Morgunblaðið - 04.06.1987, Síða 70

Morgunblaðið - 04.06.1987, Síða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987 mmmn ©1987 Unlv»fMl Press Syndicata /, Ef ptg Vcurkox jgo&a. „ SjenScLkerru'' kooptu pá. þcn/\ar\ ...hönrv c/repur á.ser' hveoatr sem er." Með morgunkaffínu Það er ekki bíllinn þinn. Þessi fór strax í gang ... Auðvitað datt hann þegar þú tókst blöðruna hans. Listsköpun á háu stigi - frábær uppfærsla Þjóðleikhúsins á Yermu Til Velvakanda Ef þú hefur yndi af list lesandi minn þá hvet ég þig til að fara að sjá vorleikrit Þjóðleikhússins — Yermu — því þar getur að líta list- sköpun á háu stigi. Þar renna saman í slíka órofaheild texti, tón- list, litir, leiksvið, leikur og leik- stjóm, að leikhúsgesturinn kennir eins og ilm af fullkomnun. Ég minnist þess ekki að hafa séð jafn áhrifamikla sýningu í Þjóðleikhús- inu síðan ég sá þar aðra sýningu á Náttbólínu eftir Maxim Gorki. Hún líður mér seint úr minni og svo mun einnig verða um þessa sýningu á Yermu. Það er raunar varla viðeigandi að taka til athugunar einstök atriði úr svo fagurri heild. Mig langar þó til að minnast tónlistarinnar, sem mér fannst bæði falleg og sterk- byggð, — eiginlega einskonar styrktarviðir sýningarinnar við ódijúgan texta leikritsins í frábærri þýðingu og málsmeðferð Karls Guð- mundssonar — og ennfremur „Ég minnist þess ekki að hafa séð jafn áhrifamikla sýningu.“ árinnar og þeirrar fegurðar er ófst um hana af lífi og litum. Leikur Tinnu Gunnlaugsdóttur var þrekvirki þótt ég hefði kosið * Islensk tal með öllum erlendum myndum Til Velvakanda. Nú þegar fjölmiðlafárið hellist yfir okkur íslendinga og u.þ.b. 95% þessa efnis sem er í sjónvarpinu er erlent, vill íslensk tunga oft fara halloka. Sérstaklega hjá unga fólkinu sem svo auðveldlega meðtekur erlendar slett- ur og setur þær inn í íslenskt mál. Þess vegna teljum við tímabært að allar eriendar myndir verði með íslensku tali. Við teljum að með þessu muni íslensk tunga varðveitast betur. Einnig mætti auka íslenskt efni þar sem það er af skornum skammti og bæði efni fyrir börn og fullorðna. Atvinna mundi aukast til muna hjá íslenskum leikurum sem tækju að sér að tala inn á myndefnið og þýðendur mundu að sjálfsögðu halda sínu starfí. Ef íslenskt efni væri aukið hefðu kvikmyndatökumenn að sjálf- sögðu meira að gera. Kostnaður yrði að sjálfsögðu nokk- ur við að framkvæma þetta en fyrir bragðið kæmi efnið að meiri notum fyrir sjónvarpsáhorfendur. Sumum myndi eflaust fínnast skrýt’ið fyrst í stað að heyra íslenska leikara eins og t.d. Sigurð Siguijónsson sem Bobby Ewing í Dallas en það ætti að geta komist upp í vana eins og hjá Þjóðveijum og Spánveijum. Það er mikil skömm að því að bamaefni í sjónvarpi sé ekki með íslensku tali þar sem yngsta kynslóð- in horfír á þetta efni. Hvemig eiga bömin að geta skilið erlent mál? Ekki geta þau lesið textann þar sem þau hafa ekki náð fullum tökum á lestri. Sjónvarpið ætti að byija á því að setja tal á bamaefnið og síðan á annað erlent efni stig af stigi. Við verðum að standa vörð um tungu okkar svo okkur hendi ekki það sama og frændur okkar Dani sem nota enskar og þýskar slettur í öðru hveiju orði, og er svo komið að þeir geta varla talist eiga eigið tungumál. Þijár raunsæjar henni meiri fmmstæðan blóðhita og tilfinningaþroska einkum er á leið leikinn. Að því er varðar Arnar Jónsson, þá gleymdi ég manninum bak við bóndann. Þetta gerist ekki oft og ég kann því ekki meiri lofs- yrði. Ekki þarf heldur orðgnóttar við til þess að frægja leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur. Það gerir hún af sjálfu sér fyrir augliti leik- hússgestsins. Það, sem hér hefur