Morgunblaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1987 Blómlegt og fjölbreytt atvinnu- líf undirstaða alls annars eftir Sigurð E. Haraldsson Hér fer á eftir ræða Signrðar E. Haraldssonar, formanns Kaupmannasamtaka Islands, á aðalfundi samtakanna laugar- daginn 7. mars sl., en Sigurður lét af formennsku á fundinum: „Herra fundarstjóri, virðulegu aðalfundarfulltr., ágætu gestir. Tvennt telst til nýmæla varðandi þann aðalfund Kaupmannasamtaka Islands, sem nú er haldinn. Fýrst ber að geta þess að ekki hefur áður verið efnt til aðalfundar samtak- anna utan Reykjavíkur. og þá má með sanni segja að ekki sé í kot vísað. Hið víðfeðma Ámesþing hef- ur orðið fyrir valinu. Innan vébanda þess eru þeir staðir, sem rísa hæst í sögu lands og þjóðar. Nægir þar að nefna Þingvöll, Skálholt og Haukadal. En Ámesþing geymir einnig innan endimarka sinna nokk- ur fegurstu djásn, sem land okkar skartar. Hver þekkir ekki Geysi, Gullfoss og enn ber að nefna Þing- velli. Hvar sem væri um víða veröld myndu slík náttúruundur nægja til að bregða töfrabjarma á umhverfið. Og nú eru risin af grunni hér í Hveragerði glæsileg húsakynni, þau sem við nú gistum. Þannig fer sam- an ytri glæsileiki héraðsins og sögufrægð og hús og búnaður, sem hér býðst og stofnað er til af stór- hug og bjartsýni. Ánnað sem ég vil vekja athygli á er, að á þessum fundi þarf að líta til baka yfir tveggja ára tímabil, frá því síðasti aðalfundur var haldinn. Það er í fyrsta sinn í sögu samtaka okkar að tvö ár hafa liðið milli aðal- funda. Þessi breyting er samkvæmt nýjum ákvæðum í lögum Kaup- mannasamtakanna. Fjölmargt hefur við borið á þessum tveim árum, sem nánari grein verður gerð fyrir síðar á fundinum. Þegar þess var minnst á Þingvöll- um árið 1974 að ellefu aldir voru liðnar frá því er sögur herma, að föst búseta hófst í landinu, sagði dr. Kristján Eldjám forseti m.a. í hátíðarræðu: „Landnámsöld hin nýja hófst á síðastliðinni öld og hún stendur enn og hún mun lengi standa. Landið er enn lítt numið. Það er ekkert óhæfilegt stærilæti eða hátíðaglam- ur, þótt ég leyfi mér að segja, að kynslóð vor sé í landnámshug eins og vorir fomu feður sem námu landið óbyggt. Sá hugur beinist inn á við, að voru eigin landi og þjóðlífi. Islendingar eru elskir að landi sínu og vilja miða framtíð sína við það. I huga vor flestra lifir sama tilfinn- ingin og í orðum hins forna land- könnuðar: Gott land höfum vér fengið kostum. Hér er fagurt og hér vildi ég bæ minn reisa. Vér óskum oss ekki annars lands feg- urra eða betra. En hins óskum vér að oss auðnist að gera þetta heim- kynni vort enn fegurra og enn betra. Að því beinist landnáms- hugur vor.