Morgunblaðið - 17.07.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.07.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1986 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1986 25 fVbneQpmi^lfKkl^ Útgefandi Framkvæmdastjóri Ftitstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Atvinnuöryggi A Atímum örs verðbólguvaxt- ar, sem náði hámarki á árabilinu 1978-1983, var því stundum haldið fram, að ekki væri hægt að ná verðbólgu nið- ur á fáum misserum, án þess að atvinnuleysi fylgdi í kjölfarið. Var þá gjaman vitnað til fjöl- margra viðskiptaþjóða okkar, sem búa við mikinn stöðugleika í verðlagi og efnahagslífi — en verulegt atvinnuleysi. Nú liggur hinsvegar fyrir, að hyggileg við- brögð aðila vinnumarkaðar og stjómvalda hafa fært verðbólgu vemlega niður, langleiðina að því marki sem sett var. Hækkun framfærsluvísitölu frá júní til júli sl. reyndist 0,43%, sem svar- ar til 5,3% árshækkunar. Á sama tíma er skráð atvinnuleysi hér á landi nánast ekkert, þótt „dulið atvinnuleysi" kunni að vera fyrir hendi. Þjóðarsáttin gegn verðbólgu hefur því borið ríkulegan árangur. Reynslan ein fær hinsvegar úr því skorið, hvort okkur tekst að tryggja stöðugleika í verðlagi og efna- hagslífi okkar til frambúðar. Hinsvegar er ljóst að þúsund- ir ungra Islendinga streyma út á vinnumarkaðinn á komandi ámm og áratugum. Það þarf umtalsverðan fjölda nýrra starfa og mun meiri hagvöxt en nú er til staðar í þjóðar- búskapnum, í fyrirsjáanlegri framtíð, ef tryggja á viðvarandi atvinnuöryggi með batnandi al- mennum lífskjömm. Sjávarútvegur og landbúnað- ur verða lengi enn höfuðstoðir atvinnu- og efnahags okkar. Takmarkað veiðiþol helztu nytjafiska og viðblasandi sölu- mark búvöm valda því hinsveg- ar, með og ásamt vaxandi tækni- og vélvæðingu í þessum atvinnugreinum, að þær bæta naumast við sig nema hluta af því viðbótarvinnuafli, sem hér leitar starfa á næstu ámm. Starfsvonir tengjast fyrst og fremst margs konar iðnaði og ýmsum þjónustugreinum. Þriðja auðlind þjóðarinnar, orka fall- vatna okkar, má og breyta í störf, verðmæti og gjaldeyri, með stóriðju, í ríkara mæli en þegar er gert. Síðastliðið ár hefur hinsvegar ekki reynzt iðnaðinum hag- stætt. í fyrsta sinn um árabil var ekki vöxtur í íslenzkri iðnað- arframleiðslu, að því er fram kemur í könnun Félags íslenzkra iðnrekenda. „Þetta er ár sem menn vilja síður minnast," sagði Ólafur Davíðs- son, framkvæmdastjóri FÍI, í viðtali við tímaritið Fijálsa verzlun um þetta efni. Velta fyrirtækja í könnun þessari jókst um 30% milli áranna 1984 og 1985. Velta í einstökum greinum, vegin á vinnsluvirði greinanna, var með 32% aukn- ingu. Verðbólga milli þessara ára var 32-33% þannig að velta iðnaðar hefur nokkum veginn staðið í stað að raunvirði. Nærtækust skýring á þessari stöðnun er efnahagsástandið, bæði hérlendis og erlendis. Samdráttur hefur orðið í þeim greinum sem tengjast bygg- ingariðnaði, en þar kunna mál að horfa til betri vegar með breytingum í húsnæðislánakerf- inu. Velta stóriðjufyrirtækja óx lítið. Samdráttur varð í fram- leiðslu á áli og framleiðsla á jámblendi stóð nokkum veginn í stað. Almennur neyzluvöruiðn- aður hefur hinsvegar spjarað sig, enda hefur einkaneyzla aukizt. Varanleiki verðbólguhjöðn- unar, sem orðin er en eftir á að rótfesta, skiptir meginmáli um möguleika helztu atvinnu- greina okkar til