Morgunblaðið - 17.07.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.07.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1986 Uppbygging fiskeldis og innlent forræði eftir Gunnar G. Schram Um þessar mundir er fiskeldi að slíta bamsskónum hér á landi. Mikl- um fjármunum hefur verið varið síðustu árin til þess að koma upp seiða- og matfískeldisstöðvum og hafbeitarstöðvum fer fjölgandi. Nú eru á skrá hjá Veiðimálastofnuninni um 70 fískeldisstöðvar og allmargar eru í undirbúningi. Varla þarf að efast um það að fískeldi á íslandi á mikla framtíð fyrir sér. Það byggist fyrst og fremst á þeim sérstæðu náttúruskil- yrðum, sem hér er að finna umfram önnur lönd. Jarðhiti er mjög víða á landinu og ómengaðra vatn en um er að ræða í nágrannalöndunum. Þar við bætist að markaðshorfur fyrir Atlantshafslax eru góðar bæði austan hafs og vestan og talið að svo muni verða nokkur næstu ár að minnsta kosti. Reynsla Norðmanna á þessu sviði hefur gefíð áformunum um stór- tækt laxeldi hér á landi byr undir báða vængi. Þar f landi er áætlað að á árinu 1990 verði framleiðslu- verðmæti úr laxddi einu saman orðið jafn mikið og í öllum sjávarút- vegi Norðmanna, veiðum og vinnslu. Það ár er framleiðsla Norð- manna á Atlantshafslaxi áætluð um 90.000 tonn, íslands og Færeyja 20.000 tonn, Bretlands og írlands 13.000 tonn og Danmerkur 7.000 tonn. Það er því eðlilegt að menn velti því fyrir sér hvort í laxeldinu felist ekki arðvænlegasti vaxtarbroddur framtíðar, sem vegið geti að nokkru leyti á móti þeim erfíðleikum, sem fiskvinnsklan hefur átt við að stríða síðustu árin. En þrátt fyrir bjartar vonir hefur þó ekki enn verið sýnt fram á það með óyggjandi hætti hvemig unnt sé að reka arðbært fiskeldi við hér- lendar aðstæður. Þau fyrirtæki, sem fjárfest hafa í fískeldi, hafa flest lent í rekstrarerfíðleikum. Astæðumar eru fyrst og fremst þessar: Fjármagnsskortur, reynslu- leysi, skortur á rannsóknum og sjúkdómar. Með hliðsjón af þessu ákvað framkvæmdanefnd Rannsóknar- ráðs ríkisins fyrir þremur ámm að skipa starfshóp til þess að gera úttekt á möguleikum fiskeldis hér á landi. Niðurstöður starfshópsins liggja nú fyrir og vom þær ræddar á fundi Rannsóknarráðs, sem hald- inn var 2. júlí. Á þeim fundi var fjallað um stöðu fískeldis í dag og framtíðarhorfur þess. Jafnframt vom þar samþykktar tillögur um skipan fískeldismála á næstu ámm og nauðsynlegar aðgerðir stjóm- valda, sem til þurfa að koma, ef þær vonir, sem bundnar em við þennan atvinnuveg, eigi að rætast. Er full ástæða til þess að gera hér að umtalsefni nokkur atriði í þeirri heildarmynd. Nauðsyn opinberrar fiskeldisstefnu Enn sem komið er hefur af opin- berri hálfu engin stefna verið mörkuð um skipulag og þjónustu við þessa nýju atvinnugrein. Þrátt fyrir góðan vilja hefur ekki enn tekist að fá setta sérstaka löggjöf um fískeldismál. Nokkur ákvæði em um fiskeldi í lögunum um lax- og silungsveiði frá 1970, en þau em á engan hátt fullnægjandi gmndvöllur fyrir þessa nýju at- vinnugrein. Deilur hafa staðið um það í hvaða ráðuneyti eigi að vista fískeldismálin til frambúðar og em þær þegar famar að standa fram- gangi þessara mála fyrir þrifum. Vegna þess ályktaði Rannsókn- arráð að stjómvöld þurfí að móta stefnu sem fyrst varðandi málefni fískeldis sem nýrrar atvinnugreinar. Þannig þarf að skapa henni sem hagstæðust vaxtarskilyrði, en jafn- framt hindra árekstra innbyrðis milli fískeldisfyrirtækja og við hagsmuni annarra greina. Þar sem flestir sem hug hafa á stofnun stórra fískeldisstöðva koma úr öðr- um atvinnugreinum en landbúnaði, og staðsetning fískeldisstöðva teng- ist í fæstum tilfellum hefðbundnum vatns- og veiðiréttindum, em marg- ir ósáttir við að farið sé með fiskeldi sem hefðbundin landbúnaðarmál. Ágreiningur í þessum efnum hefur leitt til óvissu og tafa á úrbótum og aðgerðum til stuðnings fískeldi. Það er brýnt að úr þessu verði bætt hið fyrsta og raunar óhjá- kvæmilegt ef þær spár eiga að rætast, sem gerðar hafa verið um uppbyggingu þessarar atvinnu- greinar. Samkvæmt þeim gæti framleiðsluverðmæti fískeldis á ís- landi orðið nálega einn milljarður króna árið 1988, þar af um helm- ingur vegna sölu á gönguseiðum til útflutnings. Af þessum ástæðum tel ég að eitt mikilvægasta verkefni næsta Alþingis verði að setja heildarlög- gjöf um uppbyggingu og þróun fískeldis í landinu. í slíkri löggjöf þarf einnig að fjalla um skipulagsmál fískeldis. Eðlilegt er að sett verði í lög ákvæði um starfsleyfi handa fiskeldisfyrir- tækjum. Markmið slíkra ákvæða á ekki að vera að þrengja aðgang að þessari nýju atvinnugrein heldur það að stuðla að skipulegri upp- byggingu hennar á næstu árum. Jafnframt að hindra árekstra inn- byrðis milli fískeidisfyrirtælq'a á sama svæði við aðra landsnýtingar- hagsmuni. Með því verður lagður grundvöllur að hagkvæmri lands-, vatns- og orkunýtingu, en á slíku er mikil þörf, m.a. vegna stórfelldra áforma um uppbyggingu fískeldis- fyrirtækja á Reykjanesi. Með starfsleyfum verður einnig unnt að hindra óþarfa mengun og landspjöll. Auknar rannsóknir Veiki hlekkurinn í fískeldinu i Gunnar G. Schram „Það er því eðlilegt að menn velti því fyrir sér hvort í laxeldinu felist ekki arðvænlegasti vaxtarbroddur framtíð- ar, sem vegið geti að nokkru leyti á móti þeim erf iðleikum, sem fiskvinnslan hefur átt við að stríða síðustu * • /< ann. fram til þessa hefur verið skortur á rannsóknum. Margt má af reynslu annarra þjóða læra á þessu sviði, ekki síst Norðmanna. Staðhættir eru hinsvegar að mörgu leyti aðrir hér á landi, m.a. vegna takmark- aðra möguleika á sjóeldi, og því eru rannsóknir besta tryggingin gegn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.