Morgunblaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1987 41 ■- * 1 y'^y 'S. , Eftir nauðlendinguna á Nova Scotia. í annan stað er bók Beryl Mark- ham, útgefin í Bandaríkjunum 1942, merkileg og vel skrifuð og vísast hér til orða sjálfs Emest Hemingway í bréfí til vinar síns, þar sem hann bendir honum á að lesa bók Markham, sem hann seg- ist vera allvel kunnugur frá ferðum sínum í Afríku. „Ég bjóst ekki við því að hún vætti penna bleki til annars en að skrifa í flugmannsdag- bókina sína," segir Hemingway. En hann segir hana afburða góðan rit- höfund, svo aftur sé vísað til hans eigin orða: „Ég vildi að þú kræktir þér í bókina og læsir hana, því hún er skrambi góð.“ New York Herald Tribune segir við útkomu bókarinnar, að hún sé meira en ævisaga. Hún spegli til- finningar skáldsins fyrir landinu, viðbrögð ævintýramannsins við lífínu og vangaveltur heimspekings- ins á manneskjunni. Beryl Markham fæddist á Eng- landi 1902, en faðir hennar tók hana með sér til Austur-Afríku árið 1906. Þar gerðist hann stórbóndi og hrossaræktarmaður (veð- hlaupa-hrossa) og nokkuð ævin- týragjarn. Þama ólst Beryl Markham upp á meðal bama Murani-ættflokksins í Kenýa. Hún fylgdi föður sínum í þrotlausri baráttu við að rækta villt- ar sléttur Afríku, þannig að þar mætti stunda arðbæran landbúnað og svo átti hestamennskan hug hennar allan í mörg ár. Hún lýsir lífinu þar af alúð og með líflegu ivafi á atburðum og sögulegum blæ. Síðan leggur hún út í flugnám og 1931 eignast hún eigin smáflug- vél, sem hún svo stundar póstflug með og ýmislegt annað svo sem „safari" og sjúkraflug tii afskekkt- ustu staða í Súdan, Tanganyka, Kenýa og Ródesíu. Hún kveður svo Afríku um sinn með því að fljúga vélinni sinni alla leið til Englands, fýrri hluta árs 1936, og ferðafélagi hennar þangað var Baron Blixen fyrrverandi eiginmaður Karen Blix- en, rithöfundarins fræga. Eftir það flýgur hún svo vestur- flugið sitt í Percival Vega Gull- flugvél, sem Lord Carberry fékk henni til afnota og studdi hann flug hennar einnig fjárhagslega að öðm leyti. John Evans Carberry lávarður, J.C., eins og hann var nefndur á meðal vina, var mikill vinur Mark- ham og nágranni hennar í Kenýa. Hans er meðal annars getið í bók Karen Blixen, „Breve fra Afrika 1914—31“. Þar er sagt frá því er hann horfír á þann sorglega atburð Glæfralegt Atlantshafsfiug'. Enska hefðarfrúin Beryl Markham lagði af stáð ein íj flugvjel frá Englandi til Ame- ríku í gærkvöldi þrátt fyrir að veðurútlit væri slæmt og er ferðalag hennar talið mesta fífldirfska. Engin loftskeytatæki <-ru 5 flugvjelinni. I dag kl. 4 kom fregn um að sjest hefði til flug- vjelar hennar yfir New Found- landi og síðar að hún hefði orðið að nauðlenda nálægt St. Jöhn í New. Brunswick, en sú frjett þykir mjög vafasöm. Frú Markham er fyrsta kon- an sem hefir flogið yfir At- Iantshaf frá austri til vesturs ein síns liðs. (Samkv. einkask. og FÚ. í gær.) Fréttin í Morgunblaðinu 6. september 1936. að komung eiginkona hans ferst á æfingaflugi við Nairobi-flugvöll í einkaflugvél sinni 12. mars 