Morgunblaðið - 04.06.1987, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 04.06.1987, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987 V estur-Þýskaland: Mútaði Tyrlga til að gegna herþjónustu Stuttgart, frá Ragnari Gunnarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. 26 ára g-amall kaupmaður hefur verið dæmdur í eins og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa mútað Tyrkja einum til að gegna herþjónustu fyrir sig. Tyrkinn, sem er hvorki skrifandi né læs á þýska tungu, hafði gegnt skyldustörfum i 52 daga áður en upp komst um kauða. Kaupmaðurinn rekur knæpur og vörumarkaði í Hannower og gat ekki hugsað sér að gegna herskyldu fyrir 300 mörk á mánuði og láta viðskiptin reka á reiðanum. Þess vegna mútaði hann Tyrkjanum Karmal til að gegna herþjónustu Mikil áfengisnotk- un veldur áhyggjum Kaupmannahöfn, frá Niels Jörgen Bruun, ÁFENGISDRYKKJA er vandamál hjá mjög mörgum framámönnum í dönsku atvinnulífi, að sögn Eig- ils Jensen, forstöðumanns göngu- deildar fyrir áfengissjúklinga. Hann segir að 35-50 snapsar á dag sé ekki óalgengur dagskammtur hjá þessum hópi manna. Svo mikil drykkja getur verið banvæn og eng- inn þolir hana til lengdar. Algengasta dánarorsök miðaldra danskra karlmanna er of mikil Gengi gjaldmiðla London. Rewuter. GENGI bandaríkjadollars lækk- aði enn gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum á gjaldeyrismörk- uðum Evrópu i gær. Verð á gulli hækkaði. Síðdegis í gær kostaði sterlings- pundið 1,6405 dollara, en annars var gengi dollarans þannig að fyrir hann fengust: 1,3440 kanadískir dollarar, 1,8045 vestur-þýsk mörk, 2,0335 hollensk gyllini, 1,4900 svissneskir frankar, 37,39 belgískir frankar, 6,0275 franskir frankar, 1303,00 ítalskar lírur, 142,80 japönsk jen, 6,2950 sænskar krónur, 6,6925 norskar krónur, 6,7925 danskar krónur. Gullúnsan kostaði 453,10 doll- ara. fréttaritara Morgunblaðsins. áfengisnotkun. En þeir reykja líka of mikið. Mörg dönsk líftrygginga- fyrirtæki hafa uppi áætlanir um að bjóða þeim sem ekki reykja afslátt af iðgjöldum. Slíkt fyrirkomulag þekkist nú þegar í Bandaríkjunum. Farangurs- þjófar handteknir London, Reuter. SAUTJÁN farangurs- hleðslumenn hjá British Airways á Heathrow- flugvelli voru handtekn- ir á þriðjudag. í síðustu viku voru tutt- ugu þrír starfsmenn gripnir og segir lögreglan, að um- fangsmikil rannsókn standi yfir á atferli starfsmann- anna. Þeir eru allir grunaðir um að stela farangri í stór- um stíl. í sumu tilvikum er talið, að þeir hafi tekið úr töskum, en grunsamlega oft hafa töskur einnig horfið, eins og þær lögðu sig og ekki komið fram þrátt fyrir ítarlega leit. fyrir sig. í október 1986 mætti Tyrkinn á aðaljárnbrautarstöðina í Hannower og sýndi þar kvaðningar- pappíra kaupmannsins. Á jám- brautarstöðinni tók enginn eftir því að Karmal var Tyrki og gjörólíkur kaupmanninum í útliti. Karmal var sendur til Baumholder þar sem hann var settur í þýskan einkennis- búning og látinn hefja nám í skóla vestur-þýska stórskotaliðsins. Þar þótti engum undarlegt að þessi þýski hermaður gat hvorki talað né skrifað þjóðtungu sína. Yfírmað- ur hans hélt að hann væri landflótta Pólverji af þýskum ættum. Þannig gekk þetta í 52 daga og Tyrkinn Karmal fékk rúmlega 600 mörk í laun frá hernum. Það var ekki fyrr en honum var skipað að keyra vöru- bíl að upp komst um svikin. Honum var öldungis fyrirmunað að keyra ökutækið enda hafði hann aldrei tekið bílpróf. Það hafði kaupmaður- inn hins vegar gert samkvæmt fyrirliggjandi vottorðum og pappír- um. MAD, þýska leyniþjónustan, var kvödd til og stuttu seinna bönkuðu herlögreglu menn á dyr hjá kaup- manninum, sem neitaði að kannast nokkuð við málið. Tyrkjans er hins vegar enn leitað. Hann hvarf frá herstöðinni er upp um hann komst og hefur ekki sést síðan. Reuter. Eldur í olíustöð Mörg hundruð slökkviliðsmönnum tókst síðdegis í gær að slökkva eld í olíubirgðastöð Shell-fyrirtækisins, skammt frá Lyon í Frakklandi. Höfðu þeir þá barist við eldinn í einn sólarhring, en hann kviknaði eftir að sprenging