Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 78
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 una og gæti gefið viðvörun í tíma, væri um staðbundna lækkun ein- hvers staðar að ræða og færa þyrfti vatnstöku eða dreifa henni. Þessar sömu holur kæmu þeim að fullu gagni við mælingar á seltu neðst í þeim, svo ætíð mætti sjá hvort grunnsjór hækkar eða lækk- ar. Þetta er allt sem þarf. Straum- stefnur mætti síðan rannsaka ef einhvers staðar kæmi fram veruleg- ur samdráttur. Einn vatnafræðing- ur á launum gæti séð um allt verkið, aflað ódýrra borana og safnað nið- urstöðum frá mælingunum. Ekki er að undra þótt íjárvana sveitarstjómir á Suðumesjum hafi til þessa hafnað tilboði Orkustofn- unar um allsheijar rannsókn. Væm þeir einir um hituna yrðu fram- kvæmdimar „fijálst spil“ í verðlagi, framkvæmd og niðurstöðu. Rétt er að huga að því hvers menn mættu vænta. I síðari athugasemd frá Orku- stofnun, nánar til tekið frá forstjóra vatnsorkudeildar, Hauki Tómas- syni, í Morgunblaðinu 13. nóvem- ber, varðandi vatnsmál Atlantslax og hina „hlutlægu vísindalegu nið- urstöðu" má sjá áróðurinn, falsið og hentistefnu vísindamennskuna, þar segin „Mat Orkustofnunar á og meðmæli með leyfilegri vatns- töku Atlantslax byggist á niður- stöðum í reiknilíkani, sem gert var fyrir Hitaveitu Suðumesja fyrir nokkmm ámm. Reiknað er með að Atlantslax megi nota þriðjung út- i rennslis af fersku vatni á sínu svæði. Almennt er talið og stutt með líkanreikningum að ekki megi taka nema þriðjung útrennslis úr ferskvatnslinsunni á Reykjanesi, ef ekki á að eyðileggja hana. Leyfi til meiri vatnstöku í landi Atlantslax væri því í raun ávísun á vatn úr öðm landi en þeir hafa til umráða. Orkustofnun getur þvi ekki mælt með að Atlantslax fái meira vatn til umráða af því svæði, sem þeir nú ráða yfír. Til þess að þeir geti fengið meira vatn þurfa þeir að ráða yfír stærra svæði en þeir gera nú.“ En svo kemur í lokin ítrekun á fyrri ásóknar- og vatnsleysisyfirlýs- ingunum til þess að halda við óttanum og benda á sjálfa sig sem kjöma til rannsókna. „Mat Orkustofnunar byggist á niðurstöðum í reiknilíkani." Fyrir þá sem aldrei hafa heyrt reiknilíkan nefnt getur þetta hljóm- að trúverðugt og vísindalegt en getur aldrei orðið vísindaleg niður- staða um vatnsbúskap á Reykjanesi nema að hafa í höndum viðamiklar staðreyndir allra þátta í hegðun og stöðu vatns og veðurs á öllu svæð- inu, frá vestri og langt austur á skagann og strandlengjuna alla frá norðri til suðurs. Almenn lækkun gmnnvatns til þess að byggja á niðurstöður hefur engin orðið og lítill blettur, í þessu tilfelli hjá Hita- veitu Suðumesja, þar sem landið og gmnnvatnið er lægst og með hægast rennsli, segir ekkert um vatnsbúskap á svæði Atlantslax í 15 km fjarlægð, hvað þá um Reykjanesið allt. Milli Litlu-Sandvíkur, þar sem Atlantslax tekur vatn og Svarts- engissvæðisins þar sem Hitaveita Suðumesja tekur vatn, liggur há- lendissvæði, Eldvörpin með Eld- varpahrauni. Hafa Orkustofnunar- menn mælt úrkomu þama? Ekki frekar en hægt er að reikna út vatnsmagn í Straumsvík með mæl- ingum í Reykjavík i 15 km fjarlægð, er hægt að ákveða hvað einn eða annar getur fengið af vatni við Litlu-Sandvík með líkindaútreikn- ingi við Svartsengi. Til þess em óvissuþættimir alltof margir. Á hveiju er líkanreikningurinn byggður? Er hann byggður á almennri lækkun eftir mælingar á stóm svæði? Hvar hefur almenn lækkun komið fram? Hvemig var þessi rannsókn gerð? Að setja hugmynd sína inn í tölvu eða reiknistokk og telja það niður- stöðu til þess að byggja á vatnstöku fyrir Reykjanes er yfirklór, ágiskan- ir og fullyrðingar. Módelreikningur getur aldrei í sjálfu sér orðið vísindaleg niðurstaða. Trúverðug- heitin hljóta ætíð að fara eftir forsendunum. Hveijar vom þær? Em þetta rannsóknimar sem sveit- arstjómunum býðst? Það lætur áhrifaríkt í