Morgunblaðið - 04.06.1987, Síða 14

Morgunblaðið - 04.06.1987, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987 Verslunarráð Islands: Fundur um auglýsingar og útbreiðslu fjölmiðla MORGUNVERÐARFUNDUR er í dag, fimmtu- daginn 4. júní hjá Verslunarráði Islands. A fund þennan eru boðaðir auglýsendur og útgef- endur og verður á fundinum rætt um upplag- seftirlit Verslunarráðsins, framtíð þess og leiðir til að festa í sessi. Skiptar skoðanir eru um upplagseftirlitið og voru við síðustu könnun aðeins tvö dagblöð og tvö tímarit með. Morgun- blaðið ræddi stuttlega við nokkra aðila, sem þetta mál snertir og fara þau viðtöl hér. Elín Káradóttir Elín Káradóttir hjá Gestgjafanum: „Ljúgum ekki til um upplag“ „VIÐ höfum aldrei logið til um upplag og þess vegna treystum við okkur til þess að taka þátt í upplagseftirlitinu,“ sagði Elín Káradóttir, sem gefur út ásamt manni sínum Hilmari Jónssyni tímaritið Gestgjafann. Getsgjaf- inn var eina tímaritið, sem þátt tók í síðustu upplagskönnun Verslunarráðsins. Elín situr einnig í upplagsnefnd Verslunar- ráðsins. Aðspurð um þá gagnrýni margra tímaritsútgefenda, að tölur upplag- seftirlitsins gæfu ekki rétta mynd af upplagi, þar eð innheimtu hjá söluaðilum úti á landi væri ekki lokið, þegar upplag væri birt, sagði Elín að þetta væri sagan hjá öllum tímaritum. „Þegar síðustu tölur í upplagseftirlitsins voru birtar, var innheimta á desember-hefti Gest- gjafans ekki hálfnuð, þ.a. þetta á við al]a jafnt. En það að innheimta gengur hægt er útgefendunum sjálfum að kenna og er reyndar tekið tillit til hennar með því að eftirlitið fer ekki fram fyrr en 15. maí.“ Elín átti ekki von á því að upplag- seftirlitið breyttist, enda væri ekki unnt að nota kerfi, sem hentaði öllum, nema allir útgefendur væru með svipað áskriftarforrit. „Það er erfiðara fyrir þá, sem eru með göm- ul forrit að taka þátt í upplagseftir- litinu, enda erfíðara að fá staðfestar tölur." Að sögn Elínar segja margir út- gefendur, að þeir sjái engan tilgang í því að vera með í eftirlitinu, þar eð auglýsingastofur beini ekki við- skiptamönnum sínum til þeirra, er þátt taki. „Það má vel vera að aug- lýsingastofumar hafí ekki staðið sig í stykkinu hvað þetta snertir, en Getsgjafínn hefur a.m.k. grætt á þátttökunni," sagði Elín að lokum. Jóhann Karl Sig- urðsson, fram- kvæmdastjóri Dags: „Vil ekki breyta upp- lag’seftir- litinu“ „ÉG er mjög ánægður með upp- lagseftirlitið og vona að því verði ekki breytt,“ sagði Jóhann Karl Sigurðsson framkvæmdastjóri Dags á Akureyri, sem er eina dagblaðið auk Morgunblaðsins, sem þátt tekur í upplagseftirliti Verslunarráðsins. Jóhann Karl Sigurðsson. Jóhann kvaðst vonast til þess, að haldið yrði áfram með upplag- seftirlitið og að takast megi að fá fleiri til þess að taka þátt í því. „Menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af upplagseftirlitinu, nema eitthvað sé bogið við upplag þeirra og þar eð ekki er unnt að treysta upplagi þeirra fullkomlega að öðrum kosti, hljóta þeir að sjá hag sinn í því að taka þátt." Jóhann kvað Dag vera stærsta blaðið á Norðurlandi, sem prentað væri í 7.500 eintökum, en selt í tæplega 6.000 þegar best léti og taldi hann að staðfesting uppplag- seftirlitsins á því ætti að skila sér í auknu auglýsingamagni. Sveinn R. Eyjólfs- son, framkvæmda- stjóriDV: Andvígir beinni aðild auglýsinga- stofa „HAFI Verslunarráð íslands ein- hvern áhuga á að koma á raunverulegu upplagseftirliti hér á landi, er það álit fijálsrar Fjölmiðlunar hf., að til þurfi að koma breytt vinnubrögð, þar sem núverandi upplagseftirlit er markleysa,“ sagði Sveinn R. Ey- jólfsson framkvæmdasljóri Fijálsrar Fjölmiðlunar, sem gef- ur út Dagblaðið - Vísir. „Það er meginsjónarmið Fijálsr- ar Fjölmiðlunar hf. að eðlilegasta fyrirkomulagið sé, að útgefendur blaða og tímarita komi sér saman um slíkt upplagseftirlit með sam- komulagi sín á milli og standi fyrir því sjálfir, e.t.v. með þátttöku hlut- lauss aðila. Því teljum við að auglýsingastofur ættu ekki að vera beinn aðili að eftirlitinu, en eðlilegt að þær gætu keypt slíkar upplýsing- ar. Þetta sjónarmið okkar var hunsað á sínum tíma og niðurstaðan varð sú að örfáir aðilar skrifuðu undir samning um þátttöku í eftir- litinu. Upplagseftirlitið erþví ekkert annað en nafnið tómt.