Morgunblaðið - 17.07.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.07.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1986 35 Guðmundur J. á að draga sig í hlé Morgunblaðinu hefur bor- Guðmundur J. Guðmundsson ist eftirfarandi ályktun sem eigi að draga sig í hlé frá trún- var samþykkt einróma á aðarstörfum innan verkalýðs- stjórnarfundi í Verslunar- hreyfíngarinnar, vegna þess að mannafélagi Suðurnesja, sem það samrýmist ekki að forystu- haldinn var 2. júlí sl. menn innan hennar þiggi „Stjóm Verslunarmannafé- gjafafé úr hendi atvinnurek- lags Suðumesja álítur að enda.“ ■ Murneyrarmótið um helgina S^yðra-Langholti. NU UM næstu helgi verður hald- ið hið árlega hestaþing á Murneyri á Skeiðum. Það eru hestamannafélögin Sleipnir og Smári sem gangast fyrir þessu hestamóti en félagssvæði þeirra er á milli Þjórsár og Hvítár/ Ölfusár. Mótið hefst strax á laugardags- morgun en keppt verður í gæðinga- og unglingakeppni og að sjálfsögðu í öllum helstu hlaupagreinum kapp- reiða. Sú nýbreytni verður tekin upp að á laugardagskvöldinu kl. 20 hefst keppni í tölti. Þátttaka er mikil í öllum greinum en Mumeyr- armótið er jafnan eitt fjölsóttasta hestaþing sem haldið er á hvetju ári. Fólk kemur víðs vegar að ríðandi af Suðurlandi og jafnvel af Faxaflóasvæðinu en reiðvegir að þessum vinsæla mótsstað eru sér- lega góðir. Má þá oft sjá margan fagran fákinn þama á Þjórsár- bökkum. Fréttaritari. Jacques Chapuis við tónlistarkennslu i Santander á Spáni 1984. Námskeið fyrir tónlistarkennara — leiðbeinandi verður Jacques Chapuis FÉLAG Tónlistarskólakennara hefur fengið hingað til lands til námskeiðshalds, Svisslendinginn Jacques Chapuis og eiginkonu hans, Beatrice, og eru þau vænt- anleg hingað í ágúst. Jacques Chapuis, sem er um sex- tugt, hlaut tónlistarmenntun sína í Genf. Á sjöunda áratugnum starf- aði hann með Belganum Edgar Willems, sem hafði þá sett fram kenningar um tónlistaruppeldi. Megin inntak kenninga Willems fjallar um tengsl tónlistar og mann- eðlis. Lögð er áhersla á að nýta hljóðfærið og röddina sem miðil en ekki sem takmark í sjálfu sér. Stór þáttur í kennsluaðferðum Chapuis er spuni (improvisation), bæði á hljóðfæri, í hreyfíngum og söng. Jacques Chapuis er nú forseti alþjóðasambands um kynningu á kenningum og aðferðum Edgars Willem. Hann er á stöðugum nám- skeiðs- og fyrirlestrarferðum ásamt Beatrice, konu sinni. Hingað koma þau hjón frá Frakklandi en halda síðan til Strassbourg og Barcelona. Námskeið það sem Chapuis mun halda hér er ætlað tónlistarkennur- um og verður það haldið í Félags- stofnun Stúdenta. Það hefst þann 19. ágúst og stendur í u.þ.b. eina viku. Þátttaka tilkynnist fyrir 1. ágúst til Kennarasambands lslands í s:24070 eða á skrifstofu Tónskóla Sigureveins í s:25828 milli kl. 8:30 og 12:30. Á þessum stöðum er einn- ig hægt að fá senda samantekt í íslenskri þýðingu á kenningum og kennsluaðferðum Edgars Willem. * Alyktun þing- flokks Banda- lagsjafnaðar- manna um vinnudeilu hjá Arnarflugi MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá þing- flokki Bandalags jafnaðar- manna: Þingflokkur Bandalags jafnaðar- manna fordæmir vinnubrögð samgönguráðherra í vinnudeilu flugvirkja hjá Amarflugi. Síendurteknar lagasetningar undir forgöngu Sjálfstæðisflokksins hafa í reynd afnumið ftj álsan samn- ingsrétt fólks sem starfar að samgöngumálum. Lagagleði samgönguráðherrans hefur losað forystu eigenda og starfsfólks hjá samgöngufyrirtækj- um undan þvf að standa á ábyrgan hátt að kröfugerð og kjarasamning- um. Enn þá einu sinni hefur Sjálf- stæðisflokkurinn vanhelgað samninga- og athafnafrelsi ein- staklingsins. CHIMIII i.ftcosrii ARGUS/SÍA Kemur upp um LACÖSTE þinn góða smekk! _____HERMF/tMUERSLUN'” LAUGAVEGI 61 - 63 - SÍMI 14519 og vetrarlistinn kominn BM» HÓLSHRAUNI 2 OG SIÐUMULA 8 OPIÐ KL. 1-6 VERÐ KR.190 - SEM END 8U PONTUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.