Morgunblaðið - 17.07.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.07.1986, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1986 40 Viö bjóðum ævintýra- þyrstum íslendingum á öllum aldri, stúdentum jafnt sem öörum, í ótrú- lega ódýrt ferðalag til Zurich í Sviss NÚNA Á LAUGARDAGINN! (19/7). Verð frá kr. Ffugvallarskattur ekki innifalinn. Svona tilboð kemur ekki aftur á næst- unni, - það máttu bóka! Hafið samband! SKRIFSTOFA STUDENTA Hríngbraut, sími 25822 og 16850 Neytendasamtökin: Verðmyndun verði rannsökuð betur Neytendasamtökin hafa sent frá sér fréttatilkynningn vegna samanburðar Verðlagsstofnunar á verði matvöru i Reykjavík og Glasgow. Samtökin telja að i ljós hafi komið svo gifurlegur verð- munur, í mörgum tílfellum, að það sé réttmœt krafa að stjóm- völd grfpi til sérstakra aðgerða. í tilkynningunni segir að fram hafí komið að heildsalar tíðki enn að „skilja eftir erlendis umboðslaun eða afslætti". Neytendasamtökin fordæma slíkt harðlega. Segja þau að ein af grundvallarforsendum þess að verðlagning var gefín fíjáls hafí verið að innkaupsverð skilaði sér að fullu til neytenda. Einnig telja samtökin fyllstu ástæðu til þess að þáttur farmflytjenda í vöru- verði sé rannsakaður. „Hagur þjóðarbúsins, og ein- stakra neytenda, af hagstæðum innkaupum innfluttra vara er svo ótvíræður, að stjómvöld geta ekki setið aðgerðarlaus, að fengnum þeim upplýsingum sem fram koma í könnun Verðlagsstofnunar," segir orðrétt í lok fréttatilkynningarinn- ar. er opið öllkvöld Guðmundur Haukur skemmtir í kvöld FLUGLEIDA /V HÓTEL Þrisvar íviku er toppurinn Opiðí kvöld Smærri flugfélögin líta björtum augum til innanlandsdeildar Arnarflugs: „Otímabærar vangaveltur" — segir Hörður Einarsson, stjómarformaður Arnarflugs „ÞETTA er bara hugmynd sem komið hefur fram, en ailar vangaveltur um að önnur flug- félög taki að sér innanlands- deild Arnarflugs eru ótímabærar að svo stöddu,“ sagði Hörður Einarsson, stjórn- arformaður Amarflugs, í samtali við Morgunblaðið. „Það er ekkert sem knýr á um ákvarðanir alveg á næstunni í þessu máli og á ég síður von á að mál þetta beri á góma á stjóm- arfundi félagsins á fímmtudag. Hinsvegar er ljóst að skipulags- breytingar em nauðsynlegar í innanlandsdeildinni, en hvort við munum stofna nýtt félag sjálfír eða gefa innanlandsfíugið alveg frá okkur, er alls óvíst nú,“ sagði Hörður. Guðmundur Hafsteinsson, yfír- maður innanlandsdeildar Arnar- flugs, sagði í samtali við Morgunblaðið að hópur starfs- manna Amarflugs hefði lýst yfír áhuga sínum á að fá að vera inni í myndinni hvort heldur með Am- arflugi eða nýjum aðilum, sem kynnu að yfirtaka rekstur deildar- innar ef Amarflug segði upp flugleyfum sínum. „Starfsmenn- imir hafa farið fram á fund um málið við nýja stjóm Amarflugs, en ekki hefur enn verið ákveðið hvenær af honum verður," sagði Guðmundur. Hann bætti því við að Flugfélag Norðurlands, Emir á ísafírði og Sverrir Þóroddsson hefðu marg- sinnis lýst yfir áhuga sínum opinberlega á innanlandsdeild Amarflugs á undanfömum ámm. „Hinsvegar held ég að Amarflug geti sjálft unnið bug á því tapi sem verið hefur á innanlands- fluginu með breyttri skipulagn- ingu,“ sagði Guðmundur. Blaðamaður snéri sér til nokk- urra flugfélaga og spurði forráða- menn þeirra álits á áhuga fyrir flugleyfum Amarflugs innanlands ef leyfin yrðu gefín laus til um- sóknar Sverrir Þóroddsson, Reykjavík: „Ég hef vissulega áhuga ennþá á að þjóna Snæfellsnesi," sagði Sverrir Þóroddsson í Reykjavík, en hann sótti um að fá að fljúga á Snæfellsnesið á sínum tíma, fyrir u.