Morgunblaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1987 35 Meryl Streep og Jack Nicolson í hlutverkum sínum í „Hjartasár“. Kvikmyndin Hjarta- sár í Regnboganum Loðskinnauppboð Hudson’s Bay í London: Blárefaskinnin seld- ust á 1.800 krónur umbótasinna. Þar þyrfti að gera bragarbót á. „Okrið á leigumarkaðin- um kemur ákaflega illa við pyngju þeirra sem þurfa að lifa af námslán- um. Við ætlum að einbeita okkur að sterkri húsnæðismiðlun fyrir stúd- enta. Jafnframt er ætlun okkar að þrýsta á með byggingu nýrra stúd- entagarða.“ Um rekstur Félagsstofnunar stúd- enta sagði Ásgeir að það væri skýlaus krafa umbótasinna að hún yrði rekin hallalaust. „Innritunargjöld og fram- lag ríkissjóðs á ekki aó standa undir taprekstri á einstökum þáttum Fé- lagsstofnunar. Þær einingar sem ekki standa undir sér verður að leggja niður." Ásgeir sagði að Matsalan hefði verið blóraböggull meðal stúd- enta. Sér virtist að almennt væri ekki áhugi á því að halda rekstrinum úti. Umbótasinnar hefðu komið með þá málamiðlun að selja léttar mál- tíðir í Stúdentakjallaranum. „Við lítum á Stúdentablaðið sem mjög nauðsynlegt málgagn stúdenta. Gegnum það getur almennur nem- andi fylgst með því sem er að gerast í Stúdentaráði. Við viljum ekki hafa áskriftina að því ókeypis og teljum æskilegast að fundinn verði milliveg- ur milli blaðs sem ber sig með auglýsingum og áskrift. Einnig þarf að leggja áherslu á skipulag í rekstr- inum, reiðu á reikningum og ábyrgð þeirra sem með völdin fara,“ sagði Ásgeir. Umbótasinnar hafa undanfarin tvö ár myndað meirihluta Vöku eða Vinstrimönnum. Ásgeir sagði að það væri engin launung að umbótasinnar væru að miklu leyti sammála stefnu- skrá beggja listanna. Þær skiptu enda ekki höfuðmáli, heldur þær persónur sem kosnar yrðu til starfa innan Stúd- entaráðs. „Það er liðinn svo stuttur tími síðan listar voru kunngerðir að við höfum ekki myndað okkur skoðun um möguleika á samstarfi við aðra hvora fylkinganna. Slíkt verður að liggja á milli hluta þar til úrslit kosn- inganna eru ljós. Innan Félags umbótasinna ríkir nú ferskur andi, nýtt fólk hefur gegnið til samstarfs sem lítur á sig sem ópólitískt. Við vonumst eindregið til að ná inn þremur fulltrúum, í fyrra munaði aðeins örfáum atkvæðum að okkur tækist það,“ sagði Ágúst. Kjartan Stefánsson efsti maður á lista Félags umbótasinna til Háskólaráðs; Mun vinna eftir eigin sannfæringu „Hlutverk fulltrúa stúd- enta í háskóla- ráðl hlýtur að verða að fást við vandamál- in sem við skólanum blasa. Þau eru ekki fá,“ sagði Kjartan Stefánsson efsti maður á lista Félags umbótasinnaðra stúd- enta til Háskólaráðs. „Það sem greinir mig frá frambjóðendum hinna fylkinganna er að ég treysti mér til að vinna eftir eigin sam- visku eingöngu. Ég fæ ekki séð hvemig hinir geta það þegar ein- stakir stjórnmálaflokkar eiga hönk upp á bak þeim.“ Kjartan sagði að það hlyti að valda háskólamönnum miklum áhyggjum hversu mikill fjárskortur hijáði skól- ann. Stúdentar hlytu að styðja baráttu Háskólaráðs að fá inn meira fé. Af einstökum baráttumálum nefndi Kjartan lagfæringu á eininga- mati innan námsgreina. „Það hefur verið mjög sterkt samband milli launa kennara og eininga fyrir hvem áfanga. Hefur það haft mjög slæm áhrif fyrir nemendur. Þessu þarf að breyta með því að minnka þetta sam- band eða sleppa því alfarið. Persónulega hef ég mestan áhuga á því að taka af skynsemi á þeim málum sem koma til umfjöllunar Háskólaráðs," sagði Kjartan Stef- ánsson. REGNBOGINN hefur hafið sýn- ingar á myndinni Hjartasár. Með aðalhlutverkin í myndinni fara Meryl Streep og Jack Nicholson. Leikstjóri er Mike Nichols. í frétt frá kvikmyndahúsinu seg- ir að Hjartasár sé fyrst og fremst saga um nútíma hjónaband. Það er sagan af Rachel og Mark