Morgunblaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1987 37 Dimm þoka olli seinkun á flugi MIKIL þoka lá yf ir Akureyri og næsta nágrenni í gærmorg- un og það var ekki fyrr en uppúr hádeginu sem rofaði til. Þokan olli því að fyrsta vél Flugleiða í gær kom ekki til höfuð- staðar Norðurlands fyrr en um það leyti sem „kaffivelin" lendir alla jafna. „Kaffivélin“ sjálf kom svo um einni og hálfri klukku- stund síðar en venjulega en eftir það gekk allt sinn vanagang. Sjónvarp Akureyri MIÐVIKUDAGUR § 18.00. Fyrstu skrefin (First Steps). Ný sjónvarpskvikmynd frá CBS. Ung íþróttakona lendir í bílslysi og lamast fyrir neöan mitti. Hún er staðráöin t aö læra aö ganga á ný. 19.40. Teiknimynd. Spæjarinn. 20.05. Bjargvætturinn (Equalizer). Grandalaus maöur flækist inn í stórmál og Bjargvætturinn er ráöinn til að bjarga lífi hans. §21.00. Húsið okkar. Gus gamli óttast aö nú sé hans síöasta stund að renna upp. §21.55. Einn skór gerir gæfumun- inn (One Shoe Makes it Murder). Hörkuspennandi mynd meö Robert Mitchum og Angie Dickinson í aðalhlutverkum. Leikstjóri er William Hale. Lög- reglumaöur rannsakar sviplegt dauðsfall konu. Er um sjálfs- morö eða morð aö ræöa? §23.30. Tíska. Umsjónarmaður er Helga Benediktsdóttir. 24.00. Dagskrárlok. Vegna þessarra erfiðleika með flug komu morgunblöðin sex klukkustundum síðar til Akur- eyrar í gær en venjulega, og voru margir skiljanlega orðnir óþolin- móðir að fá ekki „glaðninginn" á réttum tíma. Leitað að manni: Fannst sofandi í eiginrúmi LEITAÐ var að manni á Akur- eyri aðfararnótt þriðjudagsins. Ekki var þó mikil hætta á ferðum því þegar að var gáð fannst hann sofandi í eigin rúmi! Maðurinn hafði verið staddur í öðru húsi og húseigandi þar brá sér frá. Þegar hann kom aftur var gest- urinn á bak og burt og leitaði húseigandi þegar til lögreglu. Var síðan leitað að manninum fram undir morgun, án árangurs. Var þá brugðið á það ráð að leita heima hjá manninum og fannst hann sof- andi í eigin rúmi sem fyrr segir. Allt fór því vel. Bjarni sýnir i Dynheimum BJARNI Einarsson opnar mynd- listarsýningu i félagsmiðstöðinni Dynheimum á laugardaginn kl. 14.00. Á sýningunni eru olíumálverk og sáldþrykksmyndir unnar síðustu árin í Gautaborg og á Akureyri. Áður hefur Bjami tekið þátt í fimm samsýningum, fjórum í Gautaborg og einni á Akureyri. Bjami er sjálftnenntaður í list- inni. Hann vinnur að öllu jöfnu á Minjasafninu á Akureyri og er stundakennari við Myr.dlistarskól- ann á Akureyri. Sýningin verður opin kl. 14.00- 21.00 opnunardaginn, en annars kl. 17.00-21.00 aðra daga. Henni lýkur sunnudaginn 29. mars. verða á sýningunni. Kabarett frumsýnd- ur á laugardagínn SÖNGLEIKURINN Kabarett verður frumsýndur hjá Leik- félagi Akureyrar á laugardag- inn. Nú er því lokaspretturinn í æfingunum hafinn og allt var á fullu í leikhúsinu í gær þegar blaðamaður leit þar inn. Allt er að smella saman og engin ástæða til annars en að segja að það lofi góðu sem blaðamað- ur sá. Söngleikir þeir sem Leikfélag Akureyrar hefur sýnt undanfarin ár