Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 85

Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 85
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 85 Kveðjuorð: Gísli Sigurðs- son bókavörður Það er lögmál lífsins að kveðja þetta tilverustig og leita hafnar á ókunnri strönd handan þessa jarðlífs, þá staðrevnd fær enginn umflúið. Þeir týna óðum tölunni, sem lifðu mestu umbrotatíma íslenks þjóðlífs til þessa. Mestu erfiðleikaár og jafn- framt þestu framfaraár íslensku þjóðarinnar. Ar eftirvæntingar — ár von- brigða og fátæktar, en einnig tími mikilla framfara og mikilla mögu- Ieika, er dugandi menn nýttu sér til að skapa skilyrði til betri efna- hags alls almennings. Hver man ekki síldarævintýrið og síldarverk- smiðjumar, togaraútgerðina, nýbreytnina í fiskiflotanum, svo eitthvað sé nefnt. Það var einmitt á ungdóms- og manndómsárum þessara manna, sem þessi undur gerðust. Þeir voru margir hveijir í fylkingarbijósti at- vinnulega og menningarlega séð. Við Siglfirðingar vorum þann 21. nóvember sl. að kveðja einn þessara manna, sem upplifði þessa byltingu íslensks þjóðfélags úr bændaþjóð- félagi í iðnaðarþjóðfélag, Gísla Sigurðsson, fyrrverandi bókavörð, þó hann væri ekki í fylkingar- bijósti í þessari umsköpun lagði hann sitt af mörkum í þessu öldu- róti, að réttur lítilmagnans yrði ekki fyrir borð borinn, bæði í ræðu og riti. Uppvaxtarár Gísla og systkina hans, en þau voru átta að tölu, vora öragglega enginn dans á rós- um. Eilíf barátta fyrir fæði og klæði þessum stóra hópi til handa. Mennt- un var hreinn munaður á þessum áram og ekki tiltæk, í fáum undan- tekningartilfellum, nema efnuðu fólki, að kosta bömin sín til lang- skólanáms. Gísli lauk prófí í Gagnfræðaskóla Akureyrar en ekki var kleift að halda áfram námi sökum fjárskorts oghefír það trúlega ekki verið sárs- aukalaust fyrir velgefíð ungmenni að þurfa að horfast i augu við þá staðreynd að þama réði peninga- sjónarmið ferðinni. Slík vora viðhorfin fyrstu áratugi þessarar aldar vaðandi menntunarmögu- leika. Gísli átti ættir að rekja til Skaga- fjarðar og Ólafsfjarðar. Hann fæddist 20. maí 1905 að Hugljóts- stöðum á Höfðaströnd. Foreldrar hans vora Sigurður Ólafsson bóndi þar og á Spáná í Unadal og kona hans, Margrét Jakobína Baldvins- dóttir. Gísli flutti til Siglufjarðar 1924 og gerðist strax talsmaður þeirra, er minna máttu sín í þjóðfélaginu, trúlega minnugur æskuára sinna. Hann varð ötull félagi í Verka- mannafélaginu Þrótti og barðist mjög fyrir bættum kjöram þeirra lægstlaunuðu. Hann var einnig virkur félagi í Alþýðuflokknum, sem þá barðist fyrir alheimsbræðralagi, þar sem allir áttu að sitja við sama borð. Gísli var góður bridgemaður og keppti oft fyrir Bridgefélag Siglufjarðar. Hann var um skeið í Lionsklúbbi Siglufjarðar og kom þar fram með hugmynd um stofnun æskuiýðsheimilis í samvinnu við starfandi félög hér í bæ. Varð þessi hugmynd hans síðar að veraleika. Ekki verður minnst á Gísla svo manni komi ekki í hug Bókasafn Siglufjarðar, svo nátengdur var hann því, enda hans aðalstarfsvett- vangur í 36 ár, eða frá árinu 1939-1975. Þegar ég læt hugann reika, sitj- andi við skrifborð fyrirrennara míns hér í bókasafninu, kemur mér í hug hvað þessi stofnun var heppin að svo samhentir menn þeir Gísli og Pétur Bjömsson kaupmaður, sem kosinn var formaður bókasafns- nefndar 1938 og var það í 28 ár, skyldu veljast til starfa við safnið. Þeir höfðu sama hugðarefnið að leiðarljósi, að safna öllum tiltækum heimildum um sögu Siglufjarðar og íbúa hans svo og önnur gögn vað- andi nágrannabyggðir. Þá kappko- stuðu þeir að fullkomna blaða- og tímaritaeign safnsins og er það nú talið að dómi fróðra