“ Tvö skilyrði eru sett af hálfu Fijálsrar Fjölmiðlunar til þess að aðild auglýsingastofanna komi til greina. í fyrsta lagi skuldbindi aug- lýsingastofumar sig til þess að dreifa auglýsingum sínum til blaða og tímarita í hlutfalli við útbreiðslu þeirra. í öðru lagi skuli auglýsinga- stofumar greiða kostnaðinn við upplagseftirlitið. Annað atriði, sem Fijáls Fjölmiðl- un hefur gagnrýnt upplagseftirlitið fyrir, er að upplýsingar um greidd eintök hafí aldrei verið gefnar, held- ur aðeins um dreifð eintök, sem hvarvetna liggja á lausu. Guðlaugur Bergmann. Guðlaugur Berg- mann forstjóri Karnabæjar: „Mjög slæmt að ekki taki allir þátt“ „ÞAÐ segir sig sjálft, að það er mjög slæmt að útgefendur taki ekk þátt í þessu eftirliti, þar sem maður veit þá ekki hve margir sjá auglýsingu frá manni,“ sagði Guðlaugur Bergmann forstjóri Karnabæjar. Fyrirtæki Guðlaugs er mjög stór auglýsandi, og að sögn Guðlaugs auglýsir hann lítillega í sjónvarpi og útvarpi, en nánast einvörðungu í Morgunblaðinu,„enda er ég þess fullviss að það er langstærsta blað- ið og þannig nái mínar auglýsingar til flestra. Segja má, að ég hafi mitt eigið upplagseftirlit, sem ég byggi þá mest á eigin tilfinningu, en það að Morgunblaðið „þorir“ að taka þátt í eftirlitinu hefur mikið að segja við mitt mat, enda sýnir það, að þeir em öruggir með sitt upplag. Hins vegar er ég hissa á því að t. d. blöð eins og DV skuli ekki taka þátt í upplagskönnun- inni, þar sem það er vitað að þeir hafa mikið upplag, sem þeir þurfa ekki að skammast sín fyrir. Maður er aftur á móti ekkert hissa á því að flokksblöðin taki ekki þátt í upp- lagseftirlitinu. Um leiðir að bættu upplagseftir- liti taldi Guðlaugur, að á meðan þeir sem ekki tækju þátt viður- kenndu ekki staðreyndir eins og yfirburði Morgunblaðsins, væri bor- in von til þess að fá þá til að taka þátt, enda væri slíkt stríð fyrir þá fyrirfram tapað. * Olafur Stephensen, Sambandi íslenskra auglýs- ingastofa: „Viður- kenndir viðskipta- hættir erlendis“ „Við erum undrandi á því að út- gefendur skuli ekki sjá sóma sinn í því að vera með í upplagseftir- litinu," sagði Ólafur Stephensen formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa. „Viðskiptahætt- Ólafur Stephensen irnir í dag í auglýsingamálum eru óskiljanlegir og nálgast það að vera vörusvik." Ólafur sagði, að núverandi við- skiptahættir væru óskiljanlegir að tvennu leyti; annars vegar væru gefnar villandi upplýsingar og hins vegar þegar borið væri saman við önnur lönd. „í Bandaríkjunum var tekið upp upplagseftirlit 1914 og í Danmörku 1930 og eru þessir við- skiptahættir almennt viðurkenndir erlendis, enda þjónar það bæði aug- lýsendum og útgefendum." Að sögn Ölafs hefur það löngum tíðkast, að upplagstölur séu langt frá sannleikanum, þ. a. menn hafa e. t. v. verið að borga fyrir auglýs- ingu í blaði, sem þeir héldu að væri í 10.000 eintökum, en er svo bara í 3.000 eintökum. „Óskastaðan er raunhæft upplagseftirlit í samspili við lesendakannanir. Með því vær- um við betur í stakk búnir til að veita þá þjónustu, sem ætlast er til af okkur.“ Aðspurður um framtíð upplag- seftirlitsins, sagði Ólafur að þeir myndu gera allt til þess að það gæti orðið virkara. „Nauðsynlegt er að gera þær endurbætur á því, að fundin verði aðferð við að fylgj- ast með upplaginu, sem allir geta sætt sig við og sem hentar mismun- andi dreifíngarkerfum." Vilhjálmur Egilsson Vilhjálmur Egils- son, framkvæmda- stjóri Verslunar- ráðsins: „Erum að skoða málið“ „Á næstunni munum við halda fund með auglýsendum og fleiri aðilum, þar sem við munum ræða framtíð upplagseftirlitsins," sagði Vilhjálmur Egilsson fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs íslands. „Upplagseftirlitið fer þannig fram núna,“ sagði Vilhjálmur, „að þeir sem taka þátt, gefa upplýsing- ar um greidd eintök, en sjálfstæðum óháðum endurskoðanda er tryggður aðgangur að bókhaldinu til að stað- festa þær tölur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.