Morgunblaðið - 17.07.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.07.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1986 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS lá liítti w/ UJtW 'L) If Þessir hringdu ... Kettir eru óarga- dýr J.J. hringdi: „Eg var að lesa frétt Morgun- blaðsins af kattamálum í vestur- bæ. Það hefur alltaf verið vitað að þetta eru vandræðaskepnur og hafa löngum verið til armæðu en lítils gagns. Fyrir nokkrum ára- tugum voru villikettir meiri háttar vandamál hér í bæ, en sem betur fer hefur þeim fækkað. Þó er enn til of mikið af þessum skepnum, eins og sjá má í frétt Morgun- blaðsins. Ég sjálf get bætt við fréttina fleiri en einni frásögn er varpar ljósi á grimmd þessara dýra. Vinkona mín átti hvolp sem hún fór með í heimsókn með til vinkonu sinnar sem átti kött. Kettimir hennar rifu hvolpinn svoleiðis og bitu að hann er varan- lega örkumlaður eftir.“ Seðlaveski tapaðist Á.G. hringdi: „Seðlaveski tapaðist fyrir nokkrum dögum annað hvort í miðbænum eða leið 6. í því er nafn og heimilisfang eigandans og 200 kr. Skilvís fínnandi er vin- samlegast beðinn um að hringja í síma 37396 eða 95-5947.“ Hafa íþróttafrétta- menn ekkert vit á dómgæslu? E.M. hringdi: „Þessir íþróttablaðamenn virð- ast margir hveijir ekki hafa hundsvit á dómgæslu. Knatt- spymudómarar dæma þetta allt í sjálfboðavinnu og fá skít og skömm fyrir hjá íþróttafrétta- mönnum. Maður fer oft á völlinn sjálfur og þá er dómgæsla mjög góð. Daginn eftir les maður í blað- inu að dómarinn hafí dæmt illa. íþróttablaðamenn, hafíð þið ekk- ert vit á dómgæslu eða er þetta klíkuskapur?" Linsa tapaðist G.P. hringdi: „Sonur minn varð fyrir því ól- ániað týna myndavélalinsu þegar hann fór í Skaftafell fyrir rúmlega hálfum mánuði með ferðafélaginu Utivist. Sennilegt er að hann hafí tapað linsunni annað hvort í rút- unni, á tjaldstæðinu eða við Svartafoss. Þessi linsa er 105 mm, af gerðinni Pentax. Hún er orðin allgömul, er skrúfuð framan á myndavélina þannig að hún kem- ur vart mörgum að gagni. Finnandi er vinsamléga beðinn um að hringja í síma 42165.“ Budda tapaðist G.G. hringdi: „Sonardóttir mín var svo óheppin að týna buddunni sinni í Austurveri 1. júlí. Buddan er grá að lit og er fínnandi hennar vin- samlega beðinn að hringja í síma 35182. Fundarlaunum heitið." Það er óþarft að texta íþróttir Oskamm- feilnir innheimtu- menn Halldór Vigfússon skrifar: „Mig langar til að segja lítið dæmi af óbilgimi sem opinber stofnun getur viðhaft í innheimtu orkureikninga. A reikningum, sem bárust nú síðast inn á mitt heimili er viðbót sem kölluð er „vanskila- vextir", rúmlega eitt hundrað krónur. Nú hef ég í höndum næsta gíróreikning þar á undan, kvitterað- an sama dag og tilgreindur er sem eindagi. Hringt var í innheimtu- stofnunina og talað við einhvem fulltrúa. Spurt var, hvað meint væri með „eindaga" - jú, það var síðasti vítalaus greiðsludagur. Hvers vegna vom þá lagðir van- skilavestir á reikninga sem sannan- lega höfðu verið greiddir áður en eindagi var útmnninn? Svarið var, að einhver dráttur hefði orðið á að greiðslan bærist þeim í hendur. A þá vanræksla gíró-stofnunar að bitna á gjaldandanum? Ekki taldi fulltrúinn unnt að bæta neitt úr þessu, ekki einu sinni að láta „van- skilavextina" koma til frádráttar á næsta reikningi. Ja, ég segi nú ekki margt! Hvað á maður eiginlega að halda? Líklega em tölvumar þeirra ágætar í samlagningu, en kunna ekki að draga frá. Sjálfsagt þykir þeim, sem mikið hafa af peningum