sem bæði fást við skriftir. Þau hittast i Lyfjaverðlagsnefnd hefur sent Morgunblaðinu eftirfarandi fréttatilkynningu til birtingar: Hinn 4. mars sl. lagði Ámi John- sen alþingismaður fram greinar- gerð á Alþingi með tillögu til þingsályktunar um afnám einokun- arsölu á lyfjum, sem hann flytur ásamt nokkrum öðrum þingmönnum. í greinargerðinni, sem hlotið hef- ur mikla umfjöllun fjölmiðla, er mikið um rangar upplýsingar. Enda þótt m.a. lyíj'afræðingar hafí bent á ýmsar rangfærslur þykir lyfja- verðlagsnefnd nauðsynlegt að koma eftirfarandi á framfæri: 1. í greinargerðinni segir: „Þeir eru innflytjendur lyfja, framleiðend- ur, heildsalar, smásalar og ráða útsöluverðinu þar sem íjórir lyfjafræðingar eru í fimm manna nefnd sem ákveður verð á lyfj- um, lyfjaverðlagsnefnd. Að auki ráða þessir aðilar innkaupsverð- inu að hluta því það er samnings- atriði. . . Þegar lyfjanefnd hefur samþykkt skráningu lyfs verð- leggur lyfjaverðlagsnefnd lyf- ið... Verðskrá lyfjaheildsala byggist á Dansk legemedel stat- istik“. Hið rétta er að lyfjaverðlags- nefnd er skv. lögum skipuð þannig: — viðskiptafræðingi skv. til- lögu Hagstofu íslands, — lögfræðingi skv. tillögu Tryggingastofnunar ríkisins, — starfandi lyfsala skv. tillögu Apótekarafélags íslands, — starfandi lyfjafræðingi skv. tillögu Lyfjafræðingafélags íslands, brúðkaupi og verða ástfangin, gift- ast, kaupa sér hús og eignast barn. En svo gerist það þegar Rachel er komin sjö mánuði á leið að öðru bami þeirra að hún kemst að raun um að Mark er með annarri konu. Myndin er byggð á metsölubók eft- ir Noru Ephhorn. Bók þessi er komin út í íslenskri þýðingu undir nafninu Bijóstsviði. — sérfróðum manni um lyf- sölumál sem ráðherra skipar án tilnefningar. Ef fjallað er um heildsöluverð lyfja tekur aðili, sem tilnefndur er af iyfjavöruhópi Félags íslenskra stórkaupmanna, sæti lyfsalans í nefndinni. Samkvæmt lyfjalögum eru ákvarðanir lyfjaverðlagsnefndar hins vegar einungis bindandi, ef nefndarmenn eru einróma sam- mála. Verðlagning lyfja hér á landi fer þannig fram, að umboðsmenn er- lendra lyfjaframleiðenda eða ís- lenskir framleiðendur sækja í upphafí til lyfjanefndar um skrán- ingu á sérlyfjum, sem eru megin- hluti þeirra lyfja sem seld eru. Einn þáttur í skráningu lyfja er verð þeirra og kannar Lyfjaeftirlit ríkis- ins hvort samsvarandi lyf er skráð hér á landi. Ef svo er, þá er verð nýja lyfsins borið saman við verð skráða lyfsins og ekki samþykkt, nema það sé umtalsvert lægra. Ef samsvarandi lyf er ekki þegar skráð er kannað hvort verðið, sem sótt er um, sé í samræmi við innkaups- verð á sama lyfi annars staðar á Norðurlöndunum. Ef innkaupsverð- ið til íslands er hærra en til hinna Norðurlandanna er verðinu synjað og heimild til að setja lyfið á mark- að ekki veitt, fyrr en viðunandi verð fæst. Sé verðið hins vegar í samræmi við gildandi verð annars staðar er það samþykkt. Lyfjaverð- lagsnefnd ákveður hins vegar heildsölu- og smásöluálagningu BLÁREFASKINNIN seldust á um 1.800 krónur að meðaltali á febrúaruppboði Hudson’s Bay & Annings sem nýlokið er í Lon- don. Skinnin hækkuðu um rúm 7% frá því sem var á desember- uppboði fyrirtækisins, en fóru á svipuðu verði og blárefaskinn hafa selst á að undanförnu á öðrum uppboðum, að sögn Skúla Skúlasonar umboðsmanns Hud- sons’s Bay á Islandi. Mjög gott verð fékkst fyrir minkaskinn á uppboðinu. Samkvæmt upplýsingum Skúla fóru skuggaskinnin á 2.050 krónur að meðaltali, frostblá um 5.000 kr. og silfurrefaskinnin á 8—9 þúsund kr. að meðaltali. Skúli sagði að minkaskinnin hefðu selst mjög vel á uppboðinu í London, farið á um 1.450 krónur að meðaltali og væri það hæsta verð sem fengist hefði fyrir minka- skinn hjá uppboðshúsinu. Töluvert var af íslenskum skinn- VÍSIR