eymm í áróðrinum að tala alla tíð um fersk- vatnslinsu. Linsa er þunn, það vita allir. Nær væri að tala um neðan- jarðarfljót en linsu, þar sem KÖRFUBOL TINN ER SKEMMTILEG OG GÓÐ ÍÞRÓTT, SEM ALLIR GETA LEIKIÐ Nú er fáanlegt í einum fallegum kassa: Stöng, grind, net og bolti. Heppilegt til notkunar við sumarbústaðinn, heima á lóðinni og í iþróttahúsum, á leikvöllum og víðar. HEILDSÖLUBIRGÐIR: AGNAR LUDVIGSSON HF., Nýlendugötu 21. Sími 12134. vatnið streymir undir yfirborði jarðar á Reykjanesinu öUu vestan miðju, allt frá 20—60 m þykkt, sem vitað er um, og trúlega aUt að 200 in þykkt um austanvert nesið. Það mætti halda að mennim- ir hefðu aldrei heyrt um vísindi og tækni og væm staðnaðir í tíma og rúmi á dögum forfeðranna sem sáu ekkert vatn þama neins staðar og af skiljanlegum ástæðum nefndu landið Vatnsleysuströnd. En allt er notað til stuðnings vatnsleysiskenn- ingunni. En nú snýr hann sér líklega við í gröfinni þessi sem fann upp módel- reikninginn. Haukur Tómasson segir: „Almennt er talið og stutt með líkanreikningum að ekki megi taka nema þriðjung útrennslis af ferksvatnslinsunni á Reykjanesi ef ekki á að eyðileggja hana.“ Þetta em stór orð. Hvaðan er þessi skoðun komin og við hvaða niðurstöður styðjast mennimir? Fyrr en það er gefíð upp dæmist þetta markleysa ein og sagt í áróð- ursskyni í skjóli vísindamennsku. Við höfðum samband við Raunvísindadeild Háskóla íslands og spurðumst fyrir um hvort fynd- ist í bókasafni eða annars staðar vísindarit með upplýsingum um rannsókn sem staðfesti slíka al- menna skoðun. Þeir sem við vatnafræði fást og inntir vom álits könnuðust ekki við slíka almenna kenningu né vissu um vísindagreinar þessu til stað- festingar. Þá höfðum við samband við Geo- fysisk'Institut við Háskólann í Osló, sem er viðurkennd vísindastofnun, m.a. í vatnafræðum. Þar er prófess- or Lars Gottschalk, sem oft er kallaður til þegar vatnafræðileg vandamál koma upp víða um heim og vatnafræðingurinn Marius Tod- sen. Marius Todsen upplýsti okkur um að þeir vissu ekki til að þessi regla um vatnstöku væri neins staðar í gildi og að þeir vissu heldur ekki um neinn, sem hefði sannað eða skrifað vísindagrein um að ekki mætti taka nema þriðjung útrennsl- is úr vatnslagi. Þeir áttu heldur ekki í sínu bókasafni rit eða greinar sem fjölluðu um eða sönnuðu þessa reglu. Neyðarástand ríkti í vatns- búskap margra þjóðlanda ef þetta væri regla eða reynsla manna við vatnstöku. Hann er þeim í Orkustofnun ekki lítils virði líkanreikningurinn. Þeir höfðu „stuðst“ við hann er þeir beittu „almennu kenningunni", sem sérfræðingar kannast ekki við, til þess að finna út að ef ekki rynni til hafs, engum til gagns, tveir þriðju hlutar af öllu regnvatni á Reykjanesi yrði ferskvatnslagið 20—60 m þykkt eyðilagt. Hvemig á þetta að geta gerst? Það er reynt að ala á þeirri hræðslu að sé vatn notað muni sjór Breiðablik gefur út bókina Drekabrúin BÓKAÚTGÁFAN Breiðablik gefur út bókina Drekabrúin, eft- ir Emmu Drummond, sem kemur út í fyrsta sinn á íslensku í þýð- ingu Gísla Ragnarssonar, Lands- bókarsafnsvarðar. Um innihald bókarinnar segir í frétt útgefanda: „Þegar Mark Raw- lings kemur til Shanghai gjörbreyt- ist líf hans. Hræðilegar minningar ásækja hann, en þegar Alexöndru Mostyn tekst smám saman að vinna ástir hans, virðist framtíðin blasa við. En fyrr en varir birtist andlit úr fortíðinni og andstæðar tilfinn- ingar togast á í bijósti Marks. Það ríkir byltingarástand í landinu og söguhetjurnar verða að beijast fyr- ir lífi sínu. Drekabrúin er grípandi saga um sterkar ástríður, hetjuskap og sársaukafull mannleg samskipti, í framandi og dularfullu umhverfí." Og nú stígur kennimaðurinn niður úr stólnum og sendir frá sér smásagnasafn, Flísar úr auga bróður míns. í bókinni eru 11 smásögur og þættir. RAUDSKINNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.