að þessir „van- skilavextir" séu ekki svo há upphæð, að það taki því að vera að gera veður út af þessu, en til em þeir sem láta sér ekki á sama standa að vera stimpiaðir vanskila- menn. ATTA ára gömul stúlka úr Dölun- um varð fyrir því óláni á höfuð- borgarrápi með móður sinni í byijun þessa mánaðar að týna úlpunni sinni. Líklegast telja þær mæðgur að úlpan hafí týnst í verslun á Lauga- vegi eða í miðborg Reykjavíkur og jafnframt, að það hafi verið mið- Maður hringdi: „Ég var að lesa frétt Morgun- blaðsins um skyldu sjónvarpsstöðva sem hafa fengið tímabundin starfs- vikudaginn 2. júlí. Úlpan er merkt „Sólrún" á merki- miða á bakinu innanverðu. Um er að ræða rauða og gráa Don Cano- heilsársúlpu með þunnri hettu. Þeir, sem kunna að hafa fundið úlpuna, em beðnir að hringja í síma (91)84276 eða (93)4933. leyfí, að þýða allt efni á erlendu máli sem sýnt er. Þegar horft er á knattspymuleik þarf engan þul, hvað þá texta til þess að skýra það sem fyrir augu ber. Menn sem horfa á sjá greinilega hvað er að gerast. Eg var staddur erlendis þegar heimsmeistarakeppnin í knatt- spymu fór fram. Skildi ekki orð af því sem þulimir vom að segja, en get ekki sagt að það hafí komið að sök. Það sem var að gerast sá ég jafnvel og þeir og því allt mál- æði óþarft eins og t.d. „Maradona fær boltann og ieikur á vamar- mann!“ Það er hlálegt að hlýða á lýsingar sem þessar og á það síður en svo einungis við um knattspymu. Dalamær týndi úlpu Terelynebuxur kr. 1.095, 1.195, 1.495 og 1.595. Gallabuxur kr. 795, 825 og 395 litlar stærðir. Kvenna- stærðir kr. 610 og 735. Flauelsbuxur kr. 745. Skyrtur kr. 434, 450, 485, 495, 510, 513 og kr. 690 langar og stuttar ermar. Nærföt sokk- ar o.fl. ódýrt. Andrós SkólavörAustíg 22, sími 18250 Mánudaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00 Frá Brjánslæk kl. 14.00 Til Stykkishólms kl. 18.00 fyrir brottför rútu til Rvk. Fimmtudaga: Samatímataflaog mánudaga. Föstudága: Frá Stykkishólmi kl. 14.00, eftir komu rútu. Viökoma í inneyjum. Frá Brjánslæk kl. 19.30 Til Stykkishólms kl. 23.00 Þriðjudaga: Frá Stykkishólmi kl. 14.00 eftir komu rútu. Frá Brjánslæk kl. 18.00 Til Stykkishólms kl. 21.30 Laugardaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00 Sigling um suðureyjar. Frá Brjánslæk kl. 15.00 Til Stykkishólms kl. 19.00 Á timabilinu 1, júlí tll 31. ágúst Miðvikudaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00 Frá Brjánslæk kl. 14.00 Til Stykkishólms kl. 18.00, fyrir brottför rútu. Viðkoma er ávallt í Flatey á báðum leiðum. Bílaflutnlnga er nauðsynlegt að panta með fyrirvara. FráStykkishólmi: Frá Brjánslæk: Hjáafgrelðslu Baldurs Hjá Ragnari Guðmundssyni Stykkishólmi, s.: 93-8120 Brjánslæk, s.: 94-2020. himm daga hálendisferð Brottför alla miðvikudaga í sumar frá og með9.júlí. 1. DAGUR: EkiðSprengisandoggistíNýjadal. 2. DAGUR: Ekið áfram norður, Bárðardal, Goðafoss til Mývatns og gist þar. 3. DAGUR: Mývatns- og Kröflusvæði skoðuð, ekið síðdegistil Ak- ureyrar og gist þar. 4. DAGUR: Ekið til Hveravalla og gist þar. 5. DAGUR: Frá Hveravöllum til Kerlingarfjalla, Gullfoss, Geysis, Laugavatns, Þingvalla og til Reykjavíkur. INNIFALIÐ: Fullt fæði, leiðsögn og gisting í tjaldi. Einnig er hægt að gista í skálum og á hótelum. Snæland Grímsson hf. Ferðaskrifstofa, Símar 14480 og 75300 Uppi. hjá BSÍ í Umferðamiðstöðinni s. 22300 Kvöld- og helgarsími: 75300 og 83351 NÝTT SÍMANÚMER 69-11-00 Auglýsingar 22480 • Afgreiðsla 83033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.