hlutu gífurlega góða dóma og aðsókn. Mönnum eru enn í fersku minni sýningamar My Fair Lady og Edith Piaf, og nú er stóra spurningin hvort Kabarettinn verður jafn vinsæll. Svar við þeirri spumingu fæst fljótlega því verk- ið verður frumsýnt á laugardag, eins og áður sagði. Bríet Héðinsdóttir leikstýrir Kabarett, en hún er Akureyring- um að góðu kunn. Bríet leikstýrði einmitt Jómfrú Ragnheiði fyrir nokkmm ámm en sú sýning hlaut mjög góða dóma og gekk vel. Ken Oldfíeld er „koreograf", Karl Aspelund hannaði leikmynd og búninga og hljómsveitarstjóri er Roar Kvam. Ingvar Bjömsson hannaði lýsingu og stjómar henni. Höfundar verksins em Joe Mast- eroff og Red Ebb. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Frá æfingu á Kabarett í gær. Fjörið er mikið á veitingaliúsinu, eins og sjá má. Guðjón Pedersen, sem leikur siðameistarann, gnæfir þarna efstur. Hljóðbylgjan hf. á Akureyri: Stefnt að útsend- ingum eftir mánuð NÝ ÚTVARPSSTÖÐ tekur innan skamms til starfa á Akureyri. Það er fyrirtækið Hljóðbylgjan hf. sem rekur stöðina. Stjórnarformaður Hljóðbylgjunnar er Oddur Thorarensen yngri, framkvæmdastjóri er Steindór Steindórsson og tæknistjóri Pálmi Guðmundsson. Fyrst var greint frá hugmynd þeirra félaga í Morgunblaðinu 24. október síðastliðinn og var þá stefnt að því að heíja útsendingar fyrir 1. desember. Af því varð þó ekki af ýmsum ástæðum, en nú er unnið af fullum krafti við undirbúning og er stefnt að því að hefja útsendingu 10. aprfl. Starfsmenn hafa enn ekki verið ráðnir að stöðinni, en auglýst verður eftir fólki fljótlega, jafnvel f þessarri viku. Þar verður auglýst eftir útvarpsstjóra, fréttamönnum og dagskrárgerðarfólki. Útvarpsstöðin verður til húsa í hjarta Akureyrarbæjar, á efstu hæð hússins við Ráðhústorg 1. Þar er nú unnið af krafti við að stand- setja, og tækin í stöðina era á leiðinni. Hluti þeirra er kominn til Reykjavíkur, annað er enn á leið til landsins. Ljóst er að efni nýju stöðvarinnar verður af léttara taginu, tónlist og fréttir, og verður mikil áhersla lögð á að þjóna stærstum hluta Norður- lands að sögn forráðamanna Hljóðbylgjunnar. Annað vildu þeir ekki segja um væntanlega dagskrá stöðvarinnar, útvarpsstjóranum yrði gert að móta hana nánar eftir eigin höfði. Útsendingartími er líklegur 10-12 klukkustundir á sól- arhring til að byija með að minnsta Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Forráðamenn Hljóðb'ylgjunnar hf., frá vinstri, Oddur Thorarensen yngri, Páimi Guðmundsson og Steindór Steindórsson í væntanlegu hljóðveri stöðvarinnar. kosti. Stöðin verður með sendi á Vaðla- heiði og endurvarp í Grímsey til að þjóna „öllu Norður-Atlantshafínu" einsog Steindór orðaði það í gær. Sending stöðvarinnar mun nást í öllum Eyjafírði, í Grímsey, austur á Húsavík og á Melrakkasléttunni, og einnig eitthvað vestur eftir Norð- urlandi. Sennilega alla leið til Sauðarkróks. Hlutafé stöðvarinnar verður þijár milljónir króna og sagði Steindór að söfnun hlutafjár hefði gengið vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.