“ Síðar í sömu ræðu drepur dr. Kristján forsetv á fjölmargar at- hafnir landsmanna, hann minnir á orkuveitur, landgræðslu, sam- göngubætur á landi og sjó, fisk- rannsóknir og fleira en segir síðan: „Vér getum á þessari hátíðar- stundu horft á þetta allt sem framhald þess verks, sem hafið var fyrir ellefu öldum, en allt skal það vísvitandi þannig gert, að ekki verði á kostnað landsins. Landið og haf þess eru uppspretta lífsbjargar vorrar, en það er miklu meira. Vér erum einnig að nema landið oss til yndisauka og lífsfyllingar, jafnvel jöklana og eyðisandana. Þetta land er heimkynni vort og viðhorf vort til þess skal vera að varðveita það sem hamingjuvænlegan bústað fyr- ir aldna og óboma." Hér lýkur tilvitnun í ræðu dr. Kristjáns Eldjáms. Sú landnámstíð. sem hann, fyrir tæpum þrettán ámm lýsir svo vel að yfir standi, stendur að sjálfsögðu enn. Því skyldi enginn gleyma. Vísast er það nokkuð með ýmsum hætti, hvað menn sjá athafnir okk- ar á síðustu áratugum hinnar tuttugustu aldar í samhengi og framhaldi af viðleitni og starfi þeirra, sem á undan okkur þreyttu gönguna. Minnumst þess að afar okkar og ömmur þekktu á sinni tíð hina erlendu kaupmenn, sem þá vom á lokaskeiði þess þyrnum stráða kapítula í sögu lands okkar og þjóðar. Svo skammt er síðan verslunin komst í hendur lands- manna sjálfra. Saga þeirrar baráttu verður ekki rakin hér. Á okkar dög- um láta ýmsir svo, að nú sé tími tii kominn að flytja verslunina aftur úr landinu, að einhveijum hluta. Kannski ættu þeir sem gera um slíkt skipulegt átak, forráðamenn flugfélaga og ferðaskrifstofa, að rifla upp málflutning Jóns Sigurðs- sonar forseta og annarra, sem bám hita og þunga baráttunnar á sínum tíma, þeirrar baráttu að tekjur af verslun landsmanna yrðu til í landinu sjálfu. Að slíkt væri ein meginforsenda þess að gott mannlíf þróaðist í landinu. í grein sem birtist í Andvara, tímariti Hins íslenska þjóðvinafé- lags, árið 1944 eftir dr. Þorkel Jóhannesson síðar prófessor gerir hann afskipti Magnúsar Stephensen síðar yfirdómara af verslunarmál- um íslendinga við lok átjándu aldar og upphaf hinnar nítjándu að um- ræðuefni, þ.e.a.s. á ámnum 1795—1816. Þetta tímabil kom í kjölfar þess að slakað var á verslun- arhöftum í orði kveðnu, eftir að konungsúrskurður var gefinn út 18. ágúst 1786. Efalaust kemur sú dagsetning ýmsum kunnuglega fyr- ir sjónir og minnast þess, að þann sama dag öðluðust Reykjavík og fleiri kaupstaðir kaupstaðarréttindi. Þess var minnst á liðnu ári að 200 ár vom þá liðin frá veitingu kaup- staðarréttinda þessara, eins og öllum er efalaust í fersku minni. Umgetinn konungsúrskurður um verslunarmál tók gildi í byijun árs 1788. Vonir sem bundnar vom við þáttaskil í framhaldi af úrskurði konungs á þessum tíma rættust í óverulegum mæli. Tímamótin vom aftur á móti hinn 15. apríl 1854, þegar verslun í landinu varð í raun fijáls. I lok greinar sinnar um Magnús Stephensen og verslunarmálin birtir dr. Þorkell Jóhannesson hluta úr bréfí, sem Magnús ritar Bjama Thorsteinssyni til Kaupmannahafn- ar. Magnús hefur þá frétt af málalyktum, þeim að í raun hefur lítið breyst og barátta hans öll til lítils unnin. Vonbrigðin em sár og koma fram í bréfinu. Það er von- svikinn baráttumaður sem skrifar: „Það má einu gilda, hvað menn hafa spáð Islandi mikilli velgengni, svona á pappírnum, við þá skipan verslunarmálanna, er nú hefur ver- ið gerð. Hversu mikið, sem ritað er og rökrætt um djúpvisku þessar- ar ráðstöfunar, er ég, og svo allir Islendingar hér, fullvissir þess, að oss endist ekki aldur til