Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 Tré tala í Mosfellssveit Leiklist Jóhann Hjálmarsson Leikfélag Mosfellssvejtar: Töfratréð eða Aljóna og Ivan eftir Lév Jústínoff. Þýðing: Úlfur Hjörvar. Leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir. Leikmynd og búningar: Elín Edda Arnadótt- ir. Ljós: Árni Magnússon. Tónlistarumsjón: Minerva Har- aldsdóttir, en tónlist er aðal- lega byggð á rússneskum og finnskum þjóðlögum. Tveir söngvar eru eftir Finn Torfa Stefánsson. Hljóðfæraleikarar: Grétar Snær Hjartarson og Brynja Magnúsdóttir. Hlín Agnarsdóttir hefur áður sýnt og sannað að hún kann vel að vinna með ungu fólki. Að þessu sinni kemur hún til liðs við Leik- félag Mosfellssveitar á tíu ára afmæli félagsins og verkefnið er rússneskur ævintýrajeikur: Töfra- tréð eða Aljóna og ívan. í Leikfélagi Mosfellssveitar eru góðir áhugaleikarar og þetta félag hefur staðið sig vel, verkefnavalið ekki alltaf beinlínis frumlegt, en leikið af lífí og sál eins og vera ber. Leikfélagið geldur nálægðar við höfuðborgina. Mosfellingar hafa of oft sýnt því tómlæti. En Reykvíkingar ættu að geta brugð- ið sér í Hlégarð eins og Mosfell- ingar streyma í leikhús borgarinn- ar. Leikfélag Mosfellssveitar þarf bara að hafa eitthvað spennandi að bjóða upp á. Að þessu sinni sýnir Leikfélag Mosfellssveitar skemmtilegt bamaleikrit sem líka höfðar til fullorðinna eins og öll góð bama- leikrit. Rússar eiga langa og fijóa hefð í leikritun af þessu tagi. Töfratréð eða Aljóna og ívan er dæmigerður rússneskur ævintýra- leikur sem gerist að mestu í dularfullum skógi þar sem trén tala, náttúran er lifandi og mennsk. Menn og dýr em greinar af sama meiði. Þetta ævintýri um listina og hamingjuna, það að geta ekki höndlað allt í einu, er kannski ekki endilega rússneskt, gæti átt rætur sínar annars stað- ar. Ævintýrin eru í eðli sínu alþjóðleg, sammannleg. En and- rúmið er fyrst og fremst rússneskt og það spillir ekki. Flestir leikaranna í Töfratrénu em nemendur í Gagnfræðaskóla Mosfellssveitar. „Á tíu ára af- mæli leikfélagsins þótti tilhlýði- legt að gefa yngri kynslóðinni tækifæri til að spreyta sig,“ segja leikfélagsmenn. Þetta hefur gefíð góða raun því að krakkamir standa sig með afbrigðum yel í sannri áhugamennsku. Ásdís Káradóttir er elskuleg og geðfelld Aljóna. ívan bróður hennar leikur Frá sýningu Leikfélags Mosfellssveitar. Hilmar Þór Óskarsson og gerir það af alvömþunga, enda flytur hlutverk hans boðskap verksins um varðveislu mannlegleikans. Kristján Freyr Jóhannsson er Mitja, Hanna Guðbjörg Birgis- dóttir Hérinn. Jóhanna Pálsdóttir er Sá Grái og Valur Þór Einars- son Sá svarti. Töfratréð leikur Erlendur Pálsson. Herramaðurinn er í höndum Birgis Sigurðssonar og Rödd rannans er úr barka leik- stjórans. Vissulega er túlkun leikaranna viðvaningsleg á köflum, en það sakar ekki. Ljóst er að Hlín Agn- arsdóttir hefur náð góðum árangri í því að kenna leikræna tjáningu og sníða af hnökra í framsögn. Þýðing Úlfs Hjörvars úr sænsku er á lipru og kjammiklu íslensku máli og leikmynd Elínar Ljósm. Olafur Sigurösson Eddu Ámadóttur er í anda ævin- týra. Salurinn í Hlégarði er vel nýttur og áhrifum náð með því að gera hann allan að leiksviði. Sýning Leikfélags Mosfells- sveitar á Töfrratrénu kallast varla leikrænn viðburður, en allt kemst vel til skila og er unnið í anda áhugamennsku sem lofar góðu um framtíð félagsins. CHALLENGER írrfrrm je gallarT*5 Litir: Blátt/hvítt/rautt. St: 162-192 Rautt/hvítt/blátt . St: 150-192 Gratt/dökkblatt/ljosblatt l St: 174-198 Hvítt/dökkblátt/ljósblátt Sk St: 174-198 Póstsendum samdægurs BOLTAMAÐURINN FURURÚM SEM STÆKKA MEÐ BÖRNUNUM /Ef þú vilt barninu þínu, heilbrigðan og góðan svefn, þá eigum við þessi fallegu og handhægu barnarúm, sem hægt er að lengja úr 140 cm í 175 cm. Ótrúlega hagstætt verð. GÓD GJÖF, GERIR GÆFUMUNINN I SENDUM í PÓSTKRÖFU UM LAND ALLT \ FURUHÚSGÖGN ISSSU3 Bragi Eggertsson ' LAUGAVEGI 27 SÍMI 15599
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.