Morgunblaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1987 Seg’ðu mér, hvað er það í blaðinu mínu, sem er svona spennandi á hveijum morgni? Með morgimkaffinu Ég vil einn í viðbót. Því fleiri sem ég fæ mér, því hlédrægari verður þú? HÖGNI HREKKVÍSI „PETTA HBrOR/v\lQ ALLTAFLAhlGAÐ TIL A£> G'ERA/" Hvað á Ingibjörg við? í Morgunblaðinu 5. mars sl. seg- ir Ingibjörg Júlíusdóttir „ekki hvetja til mjólkurdrykkju" og að börnin eigi að drekka það sem þau vilja, það sé margt ódýrara en mjólk hægt að fá. Hvað á Ingibjörg við? Ég vinn á stað sem selur ýmsar drykkjarvör- ur. Þar er mjólkin ódýrust, 41,20 krónur pr. líter. Einn líter af kók kostar 55-60 krónur eftir umbúð- um. líter af Svala 64 kr., liter af Hi-C 60 kr. o.s.frv. Og í beinu fram- haldi af þessu eigum við þá að hætta að senda börnin í skóla þeg- ar jaun kennara hækka? Ég fór í klippingu í dag. Hún kostaði 525 krónur. Á ég að hætta að láta að klippa mig. Bifreiða- tryggingar hækka um 19%, eitt dagblað kostar 50 krónur. Þá er spuminginn hvers vegna ijúka neytendur alltaf upp til handa og fóta þegar búvömr hækka en ekki þegar aðrar neysluvömr hækka? Er þetta tilkomið vegna síendurtek- ins áróðurs vissra aðila gegn bændum? Er almenningur orðinn svo dómgreindarlaus að hann láti segja sér hvemig á að hugsa? Margrét H. Steindórsdóttir Margrét H. Steindórsdóttir er ekki á eitt sátt við ummæli Ingibjarg- ar Júlíusdóttur um að ekki eigi að hvetja börn til mjólkurdrykkju. Þorsteinn PAIsson f ormaður Sjálfgtæðisflokksins: Jón Baldvin á langt í land með | að verða forsætisráðherra ÞORSTKINN Páh-on foreukó- SjálfitjpðUnokkiin* legir ð «kki »erm akiiyrði af hálfu Sjál fsUrðúUokkiiru að Hokk- urinn fái forwrtúráðuneytið I njratu ríkiutjóm. Hins vrgmr fmri M ekkert á miili máU »ð • ' rirri pólitUku uMu. *rm rið unvUo(l|iUi atyrkleika- blutfaJU .tjómmáUnokkanna, t* eólilegt ef Sjálfrímómflokk- urinn á aóild að ríkÍMtjóm, að hann fari með fonuetiaráðu- neytió. Þetta kom fram á blaAamannafundi aem Þor- ■teinn hélt á iandafundi Sjálf- ■Urðuflokksina I gwr. Þorateinn var á fundinum tpurður um það hvort hann hafn- aði þvt fyrirfnm. að Alþýðuflokk- urínn tengi foraartiiráðuneytið. ef Sjálfataeðiaflokkur myndaði ríkia- atjóm með Alþýöuflokki: .Við erum nú ekki komnir út I atjómar- myndunarviðraeður,* avaraði formaðurínn brosleitur og bmtti við: ,Ég hygjt að Jðn Baldvin eigi langt I land með það að etga möguleika á þvi að verða foramtia- ráðherra.* Þoratemn var spurður um það hver vaerí höfuðandataeðingur SjáifataeðUflokkains I dag. Hann aagði að Alþýðubandalagið hefði um áratugaakeið veríð höfuðand- ataeðingurínn, en það varrí ekki þesa verðugt lengur að hafa það ' acmdarheiti, .þar aem það lifði I | pölitiaku tilgangaleyai*. Á meðan I Alþýðubandaiagið er I þeaaan lsegð eigum við enga alvoru and- ataeðinga, en við cigum keppi- nauta,* aagði Þonteinn. Sjá myndir og frá Vísa vikunnar Maður dregur það alveg í efa, hvort að eigi neitt vald honum gefa, sem að steypti á hné, honum Stefáni Ben, þáði rósir en rétti þá hnefa. Hákur Bólusetning gegn inflúensu Svar landlæknisembættisins vegna fyrirspurnar í Velvakanda 4. mars sl.: Ekki er til nein ein tegund bólu- efnis sem dugar sem vöm gegn öllum inflúensum. Inflúensustofn- arnir eru breytilegir frá ári til árs, því þarf stöðugt að endurbæta bólu- efnið. Oftast er bóluefnið þri- eða fjórgilt og er það búið til eftir ráð- leggingum Alþjóða