þess áð sjá þessar ónáttúrlegu vonir rætast... Vér höfum sem nauðafátæk þjóð, stynjandi langa hríð undir kaup- þrælkunaroki, vakið undmn ann- arra þjóða með þrautseigri þolinmæði vorri. Svo sem hlýðin þjóð og konungholl, stillt og full trúnaðartrausts andvörpum vér, þegar oss er fluttur boðskapur þessi: Verði þinn náðugi vilji." Skáldið Einar Benediktsson segir í ljóði sínu Aldamót: Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja, án fræðslu þess liðna sést ei, hvað er nýtt. Það sakar ekki, góðir fundar- menn, að líta til liðins tíma. Af því má margt læra og saga verslunar Sigurður E. Haraldsson Það hefur komið fram hjá forystumönnum Kaupmannasamtak- anna að undanförnu, að kaupmenn hafa gengið svo nærri þjónustu- gjöldum sínum í hinni hörðu verðsamkeppni að lengra verður ekki komist í þá átt. Það gefur því augaleið að menn beina sjónum í aðrar áttir, og- þá eink- um að aðf öngum hvers konar. í þessu landi ætti að verða öllum, sem nú koma þar við sögu, hvatn- ing til átaka. Jafnframt hlýtur upprifjun sú, sem ég hef hér gert í örstuttu máli, að vera umhugsun- arefni ýmsum þeim sem telja það málstað sínum til framdráttar að gera þessa mikilvægu atvinnugrein að bitbeini. Sannleikurinn er auðvit- að sá, að verslunin er einungis síðasta stig margvíslegrar fram- leiðslu. Rógur um verslunarstéttina á landi hér hefur varla orðið neinum til framdráttar eða álitsauka. Þó er það svo, að stjórnvöld sjá ástæðu til að haga skattlagningu með þeim hætti að mismuna þessari atvinnu- grein með ýmsum hætti. Sérskött- um á húsnæði verslunar viðgengst, laun verslunarfólks eru sérsköttuð. Lánasjóðir til hagsbóta verslunar- rekstri þekkjast ekki í sama formi og önnur atvinnustarfsemi nýtur. Svo mætti lengur telja. Ég hef sagt áður í ræðu á aðal- fundi Kaupmannasamtakanna að íslendinga skorti metnað, þegar skapa þarf hagstæð skilyrði til at- vinnurekstrar í landinu. Á allra síðustu misserum hefur orðið á þessu breyting, sem ber að fagna. Blómlegt og fjölbreytt atvinnulíf ^r undirstaða alls annars, sem menn vilja sjá þrífast og dafna. Á allra síðustu dögum hefur mátt sjá frá því sagt, að afkoma í smásöluverslun væri góð og betri en áður. Þessar upplýsingar eru sagðar frá Þjóðhagsstofnun komn- ar. Fullyrðingar af þessu tagi eru ekki tímabærar, á meðan rekstrar- útkoma liggur ekki endanlega fyrir. Víst skyldi ég fagna því fyrstur manna, væri góð afkoma í verslun staðreynd. Eins og bent hefur verið á í umræðum um þessi mál kemur bættur hagur í verslun mörgum til góða, ekki síst þeim stóra hópi sem hefur lífsframfæri af störfum í smásöluverslun. Sá hópur hefur um langt skeið borið fremur skarðan hlut frá borði, laun verslunarfólks hafa löngum verið naumt skorin. Á það má minna að meirihluti kaup- manna er leiguliðar, sem sæta oft þungum kostum þegar samið er um húsaleigu. Ég mun ekki gera mörg einstök mál, sem að hefur verið unnið á liðnum tveim árum, að umræðuefni í þessum orðum. Af skýrslu fram- kvæmdastjóra hér á eftir munuð þið sjá, að mörg jám hafa verið í eldinum. Og af reikningsskilum gjaldkera munuð þið einnig sjá að fjárhagur