vaxtar. Vaxtar, sem leitt geti til nauðsynlegrar tilurðar nýrra starfa, til að mæta fyrirsjáanlegri atvinnu- eftirspum. Og ekki síður til framleiðni- og hagvaxtaraukn- ingar, sem borið geti uppi betri lífskjör í landinu. Enginn á meira undir því komið en launa- fólk, þegar til lengri tíma er litið, að sú tilraun til að skapa hliðstæðan stöðugleika í verð- lagi og efnahagslífí hér á landi og skapað hefur almenna hag- sæld í samkeppnislöndum okkar, takist sem bezt. Við höf- um þegar sáð í akur framtíðar- velferðar, með þeirri kjarasátt sem gerð var í ársbyijun. Nú er að veija nytjajurtimar ill- gresi og sjá svo um að þær megi ná fullum þroska, til að uppskeran verði sem mest og bezt þegar hennar tími kemur. Okkur hefur tekizt að ná nið- ur verðbólgu, samhliða því að halda uppi fullu atvinnustigi, að minnsta kosti tímabundið. Verði þessi stöðugleiki í verðlagi og efnahagslífí varanlegur næstu misseri og ár eru sköpuð skilyrði til vaxtar í atvinnulífi, aukins hagvaxtar, vaxandi þjóð- artekna og batnandi lífslg'ara. Veldur hver á heldur, segir máltækið. Við hönnum sjálf framtíð okkar í stefnumörkun og framkvæmd stjómvalda, í samningum á vinnumarkaði og þeirri meirihlutaafstöðu. sem hveiju sinni verður til og ræður ferð í lýðræðisríki. Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra í viðtali við Morgnnblaðið: „Fjárlög næsta árs verða afgreidd með halla“ En stefnt að því að hann verði minni en á þessu ári AÆTLANIR sem liggja fyrir um afkomu rikissjóðs á þessu ári, gera ráð fyrir að hallinn verði um 2,1 milljarðar króna. Ákveðið hefur verið að afgreiða fjárlög næsta árs með halla. Stefnt er að þvi að hann verði minni en á þessu ári. Blaðamaður Morgun- blaðsins ræddi við Þorstein Pálsson fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins nú í vikunni um fjárlagagerðina og stefnu Sjálfstæðisflokksins í rikisfjármálum. „Það liggur fyrir að fjárlögin verða lögð fram og afgreidd með halla. Við teljum óskynsamlegt að gera tilraun til að eyða honum með öllu, en á hinn bóginn stefnum við að því að hallinn minnki fremur en hitt, og að okkar mati er algjör forsenda fyrir því, að þessi stefna gangi upp sú, að lánsfjár verði afl- að á innlendum markaði. Það hefur okkur tekist á þessu ári, þrátt fyrir hrakspár stjómarandstöðunnar um annað," sagði Þorsteinn um fyrstu drög fiárlaga og þau grundvallarat- riði sem höfð væru í huga við mótun fjárlagafrumvarpsins. Fjármálaráðherra sagði að engar tölur yrðu gefnar upp fyrr en frum- varpið yrði lagt fram á Alþingi í haust. „Ekki hægt að lækka ríkisútgjöld það mikið að jöfnuður náist á næsta ári“ — Nú stefnið þið beinlínis að hallarekstri á ríkissjóði við gerð þessara fjárlaga — eruð þið þar með búnir að gefast upp á boðuðum niðurskurði ríkisútgjalda? „Við teljum ekki að það sé unnt, né heldur skynsamlegt að lækka ríkisútgjöld það mikið að jöfnuður náist á næsta ári. Hins vegar felst í því að lækka hallann á næsta ári frá því sem var á síðasta ári, mik- ill niðurskurður á þeim útgjöldum sem Alþingi hefur samþykkt — al- veg gífurlega mikill niðurskurður. Það hefur að vísu ekki verið tekið alveg nákvæmlega saman, en það hefur verið staðið að mjög miklum niðurskurði við nánast hver einustu fiárlög sem þessi ríkisstjóm hefur staðið að og það verður áfram í fjárlögum næsta árs. Hallinn á síðasta ári var um 2.400 milljónir króna. Þrátt fyrir mikla lækkun skatta og annarra opinberra gjalda verður hallinn minni á þessu ári og við það er miðað að hann verði enn minni á næsta ári. Þessar staðreyndir sýna umtalsverðan árangur í viðleitni til aðhalds að opinberum útgjöldum. Þrátt fyrir 1.600 milljón króna tekjulækkun í tengslum við kjara- samningana stefnir í minni halla en á síðasta ári.