heilbrigðismála- stofnunarinnar. Sú vöm sem bóluefnið gefur dugar oftast einn vetur en er sjaldan vörn gegn næsta inflúensufaraldri þar sem inflúensu- veiran hefur þá oftast breitt sér. Yíkverji skrifar Eftir að hafa fylgst lítillega með landsfundi þeirra sjálfstæðis- manna um síðustu helgi, er Víkverji jafnvel sannfærðari en áður um að þessir 4ra daga fundir um eitt þús- und manns eru einstakir og ekki aðeins á íslenskan mælikvarða. Þar nægir að líta á þá skipan, sem gild- ir um kjör formanns og varafor- manns. Engir bjóða sig formlega fram. Fundarmenn fá afhenta tvo atkvæðaseðla. Að þessu sinni var annar þeirra hvítur og hinn blár. Á þann hvíta skyldi rita nafn þess manns, sem menn vildu fyrir flokks- formann næstu tvö ár og nafn varaformanns á hinn seðilinn. Fundarstjóri tilkynnti á slaginu klukkan þrjú síðdegis á sunnudeg- inum, að gengið yrði til formanns- kjörs í samræmi við auglýsta dagskrá. Gengu fundarmenn þá út úr salnum í Laugardalshöllinni að austanverðu, fram á gang, þar sem kjörkassar voru, og inn í salinn að vestanverðu. Tók það þennan stóra hóp fólks örskamma stund að greiða atkvæði. Fjöldi manns var kallaður til að telja og um klukkan §ögur lá það fyrir, að Þorsteinn Pálsson hafði verið endurkjörinn formaður með um 98% atkvæða! Friðrik Sophusson var síðan endurkosinn varaformaður með um tæplega 90% atkvæða. Þvílík samstaða um for- ystumenn er ekki í mörgum lýðræð- isflokkum. Raunar skal dregið í efa að margir stjómmálaflokkar treysti sér til að hafa jafn ftjálslegar regl- ur og hér er lýst um val á forystu- mönnum sínum. XXX að þarf mikla skipulagshæfni til að halda þannig á málum við undirbúning á tæknilegum þátt- um vegna funda á borð við lands- fund sjálfstæðismanna að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Einu hnökr- arnir sem Víkveiji sá voru í upphafi umræðna um ályktanir einstakra nefnda eftir hádegi á laugardag; þá var aðeins hik á fundarstörfum á meðan verið var að ganga frá niðurstöðum hinna 19 starfshópa og hóa saman framsögumönnum þeirra. Fyrir utan aðstöðuna í Laugar- dalshöllinni voru salir í húsi flokks- ins, Valhöll, Hótel Esju og Hótel Sögu til afnota fyrir fundarmenn . í hádeginu á laugardag hittust full- trúar einstakra kjördæma og borðuðu saman í átta sölum: 4 í Hótel Sögu og 4 í Hótel Esju. í lokahófi að kvöldi sunnudagsins hittust um 1200 manns í málsverði í Laugardalshöll, þótti það heppnast með ágætum. Blaðamenn gátu fylgst með öllu, sem á fundinum gerðist; sérstök tjöld voru sett upp til að auðvelda sjónvarpsmönnum upptökur og beinar línur voru til útvapsstöðva. Fundarsalurinn var fagurlega skreyttur með merki flokksins, fálkanum, og fánalitun- um. XXX Víkveiji var sem sé ekki var við annað en þeir Kjartan Gunn- arsson, framkvæmdastjóri flokks- ins, o g Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sem báru veg og vanda að skipulagi fundarins og sam- starfsfólk þeirra fengju einróma lof fyrir frammistöðuna. Að vísu þótti einhvetjum miður, að álit starfs- hópa fundarins voru fjölrituð á græn blöð. Fannst sumum óþarft, að græni liturinn setti of mikinn svip á fundarstaðinn! Kannski hefur liturinn verið valinn í virðingarskyni við samstarfsflokkinn í ríkisstjóm- inni? Eða er hann ábending um þá litablöndun sem ef til vill þarf að verða að kosningum loknum til að efni ályktananna nái fram að ganga?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.