Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 69 Stiörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Heimsmynd stjörnuspeki Undirritaður hefur nú ritað greinar um stjömuspeki í Morgunblaðið í rúmt ár. Efni þeirra hefur verið margvís- legt, fjallað um stjömumerk- in, um samband milli merkja, almennt um stjömuspeki og annað viðkomandi faginu. Nokkrar greinar hafa beint eða óbeint fjallað um heims- mynd stjömuspeki og það sem stjömuspekingar telja fagið gefa til samfélagsins. Ég ætla í dag að fjalla nánar um síðasttalin atriði. Heildarhyggja Mikilvæg grunnhugmynd að baki stjömuspeki er sú að allt lífið sé samtengt, að sólkerfið sé ein lífræn heild, að náttúra jarðarinnar sé ein heild og að maðurinn sé hluti af þessari heild ogjafnframt spegilmynd hennar. Þessi sýn kann að virðast háfleyg og er eflaust mörgum illskiljanleg. Ég vil því gera tilraun til að skýra hana nánar og jafnframt at- huga afleiðingar þess þegar ekki er horft á heildina. Eigingirni Að mati undirritaðs getur af- neitun á heildarhyggju leitt til skammsýni og eigingimi. Það að einungis er einblínt á hið einstaka og horft framhjá samspili allra þátta kallar á of sterka ég-hyggju og þá heimspeki að hver sé sjálfum sér næstur. Slíka ég-hyggju tel ég vera mikiivæga rót margra þeirra vandamála sem maðurinn þarf að glíma við. Eigingimi kallar á misrétti og skilningsleysi gagnvart þörf- um annarra. Eg held áð flestir, burtséð frá pólitískum skoðunum, geti verið sam- mála því að alls staðar blasir við ójafnvægi, ýmist nkidæmi eða fátækt svo dæmi sé nefnt. Flestir vilja hins vegar ekki hugleiða hvemig á slíku stendur, að það er skammsýni sem leiðir til ójafnvægis sem aftur elur af sér öfund, stríð og árekstra. Með þessu er ég ekki að halda fram að sjálfs- bjargarviðleitni sé af hinu illa, heldur einungis að við þurfum að skoða afleiðingar gerða okkar í víðara samhengi. Gjöfheildar- hyggjunnar Undirritaður hefur áður sagt að stjömuspeki sé hluti af stærri hreyfingu manna sem vilja taka tillit til heildarsjón- armiða I þjóðfélagslegri umræðu. í stuttu máli má orða það svo: Maður, gerðir þínar hafa áhrif á annað fólk, á þjóðfélagið, á lífrikið. Við emm öll á sama báti og öðl- umst aldrei hamingju fyrr en hugsað er um hag allra í þjóð- félaginu. Gerðir þínar verða þvi ekki einungis að taka mið af því að þú náir árangri, heldur að árangur þinn komi sér vel fyrir aðra. Mannbœtandi frœÖsla Því miður fínnst undirrituðum sem skammsýni sé ráðandi og að ekki sé tekið nægilega mikið tillit til stærri sjónar- miða í gerðum einstaklinga. Til að ráða bót á því þarf að efla fræðslu um ábyrgð ein- staklingsins gagnvart þjóð- félaginu og lífinu í heild. Þetta þarf fyrst og fremst að gerast í menntakerfinu og slðan f almennri þjóðfélagsumræðu. Það er skortur á slíkri fræðslu sem leiðir til blindu, skamm- sýni og ég-hyggju, því f daglegu amstri hafa menn ekki tíma til hugleiðinga sem þessara. Það verður því að vera á ábyrgð þeirra sem miðla upplýsingum í þjóðfé- laginu að hugsa um mann- bætandi fræðslu. X-9 GRETTIR DÝRAGLENS UÓSKA Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Anton R. Gunnarsson og Frið- jón Þórhallsson sigruðu örugg- lega í Reykjavíkurmótinu í tvímenningi sem spilað var í Hreyfilshúsinu um helgina. Þeir leiddu mótið lengst af og enduðu með 152 stig yfir meðalskor. Guðmundur Hermannsson og Bjöm Eysteinsson höfnuðu í öðru sæti með 117 stig. í viður- eign þessara para náðu sigur- vegaramir góðu geimi, sem „salurinn" sleppti almennt: Norður gefur; AV á hættu. Norður ♦ 83 ♦ 952 ♦ KG852 ♦ 873 Vestur ♦ G7642 ♦ Á8 ♦ 6 ♦ D9642 Austur ♦ 5 ♦ KDG104 ♦ Á104 ♦ ÁG105 Suður ♦ ÁKD109 ♦ 763 ♦ D973 ♦ K Anton og Friðjón héldu á spil- um AV. Eftir pass Guðmundar í norður vakti Anton á einu hjarta. Bjöm ströglaði á einum spaða, sem var passaður til Ant- ons. Hann úttektardoblaði og _ Friðjón í vestur sagði tvö lauf, sem Anton hækkaði í þrjú. Spil vesturs höfðu batnað mikið í sögnum, svo Friðjón ákvað að skjóta nú á fjögur hjörtu. Geimið er býsna gott, og . reyndar unnust fimm hjörtu víðast hvar. En það kostar nokkra vandvirkni að fá 11. slaginn. Á öllum borðum byijaði vömin á því að leggja niður ÁK í spaða. Eftir að hafa trompað spaðakónginn er besta spila- mennska sagnhafa þessi: taka, tígulás og trompa tígul með ás í biindum. Svína svo fyrir lauf- kónginn. Suður fær á kónginn blankan, en fleiri verða slagir vamarinnar ekki. Lykilspilamennskan er að trompa tígul með ás. Ef stungið er með hjartaáttunni getur suður haldið spilinu í fjórum með því að spila spaðadrottningu! Þá er ekki lengur samgangur til að taka trompið áður en laufinu er spilað. Kannaðu málið. .......................................i 'TTTTimmiimTTiiiiiiiiiTiriiumiTiiimiiiiiiiiiinimiii - - FERDINAND SMAFOLK Ó, nei! Ég hata það þegar .. ... rótarknippi komast í svefnpokann hjá manni! ..A TUMBLEUJEEP 6ET5 IN YOUR 5LEEPIN6 BA6! Umsjón Margeir Pétursson Á Ólympíuskákmótinu f Dubai kom þessi staða upp í viðureign nágrannaþjóðanna Júgóslava og Grikkja. Hinn þekkti stórmeist- ari Ljubojevic hafði hvítt og átti leik, en gríski alþjóðameist- arinn Kotronias svart. 24. Hxe5! - Kf8 (Það jafngild- ir uppgjöf að taka ekki hrókinn, en eftir 24 — dxe5, 25. d6+ — Rxd6, 26. Dxe5+ vinnur hvftur hrókinn til baka með léttunninni stöðu), 25. He4 - a5, 26. Hel og Ljubojevic vann auðveldlega. Hann var sá eini sem náði að leggja Karpov að velli í Dubai, en varð sjálfur að bfta f það súra epli að tapa óvænt fýrir Ardianshah, Indónesíu, og Xu, Kfna. Júgóslavar voru mjög óánægðir með árangurinn í Dubai, þeir enduðu í 15. sæti, en var fýrirfram spáð því fjórða. Ljubojevic verður einn af þátt- takendum á IBM-skákmótinu f febrúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.