samtakanna stendur traustum fótum. Ég tel að fráfar- andi stjóm skili þeim sem við taka góðum arfí. Snemma á starfstíma fráfarandi stjómar var ráðinn til starfa á veg- um samtakanna hæfur maður, sem hefur haft það að aðalstarfí að sinna og efla eftir mætti félagsstarf kaup- mannafélaganna, bæði hér í þétt- býlinu og annars staðar, sem standa að Kaupmannasamtökunum. Störf Hreins Sumarliðasonar erindreka hafa reynst giftudijúg og sérlega góð viðbót við þá margvíslegu starf- semi sem fyrir var. Á liðnu ári gerðust þau ánægjulegu tíðindi að kaupmannafélög em nú starfandi um allt land. Yngsta félagið er raunar félag heimamanna hér á Suðurlandi, sem stofnað var á Sel- fossi, og fundarstjóri á þessum fundi, Kolbeinn Kristinsson, veitir forystu. Ég hef ekki minnstu efasemdir um mikilvægi þess, að slík félög kaupmanna séu til staðar. Ég er einnig þeirrar skoðunar að einka- verslunin hafí sóknarfæri nú, sem nýta beri. Samtök kaupmanna eru réttur vettvangur til umfjöllunar um hvers kyns málefni kaupmanna. Kaupmenn í þéttbýlinu við Faxaflóa hafa sýnt skilning á því að mynda órofa heild með starfsbræðrum sínum, hvar sem er á landinu. Góðir fundarmenn: I upphafsorð- um á þessum aðalfundi mun ég ekki, eins og ég hef áður drepið á, ræða einstök mál sem fram- kvæmdastjóm hefur haft til meðferðar eða ráðið til lykta á liðn- um tveim árum. Það er þó næsta óhjákvæmilegt að minnast nokkr- um orðum á það sem kalla mætti mál málanna, eins og þróunin hefur orðið í kjölfar afnáms verðlags- ákvæða og mjög harðnandi sam- keppni á hinum þrönga markaði í landi okkari Það hefur komið fram hjá forystumönnum Kaupmanna- samtakanna að undanfomu, að kaupmenn hafa gengið svo nærri þjónustugjöldum sínum í hinni hörðu verðsamkeppni að lengra verður ekki komist í þá átt. Það gefur því augaleið að menn beina sjónum í aðrar áttir, og þá einkum að aðföngum hverskonar. Augljóst virðist að svo verði áfram. Kaup- mannasamtökin hljóta að hafa forystuhlutverki að gegna um alla málsmeðferð hér eftir sem hingað til. Vekja má athygli á lærdómsrí- kri ferð sem hópur matvörukaup- manna fór að tilstuðlan FÉLAG íslenskra bifreiðaeig- enda hefur i samvinnu við Ferðaskrifstofu ríkisins og Flug- leiðir ákveðið að bjóða upp á námskeið fyrir ferðalanga sem hyggjast aka um Evrópu, en sá ferðamáti verður sífellt vinsælli. Helstu þættir sem námskeiðið spannar eru: 1. Undirbúningur ferðar, 2. Fjár- hagsáætlun, ferðakostnaður og tryggingar, 3. Skipulagning, áfangaskipting og gististaðir, 4. Notkun korta og upplýsingaöflun, 5. .Upprifjun almennra reglna og kynning helstu sérákvæða erlendis, 6. Akstur á hraðbrautum og í þétt- býli erlendis, 7. Nokkrar hagnýtar ráðleggingar, 8. Kynning. Fyrirhugað er að halda nám- skeiðin á þriðjudagskvöldum og á laugardögum í Reykjavík, á Akur- Kaupmannasamtakanna til Noregs og Danmerkur á sl. ári. Sú ferð leiddi menn í margvíslegan sann- leika. Ýmsir viðmælenda okkar í þessari ferð létu svo ummælt, að ef einstakir kaupmenn tækju ekki þátt í samstarfí um kaup á að- föngum til verslana sinna, í því augnamiði að ná hagstæðum skil- málum, gætu þeir