“ — Þú segir að hallinn verði fiár- magnaður með lántökum innan- lands. Hefúr það aldrei komið til greina að slík lántaka verði ekki með innlendri lántöku úr viðskipta- bönkunum, heldur með útgáfu almennra skuldabréfa? „Báðar þessar aðferðir eru notað- ar. Á þessu ári var í fyrsta skipti gengið til sérstakra samninga við bankana. Þar að auki seljum við spariskírteini sem er hluti af þess- ari innlendu lántöku.“ — Það er miklu minni hluti, ekki satt? „Jú, ef verið er að tala um nettó- innstreymi fiármagns í ríkissjóð á þessu ári, þá er það minni hluti, vegna endurgreiðslna á eldri lánum. En í heild er spariskírteinasalan meira en tvöfalt stærri liður. Það eru rétt rúmir tveir milljarðar sem við ráðgerum að selja af spariskír- teinum og rétt um 1.700 milljónir sem við ráðgerum að innleysa. Við erum því að auka lántökur um tæp- ar 400 milljónir hér innanlands með sölu spariskírteina og síðan tökum við um 850 milljónir króna að láni úr bönkunum. Áuk þess höfum við fengið um 650 milljónir úr lífeyris- sjóðunum sérstaklega, vegna kj arasamninganna. “ „ Auðvitað hræddir við að taka fé frá atvinnu- fyrirtækjunum“ — Þessi lántaka ríkissjóðs í við- skiptabönkunum, gerir hún það ekki að verkum að þið þrengið að atvinnulífinu f landinu? „Auðvitað erum við hræddir við að taka of mikið fé frá atvinnufyrir- tækjunum. Bankamir hafa sem þessu nemur minna fé til þess að lána til atvinnulífsins, en hinn kost- urinn er að taka þetta fé af atvinnu- lífinu með skattheimtu. Það töldum við verri kost og raunar ekki fram- kvæmanlegan á þessu ári, þegar við vorum að létta verulega álögur af atvinnulífinu og heimilum til þess að auðvelda kjarasamninga um vaxandi kaupmátt. Við felldum til að mynda niður launaskatt í sjávar- útvegi og iðnaði og það hefði verið alveg út í bláinn að fara að leggja nýja skatta á þessar atvinnugreinar til þess að bera þann útgjaldaauka uppi. Þetta var því betri kostur, þegar á allt er litið." þ — Aðalboðorð leifturstefnu Sjálfstæðisflokksins á sínum tíma, eða 1979 var niðurskurður. Er Sjálfstæðisflokkurinn horfinn frá þessari stefnu, og hefur hún raunar nokkum tíma verið höfð að leiðar- ljósi frá því að stjóm ríkisfjármála komst í hendur Sjálfstæðisflokksins 1983? „ Aðalboöorðið var ekki niðurskurður“ „Aðalboðorðið þá var ekki niður- skurður. Það er röng fullyrðing, sem felst í spumingunni. Þunga- miðjan í leiftursóknarstefnunni, sem svo var nefnd á sínum tíma, var stöðugleiki í gengismálum og endurskoðun vísitölukerfísins. Lækkun ríkisútgjalda var nauðsyn- leg stuðningsaðgerð til þess að ná þeim markmiðum sem sett vom. Þetta þrennt hefur verið uppistaðan og ívafíð í öllutn aðgerðum þessarar ríkisstjómar. Útgjöldin hafa sann- arlega verið skorin vemlega niður, miðað við fyrri ákvarðanir Alþingis, þannig að útgjöldin og tekjumar em verulega lægri en Alþingi hafði áður ákveðið." — Nú boðið þið með nokkuð reglubundnum hætti aðhald í ríkis- fjármálum og að ráðuneytin verði að skera svo og svo mikið niður útgjöld