Morgunblaðið - 28.03.1987, Síða 72

Morgunblaðið - 28.03.1987, Síða 72
 H öföar til fólks í öllum starfsgreinum! LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Neyðarástand vofir yfir á sjúkrahúsum í Reykjavík; Útskrifa þarf yfír fjög- ur hundruð sjúklinga Heimahiúkrun skerðist vegfna uppsasrna siúkraliða l >eim e™ aiaðriega « ~ 11 ° u osjalfbjarga. En þegar sautjan SJÚKRAHÚSIN í Reykjavík stefna að því að útskrifa á fimmta hundrað sjúklinga fyrir þriðjudagskvöld þegar uppsagn- ir fjölmennra starfshópa munu því sem næst lama starfsemi þeirra. Einungis verður hægt að halda uppi lágmarksþjónustu fyrir sjúklinga og þeir einir tekn- ir inn á spítalana sem þurfa ~ bráðrar aðstoðar við. Ljóst þykir að í hópi þeirra sem gæti þurft að útskrifa næstu daga eru margir sem eiga langt í fullan bata. Starfsfólk spítalanna er á einu máli um að neyðarástand muni ríkja um miðja næstu viku náist samningar ekki. Læknar sem Morgunblaðið talaði við í gær sögðust hræðast þá stöðu sem gæti komið upp. Lokun Blóð- bankans ein nægði til þess að stöðva allar aðgerðir þar sem blóðgjöf %)yrfti til. „Við gætum staðið ráða- lausir frammi fyrir stórslysi," sagði Jónas Magnússon skurðlæknir á Borgarspítalanum. Á Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur hafa 17 sjúkraliðar sem starfa við heimahjúkrun sagt upp störfum. Af þessum sökum verður að skerða þjónustu við alla þá sem hjúkrunar- innar njóta. Stefanía Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur sagði aðspurð að þeir starfsmenn sem eftir verða, geti ekki bætt við sig verkefnum. „Við komumst einfaldlega ekki yfir meira. Stefnan verður sett á að starfsmenn vantar hlýtur þjónustan að skerðast." Sjá frásögn og forystugreln á miðopnu og frétt um samn- ingaviðræður á bls. 2. Framhalds- skólanemendur mótmæla Gálgamir eru stjómvöld, brúð- umar emm við, sögðu nemend- ur framhaldsskóla í gær þegar þeir gengu fylktu liði að stjóm- arráðinu til að mótmæla ástandi því sem skapast hefur í skólum landsins vegna. verk- falls kennara. Mótmælaaðgerð- imar fóm að mestu friðsamlega fram en til einhverra stimpinga kom þegar nemendur freistuðu inngöngu í fjármálaráðuneytið þar sem félagar þeirra hafa dvalið síðan á þriðjudag. Sjá frétt á bls. 2 Fimmskip á loðnu- veiðum Morgunblaðið/ólafur K. Magnússon Horfur á samkomulagi í kennaradeilunni í nótt NÚ ERU aðeins fimm skip að loðnuveiðum og líklegt er "'ftalið, að veiðum ljúki næstu daga. Heildarafli frá upphafi vertíðar er orðinn 1.043.000 lestir. Auk þeirra skipa, sem áður er getið, tilkynntu eftirtalin um afla á þriðjudag: Dagfari ÞH 500, Júpíter RE 300 og Helga II RE 280. Á miðvikudag vom tvö skip með afla; Júpíter RE 570 og Grindvíkingur GK 450. Tvö skip vom með afla á fímmtu- dag, Helga RE var með 500 lestir og Keflvíkingur KE 400. Síðdegis á föstudag vom tvö skip með afla, Hilmir SU 1.300 og Dagfari ÞH 450. FUNDI fulltrúaráðs Hins íslenska kennarafélags, um samningsdrög í deilu kennara við ríkið, lauk um miðnætti í nótt, og hafði fundurinn þá staðið í fjóra ldukkutíma og samninga- fundur deiluaðila tafist sem því nam. Miklar líkur voru samt tald- ar á að samkomulag í deilunni væri í burðarliðnum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins miðaði verulega í sam- komulagsátt á fundi sem Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra, Geir H. Haarde aðstoðarmaður hans og Indriði II. Þorláksson formaður samninganefndar n'kisins áttu með Kristjáni Thorlacius formanni HÍK og Heimi Pálssyni varaformanni HÍK í gær. Á þessum fundi fengu kennarar tilboð sem í fólst, eftir því sem Morgunblaðið kemst næst, að samningurinn yrði afturvirkur til 1. febrúar sl. og að yfirvinnustuðull- inn, sem er 1,4% af mánaðarlaun- um, lækkaði um tiltekið prósentu- brot, til þess að hægt væri að hækka dagvinnulaun kennara meir en ella væri mögulegt. Síðdegis í gær var haldinn stjórn- arfundur í HÍK og þar mun hafa verið samþykkt að ganga að þessu tilboði. Einn stjórnarmaður vildi þó ekki ganga svo langt, nema full- trúaráðsfundur samþykkti slíkan samning. Sá fundur hófst klukkan 20 í gærkvöldi í húsakynnum ríkis- sáttasemjara við Borgartún, og átti að ljúka kl. 21 en þá hafði verið boðaður fundur samninganefnda ríkisins og kennara. Eins og áður sagði lauk fundi fulltrúaráðsins um miðnættið og hófst þá samninga- fundur. Hátt í þúsund manns í framboði til Alþingis Borgaraflokkurinn, flokkur Alberts Guðmundssonar, býður fram lista í öllum kjördæmun- um átta við alþingiskosningarn- ar í næsta mánuði. Framboðs- fresturinn rann út á miðnætti í nótt. 64 framboðslistar voru lagðir fram og lætur nærri að eitt þúsund manns séu i fram- boði á vegum tíu aðila. Flest eru framboðin í Norðurlands- kjördæmi eystra, tíu talsins. Sjö flokkar bjóða fram í öllum kjördæmunum átta. Það eru Al- þýðubandalagið, Alþýðuflokkur- inn, Borgaraflokkurinn, Flokkur mannsins, Framsóknarflokkurinn, Kvennalistinn og Sjálfstæðis- flokkurinn. Aðrir flokkar sem bjóða fram eru: Þjóðarflokkurinn, sem býður fram í fimm kjördæm- um, Bandalag jafnaðarmanna sem býður fram í tveimur kjör- dæmum og framboð Stefáns Valgeirssonar í Norðurlandskjör- dæmi eystra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.