1928. Næstsíðasti kafli bókar Mark- ham fer hér á eftir, og hefí ég lauslega þýtt hann. Það vekur furðu manns hversu mikið hún teflir á nætur- og jafnvel blindflug, þar sem hún er trúlegast ekki mjög vön því. Þama virðist það vera vilji sem þarf öðm fremur. Beryl Markham segir á einum stað í bók sinni: „Þegar ég löngu seinna, eftir að hafa flogið mörg flugin frá Nairobi til Nungwe, Tri- poli eða Zanzibar, eða til einhverra afkima Austur-Afríku, flaug svo yfír Norður-Athlantshafíð frá austri til vesturs, varð það tilefni stórra fyrirsagna í heimspressunni og Iúðrar vom þeyttir, en fyrir sjálfri mér varð undirbúningurinn að mörgum andvökunóttum. Og man ég vel hve pressan sparaði ekki feita letrið. Flug mín í Afríku þóttu hinsveg- ar ekki fréttnæm, en þau vom mér þó meira virði en allt annað — Afríka var mín móðir." Beryl Markham lést í Nairobi, Kenýa sl. sumar 83 ára að aldri. Tvær minútur frá vísum dauða. „Ekki aftur fyrir miljón £!“ FEÁ FRJETTARITAKA VOEOM KHÖFN 1 GÆR. Eftir að Beryl Markham, ■ hefðarfrúin, sem fyrst kvenna varð til þess að fl.iúga ein í flugvjel frá austri til vesturs yfir At- lantshaf var komin til New York, ljet hún svo um mælt: T eg geri það ekki aft- ur, að fljúga þessa leið þó mjer bjóðist miljón í sterlingspund- n. Ei' tensínið hefði þrot- ið tveim mínútum fyr, þá gat ekki öðruvísi far- 'ið en að jeg hefði hrap- |að og druknað í öldum [Atlantshafsins. ' FRAMH. Á SJÖUNDU SfÐU. Morgunblaðsfréttin 8. september. Kafli XXIII Vestur með nóttinni í draumum mínum talar fólk yfír- leitt hægt og hljóðlega. Þannig var líka röddin í símanum, sem vakti mig og talaði til mín frá Elstree einn morgun í september nítján hundruð þijátíu og sex og sagði mér að yfír vesturströnd Englands og írska hafínu væri þungbúið veð- ur, rigning og vindasamt. Miðsvæð- is á Norður-Atlantshafínu væri góðviðri en aftur á móti þokukennt loftið út af ströndum Nýfundna- lands. Ef þú ert enn staðráðin í að fara Atlantshafsflugið þitt, sagði röddin í símanum, álíta flugmála- yfírvöld að veðurútlitið gerist vart betra þetta seint á árinu fyrir svo langa flugleið. Eitthvað fleira fylgdi nú með þessari orðsendingu, en skipti víst ekki meginmáli. Og þar sem ég ligg nú hér milli svefns og vöku í rúminu og velti fyrir mér fram og aftur tilurð þessarar glæfraákvörðunar, komst ég að þeirri niðurstöðu einni, að annað- hvort myndi ég á morgun hafa flogið yfír Atlantshafið, eða ekki. „Nei, það er ekkert vit í því að sofna aftur, það gæti eftirá breytt ákvörð- un minni.“ Ég lá þarna og starði á fábreytileika herbergisloftsins frek- ar í ákefð en einbeitni, í fífldirfsku fremur en hugrekki. „Það neyðir þig enginn útí þetta,“ sagði ég við sjálfa mig. Ekkert er þó verra sjálfs- virðingunni en að hopa frá eigin ákvörðun. Hvers vegna að taka áhættuna, hafa margir spurt. Ég hef aðeins getað svarað: „Hvers vegna ekki?