manna mjög gott. Safn eins og Bókasafn Siglu- fjarðar verður ekki til nema með mikilli eljusemi og ást á verkefninu, en það áttu báðir þessir menn í ríkum mæli. Trúmennska og vinnu- semi vora Gfsla í blóð borin. Hann vann sín störf í kyrrþey án alls fyrir- gangs. Hann hataði alla yfirborðs- mennsku og valdapot. Enginn fjölmiðlamaður var Gísli þótt hann kynni ágætlega vel að koma fyrir sig orði. Hann var og ritfær í besta lagi og skrifaði ýmislegt varðandi málefni verkalýðsbaráttunnar svo og málefni byggðarlagsins okkar og Skagafjarðar, sem hann var tengdur sterkum böndum. Minni Gísla var trútt allt til hins síðasta. Leiðir okkar Gísla lágu ekki sam- an að ráði fyrr en hin síðari ár, en þó vissum við hvor af öðram og vel málkunnugir, enda sitt hvora megin við Aðalgötuna, ég í verslun minni, Aðalbúðinni, og hann í bókasafninu en töluverð viðskipti voru þar á milli. Gísli kvæntist árið 1934 mikilli mannkostakonu Ástu Kristinsdótt- ur, en hún var fædd 12. desember 1905. Þau eignuðust 5 mannvænleg böm en eftir aðeins 9 ára sambúð andaðist Ásta af bamsfararsótt. Má geta nærri hvílíkt áfall þessi missir hefír verið Gísla og bömun- um. Hann varð að taka þá þung- bæra ákvörðun að koma bömum Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjöm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar era birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. sínum fyrir hjá vinum og vanda- mönnum. Gísli var ekki allra, alvarlegur maður en átti til að bregða fyrir sig kímni á góðri stundu. Fyrir nokkram árum fór Gísli á Sjúkrahús Siglufjarðar, þá orðinn heilsuveill og þar dvaldi hann þar til hann var fluttur í Fjórðungs- sjúkrahús Akureyrar í byijun nóvember sl. og þar andaðist hann eftir stutta legu þann 10. nóvem- ber. Þegar hann var í sjúkrahúsinu hér kom ég stundum til hans en dvaldi aldrei það lengi að við gætum rætt út um mörg mál, sem okkur vora hugleikin — ég hugsaði sem svo — ég ræði betur við hann í næstu viku. En af því varð aldrei. Maður hugsar oft sem svo — seinna, seinna, nægur er tíminn — en allt í einu er væntanlegur viðmælandi manns horfínn af sjónarsviðinu. Ég fann til gremju innra með mér að hafa ekki haft döngun i mér til að láta verða af' slíkri viðræðu, en ímyndað tímaleysi veldur oft þar um. Það má segja að hvíldin sé orðin kærkomin þegar svo mörg ár era að baki og heilsan farin að bila og mér er nær að halda að Gísli hafi þráð að skilja við þetta jarðlíf sadd- ur lífdaga. Vitandi bömin sín uppkomin og dugandi fólk og bamabörnin fjölmörg svo og hitt, vissuna um að ástvinur hans beið hans á ströndinni hinumegin. Sigurlína dóttir hans og hennar maður, Valur, sem era hér búsett, reyndu ávallt að létta honum lífsbaráttuna. Á heimili þeirra átti hann öraggt skjól, umvafínn hlýju dóttur sinnar og tengdasonar og bama þeirra. Gísli er ekki horfínn sporláust. Bömin hans og banaböm minna okkur á hann og konu hans í hvert sinn þau bregða fyrir augu okkar. Bækur vora Gísla allt — heilög vé, sem ekki mátti vanhelga. Trúlega hefði hann tekið undir orð Davíðs Stefánssonar er orti: En bráðum skil ég við borg og sti endur og bækumar mínar allar. Eg vona, að þær komist í vinahendur er vörðurinn til mín kallar. Sé íjara handan við feigðarpollinn og feijan mín nær þar ai) landi bíður Pétur með prótókollinn í prupurarauðu bandi. Blessuð sé minning Gísla Sigurðssonar. Óli. J. Blöndal Blómastofa Friðfmm Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tllkl.22,-eínnig umhelgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Þorsteinn Jóns son, Arnarhóli Fæddur 6. ágúst 1902 Dáinn 15. ágúst 1986 Þann 23. ágúst sl. var til moldar borinn að Setbergi í Eyrarsveit Þorsteinn