Morgunblaðið - 04.06.1987, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 04.06.1987, Qupperneq 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987 fclk í fréttum Hver vill gista í bæli J.R.? Islenskir sjónvarpsáhorfendur kannast við Dallas-borg í Texas og næsta nágrenni sem væri annað heimili þeirra, en þar valda hinir alkunnu sjónvarpsþættir Dallas. Fyrir þá sem vilja kjmnast um- hverfínu áþreifanlegar er ekki um neitt annað að gera en að halda til Texas og skoða sig um. Dallas-borg er að sjálfsögðu öllum opin, en eflaust er það ekki á allra vitorði að hægt er að fara á Southford- búgarð og virða herlegheitin nánar fyrir sér en flesta óraði fyrir. Búgarðinn á Terry nokkur Tripp- et, Texani í húð og hár. Hafa nágrannar hans jafnvel á orði að hann sé alls ekki ósvipaður J.R. í ýmsum háttum, sé illmennskan undanskilin. Líkt og J.R. hefur hann viðskiptavit í lagi og svífst einskis þegar miklir peningar eru í húfi. Vegna þess hefur han m.a. opnað heimili sitt fyrir gestum og leyfír þeim að skyggnast um ganga og stofur, en aðgangseyririnn er sex Bandaríkjadalir, sem mun sam- svara um 240 íslenskum krónum. Hafí maður hins vegar meira en venjulegan áhuga getur maður fengið að gista í svefnherbergi J.R., en nóttin þar kostar litla 2.500 dali eða um hundrað þúsund krón- ur. Dýr nótt það! Southfork-búgarður. Terry Trippet, eigandí Southfork. Hann felur ekki rikidæmið: geng- ' ur f kúrekastígvélum úr strútsleðri og umhverfis hattinn er gjörð úr 18 karata gulli. Sagt er að Trippet vasist í ýmiskonar „bisness", en þó viidi hann ekki selja Southfork, þegar honum buðust 40 millj- ónir dala (1,6 milljarður ísl. króna) fyrir. Ávallt viðbúnir Sjóskátar í Firðinum Innan Hjálparsveitar skáta í Hafn- arfírði er starfandi öflugur sjó- flokkur, sem ávallt er við því búinn að takast á hendur erfíð björgunar- störf við hverskonar aðstæður. Undirstaða þess er að sjálfsögðu kunnátta og ströng þjálfun, en því sinnir sveitin svo sannarlega því reglulegar æfíngar eru tvisvar til þrisvar í viku. Þessa dagana er þjálf- unin þó enn strangari en ella, því nú búa þeir sig undir að taka þátt í köfunar- og björgunamámskeiðum á vegum Landsambands hjálparsveita skáta í sumar. Sjóflokkur Hjálparsveitar skáta í Hafnarfirði er, eins og aðrar hjálpar- sveitir, ávallt í viðbragðsstöðu til þess að geta sinnt útiköllum, en þau gera sjaldan boð á undan sér. Kafar flokksins eru tveir, þeir Stefán Axels- son og Ágúst Helgason. Hefur Stefán sótt námskeið í björgunarköfun á Bretlandi og í sumar fer hann við annan mann til Bandaríkjanna í framhaldsþjálfun, en að henni lokinni verður hann með alþjóðleg kennslu- réttindi í björgunarköfun. Þeir félagar hafa einmitt lagt á það áherslu að menn geri skýran mun á björgunarköfun og sportköfun; hann er slikur að slys geta hæglega hlot- ist af leggi óvanir menn út í björgun- arköfun, sem eðli síns vegna er viðsjárverð. Til þess að auka enn á viðbragðs- flýtinn er bátur flokksins ávallt tilbúinn á þartilgerðri kerru og allir fylgihlutir eru á sínum stað. Menn- imir í bátnum, Andri Þorsteinsson og Vilhjálmur Jónsson þjálfa náið með köfurunum, en samvinna þeirra verður vitaskuld að vera alger. Ör- yggi kafaranna byggist m.a. á því að mennimir uppi á yfírborðinum þekki vel til köfunar og kunni að bregðast við fari eitthvað útskeiðis. Meðfylgjandi myndir voru teknar við æfingu á Hafnarfírði, en það er einmitt með sleitulausri þjálfun sem menn verða ávallt viðbúnir — æfíng- in skapar meistarann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.