sín. Þegar dæmið er skoðað eftir á, lítur út fyrir að enginn spamaður hafi orðið. Tekst þá ekki að hafa stjóm á einstökum ráð- herrum sem skyldi, og er hægt að heimfæra þetta á útgjaldaráðherr- ana, að þeir komi beinlínis í veg fyrir aðhald og niðurskurð í ríkisút- gjöldum? „Eg vil nú ekki orða það þannig, en ég veit, svo dæmi sé tekið, að Morgunblaðinu þykir ekki leitt og kemur það ekki á óvart að útgjöld til menntamála em meiri á þessu ári en fjárlögin gerðu ráð fyrir, sem nemur 260 milljónum króna, vegna aukafjárveitingar til Lánasjóðs námsmanna. Að þessu leyti er ljóst að að sá spamaður sem fjárlögin gerðu ráð fyrir við Lánasjóð náms- manna hefur ekki náð fram nema að hluta til. Flestir sem tala um útgjöld ríkis- ins þrýsta á um aukin útgjöld þegar talið snýst um ákveðin verkefni eða svið. En þegar rætt er almennt um opinber útgjöld vilja allir spamað. Skrif Morgunblaðsins bera stundum keim af þessu. Þetta er ekki tvískinnungur eins og ýmsir halda fram. Það er einfaldlega mannlegt að þeir sem em ábyrgðarlausir varðandi ákvarðanir fjalli á annan veg um mál, en þeir sem ábyrgðina bera. Það er skýringin á rausi stjómarandstöðunnar um ríkisfiár- málin um þessar mundir. Onnur útgjaldaráðuneyti, eins og heilbrigðis- og tryggingaráðuneyt- ið, hafa mjög sjálfvirk útgjaldakerfi og ef koma á við auknu aðhaldi á því sviði, held ég að koma þyrfti til meiriháttar uppskurður, svo sem á launakerfinu ekki síst þeirra sem hæst hafa launin á því sviði. Menn spara ekki með því að horfa ein- vörðungu á laun Sóknarkvenna á spítölunum." „ Verður aldrei aðhald eða sparnaður nema viðkomandi ráðuneyti sé í forystu fyrir slíku aðhaldi“ — Nú hefur þú sjálfur verið að boða að hvert ráðuneyti fyrir sig þyrfti að hafa aukið sjálfstæði og aukna ábyrgð í fjármálum, þannig að hvert ráðuneyti væri rekið á eig- in fjárlögum — er það ekki einmitt staðfesting á þeirri skoðun að ráð- herramir séu hver fyrir sitt ráðu- neyti að keppa um ríkisfjármagnið, í stað þess að standa einhuga sam- an að skiptingu fjárins og fjárlaga- gerð? „Frá mínum bæjardyrum séð, er nokkuð ljóst að það verður aldrei aðhald eða spamaður í þessum kerf- um, nema viðkomandi ráðuneyti sé í forystu fyrir því aðhaldi. Það er gjörsamlega út í bláinn að hugsa sér að spamaður geti orðið öðm vísi. Þess vegna höfum við verið að undirbúa það að fara meira yfír í rammafjárlagagerð þar sem ráðu- neytin beri meiri ábyrgð á fjárráð- stöfunum sínum, en það þarf auðvitað mjög mikið til. Það þarf að byggja upp sterkari fiármála- stjóm í hverju ráðuneyti og fá ráðuneytin til ábyrgðar og vilja til þess að nýta fiármunina betur. En um leið verður að hafa í huga að sá mikli árangur sem náðst hefur í tíð þessarar stjómar við að halda útgjöldum niðri, hefur alfarið byggst á samstarfi. Eg lít ekki á það sem hlutverk fjármálaráðherra að drepa niður kraft og framfara- vilja hjá samráðherrum. Þá ætti bara að hafa hér einhvem auratelj- ara eða tölvu." — Flokksbróðir þinn og sam- þingmaður, Eyjólfur Konráð Jóns- son, hefur talað um það að leysa bæri afkomuvanda fólks í landinu með skattalækkunum, jafnvel þótt það kostaði útgáfu almennra skuldabréfa. Hver er skoðun fiár- málaráðherra á þessu? „Þessi ríkisstjóm hefur gengið mjög langt í því að lækka skatta. Ég held að samtals nemi skatta- lækkanir þessarar ríkisstjómar um 3.200 milljónum króna, það er að segja talsvert meira en hallinn á ríkissjóði er. Það verður því ekki annað sagt en stjómin hafí gengið mjög langt í því að lækka skatta, bæði beina og óbeina skatta, fyrst og fremst í þeim tilgangi að taka þátt í því að bæta lífskjör almenn- ings. Tímabundnar fómir varðandi strangtrúnað um hallalausan ríkis- búskap vom að mínu mati nauðsyn- legar til þess að stjómvöld gætu með árangri stuðlað að þjóðarsátt með aðilum vinnumarkaðarins.