Jónsson frá Amarhóli. Hann fæddist í Stykkishólmi 6. ágúst 1902, en fluttist þaðan með foreldram sínum að Garðsenda í Eyrarsveit. Ungur missti hann foreldra sína og fór þá í vinnumennsku og vann bæði til sjós og sveita í mörg ár. Síðan bjó hann sínu eigin búi á Amarhóli í Eyrarsveit. Þegar hann hætti búskap þar, fluttist hann í Grandarfjörð og vann þar við fiskvinnslu meðan heilsan leyfði. Alltaf átti hann nokkrar kindur meðan hann var í Grandarfirði, sem hann hugsaði um af kostgæfni enda var fé hann afburða vænt og fallegt. Síðustu 7 árin dvaldi hann í Stykkishólmi á Dvalarheimili aldr- aðra. Blessuð sé minning hans. Geirharður Jónsson Ragnhildur Runólfs- dóttir — Minning Fædd 26. október 1889 Dáin 5. desember 1986 „Nú er ég klæddur og kominn á ról, kristur Jesú veri mitt skjól, í guðsóttanum gef þú mér, að ganga í dag svo líki þér.“ Þetta látlausa vers mun ætíð í mínum huga tengjast minningunni um ömmu Ragnhildi, — vers sem hún fór svo fallega með áður en hafist var handa við dagsverkin — og lýsir hugarfari hennar vel. Ég ætla mér ekki hér að rekja lífshlaup ömmu en mig langar að minnast hennar og þess tíma sem við áttum saman á heimili okkar á Húsavík, stunda sem mér verður svo oft hugsað til, ekki síst síðan ég eignaðist sjálf bam, því þá reik- ar hugurinn oft til fyrstu áranna. Amma fluttist til okkar á Hjarð- arhólinn eftir að afí lést, en þá voram við systurnar þriggja og fímm ára. Þá var hún komin á átt- ræðisaldur og gekk orðið við hækjur. En ekki var hún sest í helg- an stein, henni féll sjaldan verk úr hendi. Auk þess sem hún saumaði á unga Húsvíkinga til margra ára þá notaði hún hvert tækifæri til að létta undir við heimilisstörfín og margar góðar stundir áttum við saman við uppþvottinn. Mörgum kann að finnast skrýtið að fólk eigi góðar minningar tengdar jafn hversdagslegu verki, en heima hjá mér var litið á það sem sjálfsagðan hlut að allir hjálpuðust að við það, sem annað, og margt var þá gjam- an rætt í eldhúsinu að lokinni máltíð. Amma leit öll verk sömu augum, að þau bæri að vinna vel og samviskusamlega og ætlaðist til að aðrir gerðu slíkt hið sama. Það „dussaði" stundum í henni er vin- konur mínar komu í heimsókn strax að lokinni máltíð og hún spurði hvort þessar stúlkur væra ekki látn- ar lyfta hendi heima hjá sér! En það sem einkenndi vera ömmu á heimili okkar var öðra fremur virðing fyrir fólkinu sem hún umgekkst. Hún vildi ekki íþyngja öðram og sem minnst láta fara fyrir sér. Hún var gjörsamlega laus við allt sem kallast getur af- skiptasemi. Einna næst henni held ég að hún hafi komist með því að segja við okkur systur, sem vildum mikið vera berfættar. „Æ, eigið þið enga sokka, aumingjamir," og reyndi þannig að höfða til stolts okkar, en það þýddi víst ekki mikið við okkur sem aldrei hafði skort flík. En þótt sem táningur hafi ég oft brosað að því sem amma sagði þá sé ég betur með hveiju árinu sem líður hve mikið hún og hennar kyn- slóð hafa að segja okkur. Það er svo sem enginn nýr sannleikur en hann á alltaf jafn mikinn rétt á sér. Ég er þakklát fyrir að hafa í uppvexti mínum notið samvista við ömmu og kynnst mildi hennar og hlýju. Hennar bestu eiginleikar komu vel í ljós er hún dvaldi á Vífilsstöðum síðustu æviárin. Það var svo gott að koma til hennar, hún gaf ætíð mikið af sjálfri sér og gerði meiri kröfur til sín en ann- arra. Mig langar að ljúka þessari kveðju með versi sem amma fór með við rúm okkar systranna á hveiju kvöldi: „Vertu yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni, sitji guðs englar saman i hring sænginni yfir minni“. Ragnhildur Arnljótsdóttir Legsteinar ýmsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.