eins vel axlað sín skinn strax. Staða þeirra án sam- starfs væri dauðadæmd. Eftir að heim kom úr þessari ferð höfum við látið heyra frá okk- ur. Því er ekki að leyna að af ráðnum hug beittum við hvössum orðum til að vekja athygli á því sem betur má fara að okkar mati. Það sem máli skiptir er að málefnalegar umræður fylgi í kjölfarið. Við höf- um þegar átt viðræður við stór- kaupmenn um þessi mál. Kaupmenn sjálfir standa raunar þannig að vígi, að þeir ráða sjálfír fyrirtækjum í heildsöludreifíngu, sem nú þarf að styrkja eins og föng eru til. Kaupmannasamtökin hafa frá upphafí verið samningsaðili um- bjóðenda sinna í ótölulegum málum við stjómvöld ríkis og sveitarfélaga. Sú skipan mun haldast áfram. En nú hlýtur meginviðfangsefni sam- takanna að verða að fjalla um hvers konar fagleg málefni, sem varða félagsleg og rekstrarleg vandamál og snúa að kaupmönnum. Aldrei í sögu samtakanna hefur svo stór hópur þétt raðir sínar innan vé- banda Kaupmannasamtakanna. Þessi fjölmenni fundur er glöggur vitnisburður um þann styrk sem í samtökum okkar býr. Herra fundarstjóri. Ég mun nú senn ljúka máli mínu. Ég á að baki fjögurra ára setu sem formaður Kaupmannasamtaka ís- lands. Það er margs að minnast á þessum árum. Ég hef ekki þurft að kvarta undan verkefnaskorti í þessu starfí. Ég á fjölmörgum þökk að gjalda: Ykkur starfsbræður mínir, starfsfólki á skrifstofu, ótölu- legum fjölda manna, sem ég hef átt samskipti við um málefni kaup- manna. Þorri þessa alls skilur eftir ljúfar minningar um gott fólk, heið- arlegt og drengilegt. Ég leyfí mér að þakka sérstaklega Guðjóni Odds- syni kaupmanni, sem setið hefur með mér í framkvæmdastjórn þessi fjögur ár, hin síðari tvö sem vara- formaður. Um einlægni hans og drenglund mætti hafa mörg orð, en þau bíða betri tíma. Þess ber að geta að ég tjáði kjörnefnd sam- takanna á sl. ári, að ég gef ekki kost á mér til endurkjörs formanns. Ég hef áður í þessum orðum minnt á Aldamótaljóð Einars Bene- diktssonar skálds. Má ég gera orð hans, sem tekin eru úr Aldamóta- ljóðum, að lokaorðum mínum: Sjálft hugvitið, jiekkingin hjaðnar sem blekking, sé hjarta ei með sem undir slær. Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa, á guð sinn og land sitt skal trúa. Ég óska aðalfundi Kaupmanna- samtaka íslands 1987 velfarnaðar í starfí." eyri, Egilsstöðum og ísafirði. Samráðsaðili er Umferðarráð, en umsjón og kennslu annast Guð- mundur Þorsteinsson námsstjóri og Hilmar Viktorsson viðskiptafræð- ingur. Einnig verða til kvaddir á námskeiðin gestir sem áður hafa ekið erlendis og segja frá reynslu sinni. Fyrsta námskeiðið verður í Reykjavík 14. mars, en hámarks- fjöldi þátttakenda er 30 hveiju sinni. Innifalið í námskeiðsgjaldi eru vegakort og létt máltíð meðan á námskeiði stendur. Námskeiðs- gjaldið er 900 kr., en 700 kr. til félagsmanna FÍB. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Félagi íslenskra bifreiðaeig- enda, á söluskrifstofum Flugleiða, Ferðaskrifstofu ríkisins og Austfar hf. á Seyðisfirði. Námskeið fyrir þá sem ætla að aka um Evrópu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.