Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 29 það há prósenta að freistingin og hagnaðurinn af því að fara í kring um kerfið hlýtur að verða mörgum yfírsterkari hér eftir sem hingað til. Stærsti galli söluskattsins er að prósentan er of há. Það lagast ekki með virðisaukaskatti sem mun gefa ríkinu enn meiri tekjur af þessum stofni. Prósentunni má koma vel undir 20%. Dæmið lítur þannig út. Fyrir hvert eitt prósent sem söluskattur eða virðisaukaskattur er lækkaður þarf að fella gengið um u.þ.b. eitt prósent. Við það myndast einkum hagnaður hjá útflutningsatvinnu- vegunum sem ríkið verður að ná aftur til þess að bæta sér upp tekju- missinn af eins prósents lækkun- inni. Ekki þyrfti að búa til nýjan auðlindaskatt til að mæta eins pró- sents lækkuninni, nóg er af styrkj- um og hlunnindum til atvinnuveg- anna sem mismuna þeim á hinn íjölbreyttasta hátt og mætti byija á að afnema. Verðlag í landinu héldist óbreytt, allir kæmu sléttir út úr breytingunni en samkeppnis- aðstaða innlendrar framleiðslu og þjónustu mundi batna. Millifærslur yrðu minni í þjóðfélaginu. Til að skilja dæmið getur verið gott að snúa því við. Ef söluskattur og gengi hækkaði um eitt prósent héld- ist verð á innfluttum vörum óbreytt en útflutningsatvinnuvegimir fengju færri krónur fyrir sína vöru og stæðu verr en áður nema til kæmi styrkur frá ríkinu sem næmi sömu upphæð og fékkst af sölu- skattshækkuninni. Ódýrara yrði að fara í sólarlandaferðir og kaupa t.d. skip erlendis frá. Þannig veldur hár söluskattur of háu gengi. Það gerir sólarlandaferðir ódýrari en alla samkeppnisaðstöðu innanlands erf- iðari og ýtir undir offjárfestingu í t.d. skipum. Nýir atvinnuvegir geta ekki borið sig án styrkja og fyrir- greiðslu. Þessar miklu millifærslur gefa stjómmálamönnum mikið úthlutun- arvald. Þeir munu því alltaf leita í þessa áttina með fagurgala um betri og réttlátari skattkerfí. Stjóm- málamenn vilja frekar úthluta fiskveiðikvótum eftir geðþótta en lækka söluskatt og gengi og selja kvótann á fijálsum markaði. Þannig tekur ríkið fóðurbætisskatt af ein- um og gefur öðmm til þess að kaupa upp fyrirtæki þess sem skatt- inn greiddi. Ríkið segir bændum hvort þeir megi eiga 10 rollum meira eða minna, í stað þess að setja almennar takmarkanir við rekstri búfjár á almenninga. Er ekki skýringin á fylgistapi Sjálf- stæðisflokksins einfaldlega sú að fólk heldur vöku sinni. Að lokum vil ég þakka aðilum vinnumarkaðarins fyrir að hafa hindrað næsta skref í kvótamálum, sem var egg og alifuglar. Höfundur er stærðfræðingur og sérfræðingur við Reiknistofnun Háskóla íslands. Fróðleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! AFBURÐA TÆKNI SEM SPARAR ÞÉR TÍMA, FÉ OG FYRIRHÖFN Undanfarin ár hafa VICTOR tölvurnar skapað sér virðingarsess á íslenskum markaði. Þær eru hraðvirkar, öruggar og tæknilega fullkomnar. Reynslan heíur sýnt að þær eru vandaðar, sterk- byggðar og hafa lága bilanatíðni. Mikið framboð er af tölvum á markaðinum sem virðast líkar við fyrstu sýn. Gjarnan eru gylliboð auglýst sem auðvelt er að láta ginnast af. Við ráðleggjum viðskiptavinum að kynna sér vandlega hvað á boðstólum er, til að kaupa ekki köttinn í sekknum. Reynslan sýnir að ódýrustu tölvurnar eru yfirleitt ekki ódýrastar þegar upp er staðið. Einar J. Skúlason er gamalgróið fyrirtæki sem starfað hefur í hartnær hálfa öld. Fyrirtækið hefur á að skipa reyndu og vel menntuðu starfsfólki, sem kappkostar að veita viðskiptavinum trausta og góða þjónustu. VICTOR VPC II VICTOR V286 Síðastliðið vor kom á markað- inn ný og endurbætt tegund einmenningstölva frá Victor, VPC II. Fyrirtæki, skólar og einstaklingar tóku Victor VPC II opnum örmum og hafa á þessum stutta tíma u.þ.b. 500 tölvur verið teknar í notkun hérlendis. Victor VPC II ein- menningstölvan er mjög vel útbúin, hún hefur vinnsluminni í fullri stærð, þ.e. 640 kb, og er hraðvirkari. Victor VPC II er IBM PC samhæfð, sem þýðir að úrval staðlaðra forrita er mikið. Hún er með tveimur lágum disklingadrifum, 14" skjá, graf- ísku skjákorti, raunverulegum 16 bita örgjörva (Intel 8086, sem gerir vélina hraðvirkari), MS-DOS 3.1. stýrikerfi, GW- BASIC, 3 vönduðum handbók- um, endurstillingarhnappi og innbyggðum rað- og hliðar- tengjum. Victor VPC II tekur lítið pláss á skrifstofunni en er gífurlega öflug. Victor V286 er öflug einkatölva með mikið geymslurými. For- senda þess er 16 bita örgjörvi af gerðinni Intel 80286 og Winchester diskur sem er ým- ist 20 eða 40 MB. Intel 80286 hefur tiftíðnina 6 eða 8 MHz sem gerir Victor V286 jafn af- kastamikla og raun ber vitni. Victor V286 er búin endurstill- ingarhnappi til að tryggja ör- yggi gagna á diskum. Victor V286 hentar mjög vel sem móðurtölva í tölvuneti. í Victor V286 er það innbyggt sem í öðrum tölvum telst aukabún- aður. Victor V286 hentar vel þar sem gögn eru fyrirferðar- mikil. Val á Victor V286, af- burðatölvu, leiðir til aukinna afkasta og hagkvæmni á skrif- stofunni. Hringið eða komið á Grensásveg 10 og við veitum góðfúslega allar nánari upplýsingar. VICT. R Einar J. Skúlason hf. Grensásvegi 10, sími 68-69-33 BORNIN VEUA pknpmobll Iðnaðarhúsinu Hallveigarstíg 1 Sími 26010 augljós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.