“ „Ekki endalaust hægt að lækka tekjur án þess að skera niður útgjöld“ — Hyggst stjómin ganga lengra í því efni? „Það er auðvitað ekki endalaust hægt að lækka tekjur án þess að skera niður útgjöld. Fyrir því eru ákveðin takmörk. Eins og málum er komið, er ekki hægt að lækka skatta meir, nema til komi meiri lækkun útgjalda. Það er forsenda fyrir frekari skattalækkun, því ég held að ekki verði gengið mikið lengra í lántökum á innlendum markaði en gert hefur verið.“ — Þú greindir frá því í viðtali í Morgunblaðinu nú f vor að til stæði að kynna nýtt skattakerfí. Hveijar verða helstu breytingar, miðað við núverandi skattakerfi? „Það sem er á döfinni, er að koma virðisaukaskatti á í stað sölu- skatts, eins og margsinnis hefur komið fram. Meginástæður þess að þær breytingar hafa ekki náð fram að ganga em þær að viðkvæmustu neysluvörur almennings hafa sam- kvæmt þeim tillögum sem legið hafa fyrir, tekið á sig virðisauka- skatt og þess vegna hækkað mjög verulega. Núna er búið að endur- vinna þessar tillögur og við gerum ráð fyrir að veija verulegu fjár- magni til þess að greiða niður alla virðisaukaskattsálagninguna á þessar viðkvæmustu neysluvörur almennings, þannig að hún mun ekki hafa áhrif þar á.“ — Er það einfaldara í fram- kvæmd, heldur en að sleppa ein- faldlega virðisaukaskattinum á þessar neysluvörur? „Já, það er einfaldara. Það er viðurkennt sjónarmið, að undan- þágur frá skattheimtu veikja mjög innheimtukerfið og reynslan alls staðar annars staðar frá sýnir að því fleiri undanþágur, því meiri brotalamir í framkvæmd innheimt- unnar, og það er ein meginniður- staðan í skattsvikaskýrslunni sem lögð var fyrir þingið nú í vor, að fækka undanþágum. Það er einmitt það sem mun gerast með virðis- aukaskattinum. Þetta undanþágu- kerfi sem er búið að byggja upp í söluskattskerfinu, mun þá heyra sögunni til. Það treystir skattheimt- una og dregur úr skattsvikum." „Búið að lækka beina og óbeina skatta meira en stefnt var að“ „Þá mun ný tollskrá líta dagsins ljós í tengslum við þessa breytingu og með einföldun og lækkun tolla. Loks verða breytingar á tekju- skattslöggjöfinni, en á þessu stigi get ég ekki sagt nákvæmlega til um í hveiju þær breytingar verða fólgnar." — Verður kannski ráðist í fram- kvæmd þess gamla kosningaloforðs Sjálfstæðisflokksins að afnema tekjuskatt, sem ekki hefur verið staðið við nema að hluta til? „Ég get ekkert sagt um það á þessu stigi, en hins vegar er ljóst að stjómin er búin að ganga lengra í lækkun skatta, beinna og óbeinna, en hún hafði gert ráð fyrir. Þó að þessar skattalækkanir hafi dreifst á fleiri þætti en ætlað var, er búið að lækka skatta í krónum og aurum meira en ríkisstjómin gerði ráð fyr- ir í upphafi." — En eftir sem áður stendur það, að þetta kosningaloforð Sjálf- stæðisflokksins hefur ekki verið efnt nema að hluta til. „Eftir sem áður stendur að það er búið að lækka skatta meira í krónum