fyrir því hvað þær hefðu til málanna að leggja, því hið óþekkta heillaði Morgunblaðið/Júlíus Vigdís Grímsdóttir: Hið óþekkta heillar ailtaf mest. 2nd INTERNATIONAL F E M I N I S T BOOK FA I R OSLO/1986 Programme [ 21—27 June1986 alltaf mest. „Þeirra vemieiki er allt annar en sá veruleiki sem við þekkjum. Spumingin hjá þeim er um réttinn til að vera til, um að hafa leyfi til að anda. Konumar frá þessum löndum sem við köllum þriðja heiminn töluðu mikið um fyrsta heiminn, forréttindaheim- inn og deildu á rithöfunda á Vesturlöndum fyrir umíjöllunar- efni þeirra, að allt of mikið væri skrifað um hluti sem ekki skiptu máli. Mér finnst konumar frá þessum löndum, þar sem mann- réttindi eru fótum troðin, koma mjög sterkar út úr þessu þingi. Það geislaði frá þeim kraftur, enda þurfa þær svo sannarlega á honum að halda. Penninn er þeirra vopn gegn valdbeitingunni og ótt- anum. Ottanum t.d. um að bamið komi ekki heim úr skólanum, hafí verið skotið úti á götu. Kannski er ekki hægt að segja að umfjöll- un um eitt form kúgunar eigi meiri rétt á sér en annað, en eft- ir að hafa hlustað á t.d. konurnar frá Indlandi, Uruguay og S-Afríku, þá fannst mér umfjöllun um hversdagsleg vandamál hjá bandarískri millistéttarfjölskyldu léttvæg. En auðvitað skrifar fólk um þann raunveruleika sem það þekkir, það getur ekki annað." Kúgun getur bæði ver- ið bein og- óbein Þegar Vigdís var spurð um ein- stakar skáldkonur, hverjar henni væru minnisstæðastar sagðist hún hafa orðið mjög hrifín af egypskri konu, Naval El Sada- awi, sem mun vera eina konan í því landi sem gegnt hefur ráð- herraembætti, sem henni reyndar var vikið úr og sat hún í langan tíma í fangelsi vegna skoðanna sinna. „Naval er með sterkt út- streymi," sagði Vigdís Grímsdótt- ir, „hún er hörku baráttukona, feministi, lífsreynd og raunsæ kona. Einnig er mér mjög minnis- stæð svört kona, Sonija Sanches, frá Mexikó. Hún er ljóðskáld og notar gamla frásagnarstfllinn, yrkir ljóðsögur. Hún kvaddi þarna bróður sinn sem lést úr AIDS á meðan hún var í Noregi. Mjög fallegt og áhrifaríkt.“ Germaine Greer, sem vart þarf að kynna, sagði Vigdís að varla væri hægt að lýsa með orðum. „Hún var frábær, ég hef aldrei séð né heyrt annað eins. Hún tal- aði blaðlaust, um sjálfa sig, um kvennabókmenntir og um ráð- stefnuna. Hún sagði mikinn sannleika t.d. um framkomu rúss- nesku og kínversku kvennanna án þess að særa eða skaða þær nokkuð. Það var mikil kúnst. Kúgun getur verið bein eða óbein. Rússnesku konumar voru með fylgdarmann, hertar, stífar og hræddar konur. Það var sláandi að upplifa þeirra kúgun. Þær fluttu skrifaðar ræður á fínni ensku, en þegar þær voru spurðar einfaldra spuminga þá þóttust þær ekkert skilja. Þær svöruðu engum spumingum, máttu ekkert segja. Þannig upplifði ég þetta. Kínversku konumar voru líka með fylgdarmenn, en í stað þess að svara ekki eins og þær rússnesku, þá snéru þær sig laglega út úr öllum spumingum. Mjög ljóðræn- ar og skemmtilegar. Þær vom t.d. spurðar hvort þær skrifuðu um stöðu kvenna, þá sögðust þær skrifa um fegurð himinsins. Þær höfðu einstakt lag á að svara án þess að segja nokkuð. Framlag kvenna frá Norðurlönd- um merkilegt Framlag kvennanna frá Norð- urlöndunum var líka mjög merki- legt og virtist tíminn og afstæði hans þeim ofarlega í huga. Bæði Hanne Marie Svendsen frá Dan- mörku og Wava Stúrmer frá Finnlandi fjölluðu um tímann, en á ólíkan hátt. Mjög skemmtilegt," sagði Vigdís, „maður missir öll hefðbundin viðmið." Að lokum sagðist' Vigdís hafa heyrt um það rætt að næsta ráð- stefna eða þing, The Third Intem- ational Feminist Book Fair, yrði hugsanlega haldið á Indlandi að tveimur árum liðnum, en ekkert hefur frést um hvort það er ákveð- ið enda tvö ár til stefnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.