Morgunblaðið - 25.06.1987, Side 26

Morgunblaðið - 25.06.1987, Side 26
r MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1987 ~É F7 • * * 17. jum 17. júní er liðinn. Þetta var fallegur dagur og skemmtilegur. 17. júní er þjóðhátíðardagur okkar. Hver þjóð á sinn ákveðna þjóðhátíðardag. Hver þjóð á líka sinn ákveðna fána. Okkar fáni_ er fallegur krossfáni. Áður en við fengum fána voru margir sem notuðu bláan fána með hvítum krossi. En fáninn sem valinn var sem þjóð- fáni íslands er heiðblár með hvítum krossi og há- rauðum krossi innaní hvíta krossinum. Á 17. júní eru margir sem draga fána að húni við heimili sín og böm- in fá litla fána til að halda á. Það er skemmtilegt að vita að litimir á fánanum lýsa landinu okkar vel. Blái liturinn á að tákna bláma fjallanna, hvíti liturinn hreinleika jöklanna og rauði liturinn eldinn í iðmm jarðar. wmmttA lZ í íp'n**' spýji/r ^IEíCÍaI/sj 1 ' L |/ Fleki Á sumrin fömm við í ferða- lög. í nánd við sumarbústaðinn, eða tjaldstæðið er oft lækur eða vatn. Flestir krakkar leika sér við vatnið, láta smáspýtur fljóta niður lækinn, búa til litla stíflu o.fl. Hægt er að búa til litla báta úr bréfí og láta sigla á vatninu. Héma er einfaldur fleki sem búinn er til úr íspinnaspýt- um. Þið þurfíð 12 spýtur í þennan fleka. Límið þær saman eins og myndin sýnir. Þessi fleki er ekki fyrir ykkur sjálf að ferðast á, heldur til að láta fljóta á vatninu, eða í lækn- um. Veljið ykkur góða staði og hættulitla þegar þið leikið ykkur við vötn eða ár. Fáið einhvem fullorðinn til að velja staðinn með ykkur og látið vita af ykk- ur ef þið ætlið að leika ykkur við vatnið. Gætum okkar vel og eigum skemmtilegt sumarfrí. PARÍS NEW YORK KAUPMANNAHÖFN LONDON MADRID RÓM FENEYJAR SYDNEY SAN FRANCISCO Hvaða borg? Stína ætlar í frí til útlanda. Hún vill ekki segja okkur hvert hún er að fara. Við verðum að fínna það út sjálf með eftirfar- andi upplýsingar í huga. Þessi borg er á einni myndinni. Þú færð eftirfarandi upplýsingar: 1. Borgin er hafnarborg. 2. Borgin er höfuðborg í Evr- ópu. 3. Það rennur ekki á í gegnum borgina. Þá vitum við til hvaða borgar Stína er að fara, ekki satt? Létt spaug Um síðustu helgi fóm heilu fjölskyldumar út að veiða físk. Árangurinn var misjafn eins og gerist og gengur. Jón veiði- vörður gekk um og gætti þess að allt færi vel fram. Jón hitti Gunnu litlu sem hafði við hlið sér stóran fisk. Jón: „Heyrðu vinan, veiddir þú þennan físk alein?" Gunna: „Nei, það var lítill ánamaðkur sem hjálpaði mér.“ Seinna um kvöldið, þegar allir áttu að vera hættir að veiða gekk Jón fram á mann með veiðistöng. Jón: „Þú mátt ekki veiða hér.“ Maðurinn: „Ég er ekki að veiða. Ég er að baða gæluorm- inn minn.“ Heimilisfangið er: Bamasíðan, Morgunblaðinu, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík. .Líttu í kringum þig Á ferð um landið er margt að sjá. Á stuttri gönguferð niður í flöm má gjama sjá skeljar og alls kyns kuðunga, þang og þara. Éf til vill fínnurðu hrúður- karl eða krossfisk. Það getur verið skemmtilegt að skoða steinana í fjömnni. Sumir hverj- ir em eins og karlar og kerling- ar. Gaman er að taka nokkra steina með sér heim og mála þá eða líma saman fleiri steina og búa til alls kyns fígúmr. Þó er ekki nauðsynlegt að taka alla fjömna með sér heim! Einn og einn steinn ætti þó ekki að saka. Það má geyma þá heima og búa til úr þeim næst þegar veður er vont. Það em ekki bara augun sem hægt er að nota á ferðalögum. Margt skemmtilegt er líka hægt að heyra. Hefurðu hlustað á hrossagaukinn og lóuna, eða ána sem steypist fram af hamra- vegg og verður að fögmm fossi? Það getur verið vel þess virði að hafa augu og eym opin á ferð um landið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.