og aurum, en stefnt var að og það er það sem skiptir máli fyrir launafólk. Þungamiðjan í því er auðvitað þær ákvarðanir sem teknar voru í vetur í tengslum við nýja kjarasamninga, þegar ákveðið var að lækka tolla af bílum, ýmsum rafmagnstækjum og grænmeti." — Fjármálaráðherra segir í lok viðtalsins að vinna við fjárlagagerð næsta árs sé nú í fullum gangi, en þó muni væntanlega mest vinna verða lögð í hana í ágústmánuði, að því er veigamiklar pólitískar ákvarðanir varðar. Hann segist ekki upplýsa neinar ákveðnar tölur varð- andi fjárlög næsta árs fyrr en fjárlagafrumvarpið verður lagt fram „á fyrstu dögum þingsins í haust". A.B. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Ershad Hasina Nýtt þing í Bangladesli: Hversu harða gagnrýni leyf- ir Ershad næstu mánuðina? STJÓRNMÁL í Bangladesh kunna að taka nýja stefnu eftir að nýkjörið þing landsins kemur saman nú í mánaðarlokin. Jatyia- flokkur Érshad forseta hefur þar meirihluta. Hins vegar gætu forsetakosningarnar síðar á þessu ári breytt nokkru: vitað er að Ershad ætlar að bjóða sig fram og það kynni að hafa áhríf á stöðu hans, því að hann yrði að láta af störfum sem yfirmaður hersins, ef hann verður kjörínn forseti í sjálfum kosningunum. Áður en Ershad leggur frá sér einkennisbúninginn verður hann því að fínna einhveija hagstæða formúlu sem óbreyttir borgarar og herinn geta sætt sig við, en myndi opna honum ótvíræða leið til að halda völdum áfram í sínum höndum. Ershad komst til metorða árið 1982 í valdaráni sem ekki kostaði blóðsúthellingar. En völd hersins frá þessum tíma hafa verið ótví- ræð. Ershad hefur að sumu leyti reynst slyngari stjómandi, en fyr- irrennari hans, Ziaur Rahman, sem þótti grimmur og blóðþyrst- ur. Tiltölulega kyrrt hefur verið í landinu þessi fjögur ár og ekki vitað um tilraun til valdaráns. Aftur á móti þurfti Ziaur Rahman að kveða niður allmargar tilraunir hermanna sinna meðan hann var hæstráðandi. Ershad hefur smám saman afiað sér trausts meðal óbreyttra borgara vegna hófsamr- ar stefnu, að minnsta kosti á mælikvarða Bangladesh. Ershad hefur sem sagt haft herinn í hendi sér og hann fyrir- skipaði honum að halda uppi lögum og reglu þegar kosningam- ar fóm fram í maí sl. Hasina Wajed, leiðtogi Awami-flokksins, hefiir ásakað herinn um að hafa átt dijúgan þátt í að falsa niður- stöður kosninganna, einkum í kjördæmum þar sem stjómvöld létu kjósa aftur. Hafi niðurstöður kosninganna verið umdeilanlegar urðu lyktir þó þær að Jatyia- flokkurinn fékk aðeins nauman meirihluta eða 153 sæti af 300. Khaleda Zia, sem er formaður Þjóðarflokks Bangladesh (BNP), hefur sagt í viðtali við hið virta tímarit Far Eastem Economic Review, að ástæðan fyrir því að Jatyia-flokkurinn fékk ekki afger- andi meirihluta hafí sannarlega ekki stafað af því að kosningasvik hafi ekki verið reynd. Á hinn bóg- inn hafi forsvarsmenn Jatyia ekki búist við að flokkurinn staeði jafn naumt og raun bar vitni og því ekki sinnt því í tíma að svindla nóg! Hvað sem nú þessum ásökun- um líður virðist Ershad sjálfur vera sæmilega sáttur við niður- stöðumar. Þó að herlög gildi í landinu, hefur hann sett í gildi flesta þætti stjómarskrárinnar nema nokkur ákvæði sem stjóm- arandstæðingar segja að snúist um gmndvallarmannréttindi. í grein Salamat Ali í FEER segir að eftir fjögurra ára stjóm undir herlögum sýni það töluvert traust