Morgunblaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1987 KOSNINGARIHASKOLANUM A MORGUN Valið stendur um þrjá lista til Stúdentaráðs og háskólaráðs Nemendur Háskóla íslands ganga að kjör- borði á morgun til þess að velja fulltrúa sína í Stúdentaráði og Háskólaráði. Frambjóðend- ur kynna stefnumál sín á fundi í stofu 101 í Odda Háskóla íslands í kvöld og hefst hann kl. 20.00. Kosningar til ráðanna fara fram árlega. í Stúdentaráði sitja 30 menn. Kjörtímabil fulltrúa er tvö ár og er því kos- ið um helming þeirra hverju sinni. Af þessum þrátíu fulltrúum sitja fjórir í Háskólaráði. Verður kosið um tvo þeirra núna af sérstök- um framboðslistum. Meirihluta í Stúdenta- ráði mynda nú 12 menn af lista Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta og fjórir menn undir merki félagsins Stígandi sem klufu sig úr félagi Umbótasinnaðra stúdenta við stjómarmyndun síðastliðið vor. Að þessu sinni er um þijá lista að velja, Félags umbóta- sinna, Vinstrimanna og Vöku. Blaðamaður átti ræddi við efstu menn af framboðslistun- um og birtast viðtölin hér á síðunni. Sveinn Andri Sveinsson fyrsti maður á lista Vöku: Stúdentaráð verði áfram vettvangur faglegrar hagsmuna- baráttu „Kosningarn- ar fela að mínu mati í sér uppgjör á milli gamla og nýja tímans," sagði Sveinn Andri Sveinsson efsti maður á lista Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta. „Gamli tíminn er sú tíð þegar Stúdentaráð var pólitísk stofnun slitin úr tengslum við hinn almenna stúd- ent. Nýi tíminn.er sú stefna, sem verið hefur við lýði í Stúdentaráði síðasta kjörtímabil þar sem rekin hefur verið öflug, fagleg- og um- fram allt árangursrík hagsmuna- barátta. Um þessi sjónarmið kjósa nemendur á morgun." Sveinn sagði aðallega tvær ástæð- ur fyrir því að Vaka setti þetta sjónarmið á oddinn. í fyrsta lagi væri fyrirsjáanlegt að átök yrðu við stjómvöld um Lánasjóð námsmanna. Forsenda þess að ná árangri í þeirri rimmu væri samheldni stúdenta. „Við teljum okkur ekki geta náð því marki nema að umræðu í Stúdentaráði verði lyft upp yfir pólitískt dægurþras sem bíður einungis upp á sundrung," sagði Sveinn. „í öðru lagi er það eitt helsta vandamál Stúdentaráðs hversu mikið andvaraleysi hinn almenni stúdent virðist sýna störfum þess og veiti því lítið aðhald. Orsökin er án efa það pólitíska yfirbragð, sem ráðið hefur haft á sér. Þessu við breyta. Okkar hugsjón er sú, að Stúdenta- ráð verði í framtíðinni eins og hvert annað faglegt hagsmunafélag, þar sem vinna er lögð í hagsmunamálin í stað þess að karpa um dægurmál. Eina leiðin til þess að sú hugsjón verði að veruleika, er að stúdentar mæti á kjörstað og kveði upp sinn endanlega úrskurð." Um árangur meirihlutans á liðnu kjörtímabili nefndi Sveinn stórátak sem gert hefði verið í húsnæðismál- um. Stefnt væri að því að flutt yrði inn í fyrstu íbúðimar í nýjum hjóna- görðum á næsta ári. Þá hefði Félagsstofnun sótt um leyfi til að byggja stórt dagvistarheimili. Þegar það risi muni dagvistarrými fyrir böm stúdenta stóraukast. „Það hefur verið mál manna að Stúdentablaðið hafi sjaldan verið læsilegra en einmitt í vetur. Það verð- ur áfram stefna okkar að hafa blaðið skemmtilegt og fræðandi en ekki neinn áróðurssnepil," sagði Sveinn. „Helsta gagnrýni andstæðinga okkar hefur raunar verið að starfsemi Fé- lagsstofnunar skili hagnaði. Um hana er það að segja að þennan gróða má rekja til þess reikningsárs er Vinstri- menn voru í meirihluta. Við höldum fast við þá stefnu að hallarekstur eigi ekki að vera á rekstrareiningum Félagsstofnunar. Því lögðum við matsöluna niður að þar var stöðugur halli og aðeins örfá- ir notuðu sér þjónustuna. Það er út í hött að meirihluti stúdenta greiði niður mat annarra." Um það sem framundan væri í hagsmunabaráttu námsmanna sagði Sveinn að brýnast yrði að fá fram leiðréttingu á upphæð námslána. Hún ætti réttilega að vera um 26.000 krónur ef „frystingin" svonefnda hefði ekki komið til. „Frystingin átti sér stað í stjómartíð meirihluta Vinstrimanna," sagði Sveinn. „Hún var síðan afnumin eftir að núverandi meirihluti tók við. Hvaða töfrbrögð- um Vinstrimenn hyggjast beita til að ná fram leiðréttingu, sem þeir ekki gátu galdrað fram á sínum tíma, veit ég ekki.