Morgunblaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1987 A fundmn mættu þau Matthías Á. Mathiesen, Salome Þorkelsdóttir og Gunnar Schram þingmenn kjör- dæmisins. Flutti Matthías greinagóða ræðu um ástand og horfur í landsmálum og framtíð byggðarlagsins, þar sem vegamál komu til umræðu og rætt var um væntanlegar framkvæmdir á lagningu bundins slitlags í sveit- inni, en ýmsir kaflar eru enn ófrágengnir í sveitinni. Þá töluðu einnig þau Salome og Gunnar. Var góður rómur gerður að máli þeirra Fyrirlestur um sálgæslu j sjúkrahúsum GEÐHJÁLP heldur fyrirlestur fimmtudaginn 12. mars nk. þar sem Sigfinnur Þorleifsson, sjúkrahúsprestur, flytur erindi um sálgæslu á sjúkrahúsum. Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30 á geðdeild Landspítalans, í kennslu- stofu á 3. hæð. Fyrirspumir, umræður og kaffi verða eftir fyrir- lesturinn. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Nýr stað- aJlumfrá- veitulagmr ÚT ER kominn hjá staðla- deild Iðntæknistofnunar Islands íslenskur staðall um fráveitulagnir í húsum, IST 68. í staðlinum eru settar fram , hönnunarreglur um fráveitulagn- ir innan lóðarmarka og kröfur um efnisgæði við mismunandi aðstæður. Staðallinn er kröfuastaðall skv. grein 1.7 í byggingarreglu- gerð. Orðanefnd byggingarverk- fræðinga fór yfír staðalinn allan og vann vegna hann mikið íorða- starf eins og fram hefur komið í Orðabelg tímaritsins Verktækni. Staðallinn er til sölu hjá staðla- deild Iðntæknistofnunar, Keldna- holti, og hjá Byggingaþjón- ustunni, Hallveigarstíg 1 og kostar 1.000 krónur. og var þeim vel fagnað. Miklar umræður vom um væntanlegar kosningar. Stjóm félagsins skipa Helgi Jóns- son formaður, Kristján Oddsson, Ólafur Þór Ólafsson, Jón Gíslason og Gunnar Leo Helgason. í fulltrúaráði em Hjalti Sigur- bjömsson, Ólafur Þór Ólafsson, Kristján Oddsson og Hildur Axels- dóttir. I kjördæmisráði em Kristján Oddsson og Helgi Jónsson. Hugur í mönnum á að- alfundi fulltrúaráðs Aðalfundur fulltrúaráðs Sjálf- stæðisfélaganna í Kjósarsýslu var haldinn að Hlégarði í Mosfellssveit. Formaður er Jón Ólafsson í Braut- arholti og skýrði hann frá starfsemi ráðsins á síðastliðnu ári. Á þennan fund mættu þau Frið- rik Sófusson varaformaður Sjálf- stæðisflokksins og Salome Þorkelsdóttir alþingismaður og ræddu þau um stjómmálaviðhorfið og svömðu mörgum spurningum er komu fram í umræðum á fundin- um. Jón Ólafsson baðst undan endur- kjöri og var því Þórarinn Jónsson kosinn formaður. Meðstjórnendur em Jón Ziemsen og Axel Sigurðs- son. Varmanne em Kristján Oddsson, Elísabet Jónsdóttir og Ragnheiður Stephensen. Formenn Sjálfstæðisfélaganna þriggja vom sjálfkjörnir í stjóm en þau em Svala Árnadóttir Mosfellsseit, Magnús Jónsson Kjalamesi og Helgi Jóns- son Kjós. I kjördæmisráð vom kosin Salome Þorkelsdóttir, Pétur Fen- ger, Ólafur Guðjónsson og Hjalti Sigurbjörnsson. Varamenn em Svanhildur Guðmundsdóttir, Guð- mundur Jónsson, Ólafur Þór Ólafs- son og Jón Ólafsson. Mikill hugur er í mönnum nú fyrir væntanlegar kosningar og vænta menn góðs sigurs Sjálfstæð- isflokksins í Reykjaneskjördæmi. - Hjalti Ungpr ökumenn fjórhjóla á Selfossi vilja fá aðstöðu til torfæruaksturs. Morgunbiaðið/SigurðurJónsson Selfoss: Ungir fjórhjólamenn vilja fá aðstöðu til torfæruaksturs Vilja alls ekki láta banna hjólin Selfossi. FJÓRHJÓL hafa mjög verið til umræðu á Selfossi. Bæjar- stjórnin beindi nýlega þeim tilmælum til ráðuneytis dóms- mála að settar yrðu reglur um þessi ökutæki. Klúbburinn Ör- uggur akstur í Árnessýslu vill láta banna hjólin þar til reglur um þau taka gildi. Engar reglur em til yfir þessi farartæki og lögreglan hefur látið þau afskiptalítil. Algengt er að ökumenn séu á aldrinum 13-16 ára og án þess að hafa ökurétt- indi svo sem á vélhjól þó margir hafí þau. Piltarnir eiga hjólin sjálf- ir eða í félagi við aðra. Fyrir skömmu vom nokkrir ungir ökumenn spurðir álits á hjólunum og vom þeir sammála um að þetta væm handhæg og nauðsynleg tæki og alls ekki hættulegri en vélhjói. Þeir vom sammála um að það nægði að hafa skellinöðmpróf til að aka hjólunum og reyndar nauðsynlegt til að auka öryggið. Þeir