“ Það er flugmanninum jafn eðlislægt að fljúga eins og það er sjómanninum að sigla. Ég hefi þó að baki mér um 400 þúsund kflómetra flogna, og mér ætti ekki að verða skotaskuld úr því að bæta nokkrum þúsundum við. Það var svo sem ekkert merkilegt við þetta. Ég hafði lært listina og lagt mig alla fram, en það verður enginn óbarinn biskup. Æfíngin skapar meistarann í þessu sem öðru. í sjálfu sér höfðu metflug aldrei haft nein sérstök áhrif á mig. Að ná hylli fólksins skipti mig engu. En allt frá flugi Louis Blériots yfír Ermarsund 1909 til flugs Kingsford Smiths frá San Fransisco til Sydney í Ástralíu, voru við stjómvölinn menn og konur sem af heilum huga lögðu allt sitt í starfíð af meðfæddu hugrekki og stolti og það var þess virði að feta í fótspor þeirra. Carberry lávarður (frá Seramaí í Kenýa) og lafði hans komu mér í huga og matarveislan þeirra kvöld eitt í London þegar einn gestanna, McCarthy að nafni, sem bjó í Zanzi- bar hallar sér yfír borðið og spyr: J.C., hvemig væri nú ef þú styddir Beryi fjárhagslega til einhvers frækilegs flugs. Ég man vel snubb- ótt svar hans. „Þeir eru nú nokkrir flugkappamir sem hafa flogið aust- ur um Atlantshafið. Jim Mollison er sá eini sem farið hefur það frá austri eða frá írlandi. En enginn hefur flogið það alla leið frá Eng- landi. Það er nokkuð sem vekur áhuga minn og annað ekki. Hvað segir þú um það Beryl? Ég skal vera þér bakhjarl og kosta flugvél- arkaupin og flugið allt fyrir þig. Ég fæ Edgar Percival til að smíða þá vél, sem hentar til þessa lang- flugs. (Flugvélar þessarar gerðar hafði Percival smíðað árið áður, með tilliti til kappfluga og höfðu þær oftast vinninginn og nefndust Percival Vega Gull - innskot.) Viltu reyna?" spurði J.C. Svar mitt var stutt, aðeins já. Þetta man ég svo vel, sem og undmnarsvipinn á J.C. er hann sagði: „Þá er þetta ákveðið. Ég sé um farkostinn, þú um flugið — en ég mundi sjálfur ekki eiga við þetta fyrir nokkum mun. Hugsaðu þér allan þenna golgræna hafsjó og hve kalt það væri að ...“ Jú, ég hafði gert mér það ljóst, kannske aðeins um stund, síðan komu upp aðrir hlutir, sem voru meira aðsteðjandi. Ég flutti mig um set og bjó næstu vikur og mánuði í Elstree, en þaðan var aðeins hálfrar stundar flug til Percival flugvéla-verksmiðjanna í Gravesend. Eg flaug næstum dag- lega þangað í þijá mánuði til að fylgjast með smíði Vega Gull flug- vélarinnar, sem mér var ætluð til flugsins. Að smíði lokinni var hún svo máluð fagurbláum lit á skrokk- inn og vængir silfraðir. Percival hafði ekki kastað til höndunum við verkið. Þar fór sam- an vandvirkni hans og þekking hins reynda flugmanns, ásamt snilli meistarans og eflaust nokkuð af áhyggjum góðs vinar. Flugvélin var af staðlaðri sport- gerð, en drægni aðeins um 1.000 kflómetrar, sem gerði það að verk- um að aukatankana varð að setja í vængi og skrokk og allt fram í stjómklefa, þannig að ég gat rétt smeygt mér niður í sætið. Til þess að þetta mætti verða, þurfti mjög að styrkja allan hjólaútbúnað. Auk- atankamir kölluðu á skiptikrana sem Percival kenndi mér sérstak- lega á, en því fylgdi sú hrollvekja að ég varð að tæma hvem tank algjörlega og vera því viðbúin að hreyfíllinn stöðvaðist á meðan skipt var um tank. En þetta er nú einu sinni De Havilland Gypsy — og Gypsy svíkur aldrei, sagði Percival. Ég hafði ráðgast við Tom Black, minn gamla vin og kennara, sem nú var orðinn þaulreyndur flugmað- ur hjá stærri flugfélögum ásamt því að vera einkaflugmaður prinsins af Wales. „Þetta verður skemmtileg tilraun hjá þér Beryl, en hvergi auðveld, sagði hann.