“ Sveinn sagði að bylting hefði orðið í ýmsum málaflokkum stúdenta á liðnum vetri. Hátíðahöld á fyrsta des- ember hefðu verið endurreist með samvinnu deildarfélaganna. Þau væru því ekki lengur pólitísk eins og tíðkast hefði um árabil. „Stefna okk- ar er að eiga sem besta samvinnu við deildarfélögin og efla þannig sam- stöðu innan Háskólans," sagði hann. Valborg Snævarr efsti maður á lista Vöku til Háskóla- ráðs: Gott sam- starf og traust gildir mestu „Stúdentar eru i minni- hluta innan háskólaráðs. Þar gildir mestu að ná góðu sam- starfi og ávinna sér traust. Því miður hafa verið brögð að því á undanförnum árum að stúdentar í ráðinu hafi lent í andstöðu við meirihluta þess,“ sagði Valborg Snævarr efsti maður á lista Vöku til Háskólaráðs. „Háskólaráð er æðsta stofnun skólans og valdsvið þess er ákveðið í lögfum. Hlutverk okkar fulltrúa er að standa vörð um.hagsmuni stúd- enta. Við munum leitast við að bera fram tillögur sem bæta stöðu þeirra gagnvart yfirvöldum og kennurum. Þetta næst ekki með andstöðu heldur jákvæðu hugarfari," sagði Valborg. Af einstökum stefnumálum nefndi hún að samstarf háskólans við aðila utan skólans og sala á þjónustu há- skólafólks hlyti að vera nemendum í hag. „Vinstri menn hafa reynt að koma vondu orði á þessa sjálfsögðu þróun. Eins og málum er komið í dag getur Alþingi með fjárveitingavaldi sínu algjörlega stjómað skólanum, en ein leið úr þeim fjötrum er að hann skapi sér fleiri tekjustofna," sagði Valborg. Ástráður Haralds- son efsti maður á lista Vinstrimanna til Háskólaráðs: Ekki djúp- stæður ágreiningur um stefnu innan ráðs „Ólíkt kosn- ingum til Stúdentaráðs snúast kosn- ingar til Háskólaráðs ekki um af- stöðu stúdenta til einstakra mála, nemend- ur velja fremur um persónur og þá grundvallar lífsskoðun sem þeir hafa,“ sagði Ástráður Haraldsson efsti maður á lista Vinstrimanna til Háskólaráðs. „Það er ekki djúp- stæður ágreiningur á milli fylking- anna varðandi stefnu stúdenta i ráðinu og okkur er enginn akkur í þvi að búa hann til. Samstarf stúdenta innan ráðsins hefur i'ram til þessa verið gott og ég stefni að viðhalda því.“ Ástráður sagði að stúdentar hlytu að beita sér fyrir því sækja hlut skól- ans gagnvart ríkisvaldinu af meiri hörku. Skólinn hefði í raun búið við fjársvelti og stefna stjómvalda væri að skera fjárframlög niður enn frek- ar. „Vinstri menn leggja á það áherslu að þetta er ekki einangrað vandamál Háskólans, heldur angi af þeim vanda sem hijáir menntakerfíð í landinu. Engin heildarstefna er til og mikið starf fyrir höndum að móta hana.“ Ástráður sagði það eitt helsta bar- áttumál að koma á fót Háskólaút- gáfu. Það væri ekki aðeins um hagsmuni nemenda að tefla heldur ekki síður kennara. „Innan skólans ríkir algjört ófremdarástand í útgáfu- málum. Kennarar em að bisa' við þetta hver í sínu homi og fá engin ritlaun fyrir. Ég vonast til að sterk Háskólaútgáfa geti orðið skólanum lyftistöng og tekjulind," sagði Ást- ráður. Runólfur Ágústsson efsti maður á lista Vinstrimanna: Sjaldan verið brýnna að stúdentar veiti yfir- völdum aðhald „Við teljum að núverandi meirihluti hafi rekið varnar- baráttu og ekki sótt hlut stúdenta gagnvart yfir- völdum menntamála," sagði Runólfur Ágústsson efsti maður á lista Vinstrimanna. „Þessi stefna hefur borið lítinn árangur. Það að frumvarp menntamálaráð- herra sofnaði er ekki meirihlutan- um að þakka heldur upphlaupi Finns Ingólfssonar sem rekja má til kosningaskjálfta innan Fram- sóknarflokksins." Runólfur sagði það skoðun Vinstri- manna að lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna