Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 hafa til að ákveða sjálf útsvarspró- sentuna. Þetta er e.t.v. lítið mál en hugmyndafræðilega fínnst mér það stórt. Björn Bjömsson talar í Morg- unblaðsgrein sinni um sjómannaaf- slátt sem ekki er þó ljóst hvemig ætti að útfæra. Það fínnst mér allt- af jafn athyglisvert að höfuðat- vinnuvegi þjóðarinnar, sjávarútveg- inum, er ekki treyst til að borga sínu fólki laun sem það getu sætt sig við eftir skatta. Ég minnist í þessu sambandi umræðuþáttar í sjónvarpi fyrir nokkmm ámm þar sem Guðmundur J. Guðmundsson svaraði spumingu þannig: Ja, við verkamenn höfum ekkert á móti því að útgerðarmenn græði... Það lá í orðunum að öðmm atvinnurek- endum yrði hinsvegar ekki þolað að græða. Sennilega fjallar Marx lítið um útgerðarmenn. Það er ekkert í tillögum ASÍ sem gerir líklegt að skattsvik myndu minnka. Strax og komið er yfir skattfrelsismörkin er sami hvatinn fyrir alla að svíkja undan skatti, þ.e. 35—40%. Þetta er það hátt hlut- fa.ll að stór hluti almennings kemur til með að hafa samúð með skatt- svikurum eins og áður. Millifærsla afsláttar milli hjóna gengur þvert á þá sérsköttun sem konur hafa náð fram eftir langa baráttu. Ef hugmyndin er að létta undir með bamaijölskyldum em til einfaldari og beinni leiðir til þess. Verði það ekki gert snarlega tekur aldurssamsetning þjóðarinnar koll- stejfpu á næstu ámm því ekki batnar ástandið hjá bamafólki með fmmvarpi ríkisstjómarinnar um virðisaukaskatt. Virðisaukaskattur Prósentan er höfð sérstaklega há til að hægt sé að auka niður- greiðslur á hefðbundnum land- búnaðarvömm. Ávextir, grænmeti og fískur munu hinsvegar hækka því meira, eða um 24%. Þetta er Bok þessi er gefin ut i tilefm mtugasta afmælisdags höfundar, Jóhanns Jónssonar. Hann varfæddur á Snæfellsnesi 12. sept. 1896 og lést í Þýskalandi í sept. 1932. Á Jóhanni Jónssyni höföu vinir hans og félagar meiri vonir festar til skáldskaparafreka en flestum mönnum er í þann tíma óxu upp, segir vinur hans Halldór Laxness en hann ritar um höfundinn í þessari bók. Halldór segir einnig aö frægasta Ijóð Jóhanns „Söknuö" megi telja einn fegursta gim- stein í íslenskum Ijóðakveðskap síðustu áratuga. Kollsteypa í skattamálum eftirÞorvald Gunnlaugsson Þetta ár hófst með mikilli koll- steypu í tollum og gjöldum af bílum. Um var að ræða inngrip ríkisstjóm- arinnar í kjarasamninga. Vegna þess hve um var að ræða stórfellda lækkun og skyndilega, trúði al- menningur vart að ríkissjóður mætti við tekjutapinu, og um varan- lega lækkun væri að ræða, enda kom á daginn að ekki var hægt að standa við loforð um lækkun beinna skatta. Götumar í Reykjavík yfír- fylltust af nýjum bflum í kaupæðinu sem fylgdi. Mikið af gömlum bflum stóð mánuðum saman á bflasölum og víðar og stendur enn. Þrifnaður væri af því að senda þá til Afríku einhverjum til gagns áður en þeir ryðga niður hér, en varla er hagnað- urinn af því mikill. Hefðu bflar aðeins verið lækkaðir um t.d. 5% til að byija með en því um leið lýst yfír að önnur 5% lækk- un yrði eftir hálft til eitt ár o.s.frv. hefðu sumir kosið að bíða og spara fyrir nýjum bfl í stað þess að slá lán strax. Þannig geta kollsteypur í öflun ríkistekna verið þjóðfélaginu mjög dýrar og óhagstæðar. Beinir skattar Nú stefnir í kollsteypu í skatta- málum. Er þar bæði um að ræða fmmvarp ríkisstjómarinnar um virðisaukaskatt og hugmyndir ASÍ í tekjuskattsmálum. Útgangspunkt- ur í allri umræðu um tekjuskatt undanfarið hefur verið hin svokall- aða nauðsyn þess að taka upp staðgreiðslu, einkum fyrir hina lægstlaunuðu. Hjátekjulægstafólki færi staðgreiðsla útsvars langt með að greiða opinber gjöld. Hjá ein- hveijum einstæðum foreldmm væri þetta sennilega of mikið að teknu tilliti til bamabóta. Gera mætti sér- stakar ráðstafanir í slíkum tilfell- um. Staðgreiðslu útsvars mætti taka upp án verulegra breytinga á skattalögum. Útsvarið þyrfti að gera að beinum flötum skatti með því að flytja afslátt af útsvari vegna bama yfír í bamabætur ríkisins. Enginn reitur er fyrir útsvarsstofn- inn á framtalseyðublöðunum, því á fólk almennt erfítt með að átta sig á útsvarinu. Að sjálfsögðu ber að lækka útsvarsprósentuna með til- komu staðgreiðslunnar þegar ekki gætir lengur rýmunar vegna verð- bólgu er tii innheimtu kemur. Þegar tekin er upp staðgreiðsla fellur niður eitt gjaldaár. Þó hefur verið minnst á einhveijar ráðstafan- ir vegna þeirra sem hefðu afbrigði- lega háar tekjur á skattfijálsa árinu. Með því að taka fyrst einung- is upp staðgreiðslu útsvars þyrfti minni áhyggjur að hafa af slíku. Þá gæfíst einnig ráðrúm til að íhuga hversu langt menn vilja ganga í að kollsteypa tekjuskattinum og hvort vænta megi einhverrar aukinnar hagræðingar eða réttlætis af því. Tillögur ASÍ líta vel út við fyrstu sýn, skattar lækka hjá þeim sem teljast tekjulægri skv. framtali. í þeim hópi er mikill fjöldi atvinnu- rekenda og sjálfstæðra iðnaðar- manna sem í dag borga nánast enga skatta en dálítið útsvar. Þeir myndu skv. tillögum ASÍ ekkert útsvar borga heldur. í þessum hóp er einnig mikið af ungu fólki sem ekki vinnur allt árið. Þessi rýmun í skattatekjum er unnin upp með því að auka skatta af hærri tekjum, Þorvaldur Gunnlaugsson „Stjórnmálamenn vilja frekar úthluta fisk- veiðikvótum eftir geðþótta en lækka sölu- skatt og gengi og selja kvótann á frjálsum markaði.“ sem eru þó ekki hærri en svo að sennilega hækkar meirihluti hjóna með tvö böm, sérstaklega ef bæði vinna úti. Þeir aihæstu hækka þó ekki. Skv. tillögunum eru sveitarfélög svipt því litla frelsi sem þau nú Góð bók Kristján Albertsson. Margs er að minnast. Skráð hef- ur Jakob F. Ásgeirs- son. Kristján hefur margt séð og mörgu kynnst á sínum einstæða æviferli bæði hér heima og er- lendis. Bráðskemmti- legar minningar einhvers mesta heims- borgara íslands fyrr og síðar. Æt\ Bókaúlgðia ■SB/MENNING4RSJÓÐS Bryuffi 111 SKÁLHOLTSSTlG 7 « REYKJAVlK » SlMI 6218 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.