þ.b. fímm ámm, þegar flugfélagið Vængir hætti rekstri sínum. „Ég vil aðeins taka þátt í rekstrinum með öðmm flugfélög- um úti á landi, enda var það aldrei sniðugt hjá þeim Amar- fíugsmönnum að halda að dæmið gengi upp með því að stjóma þessu öllu frá Reykjavík. Innan- landsflugið hefur átt við taprekst- ur að stríða i fjölda ára og hafa forráðamenn félagsins margsinnis gefíð í skyn að þeir vilji hætta þeim rekstri. Einhverra hluta vegna hefur skrefíð þó ekki verið stigið til fulls og þó svo að verið sé að gefa þetta í skyn nú á nýj- an leik, er ég ekki farinn að sjá að þeir hætti innanlandsfluginu frekar en fyrri daginn." Sverrir sagði að ef Amarflug myndi láta flugleyfín eftir, yrði vænlegast að hann ásamt Flug- félagi Norðurlands og Emi störf- uðu saman. „Ég myndi sjá um Snæfellsnesið, Emir um Vestfírði og Flugfélag Norðurlands um Blönduós og Siglufjörð. Flugfélag' Austurlands: „Styrkur smærri flugfélaganna er að geta unnið sameiginlega til að gera flugnetið innanlands sem þéttriðnast," sagði Rúnar Pálsson, stjómarmaður f Flugfélagi Aust- urlands. „Þó allt sé enn f lausu lofti hjá Amarflugi, viljum við hér á Austurlandi fylgjast grannt með þróun mála og helst í samvinnu við önnur smærri flugfélög og þó svo að við höfum nú aðsetur á Austfjörðum, er ekki þar með sagt að við getum ekki fært okk- ur um set ef því er að skipta," sagði Rúnar. Flugfélag Norðurlands: „Við höfúm áhuga á Blöndu- ósi, Siglufirði, Stykkishólmi, Rifí og hugsaniega Gmndarfírði og emm við búnir að kynna sam- gönguráðuneytinu óskir okkar ef svo fer að Amarflug sleppir inn- anlandsfluginu," sagði Sigurður Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Norðurlands. „Ekki er útilokað að áætlanir okkar passi nokkum veginn við áætlanir flugfélagsins Emis, sem ganga út á þjónustu nær eingöngu við Vestijarðakjálkann og höfum við Hörður Guðmundsson hjá Emi rætt óformlega saman um málið. Ef við fáum ekki Snæfellsnesið, munum við ekki taka neinn þess- ara staða þar sem ekki verður þá rekstrargrundvöllur fyrir því að gera út frá Reykjavík, eins og ætlunin er, ef við fáum aðeins Blönduós og Siglufjörð." Sigurður gerði ráð fyrir að íjölga þyrfti vélum þegar liði á, en að svo komnu væri félagið reiðubúið til að taka við þessum stöðum með þeim vélakosti sem nú væri til. „Eflaust mun rekstur- inn vinda upp á sig þegar fram líða stundir þar sem Amarflug hefur undið verulega niður af honum. Nú em aðeins tvær níu manna flugvélar í innanlands- fíuginu í staðinn fyrir fjórar til fímm stærri vélar er þeir byijuðu. Okkur mun þá einnig vanta nokkra flugmenn og væri ekki óeðlilegt að leita þeirra í röðum núverandi flugmanna Amarflugs ef ske kynni að þeir fengju upp- sagnabréf í Ig'ölfar skipulags- breytinganna," sagði Sigurður. Flugfélagið Ernir: „Við emm vel í stakk búnir til að þjóna Vestijörðum og vildum helst tengja Snæfellsnes leiðum okkar til og frá Reykjavík, en við viljum samt ekki bítast um Snæ- fellsnesið við Flugfélag Norður- lands enda náin og góð samvinna okkar í milli síðasta áratuginn. Hagkvæmnissjónarmið verða að fá að ráða og geri ég fastlega ráð fyrir að við og Flugfélag Norður- lands munum komast að sam- komulagi um nesið," sagði Hörður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Emis. „Með samvinnu þessara tveggja flugfélaga myndi skapast miklu víðtækara samgöngunet en verið hefur til þessa. Við getum annað viðbótinni með þeim véla- kosti sem við nú höfum til umráða, en líklega þyrftum við að ráða fleiri flugmenn til starfa," sagði Hörður. Nýir aðilar taka við Esjubergi NÝIR aðilar hafa tekið við rekstri Esjubergs, veitingastað- arins á Hótel Esju í Reykjavík. Það er hlutafélagið Glanni sem nú annast reksturinnn en að því standa þeir Kristinn Daníelsson sem var veitingastjóri á Hótel Esju og Völundur Þorgilsson sem var yfír- matreiðslumaður Esjubergs. Á Esjubergi eru framreiddar allar veitingar og er opið frá kl. 8 að morgni tii kl. 22 að kvöldi alla daga vikunnar en hótelgestir geta fengið morgunmat fyrir kl. 8 ef þeir óska. Innan Esjubergs er líka sérsalur, Kiðaberg, þar sem þjónað er tií borðs. Alls er rúm fyrir 180 gesti í senn. Ýmsar breytingar era fyrirhug- aðar á Esjubergi og koma þær til framkvæmda í haust. Hins vegar hefur úrval veitinga þegar verið aukið að því er segir í frétt frá Hótel Esju. Kristinn Danielsson t.v. og Völundur Þorgilsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.