varð í stöðinni í fyrradag. Ekki er talið að um skemmdarverk hafi verið að ræða. 16 manns slösuðust í brunanum, tveggja starfsmanna stöðvarinnar er saknað og er óttast að þeir hafi látið lífíð. Mannfjöldi fylgdist með slökkvistarfinu og sjáum við á þessari mjmd hóp manna er safnaðist saman í öruggri fjariægð frá stöðinni og fylgdist í sjónaukum með því sem fram fór. Sovétríkin: Yfirvöld ættu að leyfa atvinniileysi - segir sovéskur rithöfundur Moskvu, Reuter. SOVÉSKIR embættismenn, sem áratugum saman hafa haldið þvi fram að trygg atvinna handa öll- um sé æðsta dyggð kommúnisma, ættu að íhuga að leyfa atvinnu- leysi, að því er sagði í bók- menntatimaritinu Novy Mir á þriðjudag. Rithöfundurinn Nikolai Shmelev segir í grein sinni að lítil afköst sinnulausra verkamanna standi sovéskum efnahag fyrir þrifum. „Lokum ekki augum fyrir því tjóni, sem efnahagslífíð bíður af trú okk- ar á trygga atvinnu ... Það væri gott lyf gegn leti, drykkjuskap og ábyrgðarleysi, ef menn ættu á hættu að missa störf sín og þyrftu að þiggja atvinnuleysisbætur um stundar sakir," skrifaði Shmelev. Einkennilegt dómsmál í Astralíu: Móðir náðuð eftir þríggja ára fangelsi Var talin hafa myrt barn sitt Darwin, Ástralíu, Reuter. LINDY Chamberlain, sem dæmd var í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða níu vikna gamla dóttur sína, var náðuð á þriðju- dag. Líkur eru taldar á því að barnið hafi ekki verið myrt heldur hrifsað burt af villi- hundi, þegar fjölskyldan var í útilegu, eins og móðirin hefur alltaf haldið fram. Bamið hvarf þegar fjölskyldan var í útilegu við Ayers Rock fyrir sjö árum. Móðirin hélt því fram að „dingo“, en svo nefnast ástral- skir villihundar, hefði hrifsað stúlkuna og dregið hana út í skóg. Lík hennar fannst aldrei en í byij- un síðasta árs var móðirin látin laus og rannsóknamefnd skipuð í málinu eftir að úlpa sem stúlkan var í þegar hún hvarf, fannst rif- in og tætt í nágrenni Ayers Rock. Niðurstöður rannsóknamefndar- innar vom þær að móðirin hefði aldrei verið sakfelld ef öll gögn í málinu hefðu verið komin fram, Lindy Chamberlain er þó ekki ánægð með þessi málalok þar sem ásakanimar um að hún hafí drep- ið bamið standa enn. Hún er staðráðin í að gera allt sem í henn- ar valdi stendur til að hreinsa nafn sitt. Líklegt er að henni verði greiddar háar skaðabætur vegna málskostnaðar og andlegra þján- inga. Reuter Lindy Chamberlain með eiginmanni sínum. Myndin var tekin í Sydney í Ástralíu fyrr á þessu ári. „Ýmsir sérfræðingar telja að ódýrara væri að greiða mönnum atvinnuleysisbætur um stundar sakir en að halda fjölda manns, sem ekkert gerir, í vinnu,“ sagði í grein- inni. „Um þessar mundir einkennist efnahagur okkar af skorti. Hann er að öllu leyti í ójafnvægi og lætur ekki að stjórn. í hreinskilni sagt er ógemingur að koma þar á skipulagi og framfarir í nýjustu tækni og vísindum hafa engin áhrif á efna- haginn. Miðað við iðnríki heims er fram- leiðni óvíða minni en í Sovétríkjun- um og á það sérstaklega við um landbúnað og byggingafram- kvæmdir. Stöðnun hefur ríkt ámm saman og á þeim tíma hafa verka- menn misst nánast allan áhuga á að gegna störfum sínum af sam- viskusemi og heiðarleika." Shmelev fer hæðnislegum orðum um þá hefð sovéskra fjölmiðla að lofsyngja verkamenn fyrir að vinna glæsileg afrek í starfí: „Tími er kominn til að við glötum hugmynda- fræðilegum meydómi okkar — hann hefur hvort sem er aldrei verið til nema í þjóðsagnakenndum Ieiður- um dagblaða. Fólk mun fremur rupla og ræna í skjóli þessa blekk- ingarvefs, en væri honum svift brott." Shmelev skrifaði einnig að frá- leitt væri að kaupa kjöt og brauð dýrum dómum erlendis, en heima fýrir væri frumkvæði milljóna borg- ara kæft í fæðingu. Opinberlega er því haldið fram í Sovétríkjunum að atvinnuleysi hafi verið bægt frá fyrir fullt og allt á Qórða áratug þessarar aldar. í grein Shmelevs segir að tveir af hundraði vinnufærra manna séu atvinnulaus- ir, en þrír af hundraði sé einnig gert ráð fyrir flökkurum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.