töldu allir sem einn að það væri fjarstæða að banna tækin. Það ætti frekar að setja reglur og líka þyrfti að skapa aðstöðu þar sem væm skemmtilegar tor- fæmr til að keyra í og auka leiknina. Gamall maður átti leið hjá í það mund er piltamir óku af stað allir í einu og varð honum að orði þeg- ar hann horfði á eftir þeim: „Mikið assgoti held ég þetta sé gaman og svo er þetta þrælstöðugt." Sig. Jóns. Sr-%* Strákarnir tóku nokkrar rispur og hér flýgur einn listilega. Mikið kvartað und- an fjórhjólunum Selfossi. LÖGREGLAN á Selfossi segir mikið kvartað undan fjórhjól- um. Lítið sé hins vegar hægt að gera vegna þess að reglu- gerðir vantar um þessi farar- tæki, búnað þeirra og ökumenn og sé það mjög bagalegt. Undanfama daga hafa fáeinar skýrslur verið skrifaðar hjá lög- reglunni vegna afskipta hennar af ökumönnum á barnsaldri, 12-16 ára, sem verið hafa á götum bæjarins. Sig. Jóns. Ráðstefna um íslenskan skipa- iðnað, stöðu hans og framtíð RÁÐSTEFNA verður haldin um íslenskan skipaiðnað, stöðu hans og framtíð á föstudaginn kemur, 13. mars, í ráðstefnusölum Hótel Sögu. Hljómsveitin Centaur. Rokktónleikar á Hótel Borg HLJÓMSVEITIRNAR Centaur, Hyskið og E-X halda tón- leika fimmtudaginn 12. mars á Hótel Borg. Tónleikarnir hefjast ld. 22.00. Ráðstefnan verður sett kl. 09.00 en síðan flytur Albert Guðmunds- son, iðnaðarráðherra, ávarp. Þá verða flutt erindi um eftirtalin efni: Tæknistig íslenska skipaiðnaðarins og áhrif útgerðartækni á endumýj- un fiskiskipaflotans, nýsmíðaþörf og viðgerðar- og endurnýjunarþörf fískiskipaflotans, tilurð og meðferð útboða og samninga um verkefni, fjármögnun skipaiðnaðarverkefna, Leiðrétting við tónlistargagnrýni í tónlistargagnrýni Egils Frið- leifssonar um sinfóníutónleika sem birtist í blaðinu sl. iaugardag féllu niður nokkrar línur framar- lega. Rétt er málsgreinin svona: „Hvað varðar innihald og dýpt stenzt þessi sinfónía varla saman- burð við verk stórkíassíkeranna Mozarts og Beethovens, en býr yfir mikilli fegurð og laglínuauðgi og sýnir ljóslega hve hin bráðþroska unglingur átti auðvelt með að semja.“ erlenda samkeppni og ríkisstyrki, þörf skipaiðnaðarins fyrir menntað starfsfólk og áhrif samninga á vinnumarkaði. Eftir hvert erindi verða stuttar pallborðsumræður og taka fulltrúar frá fundarboðendum þátt í þeim, auk þess sem öllum ráðstefnugest- um gefst tækifæri til þess að varpa spurningum fram. Ráðstefnunni lýkur með pallborðsumræðum um niðurstöður hennar. Fundarstjóri verður Pétur Óli Pétursson, varaformaður Sam- bands málm- og skipasmiðja, Páll Kr. Pálsson forstjóri Iðntæknistofn- unar íslands stjórnar pallborðsum- ræðum eftir erindi, en Magnús Bjarnfreðsson stjómar loka-pall- borðsumræðum. Ollum, sem áhuga hafa á þessum málum er heimil þátttaka, en þátt- tökugjald er kr. 1.500. Að ráðstefnunni standa eftirtald- ir aðilar: Félag dráttarbrauta og skipasmiðja, Háskóli íslands, Iðnað- arráðuneytið, Landssamband íslenskra útvegsnianna, Málm- og skipasmíðasamband íslands, Sam- band málm- og skipasmiðja Verkfræðingafélag íslands. (Fréttatilkynning) og Athugasemdir vegna fréttar um aukaefni í hamborgurum í TILEFNI fréttar um súlfit í ham- borgurum frá Sláturfélagi Suður- lands vill Sláturfélagið að eftirfarandi komi fram: Sláturfélagið hefur um árabil keypt tilbúna kryddblöndu frá Englandi. Þessi kryddblanda er í samræmi við reglugerðir enskra yfirvalda um mat- vælavinnslu. Súlfitið gufar upp við steikingu og hverfur því að mestu leyti úr hamborg- urunum fyrir neyslu. Súlfit er í ýmsum neysluvörum sem hér eru seldar svo sem rauðvíni, þurrk- uðum ávöxtum og ýmsum ávaxtasöf- um. Notkun umræddar kryddblöndu var hætt fyrir 4 mánuðum. Vel sóttur aðal- fundur sjálfstæð- ismanna í Kjós KiðafeUi. NÝLEGA var haldinn aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins Þorsteins In- gólfssonar, en eftir stofnun Sjálfstæðisfélags Kjalnesinga á síðast- liðnu ári eru Kjósaringar einir með þetta gamla nafn á Sjálfstæðis- félagi Kjósarsýslu. Fundurinn var vel sóttur og voru samþykkt ný lög fyrir félagið eftir breytinguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.