verið tínt til um einstök atriði má ekki taka sem svo, að öðmm sé áfátt í sínum hlut- verkum. Þvert á móti, og þess vegna er sýningin á Yermu sú hrífandi heild sem hún er. Nú er þessu sýningarári Þjóðleik- hússins senn lokið og ýmsar sumarannir standa mcnnum nær en leikhúsferðir. Þess vegna heiti ég á þjóðleikhússtjóm að taka þessa sýningu aftur upp með haustinu, svo að fleira fólki gefist kostur á að sjá hana en orðið er. Að þessum rituðum orðum kemur mér í hug önnur snilldarsýning handan Hverfísgötunnar, þar sem leikstjóm og sviðsbúnaður jaðra við kraftaverk, er ekki fymist áhorf- endum í fljótu bragði. Hætt er nú að sýna ópemna Aidu en vonandi ekki endanlega. Það væri við hæfí að hefja næsta leikár með þeim glæsilegu sýningum, er ég hef gert hér að umtalsefni. Asgerður Jónsdóttir HÖGNI HREKKVÍSI „5EWPU HANN AFTORÍ SkÓlaUN 'A MOKGUh" Yíkverji skrifar Mikið er það hvimleitt að sjá á hveijum svölunum á fætur öðmm hangandi nærbuxur til þerr- is allan liðlangan daginn. í betri hverfum stórborga erlendis sést slíkt yfirleitt aldrei, en í fátækra- hverfunum er þetta kannski algeng sjón. En hér í Reykjavík em nær- buxumar til þerris um alla borgina. Ef Víkveiji man rétt, stendur í lögreglusamþykkt Reykjavíkur, að ekki megi hengja út þvott á svölum eftir klukkan 11 fyrir hádegi. Þrátt fýrir þessi ákvæði hanga nærbux- umar uppi allan liðlangan daginn og er engu líkara en nærbuxur og lök séu að verða að eins konar fána Reykvíkinga. Því segir Víkveiji: Burt með þvottinn af svölunum! XXX Nýlega sýndi sjónvarpið borgara á Seltjarnarnesi taka höndum saman um hreinsun bæjarlandsins á Nesinu. Ungir sem aldnir fóm um hverfín og hreinsuðu upp óhreinindi og drasl og var mörgum tonnum síðan ekið á haugana. Þetta framtak var í senn lofsvert og verð- ugt til eftirbreytni fyrir nágranna Seltirninga, íbúa höfuðborgarinnar. I vor hefur lítið heyrzt af hvatn- ingarorðum forystumanna borgar- innar til hreinsunar borgarlandsins. I fyrra var afmælisár borgarinnar og efndi borgarstjóri þá til um- fangsmikillar hreinsunarviku, hvatti borgarana til þess að taka höndum saman og hreinsa um- hverfí sitt. Hann kom meira að segja sjálfur fram í auglýsingum, þar sem hann var við hreisunar- störf. Ekkert hefur borið á slíku á þessu ári 1987. Er ekki ástæða til þess að halda borginni hreinni í ár sem í fyrra? Hvers vegna hvetja stjómendur borgarinnar fólk ekki til þess að hreinsa umhverfi sitt í ár eins og í fyrra? Víkveiji skorar á Reyk- víkinga að taka nú til hendi og gera hreint í borgarlandinu. Eitt er víst, að mönnum líður betur í hreinu og fallegu umhverfi en innan um drasl og óhreinindi. ar sem hreinsun og umhverfis- mál hafa verið gerð að umtals- efni í þessum Víkveijapistli, er ekki úr vegi að minnast á atriði, sem Víkveiji hefur áður minnzt á og daufheyrzt hefur verið við. Er það þetta dósagos, sem hafin er fram- leiðsla á innanlands. Dósahræ eru nú um allt byggt ból og er til hins mesta vanza. Þessi leiðinlegi úr- gangur er búinn til úr áli, ryðgar því ekki og er varanleg umhverfis- mengun. Nú er kominn júní og eftir svo sem einn mánuð byijar ferða- fólk að flykkjast upp á hálendið. Það ber þessi dósahræ með sér og kastar um náttúruna. Þetta er til- ræði við óspillta íslenzka náttúm og er skömm, að yfírvöld skuli ekki hafa gripið í taumana áður en það verður um seinan. Glerið var þó sýnu betra, því að hagsýnir menn hirtu tómar flöskur, þegar þær urðu á vegi þeirra, þar sem krefjast má endurgjalds fyrir það. Dósahræið er hins vegar verðlaus úrgangur, sem er engum til gagns. Þess vegna er hann varanleg náttúrumengun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.