hf á Akranesi átti lægsta tilboð í lagningu Ólafsvíkurveg- ar frá Hítará að Kaldá, sem Vegagerðin bauð út fyrir skömmu. Tilboð fyrirtækisins er tæpar 6 milljónir kr., sem er rúm 90% af kostnaðaráætlun. lyfja, eins og lög gera ráð fyrir. Sækja þarf um verðbreytingar á innfluttum lyfjum (aðrar breytingar en þær sem orsakast af gengis- breytingum) og innlendum lyflum til heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins, sem sendir L}rfjaeft- irliti ríkisins erindið til umsagnar, en lyfjaeftirlitið hefur hliðsjón af gildandi innkaupsverði erlendis, þegar teknar eru ákvarðanir um verðbreytingar. Af framansögðu ætti að vera Ijóst, að lyfjaverðlagsnefnd ákveður ekki innkaups- eða heildsöluverð sérlyfja. 2.Í greinargerð Áma Johnsen segir: „Nærri lætur að verð lyija hækki í það minnsta um 140% frá innflutningsverði þar til neytandinn fær lyfið afhent og er söluskattur undanskilinn. Ef innflutningsverð er 100 kr. má reikna með 10% umboðs- launum, 19% álagningu frá heildsala til apótekara. Álagn- ingin á erlendu sérlyfin er um 75% og þá er þetta lyf komið upp í 227 krónur... Á móti má ætla að álagning á innlendu lyfín þegar allt er tekið til sé um 80%.“ Hið rétta er að heildsöluálagn- ing á innflutt Iyf er 17%. Ef innflytjendur taka umboðslaun eru þau innifalin í erlenda innkaups- verðinu, sem eins og áður segir er ekki hærra en á hinum Norðurlönd- unum. Smásöluálagning á sérlyf er 68% auk afhendingargjalds, sem- er ákveðin upphæð fyrir hveija um á uppboðinu, einkum refaskinn- um. Leiðrétting I viðtali við Sigurð Hannesson í Morgunblaðinu sunnudaginn 8. mars sl., var ranglega farið með nafn sonar hans, sem heitir Eiríkur Sigurðsson. Enfremur víxluðust stafir í ártali. í blaðinu stóð 1983, en þar átti að standa 1938. Morgun- blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Leiðrétting í frétt frá Keflavík i Morgunblaðinu í gær þar sem sagt var frá vetrar- vertíðinni, kom fram að Albert Olafsson KE væri aflahæsti Keflavíkurbáturinn frá áramótum. Hið rétta er að Stafnes KE er afla- hæstur frá áramótum með 315,7 tonn. Kostnaðaráætlun Vegagerðar- innar var 6.653 þúsund krónur. Þijú tilboð voru undir áætluninni en tíu og voru hærri en hún. Um- ræddur vegúr er 7,8 km að lengd, verktakinn á að skila honum fyrir 1. júlí næstkomandi. lyfjaafgreiðslu. 3.1 greinargerðinni segir ennfrem- ur: „Grundvöllur lyfjaverslana byggist á lyfjasölu, það er sölu gegn lyfjaávísunum, en ekki er tekið tillit til handkaupslyfja, hjúkrunarvöru, snyrtivöru og margra fleiri vörutegunda sem tíðkast í apótekum, en álitið er að þessir þættir geti numið allt að 50% verslunarinnar. Álagning og verðgrundvöllur miðast einnig við einhvem tiltekinn stað á landinu þar sem erfíðast er að reka slíka þjónustu, en allir aðrir hafa þar af leiðandi mun meiri gróða." Lyfjaverðlagsnefnd tekur saman skýrslu um rekstrarafkomu apótek- anna. Er þar gerð sundurliðun á sölu og kostnaði eftir því, hvort um er að ræða sérlyf eða önnur lyf og aðrar vörur. Skýrslur þessar, sem byggja á ítarlegum upplýsingum frá 14 apótekum og grófari upplýsing- um 22 annarra apóteka, hafa verið einn grundvöllur að ákvörðunum nefndarinnar. Lyfjaverðlagsnefnd þykir furðu sæta, að ekki hafi verið leitað nán- ari upplýsinga en fram koma f greinargerð Áma Johnsen alþingis- manns, hjá þeim, sem hlut eiga að máli. Hvorki hann eða aðrir, sem um þessi mál hafa fjallað undanfarið á opinberum vettvangi, hafa t.d. leit- að upplýsinga eða gagna hjá lyfja- verðlagsnefnd um störf hennar. Er það von nefndarinnar að þessar síð- búnu upplýsingar geri þá fróðari. Frá lyfjaverðlagsnefnd: Lyfjaverðlag-snefnd og starfssvið hennar Olafsvíkurvegur í Hnappadal: Vísir með lægsta boð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.