frá árinu 1982 væri ekki framfylgt. Vantaði 20% upp á að stúdentar fengju það lán sem þeim bæri. Su skerðing næmi 5303 krónum á mánuði. Það yrði því eitt af markmiðum listans að sækja þenn- an skerta hlut og færa námslán að almennum launum í landinu. „Þar sem allt útlit er fyrir að hægri öflin taki völdin í landinu eftir næstu. Alþingiskosningar, annnaðhvort með myndun hægri stjómar í núverandi mynd eða Viðreisnar hljóta stúdentar að þurfa að veijast árásum á hags- muni sína,“ sagði Runólfur. „Við höfnum alfarið hugmyndum sjálf- stæðismanna og Alþýðuflokks um vexti á námslán. Það hefur sjaldna verið brýnna að Stúdentaráð veiti yfírvöldum aðhald.’ { núverandi landslagi stjómmála inn- an háskólans em vinstri menn einir um að geta það því hægrimenn í Vöku em ekki færir um að veita hægri mönnum í menntamálaráðu- neytinu aðhald.“ Rúnólfur sagði Vinstri menn andvíga því að reka Félagsstofnun stúdenta með gróðarsjónarmiðið eitt í huga eins og nú væri gert. „Meiri- hlutinn hefur lagt niður þær rekstrar- einingar sem ekki bera sig, eins og Matsöluna og Stúdentakjallarann. Við teljum rangt að á meðan heildin skilar hagnaði séu einingar sem ekki bera sig lagðar niður," sagði hann. Aðspurður hvort stuðningsyfírlýs- ing Lám V. Júlíusdóttur frambjóð- anda Alþýðuflokksins til Alþingis í kosningariti Vinstrimanna táknaði að listinn væri meðmæltur stefnu for- ystumanna flokksins í lánamálum stúdenta sagði Runólfur að svo væri ekki. „Þeir sem veittu' okkur þessar stuðningsyfírlýsingar koma fram sem einstaklingar. Með því em þeir að lýsa yfir að nauðsynlegt sé að Stúd- entaráð veiti menntamálaráðherra aðhald og að vinstri mönnum sé best treystandi til þess. Ég lýt svo á að Lára og Guðmundur Ami Stefánsson séu með þessu að lýsa sig ósammála þeirri stefnu sem Jón Sigurðsson boðaði á fundi um lánamál með stúd- entum í Háskólabíói," sagði Runólfur. Hann svaraði spumingu um hvort Stúdentaráð ætti að taka afstöðu til þjóðfélagsmála játandi. „Ég lít svo á að við getum ekki grafíð skurð í kringum Háskólalóðina og lokað aug- unum fyrir því sem er að gerast í þjóðfélaginu," sagði Runólfur. „At- burðir á vettvangi þess geta skipt stúdenta mjög miklu máli. Stefna núverandi meirihluta hefur hinsvegar verið að hafna allri pólitík í Stúdent- aráði og segjast þeir líta á það sem stéttarfélag nemenda. Við getum ver- ið sammála um það, en ágreiningur- inn snýst þá um hlutverk stéttarfé- laga. Ég get nefnt sem dæmi að núver- andi meirihluti vísaði frá ályktun til stuðnings kjarabáráttu BHMR á þeirri forsendu að hún kæmi stúdent- um ekki við. Þar sem flestir stúdentar munu ganga inn í það stéttarfélag að loknu námi og kennarar þeirra eru aðilar að því teljum við að þessi kjara- bárátta snerti okkur mjög mikið.“ Runólfur sagði að fímm fulltrúar Vinstrimanna í stúdentaráði hefðu nú lokið kjörtímabili sínu. í þeirra stað hyggðist listinn ná inn sjö mönn- um. Fulltrúatalan yrði þá 15 og Vinstri menn því í aðstöðu til að geta ráðið meirihlutanum. „Þannig tryggj- um við að umbótasinnar verði að semja við okkur því reynslan sýnir að þeim hættir að síga til hægri," sagði Runólfur. Ágúst Ómar Ágústs- son efsti maður á lista Félags umbóta- sinnaðra stúdenta: Yiljum stilla öfgar í stjórnmálum stúdenta „Helsta bar- áttumál umbótasinna er að standa vörð um lána- sjóð náms- manna. Við stöndum ein- örð gegpi hugmyndum um vexti eða þak á námslán sem nefnd á vegum menntamálaráð- herra lagðj fram sem _ kunnugt er,“ sagði Ágúst Ómar Ágústsson efsti maður á lista Félags umbóta- sinna til Stúdentaráðs. „Markmið framboðsins verður sem áóur að stilla þær öfgar sem verið hafa við liði í stjórnmálum stúdenta. Tveggja flokka kerfið gengur ein- faldlega ekki upp.“ Agúst sagði að húsnæðismál stúd- enta væru ofarlega á stefnuskrá Jk.x. ÍMBMS Js*t. f.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.