“ Ef þú á annað borð kemst í loftið með allt þetta elds- neyti þá mundu, að þú átt eftir að sitja í þessari hnappheldu í rúman sólarhring, og meirihlutann í nætur- flugi. Þetta eru nefnilega ókostimir við að fljúga frá austri til vestur. Og ekki bæta septemberveðrin og mótvindamir fyrir þér. Ef þú mis- reiknar þig um örfáar gráður gætir þú eins endað einhversstaðar á Labrador eða í sjónum. Gerðu þess- vegna enga skyssu." Með nokkurri gráglettni sagði Tom: „Það ætti nú aðeins að lyfta þér upp að vita til þess að sá sem á bak við þig stendur fjárhagslega býr á stórbúinu Dauðastað (Place of Death) og flugvélin er smíðuð í Grafarvegg (Gravesend) og sam- kvæmt þessu gætirðu eins skírt mávinn þinn Legsteininn fljúgandi (The Flying Tombstone).“ Mér var nú öðruvísi farið. Þann tíma, sem ég fylgdist með smíðinni, undirbjo ég mig af kappi, þjálfaði mig hreint eins og íþrottamaður fyrir keppni. Og þar sem ég lá glað- vakandi, heyrði ég enn fyrir mér rödd mannsins frá flugmálayfír- völdum, sem sagði hæglátlega: „Veðrið gerist ekki betra en þetta á þessum tíma árs fyrir svo langt flug.“ Nú hefði verið gott að hafa Tom í kallfæri, en svo var nú ekki. Ég fór framúr, fékk mér bað og klæddist flugbúningnum mínum. Setti kaldan kjúkling í bitabox og flaug svo yfír á Abingdon-herflug- völlinn. Þar stóð Vega Gull-flugvél- in mín tilbúin í átökin og vöktuð af Kongunglega breska flughem- um. Mér er það minnisstætt að veðrið var stillt og bjart. Jim Mollison rétti mér úrið sitt og sagði. „Ég er ekki að gefa þér þetta því ég vil ekki án þess vera fyrir nokkum mun. Það fylgdi mér heilu og höldnu bæði í Norður- og •Suður-Atlantshafsflugum mínum. Týndu því nú ekki og fyrir alla muni láttu það ekki blotna því sjór- inn eyðileggur gangverkið." Brian Lewis sá, sem átti og lán- aði mér vélina, sem ég flaug öllu jöfnu milli Elstree og Gravesend, gaf mér uppblásanlegt björgunar- vesti að skilnaði. Þetta gæti fleytt þér dögum saman, sagði hann. Söm og jöfn var hugsun hans, en ég tók hlýjan fatnað fram yfír vestið, því mér var bölvanlega við allan kulda. Og Skotinn Jock Cam- eron, einn flugvirkja Brians, kvaddi mig með sínum sérstæða máta og skyldi maður aldrei vanmeta það. Þar að auki er taktföst kveðja flug- virkjans hin jarðbundna trygging þess að hlutimir séu í lagi. Það er undravert að þrátt fyrir öll þau ár og aldir, sem maðurinn hefír þráð að fleygja sér út í enda- lausan geiminn og svífa yfír ógnardjúpið, skuli honum svo hafa lærst á aðeins örfáum ámm að beisla hin eðlisfræðilegu lögmál og geta flogið. Með öðrum orðum vinna bug á þyngdarkraftinum. Það var margt bíla og flugvéla, fréttamanna og ljósmyndara á Ab- ingdon-flugvelli, en vaktmenn Sjá næstu síðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.