Morgunblaðið - 16.05.1987, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 16.05.1987, Qupperneq 21
MÖRÖÖÍÍéLAÖÍÐ,1 lAÖÖAKÖÁGUR'16.1 MAT '1987" 21? Kaffisala Kvenfé- lags Háteigssóknar Bókasafnið er bjart og vistlegt... en það mætti vera meira í hillunum. segulböndum og núorðið líka á geisladiskum. Svo þurfa að vera til nótur af því sem er til hljóðritað á safninu. I bókum á svo að vera að finna fræðilegar útgáfur verkanna með athugasemdum, auk handbóka og bóka um aðskiljanlega þætti tónlistar. En hvemig er bókasafn í góðum tónlistarskóla? Þorsteinn Hauksson hefur verið við háskólann í Illinois og Stanford-háskóla og auk þess í IRCAM, tónmiðstöðinni við Pompi- dou-safnið í París. Hann kann að segja frá því, að í þessum skólum, eins og öðram slíkum, sé mikið gert af því að láta nemendur hlusta á tónverk með raddskrá tii hliðsjón- ar og á söfnunum séu því hlustunar- básar, sem nemendur nota óspart. Þessi stóra söfn eiga líka handrita- söfn með nótum, bæði í framriti og á örfilmum. Þannig hafa nem- endur aðgang að flestum verkum bæði í framgerð, hljóðritun og svo því sem hefur verið skrifað um þau. Þorsteinn bendir á, að með þessu móti veiti söfn aðgang að umheiminum og í einangran eins og hér sé þetta hlutverk safnanna ekki sízt mikilvægt! Karólína bendir á, að meðan safnið er jafn fátæklegt og nú sé erfitt að skipuleggja námið eins og tíðkast annars staðar, þar sem er hægt að vísa á margs konar heim- ildir og leiða fram sem flestar hliðar á hveiju máli. Það er mikilvægt fyrir svona safn, að þangað berist ný tónlist, svo nemendumir geti fylgst með því, sem er að gerast í tónlist hér og þar um heiminn. Rétt áður en ég lagði leið mína á safnið hafði borist gjöf frá dönsku tónverkamið- stöðinni, 10 nýjar plötur og nótur með. En hagur safnsins er svo bág- borinn, að það er erfitt að þiggja svo góðar gjafir. Það þarf nefnilega að greiða söluskatt og stundum toil af gjöfunum. Það er því ríkið, sem græðir á svona sendingum, þegar allt kemur til alls, þó ríkis- kassann muni minna um summuna en saftiið. Og það má halda áfram og segja að tónlistarmenn verði að kaupa plötur og borga toll af þessu efni, sem ríkið leggur bókasöfnun- um ekki til. Vel á minnzt gjafir. Ef þið lúrið á bókum, plötum eða nótum, sem þið hafið ekkert að gera við, þá er tilvalið að láta safn- ið njóta þess. Þá er að heyra rödd nemandans í fjáröflunamefndinni. Eyþór er að læra á selló og píanó, en er í tón- fræðideild skólans. Sú deild er ætluð þeim, sem hyggjast leggja fyrir sig tónsmíðar eða tónfræði. „Það er mjög hressandi að sjá þá vakningu, sem hefur orðið í kring- um safnið. Akademískt nám felst ekki eingöngu í því að læra náms- greinar, heldur einnig í hvers konar gXÚski og sjálfsnámi, sem safnið eitt getur boðið upp á. Aðstaða nemenda hér á íslandi til að kynn- ast því, sem er að gerast og hefur gerst í tónlist, er ákaflega takmörk- uð. Fyrir okkur era tvær leiðir mögulegar. Önnur er að vera stöð- ugt í útlöndum, hin er að hafa öflugt bókasafn." Og betur er varla hægt að segja það . .. Þeir sem vilja sjá íslenzkt tónlist- arlíf eflast og styrkjast enn ættu að hygla bókasafni Tónlistarskólans og leggja þannig inn á tónlistar- trompreikning framtíðarinnar! — En hvemig þreyfið þið ykkur áfram með verkin? SE: Við byijum á því að spila verkin í gegn og hlusta. SG: Síðan snúum við okkur að atriðum eins og hraða og svo heild- aráhrifum. En við ræðum þetta ekki mikið, það kemur bara þegar við spilum. Við tökum þá einstaka þætti fyrir, en spilum svo allt í gegn. — Hlustið þið á plötur, til að heyra túlkun annarra? SE: Já, ef við eigum plötur, þá er það ágætt, einkum ef við eram í vafa um einhver atriði. SG: Það er gott að hlusta á fleiri og heyra hvemig aðrir hafa farið að. — Á efnisskránni er sitthvor són- atan eftir Mozart og Beethoven, einleikspartíta eftir Bach og Carm- en, fantasía eftir Sarasate, spænskt tónskáld, sem fæddist um miðja síðustu öld og var innblásinn af þjóðlegri tónlist heimalandsins. Sigrún leikur útsetningu fanta- síunnar, sem var gerð af fiðluleikar- anum Efrem Zimbalist. Hvað