á Ershad að flokkur hans skuli samt ná meirihluta í kosningun- um. í svipinn virðist ekkert sérstakt ógna veldi Ershad. Þar sem Jaty- ia fékk meirihluta hefur hann rétt til að ráðstafa þijátíu sætum sem konur fá á þinginu. Þingmenn Jatyia geta ekki greitt atkvæði gegn honum nema missa þing- sæti sitt umsvifalaust. Þá hafa nokkrir smáflokkar á þinginu heitið Jatiya fylgi, svo að um sinn er meirihlutinn nokkuð traustur. Ýmsir stjómmálasérfræðingar hafa ritað um að tækist samstaða milli stjómarandstöðuflokka kvennanna tveggja Hasinu og Khaleda myndi það ekki duga til að veikja Ershad svo að úrslitum réði. Þar við bætist að djúpstæður skoðanamunur er milli þeirra varðandi afstöðu til Ershads. Flokkur Khaledu Zia, BNP, er í öllum meginatriðum andsnúinn Ershad og raunar haft við orð að hann hafi lítið meira á stefriuskrá sinni en vera á móti Ershad. Flokkurinn þykir óvæginn og ekki líklegt að þar sættist menn á nein- ar málamiðlanir. Flokkur Hasinu, Awami, reyndist í kosningunum þrautskipulagður og hann nýtur stuðnings langtum hófsamari afla vítt um landið og úr öllum stétt- um. Auk þess hefur flokkurinn að margra dómi mjög svo bita- stæða stefnuskrá til dæmis í félags- og heilbrigðismálum og mannréttindamálum. Allur mál- flutningur Awami-manna þykir málefnalegri og stillilegri og enn sem komið er hefur hann höfðað meira til kjósenda en flokkur Khaleda. Khaleda hefur heldur ekki beð- ið með að hefja gagnrýni á Hasinu. Hún hefur sagt í samtali við FEER að ástæðan fyrir því að hún hvatti stuðningsmenn BNP til að hundsa kosningamar hafi verið sú, að hún hafí vitað að Hasina og flokkur hennar Awami hefðu gert einhvers konar sam- komulag við Ershad og liðsmenn hans og hún staðhæfir að það muni koma í ljós að Hasina verði hyglt fyrir auðsveipnina. Báðar eru konumar þó auðsýni- lega nokkuð í vafa um hver eigi að vera næstu skref flokka þeirra, hvað varðar forsetakosningamar í landinu. Þær segja að ekki sé tímabært að ræða það enn. Þær segja einnig að þær hafi ekki afl- að sér heimilda frá flokkum sínum til að taka afstöðu og tjá sig. En Hasina er þó hvatskeyttari og segin „Við ætlum ekki að sitja aðgerðarlaus. Við emm að vinna af kappi. Hún bendir á að í þau ellefu ár sem flokkur hennar hafi verið í stjómarandstöðu hafi hann forðast bókstafleg átök og reynt að una stjóm hersins. Hún segir að þjóðin hafi sýnt að hún vilji ekki herstjóm og nú sé það hers- ins að ákveða hvort hann færi þjóðina fram á barm borgarastyij- aldar. Að svo komnu máli er þó ekki hægt að segja annað en þjóð- in í Bangladesh hafi kveðið þar upp afdráttarlausan dóm. Khaleda var fyrir nokkm spurð hvort hún teldi að flokkur hennar gæti orðið Ershad skeinuhættur í einhverri alvöm. Hún svaraði því til að verði svo ekki sé ástæð- an einföld: „Við emm sett í steininn ef við segjum eitthvað sem gæti komið Ershad í veruleg- an bobba. Enn sitja margir flokksmenn mínir í fangelsum. Það sýnir auðvitað að Ershad er dauðhræddur.“ Kannski er fullmikið sagt að Ershad sé dauðhræddur. En margir telja að Bangladesh verði í sviðsljósinu á næstunni, ekki bara vegna þess að ár flæði yfír bakka sína og feijur farist í fár- viðmm, heldur vegna forseta- kosninganna og hversu langt Ershad leyfir konunum tveimur að ganga í gagniýni. (Heimild: Far Easteni Economic Re- view)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.