um verkefnavalið? SE: Við höfum þegar spilað Brahms og Franck, en okkur lang- aði að spila Beethoven og Mozart. En það er varla hægt að velja úr sónötunum þeirra, þær eru allar svo fallegar. Við tókum nokkrar út úr og völdum svo úr þeim. SG: Beethoven samdi sfna sónötu ungur og tileinkaði hana kennara sínum, Salieri, sem flestir kannast við eftir Amadeus. Hann var mjög virtur kennari á sínum tíma. — Hugsið þið eitthvað um bak- grann verkanna, sem þið erað að æfa? SG: Oft, en ekki nauðsynlega. Stundum er það þó gagnlegt. SE: Mozart-sónatan var upphaf- lega skrifuð fyrir píanó og það sagði mér heilmikið um hana. Annars les ég helzt það sem ég rekst á, en tek ekki sérstaklega tíma í að lesa. SG: Ég hef fengist við að spila undir í ljóðasöng og þar skiptir máli að þekkja bakgranninn. Þar er tónlistin lýsandi, innihald ljóðsins skiptir meginmáli í sambandi við túlkun. Sónatan er tónlistarform, sem er algjörlega sjálfstætt. Það hvorki styðst við, né leitast við að túlka eitthvað, sem hefur gerst eða hægt er að tala um. Hún er það sem á ensku er kallað „absolute music“. 1 túlkun sónötu skiptir mestu að þekkja vel stíl höfundar og vera trúr textanum, sem hann lætur í té, það er sjálfum nótunum og því sem er skrifað í þær. SE: Andstæða þess sem er kallað „absolute music“ er svo það sem nefnist „programme music", eða tónlist sem segir sögu eða lýsir ein- hveiju, án orða. Þannig er einmitt Carmen-fantasían. Þar verður að þekkja til bakgrannsins, sem er óperan Carmen. Það er varla hægt að túlka tilfinningar, sem liggja að baki tónlistarinnar, án þess að þekkja efni óperannar. — Og það þarf varla að spyija hvort þið hugið á frekara samspil? SG: Vonandi. Mér finnst það for- réttindi að spila með Sigrúnu. Og Sigrún tekur hlæjandi undir þetta með áframhaldandi samspil, svo tónleikagestir hér hafa eitthvað til að hlakka til. Á MORGUN, sunnudag, kl. 15 hefst kaffisala Kvenfélags Há- teigssóknar í Domus Medica við Egilsgötu. Auk frábærra, aðlaðandi og gimilegra veitinga mun Hrönn Haf- liðadóttir, óperasöngvari, syngja við undirleik föður síns, Hafliða Þ. Jónssonar, píanóleikara. Kvenfélag Háteigssóknar stend- ur nú í stórræðum, er að festa kaup á kórmynd sem Benedikt Gunnars- son, listmálari, gerði framdrög að. Þessi mynd verður af mósaík-gerð og er nú verið að leita hagstæðra tilboða meðal erlendra verkstæða. Vonandi verður hægt að hefja fram- leiðslu á þessu árí. Allt frá stofnun Háteigssafnaðar hefur Kvenfélagið lagt dijúgan skerf til félags-, menningar- og líknarmála innan safnaðarins og veitt kirkjunni margar góðar og fallegar gjafir, sem bæði koma að miklum notum og era til ágætrar prýði. Því hvet ég íbúa Háteigssafnaðar og velunnara Háteigskirkju að koma í Domus Medica á sunnudag- inn og styrkja Kvenfélagið til stórra átaka um leið og notið er góðra veitinga. Tómas Sveinsson sóknarprestur Verzlun í U.S.A. Til sölu er verzlun sem selur íslenskar ullar- vörur og skandinavískar gjafavörur. Verzlunin er á besta stað í verzlanamiðstöð (Mall) á Bostonsvæðinu. Áhugasamir leggi inn nafn og síma hjá aug- lýsingadeild Mbl. merkt: „Boston —3166“. Bátur til sölu Shetland 570,19 fet, 90 Hp Crysler. Upplýsingar í símum 46336, 687372 og 46350. * • ^ Bladburðarfólk óskast! 4 Jl j }1*' AUSTURBÆR Lindargata 1 -38 o.fl. Hverfisgata 63-115 o.fl. p vú $ 1 Upt0nnIi(iibib Ennlausssetí: 11 6.-2.7.-9.7.-16.7.-23.7.-3.9.- 10.9.-24.9.-S.10. Lausum sætum fækkar með hverjumdegi. Verðfrákr. 20.550.- í 2 vikur (meðalverð miðað við hjón með 2 böm undir 12 ára). MuniA Fnklúbbinn á Costa del Sol undírstjóm Hemma Gunn. Aöeins fyrir Útsýnarfarþega. Heimsreisur: Kína Califomía Hawaii Heimsborgir ogfarseðlarum víða veröld. Munið raðgreiðslur Viðskiptavinir eigá þess kost nú sem áður að greiða eftir- stöðvar ferðakostnaðar með VISA raðgreiðslum. Einnig bendum við á af- borgunarfeiðina „Sparið upp i farið“ með VISA Við lánum þér jafnmikið í jafnlangan tíma og þú spar- aðirfyrir brottför. Hæsti kaupmáttur áferðalögumog Friklúbbshlunnindi HHtri kostur Sími 26611
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.